Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss og Selfoss koma og fara í dag. Mánafoss kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss fór frá Straumsvík í gær. Bootes kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Skrif- stofa s. 551 4349, opin kl. 14–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 10.30 Búnaðarbank- inn, kl. 13–16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 postulínsmálun, kl. 13–16.30 módelteikn- ing. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinnuhornið, kl. 13.30 trésmíði. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka kl. 15–16. Skrifst. í Gullsmára 9 opin kl 16.30–18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Myndlist kl. 10– 16, línudans kl. 11, glerskurður kl. 13, pílukast kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Forsetinn kemur í heimsókn kl. 14. Söng- félag FEB kóræfing kl. 17. Félag eldri borgara, Suðurnesjum Selið, Vallarbraut 4, Njarð- vík. Kl. 14 félagsvist. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 boccia og glerlist, kl. 13 glerlist og félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17. bobb, kl. 15.15 Gleði- gjafarnir syngja. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnustofan. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, búta- saumur, útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 sam- verustund, kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist. Messa á morgun kl. 10.30. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15–14.30 versl- unarferð kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 10 bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13–16 föndur, kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.30 fé- lagsvist. ITC-deildin Fífa. Fundur í kvöld kl. 20.10 í Safnaðarheimili Hjallakirkju, Álfaheiði 17. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13. Félag kennara á eft- irlaunum. Skákhóp- urinn í Kennarahúsinu kl. 14 í dag. Bók- menntahópurinn heimsækir Þjóð- skjalasafnið, fimmtud. 20. mars, kl. 13.50. Skógræktarfélag Kópavogs aðalfund- urinn kl. 20 í kvöld í Félagsheimili Kópa- vogs, Fannborg 2, kl. 20. Lomber-klúbburinn Tótus. Opið lomber- spilakvöld kl. 19.30 í kvöld á veitingahúsinu Diner-inn Ármúla 21. Lífeyrisþegadeild SFR. Skemmtifund- urinn verður laugard. 22. mars kl. 14 í fé- lagsmiðstöðinni Grett- isgötu 89, 4. hæð, þátt- taka tilkynnist í s. 525 8340. Bókmenntaklúbbur Hana-nú fundur á Bókasafni Kópavogs kl. 20. Í dag er miðvikudagur 19. mars, 78. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. (Fil. 4, 4.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI er áhugamaður umgönguferðir og finnst fátt ánægjulegra en að spássera úti með einhverjum skemmtilegum vini sín- um. Það er ekki nóg með að gangan sé líkamlega holl heldur er hún líka góð fyrir sálina. Í skammdeginu heldur Víkverji sig á upplýstum gangstéttum í byggð. Þegar vorar og sólargang- urinn lengist eru göngustígarnir meðfram sjónum eftirlæti Víkverja. Uppbygging gangstíganna í borg- inni og nágrannasveitarfélögum er þjóðþrifaverk. Fyrir utan holla hreyfingu ber margt áhugavert fyrir augu manns á göngunni. Skemmti- legar viðbætur við göngustígana á síðustu árum eru listaverk sem prýða gönguleiðirnar, t.d. í Skerja- firði og bekkir úr rekaviði á Sel- tjarnarnesinu. Þá eru vatnspóstar komir á nokkra staði, til að mynda við Ægisíðu og norðanvert Seltjarn- arnes. Seltirningar hafa reyndar gert gott betur og settu upp í sumar er leið ljósmyndir af fjallasýninni frá norðanverðu Nesinu og merktu heiti fjalla og heiða. Maður getur stoppað í björtu veðri, horft á fegurðina sem blasir við og rifjað upp heitin á því sem fyrir augu ber. Eins og skáldið sagði eykst gildi landslagsins hafi maður heiti þess. Víkverji myndi hins vegar aldrei ganga svo langt að segja að landslag væri lítils virði ef það væri ekki á því nafn. x x x VINUR Víkverja fór í Orkuna umdaginn og keypti bensín eins og hann er vanur. Upphæðin sem hann setti í sjálfsalann stemmdi síðan ekki við bensínverðið þegar búið var að dæla á bílinn og hann átti því að fá til baka á annað hundrað krónur. Fram að þessu hefur hann getað far- ið í Hagkaup og fengið greitt til baka. Nú þurfti hann að láta starfs- mann Hagkaupa fá bensínkvittunina sem átti annars að fara í bókhaldið. Vininum fannst óþægilegt að missa nótuna sína og sagði að hann nennti ekki að standa í þessu og myndi leita annað næst. x x x KUNNINGI Víkverja var í vik-unni að bjástra við að taka nagladekkin undan fjölskyldubíln- um. Maki Víkverja sem sér um dekkjamál fjölskyldunnar hætti að nota nagladekk fyrir fimm árum þegar það rann upp fyrir honum að naglarnir komu kannski að notum sjö til tíu daga yfir veturinn. Fyrir utan hávaðann sem fylgir akstri á nagladekkjum á auðum vegum þá er það mengandi að spæna upp malbik og steypu, fullyrðir hann. Þeir sem settu negld dekk undir bílinn í haust hljóta að hafa fengið bakþanka því það er hálffurðulegt að aka á þessum mengunartúttum í borginni þar sem varla hefur sést föl á jörðu í allan vetur. Morgunblaðið/Þorkell McDonalds ÉG vil koma á framfæri ánægju minni með þjón- ustuna á McDonalds í Skeifunni en óánægju með þjónustuna á McDonalds í Kópavogi. Í Kópavogi var ég látin bíða í hálftíma eftir matnum og var ekki beðin afsökunar á biðinni. Eins eru XL-borgararnir í Skeif- unni stærri og betri en í Kópavogi. Ég er yfirleitt ánægð með McDonalds, þar fást góðar franskar og góður matur. En súkku- laðihristingurinn sem alltaf er verið að auglýsa virðist aldrei vera til. Sem sagt, McDonalds í Skeifunni fær stóran plús en McDonalds í Kópavogi þarf að athuga sinn gang. Sigrún Guðlaugsdóttir. Brot á vinnulögum? Í ÚTVARPINU var sagt frá að alþingismenn hefðu verið á fundum allan dag- inn 13. mars og svo frá kl. 11 um kvöldið til 6 um morguninn. Flokkast þetta ekki sem brot á vinnulögum og hvíldartímum? Eru eng- ar reglur um þetta hjá þingmönnum? Guðmundur Bergsson. Þakkir ÉG vil senda Ríkisútvarp- inu þakkir mínar fyrir frá- bæra útvarpsstöð sem er bæði fræðandi, menningar- leg og uppbyggileg. Ég held að svona útvarpsstöð sé einstök í heiminum. Hlustandi. Pétur og úlfurinn KONAN sem hringdi í byrjun mars og spurði um barnabókina Pétur og úlf- urinn er vinsamlega beðin að hringja í sama símanúm- er aftur. Tapað/fundið Grá hliðartaska með skólabókum týndist GRÁ, frekar stór hliðar- taska, með skólabókum og fartölvu (Texas Instru- ments) týndist við Karla- götu sl. fimmtudag. Taskan er eiganda mikils virði þar sem allt námsefni vetrarins var í töskunni og tölvunni. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 697 6933. Fundarlaun. Gullarmband týndist GULLARMBAND með hlekkjum týndist líklega í Húsadýragarðinum eða á leiðinni frá Vesturgötu að Kaplaskjólsvegi sl. sunnu- dag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 0553. Geisladiskahulstur týndist Geisladiskahulstur fyrir u.þ.b. 40 diska týndist síð- astliðinn miðvikudag ann- aðhvort í Kópavogi eða Garðabæ. Skilvís finnandi hafi samband í síma 698 6402. Svartur fress í óskilum SVARTUR fressköttur með bláa ól hefur verið í óskilum í Ásgarði sl. 2 vik- ur. Upplýsingar í síma 553 0615. Dýrahald Páfagaukur týndist LÍTILL blár gárapáfa- gaukur týndist um helgina í Teigahverfi í Reykjavík. Hans er sárt saknað. Finn- andi vinsamlegast hringi í síma 822 0167. Köttur í óskilum við Nökkvavog SÉRLEGA gæfur, brönd- óttur köttur hefur verið að þvælast við Nökkvavog síð- ustu mánuði. Í fyrstu var hann með ól sem á stóð m.a. Leopold og Holtavegur. Ól- inni er hann búinn að glata en þeir sem þekkja til hans og geta hjálpað honum að komast heim til sín eru beðnir um að hringja í síma 892 7958. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is DÓTTIR mín hefur borið út Fréttablaðið í 1 1⁄2 ár og þegar hinir nýju eigendur (hverjir sem þeir nú eru) tóku við útgáfu blaðsins skrifaði hún undir ráðning- arsamning sem ég taldi hið besta mál. Í þessum ráðn- ingarsamningi segir m.a. í starfslýsingu: Útburður á Fréttablaðinu og öðrum blöðum og bæklingum sem fylgja því. Þegar dóttir mín skrif- aði undir þennan samning hafði hún einstaka sinnum þurft að bera út aukablöð eða bæklinga og allt í góðu með það. Nú er aukningin á þessum aukaútburði orð- in það mikil að það er und- antekning ef ekki er eitt- hvert aukablað eða bæklingur sem bera þarf út með Fréttablaðinu. Þrátt fyrir þessa auknu vinnu borgar Fréttablaðið ekki krónu meira í laun til blaðbera og mér hefur ver- ið tjáð að það standi ekki til. Það er alveg öruggt að eigendur Fréttablaðsins fá borgað fyrir þennan auka- útburð sem þeir koma á blaðberana sína. Væri ekki sanngjarnt að blaðberar fengju hærri laun fyrir sí- fellt meiri vinnu? Fjóla Kristjánsdóttir. Á blaðburðarfólk að standa undir rekstri? LÁRÉTT 1 gagnlegur hlutur, 8 bætir, 9 aðgæta, 10 út- deili, 11 drekka, 13 að baki, 15 iðja, 18 sveðja, 21 dauði, 22 þukla á, 23 duglegur, 24 hugs- anagang. LÓÐRÉTT 2 aðgæsla, 3 lóga, 4 grípa, 5 knappt, 6 óhapp, 7 afkvæmi, 12 magur, 14 hest, 15 róa, 16 hindra, 17 flandur, 18 hvassan odd, 19 púkinn, 20 tungl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 spjör, 4 kunna, 7 ræpan, 8 ræðin, 9 díl, 11 kæna, 13 firð, 14 skera, 15 kuti, 17 tala, 20 æða, 22 enn- ið, 23 nýrað, 24 afurð, 25 akkur. Lóðrétt: 1 sprek, 2 Japan, 3 rönd, 4 karl, 5 niðji, 6 ann- að, 10 ígerð, 12 asi, 13 fat, 15 kveða, 16 tinnu, 18 afrek, 19 arður, 20 æðið, 21 anga. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Á heimasíðu Ögmund-ar Jónassonar, al- þingismanns og verka- lýðsleiðtoga, kennir ýmissa grasa. M.a. geta lesendur lagt spurn- ingar fyrir þingmanninn og lætur hann sig ekki muna um að ráða drauma þeirra. Þannig sendir „Haffi“ Ögmundi draum, sem gengur út á umræður á ríkisstjórnarfundi, þar sem blikar á blá merki á enni ráðherranna, sem líkjast vörumerki Chiq- uita-banana. Ráðherrar eru sammála um að sækja fyrirmyndir að skattlagningu Alcoa til Mið-Ameríku. „Við þetta þótti mér glampa á Chiquita merkin á enn- um ráðherranna. Nú spyr ég, Ögmundur. Hvað þýðir þessi draum- ur? Skyldi hann boða góða bananauppskeru á komandi ári? Eða skyldi þetta vita á gott og sól- ríkt sumar eða er þetta einfaldlega til marks um að bananastuð verði í landinu á komandi ár- um?“ spyr Haffi.     Ögmundur svarargrafalvarlegur: „Þú gerir að gamni þínu og það finnst mér ágætt. Ég myndi draga þá ályktun af draumnum að jafnvel þótt bananar séu ágætir þá eigi það við um þá eins og aðra fæðu, að þeir eru fyrst og fremst ágætir í hófi. Hið sama gildir um mat- aræði manna og um at- vinnulífið, að fjölbreytni er nauðsynleg. Ríkis- stjórnin hefur hins veg- ar eins og við vitum heldur einhæfan smekk varðandi atvinnustefn- una. Þegar grannt er skoðað kann draumur- inn að vara við því að við gerumst of einhæf í atvinnuháttum. Ég vona að þetta sé ekki fyrir- boði um að stjórnvöld ætli nú þjóðinni að leggjast í stórfellda ban- anarækt. Það væri mjög óklókt en fyrir því feng- ist án efa samþykki stjórnarflokkanna á Al- þingi og stórra aðila á vinnumarkaði. Þar er gagnrýnisþröskuldurinn ekki alltaf ýkja hár. Haft hefur verið á orði að Samtök atvinnulífsins myndu mæla með sam- yrkjubúskap í sovéskum anda ef ríkisstjórninni byði svo við að horfa. Eftir Kárahnjúka- umræðuna trúi ég þessu vel.“     Hvað hefur Ögmundurá móti bananarækt? Ef duttlungar sögunnar hefðu hagað því svo til, að á Íslandi væru rækt- aðir bananar í stórum stíl á opinberum sam- yrkjubúum og við það ynnu félagsmenn BSRB, leikur varla nokkur vafi á að Ögmundur Jónas- son myndi verja atvinnu- greinina með kjafti og klóm, jafnvel þótt ban- anarnir þrifust ekki nema við raflýsingu og reisa þyrfti svo sem eins og eina Kárahnjúka- virkjun til að knýja gróðurhúsalampana. En það er sem betur fer bara draumsýn. STAKSTEINAR Draumaráðningar, bananar og virkjanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.