Morgunblaðið - 19.03.2003, Page 44

Morgunblaðið - 19.03.2003, Page 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á LAUGARDAGINN var brotið blað í 125 ára sögu enska knattspyrnufélagsins Bolton Wanderers. Þegar gengið var til leiks gegn Sunderland í úrvalsdeildinni var enginn enskur leikmaður í byrjunarliði félagsins. Fremstur fór íslenski fyrirlið- inn Guðni Bergsson og á eftir honum gengu fjórir Frakkar, tveir Danir, Finni, Jamaíku- maður, Spánverji og Nígeríu- maður. Varnarmaðurinn Sim- on Charlton, sem hefur verið „síðasti Móhíkaninn“ í liði Bolton að undanförnu, gat ekki leikið með vegna meiðsla. Níu af þessum ellefu er- lendu leikmönnum eru lands- liðsmenn sinnar þjóðar, nú- verandi eða fyrrverandi, og auk Guðna með sína 77 lands- leiki eru þarna kappar á borð við markahrókinn Youri Djorkaeff, sem varð heims- meistari með Frökkum 1998, og Jay-Jay Okocha, lykil- maður Nígeríu um árabil. Enginn enskur í byrjunarliði Bolton Guðni Bergsson GUÐNI Bergsson sagði í samtali við Bolton Evening News að það væri vissulega sérstakt að enginn ensk- ur leikmaður var í byrjunarliði Bolton en þjóðerni leikmanna skipti ekki máli. „Ég held að hugarfarið sé rétt í liðinu. Flestir okkar eru reyndir atvinnu- menn og við vitum hvers er krafist af okkur. Við vilj- um spila hver fyrir annan, fyrir knattspyrnustjórann og fyrir Bolton Wanderers,“ sagði Guðni. Hann var að vonum ánægður með mikilvægan útisigur, 2:0, en sagði að þar væri ekki hægt að láta staðar numið. „West Ham náði í gott stig gegn Everton á útivelli og við eigum eftir að mæta þeim. Það er mikið eftir enn, liðið nýtti sér reynsluna í leiknum í Sunderland en nú þurfum við að mæta með sama hugarfari í þá leiki sem eftir eru,“ sagði Guðni Bergsson. Þjóðerni skiptir ekki máli  ATLI Sveinn Þórarinsson lagði upp mark sænska liðsins Örgryte sem gerði jafntefli við Ventspils frá Lettlandi, 1:1, í æfingaleik í Hollandi á mánudag. Atli Sveinn hefur leikið á miðjunni hjá Örgryte að undan- förnu, ekki í vörninni eins og hingað til, og fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína.  ELLERT B. Schram, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands, var eftirlitsmaður Knatt- spyrnusambands Evrópu á leik Bas- el og Juventus í meistaradeild Evrópu sem fram fer í kvöld. Leikið er á Saint-Jakob Park í Basel, nýj- um og glæsilegum leikvangi, en Grindvíkingar léku einmitt opnunar- leikinn á honum þegar þeir mættu Basel í Intertoto-keppninni fyrir tveimur árum.  GLENN Roeder, knattspyrnu- stjóri West Ham, segist hafa vísað á bug tilboði frá Reading um að fá Paulo di Canio leigðan út leiktíðina og segir það út í hött. Reading er í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeild- inni. Di Canio á ekki upp á pallborðið hjá Roeder um þessar mundir.  DARREN Moore, félagi Lárusar Orra Sigurðssonar í vörn West Brom, verður frá keppni í níu mán- uði vegna meiðsla í hné sem hann hlaut er hann var að kljást við Jimmy Floyd Hasselbaink í viðureign West Brom og Chelsea á laugardaginn.  SHAQUILLE O’Neal skoraði 42 stig fyrir LA Lakers þegar lið hans vann LA Clippers, 102:85, í nágran- naslag í NBA-deildinni í körfuknatt- leik í fyrrinótt. Þetta var 23. sigur Lakers í síðustu 25 viðureignum lið- anna.  SHAQ sagðist hafa ætlað sér að skora 53 stig í leiknum. „Ég sá í blöð- unum fyrir leikinn að mig vantaði 53 stig til að komast í 20 þúsund stig samtals í deildinni. Ég lagði mig all- an fram til að ná þeirri tölu til að vera laus við þá pressu. Nú verð ég bara að ná henni gegn uppáhalds- liðinu mínu,“ sagði Shaq og glotti en Lakers mætir erkióvinum sínum í Sacramento aðfaranótt föstudags.  ÞÓR úr Þorlákshöfn, undir stjórn Birgis Mikaelssonar, tryggði sér um helgina rétt til að leika í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þór er 21. félagið sem leikur í úrvalsdeildinni, en hún var sett á laggirnar 1978.  LEE Mills, sóknarmaður Íslend- ingafélagsins Stoke City, varð fyrir nokkrum meiðslum í bílslysi um helgina og óvíst er hvort hann leikur meira með liðinu á tímabilinu.  MILLS, sem gekk til liðs við Stoke frá Coventry eftir áramótin, var á heimleið eftir leik gegn Sheffield United á laugardaginn þegar hann ók á kyrrstæða bifreið sem hafði bil- að á hraðbraut skammt frá Stoke- borg. Hann slapp við alvarleg meiðsli en áverkarnir sem hann hlaut voru þó nægir til að hann verð- ur frá æfingum og keppni um sinn. FÓLK Jafnt var fyrstu mínúturnar ogekki að sjá að stormur væri í að- sigi. Breiðhyltingar voru afslappaðir og hittu ágætlega en þegar þeir náðu 15:11 sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Þeir snar- bættu eigin vörn og í sókninni fór Damon Johnson mikinn svo að ÍR-ing- ar neyddust til að þjarma betur að honum inni í teignum. Það er ekki hentugt þegar leikin er svæðisvörn eins og ÍR gerir yfirleitt, hvað þá gegn skyttuliði eins og Keflavík enda hóf Guðjón Skúlason að raða niður körfum án þess að ÍR-ingar fengju rönd við reist. Þegar þeir svo lögðu áherslu á að stöðva Guðjón tók Magnús Gunnars- son við en Edmund Saunders vildi þá líka vera með í veislunni og tróð bolt- anum með tilþrifum hvað eftir annað í körfuna. Eftirleikurinn var því auð- veldur og Keflvíkingar leyfðu sér að spila síðari hálfleikinn afslappaðir en það mega Breiðhyltingar eiga að þeir gáfust ekki upp og spiluðu af krafti þar til yfir lauk. „Við ætluðum að fá boltann inn í teig og byrjum á því til að ÍR-ingar þyrftu að bakka inn í teiginn – það gerðu þeir en um leið opnast kant- arnir mikið enda voru flest skot okkar alveg út við kant,“ sagði stórskyttan Guðjón eftir leikinn en hann var stigahæstur Keflvíkinga og gerði sex þriggja stiga körfur. „Við skoðuðum mikið hvað við gerðum rangt innfrá, sérstaklega í sókninni, því hún klikk- aði fyrst og fremst, og löguðum það svo um munar. Sjötíu stig í fyrri hálf- leik er rosalega mikið í úrslitakeppni og svo var vörnin frábær. Seinni hálf- leikur þróaðist eins og við var að bú- ast, það er erfitt að halda fjörtíu stiga forskoti. Við vorum alveg tilbúnir fyr- ir þennan leik og það kom ekki til greina að tapa á heimavelli og falla úr leik,“ bætti Guðjón við og var ánægð- ur með að fá tækifæri til að hefna harma sinna gegn Njarðvík. „Auðvit- að er þetta nýtt mót en fyrsti leik- urinn er mjög mikilvægur, það má engu klúðra og það fæst sálfræðilegt tak með sigri þó það þurfi að vinna þrjá. Njarðvík er heitasta liðið núna og þetta verður mjög erfitt.“ Sem fyrr segir fór Guðjón mikinn og Damon skilaði sínu með 20 stigum ásamt tíu stoðsendingum en þeir tveir skoruðu 31 af 36 fyrstu stigum leiksins. Magn- ús Gunnarson var einnig drjúgur með 5 þriggja stiga körfur en alls skoruðu Keflvíkingar 16 slíkar körfur í 31 til- raun, þar af 13 af 22 í fyrri hálfleik. Edmund Saunders tók 15 fráköst og varði þrjú skot. Hjá ÍR voru Ómar Sævarsson með 12 fráköst og Sigurður Þorvaldsson bestir. Eiríkur átti góða spretti með 7 fráköst og 4 stoðsendingar en minna sást af Hreggviði Magnússyni og Eugene Christopher. „Eftir átta mín- útur í fyrri hálfleik var leikurinn bú- inn, svo einfalt er það,“ sagði Eggert Garðarsson þjálfari ÍR eftir leikinn. „Það snerist alveg við frá fyrri leikn- um og maður skilur það ekki, það er enginn munur nema annað hús og af hverju getum við ekki spilað jafn vel og í Breiðholtinu. Það er ekki nema 48 tímar síðan við litum vel út en núna eins og byrjendur. Við erum með marga unga stráka og þeir brotnuðu niður þegar Keflvíkingar tóku á rás.“ Þjálfarinn sagði sína menn reynsl- unni ríkari eftir veturinn. „Veturinn hefur verið sveiflukenndur og stöðug- leiki okkar helsti andstæðingur, það má segja að við höfum verið stöðugir í óstöðugleikanum því við höfum unnið tvo leiki en tapað tveimur og aldrei náð að komast á sigurgöngu. Við för- um oft hátt upp eftir tvo sigra en bít- um líka frá okkur eftir tvö töp. Von- andi var þetta samt lærdómsríkt og við byggjum á þessu á næsta tímabili en ég býst við að flestir verði áfram reynslunni ríkari,“ sagði Eggert. Keflvíkingar kafsigldu ÍR TÓLF mínútna skrautsýning Keflvíkinga gerði allar vonir ÍR-inga um að komast áfram í úrslitakeppnina að engu þegar liðin mættust syðra í gærkvöldi. Þá skoruðu heimamenn 51 stig á móti 8 en glæsilegar troðslur ásamt kröftugri baráttu um fráköst slógu síðan öll vopn úr höndum gestanna enda munaði 42 stigum í leikhléi. Síð- ari leikurinn var því sem næst formsatriði en gestunum tókst samt að minnka skaðann til að bjarga afganginum af heiðrinum og Kefla- vík vann 115:84. Stefán Stefánsson skrifar „SÁ „gamli“ á bekknum sagði mér að brjóta á Stevie Johnson áður en hann færi í þriggja stiga skotið – ég ætlaði að brjóta á honum en tókst að ná af honum boltanum áður en hann fór í skotið,“ sagði hinn tvítugi Axel Kárason leikmaður Tindastóls en hann gerði út um sigurvonir Hauka er nokkrar sekúndur lifðu af leikn- um í stöðunni 87:84, er hann náði boltanum af Stevie Johnson. Faðir Axels, Kári Marísson, er liðsstjóri Tindastóls og gaf syni sín- um góð ráð á lokakafla leiksins. Axel hafði í nógu að snúast í rimmunni gegn Haukum þar sem hann hafði það hlutverk að gæta Bandaríkjamannsins. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig til tókst, hann er gríðarlega sterkur líkamlega og er allur blár og marinn eftir barn- inginn. Ég fékk ákveðið hlutverk gegn Stevie og átti ekki að spila neina hjálparvörn. Þessi leikaðferð gekk vel upp hjá okkur og sigurinn var sætur þar sem við höfum ekki leikið vel eftir áramót,“ sagði Axel. Fórum erfiðu leiðina Kristinn Friðriksson leikmaður og þjálfari Tindastóls var stoltur af sínu liði en hann dró vagninn í síðari hálf- leik þegar mest á reyndi. „Já, þetta hefur gengið ágætlega að und- anförnu hjá mér sem leikmanni en ég er samt sem áður afar ánægður með hvernig við brugðumst við í lokakafla leiksins,“ sagði Kristinn hógvær, en hann skoraði alls átta þriggja stiga körfur í leiknum og margar þeirra langt utan af velli. „Við fórum erfiðu leiðina, þar sem takmarkið var að leggja þá að velli í fyrsta leiknum á Ásvöllum. Það tókst ekki og við settum upp nýja áætlun sem gekk eftir. Það má segja að við höfum klárað þessa rimmu með glans og glæsibrag.“ Ætlaði að brjóta á Stevie UNDANÚRSLITIN í úrvals- deild karla í körfuknattleik hefjast um næstu helgi en þar mætast annars vegar Grindavík og Tindastóll og hins vegar Keflavík og Njarðvík. Til að komast í úrslita- leikina um Íslandsmeist- aratitilinn þarf að vinna þrjá leiki svo undan- úrslitaeinvígin geta farið í fimm leiki. Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdatjóri Körfu- knattleikssambands Íslands, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að öllu óbreyttu mundu deildarmeistarar Grindavíkur og Tindastóll mætast í Grindavík klukkan 16 á laugardaginn og Kefla- vík og Njarðvík í íþrótta- húsinu í Keflavík klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið. Undanúrslit- in hefjast um næstu helgi HINN 36 ára gamli Gian- franco Zola hefur skákað bæði Jimmy Floyd Hass- elbaink og Eiði Smára Guðjohnsen þegar tölfræði sóknarmanna Chelsea í ensku úrvalseildinni eru skoðaðar og bornar saman við síðasta keppnistímabil. Zola hefur skorað 12 mörk í deildinni á yfirstandandi leiktíð en Eiður Smári og Hasselbaink hafa skorað 9 mörk hver. Á síðasta keppnistímabili skoraði Zola 3 mörk í deildinni, Hasselbaink 23 og Eiður Smári 14. Zola stendur þeim Hasselbaink og Eiði framar hvað varðar fjölda skota sem endað hafa í netinu. 19% skota Zola hafa end- að í markinu en 16% hjá þeim Hasselbaink og Eiði. Á síðustu leiktíð voru töl- urnar þannig að 21% skota Eiðs Smára enduðu með marki, 19% hjá Hasselbaink og 8% hjá Zola. Í þriðja tölfræðiþætt- inum, það er fjöldi stoð- sendinga, er ítalski „töframaðurinn“ efstur þremenninganna. Zola er með 6 stoðsendingar í úrvalsdeildinni í vetur, Hasselbaink 5 og Eiður Smári 3, en á síðustu leiktíð áttu Eiður Smári og Hasselbaink 6 tals- ins og Zola 3. Zola skákar Eiði Smára og Hasselbaink Gianfranco Zola

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.