Morgunblaðið - 19.03.2003, Page 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 45
ÞAÐ var þungt yfir leikmönnum
Hauka eftir tapleikinn gegn Tinda-
stól enda liðið farið í „sumarfrí“ eftir
að hafa endað í þriðja sæti deild-
arinnar. Stevie Johnson var að von-
um vonsvikinn með niðurstöðuna en
var þá þegar farinn að huga að
næstu leiktíð. „Ég mun skoða hvað
stendur mér til boða í sumar en þessi
úrslit munu hvetja mig til dáða – ég
er með beiskt bragð í munninum
sem ég get aðeins losnað við með því
að mæta til leiks á næstu leiktíð sem
leikmaður Hauka,“ sagði Banda-
ríkjamaðurinn en hrósaði samt sem
áður félögum sínum í Haukaliðinu.
„Það var ekki búist við neinu af okk-
ur og allir hafa talið að árangur liðs-
ins sé aðeins einum leikmanni að
þakka. Það er ekki rétt og mér hefur
liðið mjög vel í herbúðum Hauka.
Tindastólsliðið hafði meiri vilja þeg-
ar mest á reyndi og ég hefði getað
sent boltann oftar á samherja mína
þegar allt að þrír leikmenn reyndu
að stöðva mig í vörninni. Ég verð að
hrósa varnarleik Tindastóls og þeir
fundu ákveðna veikleika í okkar liði
sem við þurfum að laga,“ sagði Stev-
ie Johnson.
PAUL Dickov, sóknarmaður Leic-
ester City, verður ekki með skoska
landsliðinu gegn því íslenska á
Hampden Park 29. mars. Dickov,
sem hefur skorað grimmt fyrir Leic-
ester í vetur, þarf að gangast undir
aðgerð á nára og verður frá keppni
næstu þrjár vikurnar.
DICKOV, sem er næstmarkahæsti
leikmaður ensku 1. deildarinnar með
18 mörk, lék ekki gegn Íslandi síð-
asta haust en Archie Gemmill, sér-
legur útsendari Skota í Englandi,
hefur mælt eindregið með því við
Berti Vogts, landsliðsþjálfara, að
hann nýti krafta Dickovs betur með
landsliðinu.
DAVID Seaman, markvörður, fór
ekki með Arsenal til Spánar í gær en
ensku meistararnir mæta þar Val-
encia í kvöld í meistaradeild Evrópu
í knattspyrnu. Seaman gat ekki leik-
ið með Arsenal gegn Blackburn í
ensku úrvalsdeildinni um helgina
vegna tognunar og í gærmorgun
kom í ljós að hún er alvarlegri en
fyrst var talið.
STUART Taylor verður því áfram
í marki Arsenal í kvöld en þessi 22
ára gamli piltur hefur mátt horfa
upp á fjölmarga markverði koma til
félagsins til reynslu í vetur. Einn
þeirra, hinn sænski Rami Shaaban,
var keyptur, en hefur verið lengi frá
vegna meiðsla. Varamarkvörður í
kvöld verður 19 ára strákur úr ung-
lingaliði félagsins, Craig Holloway.
PATRICK Vieira, fyrirliði Arsen-
al, fór með liðinu til Spánar en það
kemur ekki í ljós fyrr en skömmu
fyrir leikinn í kvöld hvort hann getur
leikið vegna meiðsla í hné. Sol
Campbell, miðvörðurinn sterki, er á
svipuðu róli en hann er meiddur í há-
sin.
VALENCIA þarf að tryggja sér
sigur til að komast áfram í 8 liða úr-
slit. Ef Arsenal tapar og Roma vinn-
ur Ajax, er Arsenal komið áfram.
Möguleikarnir eru margir, því að öll
liðin fjögur eiga möguleika á að kom-
ast áfram – og það fer eftir hvernig
úrslit leikja verða, hvaða tvö lið fara
áfram.
SÆNSKI sóknarleikmaðurinn
Henrik Larsson, miðherji Celtic,
hefur svarað neyðarkalli frá Svíþjóð,
Já. Þjálfarar sænska liðsins –
Tommy Söderberg og Lars Lager-
bäck, höfðu samband við Larsson,
sem tilkynnti að hann væri hættur að
leika með sænska landsliðinu eftir
tap fyrir Senegal á HM sl. sumar, til
að fá hann til að skipta um skoðun.
Ástæðan fyrir því er að Zlatan Ibr-
ahimovic, leikmaður Ajax, er í leik-
banni þegar Svíar mæta Ungverjum
í undankeppni EM 2. apríl í Búda-
pest og aðrir sóknarmenn sænska
liðsins hafa verið meiddir.
LARSSON, sem er 31 árs og hefur
leikið 72 landsleiki fyrir Svía, sagðist
ekki geta skorast undan kalli þeirra
félaga. Larsson verður í sviðsljósinu
með Celtic á morgun í UEFA-leik
gegn Liverpool á Anfield.
FÓLK
HEINER Brand, landsliðsþjálfari
Þýskalands í handknattleik, teflir
fram nokkrum ungum leikmönnum
í vináttuleik gegn Íslendingum í
Berlín á laugardaginn.
Þjóðverjar hita upp fyrirt leikinn
gegn Íslandi með leik gegn Frökk-
um í Mulhouse í Alsace í kvöld.
Landsliðshópurinn Brands er þann-
ig skipaður:
Markverðir: Henning Fritz, Kiel
(123 landsleikir), Christian Ramota,
Lemgo (110), Carsten Lichtlein,
Grosswallstadt (9).
Aðrir leikmenn: Florian Kehr-
mann, Lemgo (95), Christian Zeitz,
Kronau/Östringen (47), Christian
Schöne, Magdeburg (7), Christian
Rose, Wallau-Massenheim (60),
Markus Baur, Lemgo (157), Steffen
Weber, Wallau-Massenheim (49),
Pascal Hens, Wallau-Massenheim
(46), Jan-Olaf Immel, Wallau-
Massenheim (65), Stefan Kretzsch-
mar, Magdeburg (199), Adrian
Wagner, HSV Hamborg (16), Seb-
astian Preiss, Kiel (6), Stephan Just,
Eisenach (12), Christian Schwarz-
er, Lemgo (264), Klaus-Dieter Pet-
ersen, Kiel (307).
Bandaríkjamaðurinn Clifton Cook og Kristinn Friðriksson
þjálfari Tindastóls tóku til sinna
ráða í stöðunni 70:59
í lok þriðja leikhluta
og skiptust á að
skora næstu 22 stig
liðsins og áður en
stuðningsmenn Hauka vissu af var
staðan orðin 76:83 gestunum í vil og
aðeins sex mínútur eftir af leiknum.
Stevie Johnson og Sævar Har-
aldsson reyndu að klóra í bakkann á
lokakafla leiksins en það dugði ekki
til. Johnson fékk knöttinn í hend-
urnar þegar um 7 sekúndur lifðu af
leiknum í stöðunni, 84:87, og gat
jafnað með þriggja stiga skoti.
Axel Kárason úr liði Tindastóls
var á öðru máli og náði að slá knött-
inn úr höndum Johnson áður en
hann náði að koma sér í skotstöðu.
Axel lét einnig að sér kveða í
sóknarleiknum en var sem límdur á
bringu Stevie Johnson frá fyrstu
mínútu til þeirrar síðustu og sá til
þess að gera Johnson erfitt um vik.
Barátta Axel var aðdáunarverð
enda Johnson gríðarlega sterkur
leikmaður og einn besti erlendi leik-
maður Íslandsmótsins – ef ekki sá
besti. Haukar naga sig eflaust í
handarbökin þessa stundina er þeir
rifja upp atburði gærkvöldsins. Lið-
ið hafði leikinn í hendi sér í fyrri
hálfleik og allt þar til að fjórði leik-
hluti hófst. Það læðist að manni sá
grunur að óttinn við að „tapa“ leikn-
um hafi náð yfirhöndinni í kolli
flestra leikmanna liðsins þegar gest-
irnir náðu að klóra í bakkann. Og að
sama skapi var „kæruleysið“ alls-
ráðandi í röðum Tindastóls á loka-
kaflanum þar sem þeir Kristinn
Friðriksson og Clifton Cook höfðu
taugar til þess að framkvæma hlut-
ina án þess að huga að afleiðing-
unum.
Kristinn lét þriggja stiga skotin
„vaða“ á körfuna úr ótrúlegustu
færum enda hefur það verið „vöru-
merki“ hans í gegnum tíðina. Þjálf-
arinn skoraði sex slíkar í síðari hálf-
leik eftir að hafa skorað tvær þrigga
stiga körfur í fyrsta leikhluta.
Clifton Cook var einnig afar öfl-
ugur í liði Tindastóls og virðist geta
leyst úr erfiðum þrautum með snún-
ingum og fettum sínum. Cook brýst
mikið í gegnum varnir andstæðinga
Tindastóls og nýtir færi sín vel enda
skoraði hann alls 39 stig í leiknum.
Kristinn, Cook og Axel skoruðu 90%
af stigum liðsins.
Eins og áður segir bar Stevie
Johnson Haukaliðið á herðum sér í
leiknum og skoraði 36 stig og tók 14
fráköst. Vörn Tindastóls lagði
höfuðáherslu á að stöðva kappann
og tókst ætlunarverkið þrátt fyrir
að hann hafi skorað 36 stig.
Sævar Haraldsson lét mikið að
sér kveða í fyrsta leikhluta en missti
aðeins móðinn þegar á leið.
Það vantaði eldmóð í Haukaliðið
þegar mest á reyndi og virtist engin
þeirra hafa sjálfstraust til þess að
framkvæma hlutina í sóknarleiknum
þegar Stevie Johnson var kominn í
vandræði.
Árangur Tindastóls kemur mörg-
um í opna skjöldu og virðist liðið
leika „betur“ á útivelli en í „Síkinu“
á Sauðárkróki. Það ætti að henta
liðinu vel í framhaldinu þar sem
Grindvíkingar bíða handan við horn-
ið í undanúrslitum. Haukar áttu
engin svör þegar mest á reyndi og
sannaðist margkveðin vísa að einn
leikmaður getur ekki unnið leiki upp
á eigin spýtur. Stevie Johnson er
vissulega magnaður leikmaður en
„stoðkerfið“ í liði Hauka hneig sem
deig á ögurstundu.
GUNNAR Magnússon mun
þjálfa meistaraflokk karla í
handknattleik hjá Víkingi
næsta vetur og tekur hann við
af Birgi Sigurðssyni sem hefur
þjálfað liðið í vetur. Að sögn
Magnúsar Jónssonar, for-
manns handknattleiksdeildar
félagsins, er ekki búið að
ganga endanlega frá ráðningu
Gunnars en það verður gert á
næstu dögum. Gunnar er þjálf-
ari kvennaliðs Fylkis/ÍR nú um
stundir en hann er kunnugur í
Víkinni þar sem hann þjálfaði
mikið yngri flokka. „Gunnar
kemur ekkert að ókunnu húsi
þegar hann kemur til okkar því
hann þjálfaði hér yngri flokka í
nokkur ár og þekkir því þessa
stráka sem eru í meistaraflokki
núna og hefur þjálfað þá
flesta,“ sagði Magnús.
Gunnar
tekur við
Víkingum
Með beiskt bragð í munni
Þjóðverjar hita upp fyrir
Íslandsorrustu í Alsace
Morgunblaðið/Golli
Michail Antropov og Helgi R. Viggósson fagna hér sætum sigri á Haukum á Ásvöllum í gær.
Haukar réðu ekki
við Kristin og Cook
RIMMUR Hauka og Tindastóls í vetur hafa verið með ólíkindum
jafnar og varð engin breyting þar á þegar liðin áttust við í oddaleik í
átta liða úrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í gærkvöld
í Hafnarfirði. Gestirnir frá Sauðárkróki höfðu tromp í erminni á
lokakafla leiksins og tryggðu sér sigur, 89:85, og mæta deild-
armeistaraliði Grindavíkur í undanúrslitum. Haukar virtust hafa
leikinn í hendi sér allt þar til í upphafi fjórða leikhluta en þá fóru
hjólin að snúast hjá norðanmönnum sem litu aldrei um öxl eftir það.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar