Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 47
SIR Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
vonast til að Arsenal komist áfram í
Meistaradeildinni. Ekki er það nú
samt af einskærri góðmennsku:
„Vonandi kemst Arsenal áfram því
það þýðir fleiri leiki fyrir liðið og
meira álag,“ segir hann.
United og Arsenal eru að berjast
um sigur í ensku úrvalsdeildinni og
fleiri lið koma raunar inn í þá bar-
áttu. „Það yrði eitt af mestu afrek-
um mínum ef við yrðum meistarar.
Bæði vegna þess hvernig talað hef-
ur verið um að Arsenal myndi vinna
og ekki síður vegna mikilla meiðsla
hjá okkur fyrir áramótin,“ segir
Ferguson.
Arsenal er tveimur stigum á und-
an United og spennandi lokabar-
átta framundan. „Lokaspretturinn
verður spennandi, en það er undir
okkur komið hvort við verðum
meistarar. Ef við vinnum alla leik-
ina sem eftir eru verðum við meist-
arar,“ segir Ferguson en United
mætir Arsenal á Highbury í Lund-
únum 15. apríl.
HANNES Jón Jónsson, hand-
knattleiksmaður hjá Naranco á
Spáni, gerði þrjú mörk fyrir lið sitt
þegar það tapaði 27:20 á heimavelli
fyrir Anaitasuna.
INDRIÐI Sigurðsson lék allan
leikinn fyrir Lilleström og Davíð
Þór Viðarsson síðasta stundarfjórð-
unginn þegar liðið burstaði Ham-
Kam, 5:0, í æfingaleik í gær. Þjóð-
verjinn Uwe Rösler skoraði tvö
marka Lilleström í leiknum.
HELGI Valur Daníelsson var á
meðal varamanna Peterborough
þegar liðið tapaði, 2:1, á heimavelli á
móti Wycombe í ensku 2. deildinni í
gærkvöldi.
AGANEFND evrópska knatt-
spyrnusambandins úrskurðaði í gær
Senegalann El-Hadji Diouf, leik-
mann Liverpool, í tveggja leikja
bann vegna atviks sem átti sér stað í
leik Liverpool og Celtic í 8 liða úr-
slitum UEFA-keppninnar í síðustu
viku. Diouf hrækti á stuðningsmenn
Celtic og var atvikið kært til UEFA.
LIVERPOOL tók einnig hart á
málinu og sektaði Diouf um tveggja
vikna laun auk þess sem ákveðið var
að tefla leikmanninum ekki fram í
síðari leiknum við Celtic sem fram
fer á Anfield á fimmtudaginn.
GARY Speed getur ekki leikið
með Newcastle í kvöld þegar liðið
mætir Barcelona í Meistaradeild
Evrópu. Newcastle eygir smá von
um að komast áfram en liðið verður
að vinna Börsunga og stóla á að Int-
er nái ekki að vinna Leverkusen.
SNYRTILEG klipping Keflvíking-
urliðsins þegar það mætti ÍR í gær-
kvöldi vakti athygli. Magnús Gunn-
arsson reið á vaðið og klippti sig
mjög stutt og hinir fylgdu fordæmi
hans. Allir nema Arnar Freyr Jóns-
son, yngsti leikmaðurinn, sem vildi
halda sínu strípum en eldri menn-
irnir sögðu hann ekki sleppa.
NOKKUR stór hópur stuðnings-
manna Tindastóls var mættur til
þess að styðja við bakið á sínum
mönnum og eins og sannir Skagfirð-
ingar sungu þeir af miklum krafti á
meðan á leiknum stóð. Eftir leikinn
hélt gamanið áfram og var þá fjölda-
söngur með gítarundirleik fyrir utan
íþróttahúsið á Ásvöllum.
KRISTINN Friðriksson, Clifton
Cook og Axel Kárason skoruðu sam-
tals 78 stig fyrir Tindastólsliðið
gegn Haukum og skiptu þrír aðrir
leikmenn á milli sín þeim ellefu stig-
um sem uppá vantaði. Kristinn skor-
aði alls átta þriggja stiga körfur eða
jafnmargar og allt Haukaliðið gerði í
leiknum.
SCOTTIE Pippen framherji Port-
land í NBA-deildinni verður frá
keppni og æfingum næsta mánuðinn.
Pippen, sem hefur skoraði 11 stig að
meðaltali í leik, þarf að gangast und-
ir aðgerð á hné en hann hefur misst
af fjórum síðustu leikjum liðsins.
FÓLK
HILMAR Þórlindsson, handknatt-
leiksmaður hjá Cangas á Spáni
hefur gert starfslokasamning við
félagið og væntir þess að koma
heim fljótlega eftir helgina.
„Þetta er besti kosturinn,“ sagði
Hilmar í samtali við Morgunblaðið
í gær en hann hefur átt í
meiðslum í vetur og svo að segja
ekkert leikið með félaginu frá því
að hann gekk til liðs við það síðla
síðasta sumar.
„Hérna ytra fæ ég ekki neina
hjálp í þeim meiðslum sem ég er
glíma við,“ sagði Hilmar og bætti
því við að boðið um starfsloka-
samning við félagið hefði komið
skyndilega upp en í samtali við
Morgunblaðið í fyrradag sagðist
Hilmar ekki vera á heimleið.
„Ég talaði við forseta félagsins
í gærkvöldi [mánudagskvöldið] og
hann spurði mig einfaldlega hvað
ég vildi, hvort ég hefði áhuga á að
vera áfram hjá félaginu, fara
heim eða fara til annars félags.
Ég ákvað bara að fara heim, það
er besti kosturinn fyrir mig,“
sagði Hilmar. Hvort hann léki hér
á landi eða utan lands á næsta
vetri sagði Hilmar vera of
snemmt að segja til um, það yrði
bara að koma í ljós.
Leikurinn fór rólega af stað, áfyrstu 5 mínútum leiksins skor-
uðu gestirnir úr Grindavík aðeins 2
stig en KR-ingar
náðu sér heldur ekki
á strik þó stigaskor
þeirra hafi verið
heldur skárra, 7 stig.
En þessi taugatitringur í upphafi
leiks rann af leikmönnum beggja liða
og batnaði stigaskor þeirra til muna
fram af öðrum leikhluta en þá skildu
þessi fimm stig liðin að, 18:13.
Í öðrum leikhluta náðu KR-ingar
mest 10 stiga forskoti, 25:15 en með
miklu harðfylgi tókst Grindvíkingum
að minnka muninn niður í eitt stig,
27:26, en staðan var 30:28 í leikhléi.
KR-ingar, með Jessicu Stomksy í
broddi fylkingar, tóku mikinn sprett
í upphafi síðari hálfleiks, rifu sig frá
Grindvíkingum og virtust vera að
gera út um leikinn. En Grindvíking-
ar voru ekki komnar bæjarleið til að
láta taka sig í bakaríið og þær
Yovnne Shelton og Sigríður A. Ólafs-
dóttir gerðu KR-ingum grikk hvað
eftir annað. Þá var Ósvaldi Knudsen,
þjálfara KR nóg boðið, hann tók
leikhlé, hvatti leikmenn til dáða og
þeir gerðu 19 stig á móti 9 og
tryggðu sér góðan sigur.
Jessica Stonmsky fór mikinn í liði
KR í þessum leik. Hún var lang
stigahæst og hirti að auki 18 fráköst,
14 í vörn og 4 í sókn. Frábær leik-
maður sem ekki lætur mikið yfir sér
en er ótrúlega drjúg þegar upp er
staðið. Þá lék Helga Þorvaldsdóttir
mjög vel í sterku KR-liði.
Grindvíkingar þurfa að bæta leik
sinn nokkuð fyrir næstu viðureign.
Vörnin var ágæt en skotnýtingin var
ekki nægilega góð og það þurfa þeir
að bæta. Yovnne Shelton var allt í
öllu í liði Grindavíkur en þær Stef-
anía Ásmundsdóttir og Sigríður
Ólafsdóttir léku sömuleiðis vel.
ÍSLANDSÆVINTÝRI enska
knattspyrnumannsins Lees
Sharpes hefur vakið mikla at-
hygli í heimalandi hans og víð-
ar. Það þykir saga til næsta
bæjar að Sharpe, sem lék í
átta ár með Manchester Unit-
ed, auk þess að spila átta sinn-
um fyrir Englands hönd, skuli
vera á leið í lítið íslenskt fiski-
þorp til að spila frammi fyrir
nokkur hundruð áhorfendum.
Allir helstu fjölmiðlar Bret-
landseyja og Norðurlanda,
dagblöð og netmiðlar, hafa
sagt frá Sharpe og Grindavík.
Það er því óhætt að segja að
ævintýri bræðranna Jóns
Gauta og Sigurbjörns Dag-
bjartssona, sem eru mennirnir
á bakvið Íslandsför Sharpes,
sé að þróast upp í mikla kynn-
ingu á Íslandi.
Íslandsför
Sharpes
vekur
athygli
Ferguson vonar að
Arsenal komist áfram
í Evrópukeppninni
Morgunblaðið/Golli
Helga Þorvaldsdóttir, leikmaður KR, í baráttu við Söndru Guðlaugsdóttur, fyrirliða Grindavíkur.
KR-sigur í
spennuleik
KR-stúlkur sigruðu Grindavík, 71:55, í fyrsta leik liðanna í fjögurra
liða úrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik, en liðin mættust í
KR-húsinu í gærkvöldi. Þrátt fyrir þennan mikla mun á lokatölum
var jafnræði með liðunum lengst af leiks og var leikurinn mjög
spennandi allt fram á síðustu stundu.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
Hilmar á
heimleið
frá Spáni
AGANEFND KKÍ veitti í gær ÍR
áminningu vegna atviks í heimaleik
liðsins við Keflavík í úrslitakeppni
Íslandsmóts karla á sunnudag. Eig-
inkona leikmanns ÍR gekk þá inn á
völlinn og að leikmanni Keflavíkur,
sem var að búa sig undir að taka
vítaskot, og hellti yfir hann skömm-
um. Hún gekk síðan óáreitt aftur til
sætis síns en starfsmenn ÍR á leikn-
um aðhöfðust ekkert. Í úrskurði
aganefndar segir m.a.: „Aganefnd
leggur áherslu á að forráðamenn
ÍR sjái til þess að starfsmönnum
kappleikja á vegum félagsins séu
settar strangar reglur um eftirlits-
hlutverk sitt. Umsjónaraðila leiks
ber skylda til að tryggja öryggi
leikmanna og dómara leiks og m.a.
verja þá fyrir ágangi áhorfenda.“
Áminning vegna eiginkonu