Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 48
KVIKMYNDIR 48 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SEKTARKENNDIN er hvar- vetna til staðar í nýjustu mynd hins þeldökka Spikes Lee, sem að þessu sinni beinir sjónum að þremur hvítum ungum mönnum í borginni hans, New York. Sektin plagar þá alla þrjá í mynd sem segir frá síðasta sólarhringnum í lífi þeirra áður en aðalpersónan, Monty Brogan (Edward Norton), hefur sjö ára afplánun fyrir eitur- lyfjasölu. Hann þarf að ganga frá sínum málum, veraldlegum og til- finningalegum, áður en múrinn gleypir hann. Kveðja bestu vini sína frá barnæsku, verðbréfasal- ann Frank (Barry Pepper) og menntaskólakennarann Jacob (Philip Seymour Hoffman) og ekki síst föður sinn, bareigandann og fyrrum slökkviliðsmanninn James (Brian Cox). Slíta tengslin við rússnesku mafíuna, sem hefur séð honum fyrir dópinu. Erfiðasta raunin sem bíður hans á þessum síðustu klukkustundum er uppgjör við Naturelle (Rosario Dawson), kærustuna sem elskar hann og Monty hefur alls enga ástæðu til að gruna um græsku – en einhver honum nákominn kom eiturlyfja- lögreglunni á sporið. Lee svíkur ekki aðdáendur sína þótt hann breyti útaf vananum hvað snertir litarhátt aðalpersón- anna þriggja. Við erum stödd í mannlífsdeiglu New York-borgar miðri, viðfangsefnið sammannlegt; ást, vinátta, eftirsjá, sekt. Ástar- saga Montys og Naturelle er sterkust og athyglisverðust. Þau eru af ólíkum kynþáttum, hann af írskum, hún komin af Púertóríkön- um. Slíkt skapar ekki vandamál í heimsborginni. Það gera hinsvegar orð Kostya (Tony Siragusa), félaga hans, rússneska glæpamannsins sem læðir gruninum að Monty að það hafi verið Naturelle sem sagði til hans. Böndin milli feðganna eru sterk og tilfinningarík líkt og vin- átta þremenninganna. Frank ásak- ar sig fyrir að hafa ekki reynt að forða vini sínum frá ógæfunni áður en allt var um seinan og deilir á Naturelle fyrir sama sinnuleysi. Jacob á í sálarangist yfir löngun sinni til Mary (Anna Paquin), ungs nemanda síns en leiðir þeirra allra liggja saman á skemmtistað um kvöldið. Líkt og fleiri verk Lees er sam- hengið flöktandi án þess að það skemmi fyrir áhorfandanum. Frá upphafi til enda er undirliggjandi kvíðaspenna sem er mögnuð með tónlist Terence Blanchard og kuldalegri kvikmyndatöku Rodrig- os Prieto. Tökustaðirnir eru vítt og breitt um neðri hluta Manhatt- an, m.a. við sárið eftir tvíbura- turnana, sem hefur táknræna merkingu í átakanlegri sorgar- sögu. Lee skapar ekki trúverðugar persónur né heildarmynd en á marga firnasterka kafla, líkt og er Monty lætur hina ólíku íbúa borg- arsamfélagsins fá það óþvegið í speglinum – þar sem hann horfir að lokum á sig einan og yfirgefinn. Lokakaflinn þar sem við sjáum hvað gat „næstum því gerst“, und- ir sögumennsku hins magnaða Cox, er sláandi flétta fallegs draums og grimms veruleikans. Framúrskarandi vel samsettur leikhópur er vörumerki merkustu kvikmyndagerðarmanna New York; Lee, Martin Scorsese og Woody Allen. Á því er engin breyting; Cox, Hoffman og Pepp- er, að ógleymdum Dawson og hinni athyglisverðu Paquin, skila öll glöggum og vel sköpuðum per- sónum. Eftir bragðdaufa frammi- stöðu í myndum einsog Rauða drekanum, minnir Norton aftur hressilega á hvað hann er næmur og hárfínn leikari og túlkar ótrú- verðuga og illa útskýrða persónu góða drengsins sem gerðist dópsali þannig að hún verður ljóslifandi. Allar aðrar persónur myndarinnar eru ekki síður dregnar til ábyrgð- ar á falli Montys Brogan. Komið að skuldadögum KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Spike Lee. Handrit: David Benioff. Kvikmyndatökustjóri: Rodrigo Prieto. Tónlist: Terence Blanchard. Aðalleikendur: Edward Norton, Philip Seymour Hoffman, Barry Pepper, Rosario Dawson, Anna Paquin, Brian Cox, Tony Siragusa. 130 mín. Touchstone. Banda- ríkin 2002. Á SÍÐUSTU STUNDU (25TH HOUR)  Edward Norton fer fyrir sterkum leikarahópi í Á síðustu stundu. Sæbjörn Valdimarsson Hundalíf 2: Depill í Lundúnum (101 Dalmatians 2: Patch’s London Adventure) Teiknimynd Bandaríkin 2003. Sammyndbönd VHS/ DVD. Öllum leyfð (73 mín.) Leikstjórn Jim Kammured, Brian Smith. Leikraddir Laddi, Felix Bergsson o.fl. ÞAÐ kemur ekki á óvart að þeir hjá Disney hafi metnað til að vilja fylgja eftir einni af sínum dýrmæt- ustu perlum, hinni ríflega 40 ára gömlu Hundalífi. Um leið liggur við að hægt sé að tala um fífldirfsku að ætla að reyna að gera slíkt, svo vel sé. En blessunarlega sleppur útkom- an fyrir horn og vel það. Í þessu skemmtilega framhaldi sem fram- leitt var gagngert til útgáfu á mynd- bandi og mynddiski er þráðurinn tekinn upp þar sem skilið var við hann; Pongó orðinn ráðsettur fjöl- skyldufaðir 101 hvolps og lífið geng- ur sinn vanagang. Depill litli er yngstur og því sá hundraðasti og fyrsti í röðinni. Eðlilega finnst hon- um hann hverfa í fjöldann, að enginn taki eftir sér, enda gleymist hann gjarnan í öllum látunum. Því dreym- ir hann um að vera einstakur, rétt eins og Þrumufleygur, ofurhundurinn sem fjölskyldan dáist að á sjónvarpsskján- um. Þegar Grimm- hildur Grámann lætur á ný á sér kræla og gerir enn eina tilraun til að ná sér í eftirlætis skinnið sinn kemur allt í einu til kasta Depils að bjarga systkinum sínum og foreldrum og nýtur hann þar óvæntrar aðstoðar frá sjálfum Þrumufleygi, sem er kannski ekki alveg sama hetjan og á skjánum. Hundalíf 2 er bráðskemmtileg ekta Disney-teiknimynd sem ég hef sannreynt að gagntektur yngstu áhorfendurna. Er það ekki líka til- gangurinn?  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Hundalífið er lotterí EN gaman að sjá færeyska kvik- mynd! Og ekki er verra þegar hún er bara býsna áhugaverð. Hér segir frá tveimur ungum konum, Rannvá og Barbu, sem koma heim til Fær- eyja, eftir að hafa (að mér skildist) unnið sem fyrirsætur víða í Evrópu. Þær telja sig miklar heimskonur og eru vel hrokafullar þegar þær leggja í ferð um eyjuna til að gera upp fjölskyldumál sín, sem og til- gangur heimferðarinnar er. En brátt bráir af þeim og við sjáum að undir niðri eru þær ósköp aumar og varnarlausar. Ég verð að viðurkenna að fyrst fannst mér erfitt að komast inn í myndina. Stelpurnar voru hrokafull- ar og hleyptu engum að sér. Líka fannst mér erfitt að skilja bakgrunn þeirra og þrár. Smám saman komu þó hlutirnir í ljós, og stelpurnar urðu virkilega heillandi og sömuleið- is bílstjóri þeirra um eyjuna, hann Rúni. Katrin vill greinilega segja frá ýmsu varðandi Færeyjar í þessari mynd. Það virðist erfitt hversu lítið landið er, og því þrengir að fólki sem er ekki nákvæmlega einsog aðrir eða hefur nýjar hugmyndir um hlutina. Það var forvitnilegt að sjá að frændur okkar færeyskir eru ólíkari okkur en ég áleit. Þeir virð- ast mun guðhræddari og líta barn- eignir fyrir hjónaband mun alvar- legri augum en við. En mesta áherslu leggur Katrin á hversu óheillavænar Færeyjar eru ungum konum. Ef þær verða óléttar bíður þeirra ekkert annað en hjónaband, og í flestum þeirra virðast karl- mennirnir vera fullir alla daga, timbraðir fyrir framan sjónvarpið eða flúnir frá öllu saman. Og ef þær eiga sér draum geta þær gleymt honum. Ég veit ekki hvernig þetta er í raun, en myndin er séð með augum ungra kvenna sem vilja meira en bleiuþvott og uppvask. Vissulega er mikill byrjendabrag- ur á Bye Bye Bluebird hvað snertir handrit, tæknivinnu og leik. En verkið er samt sem áður heillandi lítil mynd, og greinilegt að leikstjór- inn hefur fullt að segja. Svo það er spennandi að sjá hvaða sögu Katrin Ottarsdóttir segir okkur næst. Hrokafullar, varnarlausar KVIKMYNDIR Háskólabíó – Norrænir bíódagar Leikstjórn og handrit: Katrin Ottarsdóttir. Kvikmyndataka: Jörgen Johansson. Aðal- hlutverk: Hildigunn Eyðfinsdóttir, Sigri Mitra Gaini, Johan Dalsgaard, Elin K. Mouritsen, Birita Mohr. 97 mín. Dan/ Fær. Den Danske Film Institut 1999. FARVEL ÞRÖSTUR (BYE BYE BLUEBIRD)  Hildur Loftsdóttir fim 20/3 kl. 21, AUKAS. Örfá sæti föst 21/3 kl. 21, UPPSELT, lau 22/3 kl, 21, Örfá sæti fim 27/3 kl. 21, AUKAS. UPPSELT föst 28/3 kl, 21, UPPSELT lau 29/3 kl, 21, UPPSELT föst 4/4 kl, 21, Nokkur sæti lau 5/4 kl. 21, Laus sæti föst 11/4 kl, 21, Nokkur sæti fim 17/4, SJALLINN AKUREYRI lau 19/4, SJALLINN AKUREYRI FORSALA Á MIÐUM Í SJALLANN FER FRAM Í PENNANUM/EYMUNDSSON GLERÁRTORGI. Stóra svið PUNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Frumsýning fi 20/3 kl 20 UPPSELT 2. sýn fi 27/3 kl 20 gul kort 3. sýn su 30/3 kl 20 rauð kort 4. sýn fi 3/4 kl 20 græn kort 5. sýn su 6/4 kl 20 blá kort Fi 10/4 kl 20, Su 13/4 kl 20 LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Láru Stefánsd. og Ed Wubbe Su 23/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 Fö 4/4 kl 20 ATH: Síðustu sýningar SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 21/3 kl 20, UPPSELT Lau 22/3 kl 20, Fö 28/3 kl 20, Lau 5/4 kl 20 Lau 12/4 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 23/3 kl 14 ALLRA SÍÐASTA SÝNING Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 21/3, fyrirhuguð sýning fellur niður. Mi 26/3 kl 20, Mi 2/4 kl 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 21/3 kl 20, Fö 28/3 kl 20, Su 30/3 kl 20, Su 5/4 kl 20 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 22/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 22/3 KL. 14, UPPSELT Lau 29/3 kl 14 UPPSELT, Lau 29/3 kl 15 UPPSELT Lau 5/4 kl 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Su 23/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20, Lau 5/4 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi sýnir í Tjarnarbíói Undir hamrinum „Frábær skemmtun". SA, DV. fös. 21. mars kl. 20 sun. 23. mars kl. 20 lau. 29. mars kl. 20 fim. 10. apríl kl. 20 Frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Miðapantanir allan sólarhringinn í s. 551 2525 eða á hugleik@mi.is Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700. beyglur@simnet.is „Engum er hollt að hlæja samfellt í lengri tíma“ S. H Mbl Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Fim 20/3 kl 21 Fös 21/3 kl 21 Fös 28/3 kl 21 Fim 3/4 kl 21Síðustu sýningar TRY ME buxur í miklu úrvali Hallveigarstíg 1 588 4848www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.