Morgunblaðið - 19.03.2003, Page 49
Tískuvikan í París: Haust/vetur 2003–4
Celine
Reuters
Celine
ingarun@mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 49
BRETINN Alexander McQueen virðist alltaf fær um að kenna
París, háborg tískunnar, sitthvað um sitt fag. Sýning hans á tísku-
vikunni í París fyrir næsta haust og vetur var leikræn og prýddi
gervisnjór sýningarpallana.
Hann blandaði saman áhrifum frá fyrri öldum, asískum mynstr-
um og skemmtilegum smáatriðum. Snilld hans virðist ekki síst fel-
ast í vali hans á íburðarmiklum efnum og áherslu á vel sniðin föt.
McQueen hefur oft verið kallaður „breski prakkarinn“ og virðist
enn standa undir því nafni. Sýningu hans lauk á því að síðasta sýn-
ingarstúlkan lenti í stórhríð á pöllunum og þurfti að berjast við að
komast áfram íklædd hvítum kímonó.
Tískuvikan í París: Haust/vetur 2003–4
Lengi lifi McQueen
Reuters
Alexander
McQueen
Valentino
Fágun og glæsileiki
Á MEÐAN Alexander McQueen gerir prakkarastrik og John Galliano fer yfir
strikið þá halda hönnuðirnir Valentino og Michael Kors fyrir Celine sig á strik-
inu. Tískuhúsin Valentino og Celine eru ekki síst fyrir glæsilegar og ríkar konur
sem vilja halda sig réttum megin við strik fágunarinnar. Bandaríska kvik-
myndastjarnan Sharon Stone sat í fremstu röð og fylgdist með sýningu
landa síns hjá Celine á tískuvikunni í París. Fötin
eru fyrir borgardömur og sveitarómantíkin látin
bíða líkt og hjá Valentino.
Sýning Valentino fór fram í umhverfi er líkt-
ist gamaldags næturklúbbi, deyfir á ljósunum
og dularfull tónlist. Hann hefur ávallt verið vin-
sæll á rauða teppinu og fjölmargar stjörnur
klæðst kjólum hans á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Hann sýndi marga slíka kjóla í þetta sinnið og
ekki líklegt að breyting verði á kjólanotkun
kvikmyndastjarnanna á næstunni.
Valentino
Celine
Valentino