Morgunblaðið - 10.04.2003, Side 1

Morgunblaðið - 10.04.2003, Side 1
          REIÐI, hamslaus fögnuður, undrun og stjórnleysi ríkti á götum Bagdad- borgar í gær þegar ljóst varð að dag- ar Saddams Husseins Íraksforseta á valdastóli væru taldir. Laust fyrir klukkan þrjú að íslenskum tíma í gærdag sameinuðust óbreyttir borg- arar í Bagdad og bandarískir her- menn á bryndreka um að rífa niður risastóra styttu af forsetanum í mið- borginni. Á sama tíma og helsta táknmynd stjórnar forsetans steypt- ist af stalli sínum treystu hersveitir Bandaríkjamanna yfirráð í miðborg- inni og lögðu undir sig helstu stjórn- arbyggingar. Þeir George Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, fögnuðu rás atburða og sögðu hana „sögu- lega“ en lýstu jafnframt yfir því að yfirvegunar væri þörf þar eð átök- unum í Írak væri ekki lokið. Uppreisn í Saddam-borg Fyrstu merki um að stjórn Sadd- ams forseta væri í dauðateygjunum sáust snemma í gærmorgun þegar „umsjónarmenn“ erlendra blaða- manna í Bagdad, menn sem fylgt hafa þeim hvert fótmál og ritskoðað fréttir þeirra, mættu ekki til starfa. Erlendir fréttamenn gátu því í gær í fyrsta skipti farið frjálsir ferða sinna um Bagdad og sent frá sér fréttir án afskipta yfirvalda. Á sama tíma bár- ust af því fréttir að hafin væri upp- reisn gegn stjórn forsetans í Bagdad, einkum í austurhlutanum þar sem shía-múslimar, kúgaður meirihluti í Írak, búa í fátækrahverfum er nefn- ast Saddam-borg. Lögreglu- og ör- yggissveitir virtust horfnar sem og allir helstu ráðamenn. Réttum þrem- ur vikum eftir að stríðið í Írak hófst var ljóst að stjórn Saddams Huss- eins var að líða undir lok. Í hverfum shía-múslima hrópuðu menn vígorð gegn Saddam forseta og formæltu honum og stjórn hans. Myndir af forsetanum voru brennd- ar og á þeim traðkað. Víða fögnuðu menn hersveitum Bandaríkjamanna er þær komu inn í Bagdad úr öllum áttum og héldu til miðborgarinnar. Á stöku stað dansaði fólk á götunum og kastaði blómum til hermanna, að sögn fréttamanna breska útvarpsins, BBC. Aðrir lofuðu Bandaríkjamenn og Bush forseta. Rán og stjórnleysi Viðbrögðin voru þó ekki fögnuður einn. Allsherjar stjórnleysi ríkti víða í Bagdad er menn fóru um rænandi og ruplandi. Ráðist var inn í opinber- ar byggingar og þær „hreinsaðar“ af öllum verðmætum. Birgðageymslur voru tæmdar, bifreiðum í eigu Sam- einuðu þjóðanna stolið. Múgur braust inn í verslanir og í einhverjum tilfellum vörðu eigendur þeirra sig með því að beita skotvopnum. Sér- fræðingar í málefnum Íraks sögðu að þessi viðbrögð ættu ekki að koma á óvart, þar færi allslaust fólk sem sætt hefði kúgun áratugum saman undir stjórn Saddams Husseins og Baath-flokksins. Fregnir frá Kúrdahéruðum í norðri hermdu að þar hefði alþýða manna einnig fagnað á götunum. Sýndar voru sjónvarpsmyndir frá borginni Arbil og var mikil gleði sögð ríkja þar og víðar í norðurhlutanum. Talsmenn herstjórnar Breta og Bandaríkjamanna voru varfærnir í yfirlýsingum sínum. Bentu þeir á að enn veitti íraskur liðsafli mótspyrnu víða í landinu og því færi fjarri að átökum í Írak væri lokið. Eins og því til sannindamerkis blossaði upp bar- dagi við háskólann í Bagdad en hon- um virtist lokið í gærkvöldi. Þeir Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, tóku í sama streng. Talsmaður Bush hafði eftir forsetanum að stríð- inu væri ekki lokið og hættuástand ríkti enn. Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði ljóst að söguleg umskipti hefðu átt sér stað sem ættu eftir „að móta framtíð þessa heimshluta“. Enn ætti eftir að finna Saddam forseta og syni hans eða „eiga við þá“. „Bandaríkja- menn gleðjast með írösku þjóðinni,“ sagði ráðherrann. Sendiherra Íraks hjá Sameinuðu þjóðunum sór af sér tengsl við Sadd- am forseta í gærkvöldi og kvaðst telja að stríðinu væri lokið. „Leikn- um er lokið, ég vonast eftir friði.“ Stjórn Saddams fallin Reuters Stytta af Saddam Hussein rifin af stalli sínum í miðborg Bagdad í gær. Táknrænt þótti að óbreyttir borgarar brugðu kaðli um styttuna og reyndu að rífa hana niður. Það tókst ekki fyrr en bandarískir hermenn komu til aðstoðar. Bandaríkjamennirnir lögðu um tíma bandaríska fánann yfir höfuð styttunnar en fjarlægðu hann skömmu síðar. Var þá gömlum fána Íraks vafið um háls styttunnar en hann var einnig fjarlægður áður en þetta tákn stjórnarinnar féll. Fögnuður og undrun á götum Bagdad  Varfærin viðbrögð Blair og Bush  Búist við frekari átökum Stríð í Írak: „Í hugann kom fall Berlínarmúrsins“  Undrun og vonbrigði í arabaheiminum 16/22 ÍRASKIR stjórnarandstöðu- hópar telja sig hafa upplýs- ingar um, að Saddam Hussein hafi lifað af árásina á veitingahús í Bagdad síð- astliðinn mánudag og hafi hann síð- an flúið úr borginni með að minnsta kosti öðrum syni sínum. CNN-sjónvarpsstöðin hafði þetta eftir Ahmad Chalabi, leiðtoga Íraska þjóðarráðsins, en samkvæmt upplýsingum hans, sem eru óstaðfestar, flýði Saddam til borgarinnar Baq- ubah, sem er norðaustur af Bagdad. Þar er eða var mjög stór herstöð. Bandarískar og breskar leyniþjónustustofnanir greinir raunar á um það hvort Saddam hafi yfirgefið veitingahúsið en þær fyrrnefndu segja, að hann hafi farið inn og ekki komið út áður en sprengjunum var varpað. Þær bresku eða MI6 fullyrða hins vegar, að hann hafi farið úr húsinu fyrir árás- ina. Bandarískir embættismenn sögðu í gær, að ekki hefði orð- ið vart við nein fjarskipti milli íraskra embættismanna og engin merki um, að Íraksstjórn hefði stjórn á „einu eða neinu“. Saddam flúinn frá Bagdad? STOFNAÐ 1913 98. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is FRÉTTASKÝRENDUR sögðu í gær ljóst að mikil óvissa og spenna ríkti í Írak. Gera mætti ráð fyrir að einstakir herflokkar Íraka myndu áfram halda uppi mótspyrnu auk þess sem vera kynni að Saddam Hussein hefði enn ekki háð síðasta bardaga sinn. Sökum þessa beindist athyglin að Tikrit, heimaborg for- setans, um 150 kílómetra norður af Bagdad. Fregnir hermdu í gær að gerðar hefðu verið loftárásir á borgina sem er helsta valdamiðstöð Saddams forseta og Baath-flokks- ins. Þar er til varnar Adnan-her- fylkið, líklega um 15.000 manna liðsafli. Þá var óljóst í gærkvöldi hversu víðtæk uppreisnin væri og t.a.m. ekki vitað hvort sunnítar, trúflokkur múslima sem Saddam Hussein tilheyrir, hefðu einnig risið upp gegn stjórninni. Óvissa og spenna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.