Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLUGNALIRFUR voru notaðar í fyrsta sinn hérlendis í síðustu viku til að meðhöndla sár sykursýk- issjúklings. Um 300 lirfur voru sett- ar í sár á fæti til að hafa jákvæð áhrif á sáralækninguna. „Þetta er eitt af þessum eldgömlu húsráðum eða meðferðum sem var farið að líta á aftur fyrir um 10 árum eða svo. Þá kom í ljós að þetta virðist virka vel á erfið sár, eða djúp sár með miklum dauðum vef. Það eru einkum syk- ursýkissjúklingar sem fá þannig sár á fæturna,“ sagði Baldur Bald- ursson, húðsjúkdómalæknir á húð- deild Landspítalans. „Rannsóknir hafa sýnt að þetta virkar mjög vel á sár þar sem lík- aminn getur ekki stoppað sárin í að dýpka. Þetta á sérstaklega við um sykursýkissjúklinga sem geta fengið slæm sár á fæturna af þessu tagi. Sár er gat á húðinni. Fyrir innan er fita og bandvefur og síðan yf- irleitt bein og vöðvar. Lirfurnar éta eða brjóta niður dauðan vef sem er í sárinu. Fyrir utan þetta stuðla þær að myndun vaxtarþátta á mörkum lifandi og dauðs vefjar þannig að frumurnar fara að skipta sér og hrinda sjálfar dauðu vefjunum frá og skapa skilyrði fyrir að sárið grói. Þann- ig er húðin ekki skotmarkið heldur fitu- vefur og bandvefur þar sem frumurnar hafa dáið,“ sagði Baldur. Lirfurnar eru aldar upp á rannsókn- Gömul lækningameðferð ryður sér aftur til rúms á Íslandi Lirfur notaðar við meðhöndlun sára Morgunblaðið/Jim Smart Lirfur eins og þær sem settar eru í sár sykursýkissjúklinga. Morgunblaðið/Jim Smart Baldur Baldursson húðsjúkdóma- læknir með lirfuboxið. LAUNAGJÖLD og margur annar rekstrar- kostnaður voru í flestum tilvikum hærri hjá Löggildingarstofu en hjá tveimur öðrum sam- bærilegum ríkisstofnunum, Samkeppnisstofnun og Einkaleyfastofu, árin 2000–2002. Var ferða- kostnaður erlendis þrefalt hærri hjá Löggild- ingarstofu, símakostnaður fimmfalt hærri og eigna- og tækjakaup tvöfalt meiri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fylgiskjölum frá Ríkisend- urskoðun með bréfi viðskiptaráðu- neytisins til Gylfa Gauts Péturs- sonar, sem Morgunblaðið óskaði eftir á grundvelli upplýsingalaga, en Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefur sem kunn- ugt er veitt Gylfa tímabundna lausn frá störfum forstjóra Lög- gildingarstofu vegna meintrar óreiðu á bókhaldi og fjárreiðum stofnunarinnar. Ríkisendurskoðun telur laun hafa verið áberandi hærri hjá Löggildingarstofu en almennt gerist hjá hinu opinbera. Hafi laun sérfræðinga verið um og yfir 400 þúsund kr. á mánuði. Í yf- irliti launagjalda hjá Ríkisendurskoðun kemur fram að árið 2002 voru launagjöld á hvert árs- verk 5,3 milljónir hjá Löggildingarstofu, 4,7 milljónir hjá Samkeppnisstofnun og 3,6 milljónir hjá Einkaleyfastofu. Eru þetta svipaðar stofn- anir að starfsmannafjölda, með um 22 ársverk miðað við dagvinnu. Launakostnaðurinn árin 2000–2002 nam rúmum 303 milljónum kr. hjá Löggildingarstofu, um 297 milljónum hjá Sam- keppnisstofnun og 200 milljónum hjá Einka- leyfastofu. Í bréfi ráðuneytisins er áréttuð sú meginregla að launakjör starfsmanna séu í stórum dráttum ákveðin í kjarasamningum. Þótt forstöðumenn ríkisstofnana hafi nokkurt svigrúm við kjara- ákvarðanir séu þeir engu að síður bundnir við fyrirmæli kjarasamninga varðandi röðun starfs- fólks í launaflokka. Ráðuneytið segir að sumar launahækkanir séu óútskýrðar. Þannig hafi ekki verið rök fyrir ákvörðun að hækka einn starfs- mann um 12 launaflokka síðustu þrjú árin áður en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Símakostnaður umfram þarfir Eins og sést á meðfylgjandi töflu var síma- kostnaður talsvert hærri hjá Löggildingarstofu en hinum stofnununum umrætt tímabil, eða rúmar 13 milljónir á móti um 2,7 milljónum hjá hinum. Í skýringum Ríkisendurskoðunar segir að frá janúar 2000 til júní 2002 hafi Löggilding- arstofa greitt Landssímanum rúmar 10 millj- ónir króna. Miðað við 20 starfsmenn að með- altali eru þetta rúmar 500 þúsund krónur á hvern starfsmann eða um 17.400 kr. á mánuði. Telur Ríkisendurskoðun það nokkuð mikinn kostnað við síma- og tölvusamskipti en í skýrslu stofnunarinnar frá því í febrúar sl. kom m.a. fram að Löggildingarstofa hefði keypt 57 far- síma á tímabilinu 1999 til ágúst 2002. Af þessum fjölda fundust ekki 18 símar þrátt fyrir sérstaka eftirgrennslan. Í bréfi ráðuneytis- ins til Gylfa Gauts segir að síma- kostnaðurinn hafi verið langt um- fram þarfir stofnunarinnar. Þá segir enn fremur í bréfi ráðuneytisins að ferðakostnaður Löggildingarstofu hafi verið „úr hófi“ miðað við fjárhagsstöðu stofnunarinnar og umfang henn- ar. Kostnaðurinn hafi verið „langt- um hærri“ en hjá Samkeppnis- stofnun og Einkaleyfastofu þó að báðar þær stofnanir sinni tals- verðu erlendu samstarfi líkt og Löggildingarstofa. Heldur hálfum launum Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hef- ur viðskiptaráðherra vísað málinu til nefndar sem ætlað er að rannsaka hvort rétt sé að veita forstjóranum lausn að fullu frá störfum eða veita honum embættið á ný. Fram kemur í bréfi ráðu- neytisins að á meðan rannsókn nefndarinnar stendur heldur Gylfi Gautur hálfum launakjör- um. Að fengnu áliti nefndarinnar verður ákveðið hvort honum verði veitt lausn frá störfum að fullu. Óreiða á fjárreiðum Löggildingarstofu að mati viðskiptaráðuneytisins Hærri kostnaður en hjá sambærilegum stofnunum "       #     #                        ! " $ %  # &&'()*' +') &)')* ,('* ,',(,* &&&) '' & ''*  3 :$$& 4  4 "  --  # *)**&(  +,* *' '&, , )&* &)*)'( )*&(, &)&,)' . / #  (,('  +*) (,,( &)*)* ) )* (, ( '&* ,)     Í FYLGISKJÖLUM með bréfi viðskiptaráð- herra til Gylfa Gauts Péturssonar, forstjóra Löggildingarstofu, eru nokkur dæmi tekin af innkaupum hjá stofnuninni árin 1999– 2002. Má þar nefna kaup á ferða- og skjala- töskum fyrir rúmar 130 þúsund krónur og bækur fyrir á þriðja hundrað þúsund krón- ur. Telur Ríkisendurskoðun þessi kaup óvenjuleg miðað við stofnanir í ríkisrekstri en á vefsíðu Löggildingarstofu segir að hlutverk stofnunarinnar sé tvíþætt: „Annars vegar veitir stofnunin fyr- irtækjum þjónustu á sviði faggildingar og mælifræði í samræmi við sameiginlegar reglur á Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar annast stofnunin markaðsgæslu og rafmagnsöryggismál í þeim tilgangi að tryggja öryggi og hagsmuni neytenda.“ Tekið er fram af Ríkisendurskoðun að listinn yfir bókakaup sé ekki tæmandi, t.d. hafi verið keyptur „fjöldinn allur“ af orða- bókum. Meðal annarra bóka eru ferðabæk- ur, matreiðslubækur, þrjú eintök af Biblí- unni, bókin „Dömufrí“ eftir Jónínu Benediktsdóttur, Hálendishandbókin, bók um verk Halldórs Laxness, Íslenska steina- bókin og bækur um kristni á Íslandi og 20. öldina. Þá er á listanum kaup á geisladiski með tenórsöngvaranum Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni. Einnig kemur fram að Gylfi Gautur hafi endurgreitt stofnuninni vegna bókakaupa, í framhaldi af fyrirspurn Rík- isendurskoðunar. Í bréfi ráðuneytisins til Gylfa segir að ekki fáist séð að þessi inn- kaup tengist með nokkru móti rekstri Lög- gildingarstofu, þau séu til marks um óreiðu á fjárreiðum stofnunarinnar. Dömufrí og Biblían meðal bókakaupa „VIÐ LEGGJUM sérstaka áherslu á að efla samstarf aðildaríkjanna á þeim sviðum sem geta með beinum hætti gagnast íbúum á norðurslóðum til bættra lífsskilyrða,“ sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Norðurskautsráðsins, að lokinni setningu fyrsta þings ráðsins í gær eftir að Íslendingar tóku við for- mennsku. „Þess vegna erum við að vinna að skýrslu um mannlíf á norð- urslóðum. Þar viljum við draga saman upplýsingar um fólk á svæðinu og að- stæður þess í þeim tilgangi að þróa sameiginleg verkefni.“ Halldór nefnir sem dæmi að í ágúst verður haldin ráðstefna um notkun upplýsingatækni á norðurslóðum. Ráðstefnan verður haldin á Íslandi. „Þar verður sérstök áhersla lögð á fjarnám og fjarlækningar. Það býr til- tölulega fátt fólk á öllu þessu svæði, það eru miklar fjarlægðir og þess vegna skiptir upplýsingatæknin gíf- urlegu máli fyrir lífskilyrði fólksins.“ Þá segir Halldór að á fundi ráðsins verði lögð áhersla á loftslagsbreyting- ar. „Það er mál sem mun hafa áhrif á alla á norðurslóðum og í raun alla heimsbyggðina. Athuganir á áhrifum loftslagsbreytinga standa yfir og nið- urstöður þeirrar athugunar munu varpa ljósi á margvísleg áhrif hlýn- andi veðurs á vistkerfi lands og sjáv- ar.“ Halldór segir að spáð sé mikilli bráðnun íss í kringum Norðurpólinn á þessari öld. „Það getur haft mikil áhrif á allt vistkerfið og þar á meðal fiskveiðar og aðstæður í hafinu í kringum Ísland. Við leggjum mikla áherslu á þetta mál og öll heims- byggðin horfir með vaxandi áhuga á þetta starf, enda varðar það allan heiminn.“ Fundur Norðurskautsráðsins held- ur áfram í dag en hann sitja um 120 embættismenn og áheyrnarfulltrúar ráðsins. Margir hafa þegar ákveðið að dvelja lengur á Íslandi ásamt fjöl- skyldum og kynnast betur landi og þjóð. Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 með sameiginlegri yfirlýsingu átta aðildarríkja; Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Rússlands, Finnlands, Kanada og Bandaríkj- anna. Í ráðinu eiga auk þess sæti fulltrúar frumbyggjasamtaka á norð- urslóðum og felur þátttaka þeirra í sér að tekið er tillit til arftekinnar þekkingar í vísindastarfi ráðsins þeg- ar það á við. Á vettvangi ráðsins starfa sjö vinnuhópar að einstöku markmiðum, t.d. á sviði mengunarvarna lands og hafs og sjálfbærrar þróunar. Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson, formaður Norðurskautsráðsins, setti ráðstefnu á vegum ráðsins, en henni lýkur í dag. Lífsskilyrði á norðurslóð- um rædd frá ýmsum hliðum Halldór Ásgríms- son setti fund Norðurskauts- ráðsins í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.