Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FLUGNALIRFUR voru notaðar í
fyrsta sinn hérlendis í síðustu viku
til að meðhöndla sár sykursýk-
issjúklings. Um 300 lirfur voru sett-
ar í sár á fæti til að hafa jákvæð
áhrif á sáralækninguna. „Þetta er
eitt af þessum eldgömlu húsráðum
eða meðferðum sem var farið að líta
á aftur fyrir um 10 árum eða svo. Þá
kom í ljós að þetta virðist virka vel á
erfið sár, eða djúp sár með miklum
dauðum vef. Það eru einkum syk-
ursýkissjúklingar sem fá þannig sár
á fæturna,“ sagði Baldur Bald-
ursson, húðsjúkdómalæknir á húð-
deild Landspítalans.
„Rannsóknir hafa sýnt að þetta
virkar mjög vel á sár þar sem lík-
aminn getur ekki stoppað sárin í að
dýpka. Þetta á sérstaklega við um
sykursýkissjúklinga sem geta fengið
slæm sár á fæturna af þessu tagi.
Sár er gat á húðinni. Fyrir innan
er fita og bandvefur og síðan yf-
irleitt bein og vöðvar. Lirfurnar éta
eða brjóta niður dauðan vef sem er í
sárinu. Fyrir utan þetta stuðla þær
að myndun vaxtarþátta á mörkum
lifandi og dauðs vefjar þannig að
frumurnar fara að skipta sér og
hrinda sjálfar dauðu vefjunum frá og
skapa skilyrði fyrir að sárið grói. Þann-
ig er húðin ekki skotmarkið heldur fitu-
vefur og bandvefur þar sem frumurnar
hafa dáið,“ sagði Baldur.
Lirfurnar eru aldar upp á rannsókn-
Gömul lækningameðferð ryður sér
aftur til rúms á Íslandi
Lirfur notaðar við
meðhöndlun sára
Morgunblaðið/Jim Smart
Lirfur eins og þær sem settar eru í sár sykursýkissjúklinga.
Morgunblaðið/Jim Smart
Baldur Baldursson húðsjúkdóma-
læknir með lirfuboxið.
LAUNAGJÖLD og margur annar rekstrar-
kostnaður voru í flestum tilvikum hærri hjá
Löggildingarstofu en hjá tveimur öðrum sam-
bærilegum ríkisstofnunum, Samkeppnisstofnun
og Einkaleyfastofu, árin 2000–2002. Var ferða-
kostnaður erlendis þrefalt hærri hjá Löggild-
ingarstofu, símakostnaður fimmfalt hærri og
eigna- og tækjakaup tvöfalt meiri.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í fylgiskjölum frá Ríkisend-
urskoðun með bréfi viðskiptaráðu-
neytisins til Gylfa Gauts Péturs-
sonar, sem Morgunblaðið óskaði
eftir á grundvelli upplýsingalaga,
en Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra hefur sem kunn-
ugt er veitt Gylfa tímabundna
lausn frá störfum forstjóra Lög-
gildingarstofu vegna meintrar
óreiðu á bókhaldi og fjárreiðum
stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðun telur laun
hafa verið áberandi hærri hjá
Löggildingarstofu en almennt
gerist hjá hinu opinbera. Hafi laun sérfræðinga
verið um og yfir 400 þúsund kr. á mánuði. Í yf-
irliti launagjalda hjá Ríkisendurskoðun kemur
fram að árið 2002 voru launagjöld á hvert árs-
verk 5,3 milljónir hjá Löggildingarstofu, 4,7
milljónir hjá Samkeppnisstofnun og 3,6 milljónir
hjá Einkaleyfastofu. Eru þetta svipaðar stofn-
anir að starfsmannafjölda, með um 22 ársverk
miðað við dagvinnu. Launakostnaðurinn árin
2000–2002 nam rúmum 303 milljónum kr. hjá
Löggildingarstofu, um 297 milljónum hjá Sam-
keppnisstofnun og 200 milljónum hjá Einka-
leyfastofu.
Í bréfi ráðuneytisins er áréttuð sú meginregla
að launakjör starfsmanna séu í stórum dráttum
ákveðin í kjarasamningum. Þótt forstöðumenn
ríkisstofnana hafi nokkurt svigrúm við kjara-
ákvarðanir séu þeir engu að síður bundnir við
fyrirmæli kjarasamninga varðandi röðun starfs-
fólks í launaflokka. Ráðuneytið segir að sumar
launahækkanir séu óútskýrðar. Þannig hafi ekki
verið rök fyrir ákvörðun að hækka einn starfs-
mann um 12 launaflokka síðustu þrjú árin áður
en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Símakostnaður umfram þarfir
Eins og sést á meðfylgjandi töflu var síma-
kostnaður talsvert hærri hjá Löggildingarstofu
en hinum stofnununum umrætt tímabil, eða
rúmar 13 milljónir á móti um 2,7 milljónum hjá
hinum. Í skýringum Ríkisendurskoðunar segir
að frá janúar 2000 til júní 2002 hafi Löggilding-
arstofa greitt Landssímanum rúmar 10 millj-
ónir króna. Miðað við 20 starfsmenn að með-
altali eru þetta rúmar 500 þúsund krónur á
hvern starfsmann eða um 17.400 kr. á mánuði.
Telur Ríkisendurskoðun það nokkuð mikinn
kostnað við síma- og tölvusamskipti en í skýrslu
stofnunarinnar frá því í febrúar sl. kom m.a.
fram að Löggildingarstofa hefði keypt 57 far-
síma á tímabilinu 1999 til ágúst
2002. Af þessum fjölda fundust
ekki 18 símar þrátt fyrir sérstaka
eftirgrennslan. Í bréfi ráðuneytis-
ins til Gylfa Gauts segir að síma-
kostnaðurinn hafi verið langt um-
fram þarfir stofnunarinnar.
Þá segir enn fremur í bréfi
ráðuneytisins að ferðakostnaður
Löggildingarstofu hafi verið „úr
hófi“ miðað við fjárhagsstöðu
stofnunarinnar og umfang henn-
ar. Kostnaðurinn hafi verið „langt-
um hærri“ en hjá Samkeppnis-
stofnun og Einkaleyfastofu þó að
báðar þær stofnanir sinni tals-
verðu erlendu samstarfi líkt og
Löggildingarstofa.
Heldur hálfum launum
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hef-
ur viðskiptaráðherra vísað málinu til nefndar
sem ætlað er að rannsaka hvort rétt sé að veita
forstjóranum lausn að fullu frá störfum eða veita
honum embættið á ný. Fram kemur í bréfi ráðu-
neytisins að á meðan rannsókn nefndarinnar
stendur heldur Gylfi Gautur hálfum launakjör-
um. Að fengnu áliti nefndarinnar verður ákveðið
hvort honum verði veitt lausn frá störfum að
fullu.
Óreiða á fjárreiðum Löggildingarstofu að mati viðskiptaráðuneytisins
Hærri kostnaður en hjá
sambærilegum stofnunum
"
#
#
! " $%
#
&&'()*'
+')
&)')*
,('*
,',(,*
&&&) ''
& ''*
3
:$$&
4 4
"
--
#
*)**&(
+,*
*' '&,
, )&*
&)*)'(
)*&(,
&)&,)'
.
/
#
(,('
+*)
(,,(
&)*)*
) )*
(, (
'&* ,)
Í FYLGISKJÖLUM með bréfi viðskiptaráð-
herra til Gylfa Gauts Péturssonar, forstjóra
Löggildingarstofu, eru nokkur dæmi tekin
af innkaupum hjá stofnuninni árin 1999–
2002. Má þar nefna kaup á ferða- og skjala-
töskum fyrir rúmar 130 þúsund krónur og
bækur fyrir á þriðja hundrað þúsund krón-
ur.
Telur Ríkisendurskoðun þessi kaup
óvenjuleg miðað við stofnanir í ríkisrekstri
en á vefsíðu Löggildingarstofu segir að
hlutverk stofnunarinnar sé tvíþætt:
„Annars vegar veitir stofnunin fyr-
irtækjum þjónustu á sviði faggildingar og
mælifræði í samræmi við sameiginlegar
reglur á Evrópska efnahagssvæðinu. Hins
vegar annast stofnunin markaðsgæslu og
rafmagnsöryggismál í þeim tilgangi að
tryggja öryggi og hagsmuni neytenda.“
Tekið er fram af Ríkisendurskoðun að
listinn yfir bókakaup sé ekki tæmandi, t.d.
hafi verið keyptur „fjöldinn allur“ af orða-
bókum. Meðal annarra bóka eru ferðabæk-
ur, matreiðslubækur, þrjú eintök af Biblí-
unni, bókin „Dömufrí“ eftir Jónínu
Benediktsdóttur, Hálendishandbókin, bók
um verk Halldórs Laxness, Íslenska steina-
bókin og bækur um kristni á Íslandi og 20.
öldina. Þá er á listanum kaup á geisladiski
með tenórsöngvaranum Jóhanni Friðgeiri
Valdimarssyni. Einnig kemur fram að Gylfi
Gautur hafi endurgreitt stofnuninni vegna
bókakaupa, í framhaldi af fyrirspurn Rík-
isendurskoðunar. Í bréfi ráðuneytisins til
Gylfa segir að ekki fáist séð að þessi inn-
kaup tengist með nokkru móti rekstri Lög-
gildingarstofu, þau séu til marks um óreiðu
á fjárreiðum stofnunarinnar.
Dömufrí og
Biblían meðal
bókakaupa
„VIÐ LEGGJUM sérstaka áherslu á
að efla samstarf aðildaríkjanna á
þeim sviðum sem geta með beinum
hætti gagnast íbúum á norðurslóðum
til bættra lífsskilyrða,“ sagði Halldór
Ásgrímsson, utanríkisráðherra og
formaður Norðurskautsráðsins, að
lokinni setningu fyrsta þings ráðsins í
gær eftir að Íslendingar tóku við for-
mennsku. „Þess vegna erum við að
vinna að skýrslu um mannlíf á norð-
urslóðum. Þar viljum við draga saman
upplýsingar um fólk á svæðinu og að-
stæður þess í þeim tilgangi að þróa
sameiginleg verkefni.“
Halldór nefnir sem dæmi að í ágúst
verður haldin ráðstefna um notkun
upplýsingatækni á norðurslóðum.
Ráðstefnan verður haldin á Íslandi.
„Þar verður sérstök áhersla lögð á
fjarnám og fjarlækningar. Það býr til-
tölulega fátt fólk á öllu þessu svæði,
það eru miklar fjarlægðir og þess
vegna skiptir upplýsingatæknin gíf-
urlegu máli fyrir lífskilyrði fólksins.“
Þá segir Halldór að á fundi ráðsins
verði lögð áhersla á loftslagsbreyting-
ar. „Það er mál sem mun hafa áhrif á
alla á norðurslóðum og í raun alla
heimsbyggðina. Athuganir á áhrifum
loftslagsbreytinga standa yfir og nið-
urstöður þeirrar athugunar munu
varpa ljósi á margvísleg áhrif hlýn-
andi veðurs á vistkerfi lands og sjáv-
ar.“
Halldór segir að spáð sé mikilli
bráðnun íss í kringum Norðurpólinn á
þessari öld. „Það getur haft mikil
áhrif á allt vistkerfið og þar á meðal
fiskveiðar og aðstæður í hafinu í
kringum Ísland. Við leggjum mikla
áherslu á þetta mál og öll heims-
byggðin horfir með vaxandi áhuga á
þetta starf, enda varðar það allan
heiminn.“
Fundur Norðurskautsráðsins held-
ur áfram í dag en hann sitja um 120
embættismenn og áheyrnarfulltrúar
ráðsins. Margir hafa þegar ákveðið að
dvelja lengur á Íslandi ásamt fjöl-
skyldum og kynnast betur landi og
þjóð.
Norðurskautsráðið var stofnað árið
1996 með sameiginlegri yfirlýsingu
átta aðildarríkja; Íslands, Svíþjóðar,
Danmerkur, Noregs, Rússlands,
Finnlands, Kanada og Bandaríkj-
anna. Í ráðinu eiga auk þess sæti
fulltrúar frumbyggjasamtaka á norð-
urslóðum og felur þátttaka þeirra í
sér að tekið er tillit til arftekinnar
þekkingar í vísindastarfi ráðsins þeg-
ar það á við.
Á vettvangi ráðsins starfa sjö
vinnuhópar að einstöku markmiðum,
t.d. á sviði mengunarvarna lands og
hafs og sjálfbærrar þróunar.
Morgunblaðið/Golli
Halldór Ásgrímsson, formaður Norðurskautsráðsins, setti ráðstefnu á vegum ráðsins, en henni lýkur í dag.
Lífsskilyrði á norðurslóð-
um rædd frá ýmsum hliðum
Halldór Ásgríms-
son setti fund
Norðurskauts-
ráðsins í gær