Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR langar og strangar samningaviðræður á mánudag og þriðjudag náðist samkomulag á þriðjudagskvöld um öll meginatriðin varðandi aðlögun samningsins um Evrópska efnahags- svæðið að stækkun Evrópusambandsins til austurs. Samkomulagið er þó ekki formlega frá- gengið. Í gær voru samkomulagsdrögin kynnt í svokölluðum EFTA-starfshópi ráðherraráðs ESB í Brussel og hafa aðildarríkin frest til kl. 9 árdegis í dag að koma athugasemdum á fram- færi. Einnig fóru samninganefndir EFTA- ríkjanna yfir stöðuna með stjórnvöldum heima fyrir. Í dag hefst samningafundur kl. 10 í Bruss- el og er gert ráð fyrir að þar náist samkomulag formlega. Samið til fimm ára Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá, náðist samkomulag um að EFTA-ríkin greiði samtals tæplega 234 milljónir evra, eða um 19,6 milljarða íslenzkra króna, á ári í þróunarsjóði til styrktar fátækari ríkjum Evrópusambandsins. Evrópusambandið hafði farið fram á að þetta framlag yrði að þessu sinni varanlegt, en til þessa hefur tvisvar sinnum verið samið til fimm ára í senn um framlag EFTA-ríkjanna í þróun- arsjóð. EFTA-ríkin höfðu það hins vegar fram að enn gildir samkomulagið til fimm ára, þ.e. 2004–2009, en að því tímabili loknu á að fara fram endurmat á þörfinni fyrir styrki til fátæk- ari ríkjanna, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Tvískipt framlag Framlag EFTA-ríkjanna skiptist í tvennt. Annars vegar skipta Noregur, Ísland og Liech- tenstein með sér að greiða 120 milljóna evra sameiginlegt framlag. Þar af koma 6 milljónir evra, eða rétt um hálfur milljarður króna, í hlut Íslands. Noregur greiðir bróðurpartinn af af- ganginum, 114 milljónum evra. Liechtenstein greiðir um 600.000 evrur, rúmlega 50 milljónir króna. Hins vegar greiðir Noregur sérstaklega aðr- ar tæplega 114 milljónir evra. Samtals nemur framlag Noregs því um 227 milljónum evra, eft- ir því sem Morgunblaðið kemst næst, rúmlega 19 milljörðum króna. Nærri helmingur fer til Póllands Sameiginlega framlag EFTA-ríkjanna þriggja rennur til allra tíu ríkjanna, sem ganga í ESB á næsta ári og þar að auki til ríkjanna þriggja, sem til þessa hafa notið þessara styrkja, þ.e. Spánar, Portúgals og Grikklands. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fer nærri helmingur af sjóðnum til verkefna í Pól- landi, en tæplega fimmtungur fer til verkefna í núverandi ESB-ríkjunum þremur. Verkefni á sviði hitaveitu og sjávarútvegs Talsvert var togazt á um hvers konar þróun- arverkefni skyldi styrkja í fátækari löndunum. EFTA-ríkin reyndu að koma því svo fyrir að hluti þeirra styrkja, sem veittir verða, kæmu aftur inn í hagkerfi þeirra, með því að fyrirtæki í EFTA-ríkjunum fengju verkefni við að að- stoða fátæku löndin. Þannig náðist samkomulag um að styrkja verkefni á sviði bættrar auðlinda- nýtingar og -stjórnunar, en þar sjá menn fyrir sér að íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki geti orðið að liði. Jafnframt á að styrkja verkefni á sviði umhverfisverndar og ákvæði um að draga úr mengun og auka notkun endurnýjanlegrar orku er sérsaumað í kringum hagsmuni íslenzkra fyrirtækja, sem veita ráðgjöf á sviði jarðvarma- nýtingar og hitaveitu. Þá á að styrkja verkefni á sviði heilsugæzlu, menningarmála, lýðræð- isþróunar, menntunar og starfsþjálfunar. Hið sérstaka, tvíhliða framlag Noregs mun eingöngu renna til nýju aðildarríkjanna tíu, en á að fara til svipaðra verkefna og sameiginlega framlagið. Þetta fyrirkomulag gerir Norð- mönnum kleift að færa til peninga, sem þeir styrkja Austur-Evrópuríkin nú með hvort sem er. Fallið frá kröfu um heimild til fjárfestinga í sjávarútvegi Á síðustu stigum samningaviðræðnanna var harðast deilt um það hvernig bæta skyldi Nor- egi og Íslandi missi markaðsaðgangs fyrir sjáv- arafurðir þegar Austur-Evrópuríkin tíu gengju í ESB. Fyrirsjáanlegt var að háir tollar legðust þá á ýmsar sjávarafurðir, sem hafa verið toll- frjálsar samkvæmt fríverzlunarsamningum EFTA við þessi ríki. Þrátt fyrir að aldrei hafi verið nein formleg tenging milli samninga um fjárframlög og um tollamálin, herma heimildir Morgunblaðsins að viðunandi niðurstaða í peningamálunum hafi gert að verkum að ESB sýndi meiri samnings- vilja varðandi tollana. Þannig féll ESB frá kröfu sinni um að ESB-borgarar fengju heimild til að fjárfesta í íslenzkum og norskum sjávarútvegi, sem hafði verið kynnt sem ófrávíkjanlegt skil- yrði fyrir því að slaka til varðandi markaðsað- ganginn. Endurskilgreining tollflokka og tollfrjáls innflutningskvóti Mikilvægasta tilslökun ESB út frá íslenzkum hagsmunum er endurskilgreining tollflokka, sem hefur í för með sér að síldarsamflökin margumtöluðu (samföst flök, fiðrildi) flokkast framvegis sem „flök“ og bera þar af leiðandi engan toll í stað 15% tollsins, sem nú gildir. Aukinheldur fær Ísland 950 tonna tollfrjálsan innflutningskvóta á heilfrystri síld, sem á að gilda í fimm ár, frá 2004 til 2009, en þá verður hann endurskoðaður, að því er Morgunblaðið kemst næst. Norðmenn fá einhverja niðurfellingu tolla á síldarsamflökunum og þar að auki tollfrjálsan kvóta í fleiri tegundum vegna fjölbreyttari út- flutnings til Austur-Evrópuríkja, t.d. á makríl og frystum síldarafurðum. Dregið úr tollum á innflutning landbúnaðarvara til Noregs Þá féllst Noregur á að auka tollfrjálsan inn- flutningskvóta á nokkrum landbúnaðarafurðum frá ESB, einkum berjum til sultugerðar, epla- safa o.fl. Þessi aukning er ekki sízt tilkomin vegna krafna Svíþjóðar. Greiðslur endur- skoðaðar eftir fimm ár Meginatriði samkomulags EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB liggja nú fyrir. Ólafur Þ. Steph- ensen rekur hvað í samkomulaginu felst. olafur@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir ÚTFLUTNINGUR Íslendinga á síldarsamflökum til þeirra 10 landa í Austur-Evrópu sem sótt hafa um að- ild að Evrópusambandinu hefur vaxið jafnt og þétt og ríflega fjögurhundr- uðfaldast á síðustu fjórum árum. Árið 1999 voru flutt út ríflega 53 tonn af síldarsamflökum til um- ræddra landa en á síðasta ári voru flutt út 21.337 tonn. Útflutningsverð- mæti samflakanna nam á síðasta ári ríflega 1.870 milljónum króna. Á síð- asta ári voru flutt út um 43 þúsund tonn af sjávarafurðum til landa Aust- ur-Evrópu og nam verðmæti þeirra um 3.713 milljónum króna (fob). Síld- arsamflök eru þannig um helmingur þeirra sjávarafurða, bæði í magni og verðmætum, sem Íslendingar selja til umræddra landa. Tollar eru hins vegar teknir af cif- verðmæti afurðanna og varlega áætl- að nam útflutningsverðmæti síldar- samflaka um 2.226 milljónum króna á síðasta ári. 15% tollur er á síldarsam- flökum til landa Evrópusambandsins en náist endanlegt samkomulag milli EFTA og ESB um niðurfellingu tolla á samflök má áætla að Íslendingar komist hjá því að greiða um 334 millj- ónir króna í tolla af samflökunum á þessu ári, verði útflutningurinn sá sami og í fyrra. Þess ber þó að geta að margar þeirra sjávarafurða sem fluttar eru til A-Evrópulanda bera ekki tolla í ESB, t.d. mjöl og lýsi. Síldarsamflök hefðu þannig borið um 90% þeirra heildartolla sem Íslendingar hefðu greitt af þessum útflutningi á síðasta ári ef ESB-tollur hefði verið kominn á. Stöðugur markaður Síldarsamflök, þ.e. samföst flök, gjarnan kölluð „fiðrildi“ eða „flaps- ar“, eru flutt út með roði og bera 15% toll inn til landa Evrópusambandsins. Roðlaus síldarflök eru jafnan flutt út „einföld“ en eru flutt tollfrjálst til ESB. Þess ber þó að geta að á tímabilinu frá 15. febrúar til 15. júlí eru engir tollar á samflökum til ESB-landa. Þetta tímabil hentar hins vegar ís- lenskum útflytjendum ekki vel, þar sem síldarvertíðin hér við land hefst í september og fáir framleiðendur í stakk búnir til að sitja með birgðir fram í febrúar. Hilmar Júlíusson, deildarstjóri hjá SÍF, segir ýmsar ástæður fyrir því að útflutningur á síldarsamflökum hafi aukist svo mjög til Austur-Evrópu á undanförnum árum. Nærtækasta skýringin sé vitanlega að þar er ekki lagður tollur á flökin. Eins hafi fram- leiðsla á samflökum aukist með til- komu nýrra skipa sem frysti flökin um borð. Hann áætlar að um 60% af heildarframleiðslu síldarsamflaka á síðasta ári hafi verið fryst úti á sjó. Það þýði jafnframt að mun hærra hlutfall aflans sé nú framleitt til manneldis en áður. Hilmar segir stóran markað fyrir síldarsamflök í Austur-Evrópu en telur þó ekki líklegt að útflutningur héðan muni aukast meira en orðið er. „Markaðurinn hefur verið tiltölulega stöðugur. Við höfum verið að vinna markaðshlutdeild af Norðmönnum síðustu misseri en framboð þaðan hefur vissulega alltaf áhrif á eftir- spurnina. Eins veltur þetta líka mjög á aflabrögðunum hér heima. En ég á ekki von á að við sjáum viðlíka aukn- ingu í útflutningnum og síðustu ár.“ Gott starf unnið Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, fagnar því að áfram verði tollfrelsi á síldarsamflök- um til hinna nýju aðilarríkja ESB, enda samflökin mikilvægasta útflutn- ingsvara okkar til viðkomandi landa. „Það hefur verið lögð mikil og góð vinna í málið undir forystu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra við að ná þessu fram og því ber að fagna. Það er ljóst að samninganefndin var í þröngri stöðu, vegna ósveigjanleika Evrópusambandins og óbilgjarnra krafna þess. Það verður að teljast undarlegt að við skulum lenda í verri stöðu gagnvart ríkjum sem höfum nú tvíhliða samninga við, þegar þau ganga í Evrópusambandið,“ segir Friðrik. Gríðarlega mikilvægt Samherji hf. flutti á síðasta ári út um 13 þúsund tonn af sjófrystum síldarflökum, þar af um 9 þúsund tonn af samflökum. Einar Eyland, sölu- og markaðsstjóri hjá Samherja, segir að tilkoma fjölveiðiskipanna Vilhelms Þorsteinssonar EA og Þor- steins EA hafi þannig breytt öllu varðandi þessa framleiðslu, enda hafi fyrirtækið ekki flutt út nein samflök fyrir þremur árum. Hann segir næga eftirspurn eftir samflökum í Austur- Evrópu, til dæmis taki bara pólski markaðurinn árlega við um 100 þús- und tonnum. „Það var því gríðarlega mikilvægt að fá þessa tolla fellda nið- ur. Hefði það ekki tekist hefðu kaup- endurnir orðið að breyta sínu fram- leiðsluferli og það hefði getað orðið þrautin þyngri. Síldarflökin eru til- tölulega ódýr afurð og því hefði verið útilokað að ná fram 15% verðhækkun á henni eða sem næmi tollinum. Markaðsaðstæður hefðu gjörbreyst hefði til þess komið og sala stórlega dregist saman. Okkar viðskiptavinir, sem í langflestum tilfellum eru fram- leiðendur, fagna því þessari niður- stöðu. Í Austur-Evrópu er mikil hefð fyrir neyslu á síld og þar eru notaðar gamlar verkunaraðferðir sem fram- leiðendur vilja alls ekki breyta. Þeir gera því kröfu um að fá síldina með roði og roðdraga hana sjálfir ef þann- ig ber undir, enda vinnuaflið tiltölu- lega ódýrt.“                               Útflutningur síldarsamflaka hefur fjögurhundruðfaldast Ánægja hjá hagsmunaaðilum með fyrirliggjandi samkomulag „VIÐ TELJUM það ásættan- lega niðurstöðu miðað við stöðu okkar í þessum samningum að við þurfum að greiða 500 milljónir í þró- unarsjóð Evr- ópusambands- ins,“ segir Halldór Ás- grímsson utan- ríkisráðherra um fyrirliggj- andi sam- komulagsdrög EFTA-ríkjanna og Evrópu- sambandsins. „Við teljum það jafnframt mikilvægt að þessi sjóður kemur til með að styðja við jarðhitaverkefni í nýju að- ildarríkjunum sem við teljum að geti orðið mjög gagnlegt í samstarfi okkar við þessar þjóðir.“ Hvað varðar sjávarútveginn segir Halldór að Ísland hafi lagt megináherslu á tollfrelsi en ekki kvóta. „ESB féllst á sjónarmið okkar varðandi mik- ilvægustu afurðina, síldina. Það skiptir okkur mjög miklu máli. Ég tel að þessi niðurstaða sé varnarsigur í málinu.“ Halldór gerði ríkisstjórninni og utanríkismálanefnd Alþingis grein fyrir stöðu samninganna í fyrradag og segir viðbrögðin hafa verið mjög góð. „Það var einróma álit manna að það væri rétt að ganga til þessara samn- inga.“ Halldór Ásgrímsson Halldór Ásgrímsson Niður- staðan varnar- sigur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.