Morgunblaðið - 10.04.2003, Side 21

Morgunblaðið - 10.04.2003, Side 21
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 21 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 1092,5 fm glæsilegt og vel staðsett verslunarhúsnæði á jarðhæð á einum besta verslunarstaðnum í Hafnarfirði. Húsnæðið er í dag leigt í langtímaleigu til Kaupáss hf. Í húsnæðinu er rekin stór matvöru- verslun. Húsnæðið hefur allt verið endurnýjað og er í góðu ásigkomulagi. Fjöldi bílastæða. Áhvílandi eru hagstæð langtímalán. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu. Verð 159 millj. 3546 Topp fjárfesting   !"! ##$ " %!"!&'()*  ##*&++,"-" #."%/!0%! $+122) * TALSMAÐUR rússneska utanríkis- ráðuneytisins vísaði í gær á bug orð- rómi um að Saddam Hussein Íraks- forseti hefði leitað hælis í rússneska sendiráðinu í Bagdad. „Það er ekkert hæft í slíkum fréttaflutningi,“ sagði Alexander Jakovenko, talsmaður ráðuneytisins í Moskvu. „Slíkar yfir- lýsingar eru ekki og geta ekki verið í samræmi við raunveruleikann.“ Sagði hann slíkar sögusagnir vera „enn eina tilraunina til að ógna öryggi rúss- neska sendiráðsins í Bagdad“. Tals- menn stjórnvalda í Bandaríkjunum vísuðu þessum orðrómi einnig á bug. Tyrknesk stofnun er fæst við her- mál, SESAR, sagði í yfirlýsingu í gær að „trúverðugir heimildarmenn“ í Bagdad segðu að íraski forsetinn væri í felum í rússneska sendiráðinu. Rússar og Bandaríkjamenn væru að semja um örlög Saddams og peninga- hagsmuni Rússa í Írak eftir hrun stjórnarinnar. Írakar skulda Rússum milljarða dollara vegna vopnakaupa, einnig hafa Rússar reynt að gera olíu- samninga við stjórn Saddams en óljóst er um gildi þeirra eftir stríðið. Annast CIA milligöngu? Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jaz- eera í Katar sagði að verið væri að semja um vopnahlé gegn því að Sadd- am fengi að fara úr landi og skipaði mönnum sínum að leggja niður vopn. Nokkrir starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem verið hafi í felum Bagdad frá því fyrir stríð- ið, væru milligöngumenn í þessum viðræðum. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, greindi frá því á líbanska þinginu fyrr í gær, að Íraksforseti væri hugsanlega í rússneska sendi- ráðinu í Bagdad. Gaf hann í skyn að um væri að ræða leynilegan samning sem Rússar og Bandaríkjamenn hefðu gert um framtíð Saddams. Fyrir nokkrum dögum var skotið á bílalest sendiráðsmanna er var á leið til Sýrlands undir rússneskum fána. Ekki er vitað hvort þar voru að verki bandarískir eða íraskir hermenn en fimm manns særðust. Sendiherrann, Vladímír Títorenko, særðist sjálfur lítillega en hann ákvað að snúa aftur til Bagdad eftir komuna til Sýrlands. Nabih Berri furðaði sig í gær á því að sendiherrann skyldi snúa aftur til Íraks og bera því við að hann þyrfti að sækja særðan bílstjóra sem væri á sjúkrahúsi í Bagdad. „Hvers vegna sneri rússneski sendiherrann aftur til Bagdad? Hvað var Condoleezza Rice [þjóðaröryggisráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta] að gera í Moskvu? Er Saddam Hussein í rúss- neska sendiráðinu í Bagdad?“ spurði Berri á blaðamannafundi. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, hvatti í gær bandarískan starfsbróður sinn, Colin Powell, til að sjá til þess að öryggi rússneskra sendiráðsmanna í Bagdad yrði ekki ógnað. Breska Sky-sjónvarpsstöðin sagði frá orðrómnum um verustað Saddams og bætti því við að Rússar reyndu ákaft að fá bandamenn til að semja um vopnahlé. Fyrir nokkru sögðu leiðtogar bandamanna að of seint væri fyrir Saddam að reyna að semja um að fá að fara úr landi. Stefnt væri að því að handsama hann eða fella ef hann gæfist ekki upp. Ýmsar sögur hafa verið á kreiki um afdrif Saddams, sona hans tveggja, Udays og Qusays, og annarra úr innsta hring. Margir Kúrdar í norður- hluta landsins segja að þessir menn hafi, þegar átökin í Bagdad fóru að harðna, flúið til heimaborgar Sadd- ams og margra annarra ráðamanna, Tikrit, sem er skammt norðan við höf- uðborgina. Er bent á að þar eigi Íraksforseti vísan stuðning og að hann gæti varist þar lengi í geysilega umfangsmiklum neðanjarðarbyrgj- um og jarðgöngum. Enn aðrir töldu hugsanlegt að Saddam og Uday hefði verið komið undan alla leið til Mósúl í jaðri Kúrdasvæðanna í norðri en þar verjast Írakar enn Kúrdum og banda- rískum sérsveitum. Loks er sagt að liðsmenn Lýðveldisvarðarins hafi ef til vill komið forsetanum til Sýrlands. „Efnavopna-Ali“ enn á lífi? Íraski útlaginn Ahmed Chalabi sagðist í gær vantrúaður á að Saddam Hussein hefði fallið í loftárás banda- manna á veitingastað í Bagdad á þriðjudag, eins og bandarískir leyni- þjónustumenn hafa fullyrt. Einnig sagði Chalabi að öruggt væri að Qusay Hussein væri enn á lífi. Taldi Chalabi jafnframt að alls óvíst væri hvort frændi forsetans, hinn alræmdi Ali Hassan al-Majid, „Efnavopna- Ali“, hefði fallið í Basra, eins og Bret- ar telja nær öruggt að hafi gerst sl. laugardag. Margvíslegur orðrómur um verustað Saddams Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins vísar á bug getgátum um að Íraksforseti leynist í sendiráði Rússa New York, Moskvu, London. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.