Morgunblaðið - 10.04.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 10.04.2003, Síða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 25 Fyrstaflokks ferðatilboð! www.nordur.is PÁSKAR FYRIR NORÐAN! Útivist! Skíði Sundlaugarfjör! Huggulegheit! Rómantík!Vélsleðaferðir! ógleymanlegt!        BÆJARSTJÓRN Fjarðabyggðar hélt sinn 100. fund í Félagslundi á Reyðarfirði í síðustu viku en sveitar- félagið varð til árið 1998 við samein- ingu Eskifjarðarkaupstaðar, Reyðar- fjarðarhrepps og Neskaupstaðar. Á fundinum fór fram fyrri umræða um ársreikninga sveitarfélagsins, sem sýna betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Jafnframt var ákveðið að flýta framkvæmdum við grunn- skólana í Neskaupstað og á Eskifirði þannig að þeim yrði lokið í síðasta lagi sumarið 2004. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er 215 millj- ónir króna. Samkvæmt ársreikningi námu tekjur Fjarðabyggðar síðasta ár 1,4 milljörðum króna og gjöldin voru lítið eitt hærri. Af A-hluta bæjarsjóðs var afgangur upp á um 60 milljónir króna en 12 milljóna kr. tap af samanlögð- um A- og B-hluta. Eigið fé Fjarða- byggðar í árslok 2002 nam tæpum 800 milljónum og fjárfestingar síð- asta árs námu 289 milljónum. Síðari umræða um ársreikninginn fer fram 8. maí næstkomandi. Fjarðabyggð er fjölmennasta sveitarfélag Austurlands og næstfjöl- mennasta sveitarfélagið í Norðaust- urkjördæmi á eftir Akureyri. Fjöldi íbúa er um 3.100 og þar af búa um 1.400 í Neskaupstað, um 1.000 á Eski- firði og 650 manns á Reyðarfirði. Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar, sagði við Morgunblaðið að reynslan af samein- ingu sveitarfélaganna þriggja væri mjög góð. Menn þyrftu þó lengri tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum. Hann sagði samkomulag innan bæj- arstjórnar vera gott og menn hefðu t.d. allan tímann verið einhuga varð- andi álversframkvæmdir í Reyðar- firði. Hefðu sveitarfélögin ekki verið búin að sameinast hefði það mál ekki komist í höfn. Guðmundur sagðist hins vegar enn finna fyrir hrepparíg milli bæjarhluta sem þyrfti að leggja af með tíð og tíma. Rígurinn væri ekki til stórra trafala en menn þyrftu að venjast því að hugsa sem eitt sam- huga sveitarfélag. Aðspurður hvort bæjarstjórnin hefði gert sér daga- mun vegna 100. fundarins sagði Guð- mundur að um kvöldið hefðu bæjar- fulltrúar í fyrsta sinn farið út að borða saman. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar á sínum 100. fundi Framkvæmdum við grunnskóla flýtt Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Bæjarstjórn Fjarðabyggðar á sínum 100. fundi í Félagslundi á Reyðarfirði. Frá vinstri Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri, Þorbergur Hauksson, for- seti bæjarstjórnar, Framsóknarflokki, Guðmundur R. Gíslason, Fjarða- lista, Ásbjörn Guðjónsson, Fjarðalista, Eiður Ragnarsson, Framsókn- arflokki, Guðný Björg Hauksdóttir, Fjarðalista, Smári Geirsson, formaður bæjarráðs, Fjarðalista, Magni Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, Smári Jón- asson, varamaður á Biðlista, og Andrés Elísson, Sjálfstæðisflokki. Fjarðabyggð ÁRLEG stærðfræðikeppni Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra og grunnskólanna á svæðinu fór fram síðastliðinn laugardag, í sjötta sinn, í tengslum við kynningardag skólans. Stærðfræðikeppnin er samstarfs- verkefni FNV, grunnskóla og fyr- irtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan skólasvæð- isins koma að þessu verkefni. Efstar og jafnar í fyrsta sæti urðu þær: Ragnheiður Erla Stefánsdóttir frá Höfðaskóla og Signý Ósk Sig- urjónsdóttir frá Árskóla, og var dregið um fyrsta sætið sem kom í hlut Signýjar, en í þriðja sæti varð Jónas Logi Sigurbjörnsson frá Varmahlíðarskóla. Kristján Bjarni Halldórsson, fags- tjóri FNV í stærðfræði, bar hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir önnuðust fyrirlögn undankeppn- innar, sem fram fór 13. mars síðast- liðinn. Þá tóku þátt tæplega eitt hundrað nemendur úr níunda bekk grunnskólanna á svæðinu, og að þessu sinni komust sautján áfram í úrslitakeppnina. Á meðan á keppninni stóð var boðið upp á kynningu á Fjölbrauta- skólanum, ljóðalestur, stutt- myndasýningu nemenda af starfs- braut og tónlistarflutning nemenda úr Tónlistarskóla Skagafjarðar og fylgdust fjölmargir aðstandendur keppenda og gestir með dagskránni. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og voru þau að venju verulega glæsileg, auk þess sem all- ir þátttakendur sem í úrslit komust fengu að launum fyrir þátttökuna peningaverðlaun, vasareikni, far- síma, og myndbandið Lífið í tölum. Í sinn hlut fékk sigurvegarinn eign- arbikar frá KLM verðlaunagripum, tölvuorðabók frá Eddu útgáfu, Cas- io FX- 9750 reiknivél frá Heim- ilistækjum, Sony Erikson T200 GSM-síma, flugfarmiða frá Íslands- flugi, auk ostakörfu frá Mjólk- ursamlagi Kaupfélags Skafirðinga. Auk þeirra sem að ofan greinir komu að verðlaunaveitingunni: Landssíminn hf. Námsgagnastofn- un, Búnaðarbankinn, Element, Fisk- iðjan Skagfirðingur, Húnaþing vestra, Höfðahreppur, Landsbank- inn, Rarik, Siglufjarðarbær, Sjóvá- Almennar, Sveitarfélagið Skaga- fjörður, Skagstrendingur, Spari- sjóður Hólahrepps, Sparisjóður Siglufjarðar, SR-mjöl, Steinull- arverksmiðjan, Þormóður rammi, Trésmiðjan Borg, Verkfræðistofan Stoð og VÍS. Að sögn Þorkels Þorsteinssonar, aðstoðarskólameistara Fjölbrauta- skólans, hefðu þessi veglegu verð- laun verið óhugsandi án höfðinglegs stuðnings frá þeim tæplega þrjátíu fyrirtækjum og stofnunum sem að keppninni komu og vildi hann koma á framfæri sérstökum þökkum til allra þessara aðila. Glæsilegur FNV dag- ur í Fjöl- brauta- skólanum Morgunblaðið/Björn Björnsson Verðlaunahafar. Frá vinstri Signý, Ragnheiður og Jónas.Sauðárkrókur SUÐURNES LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Guðni Ágústsson, afhenti í gær fulltrúum skógræktarfélagsins Skógfells og Fjáreigendafélags Vatnsleysustrandarhrepps styrki til að bæta aðgengi að skógrækt- arsvæðinu á Háabjalla og til að gera við Strandarrétt. Skógfell hefur nýlega eignast svæðið við Háabjalla sem er ofan Reykjanesbrautar og í landi Vatnsleysustrandarhrepps. Þar er skógarlundur sem byrjað var að planta í 1948 og í honum eru hæstu tré á Suðurnesjum, þau hæstu yfir 13 metrar. Við athöfn á svæðinu í gær afhenti Guðni Ágústsson Oktavíu J. Ragn- arsdóttur, formanni Skógfells, 100 þúsund króna styrk frá ríkinu, en peningarnir eru teknir af ráðstöf- unarfé landbúnaðarráðherra. Oktavía sagði að næg verkefni væru þarna á svæðinu. Pening- unum verður varið til að að bæta aðgengi að því, meðal annars til að loka fyrir bílaumferð sem spillt hefur umhverfinu. Af þessu tilefni gróðursetti Guðni tvö tré á svæðinu og fengu þau á staðnum nöfnin Oktavía og Guðni. Ráðherra afhenti Fjáreigenda- félagi Vatnsleysustrandarhrepps jafnháa fjárhæð í styrk frá ríkinu til endurbóta á Strandarrétt. Birgir Þórarinsson, forsvarsmaður félagsins, segir að hrunið hafi úr réttinni og sé hún ónothæf. Áhugi sé á að endurbyggja réttina og koma aftur á réttarstemningu til að göfga mannlífið. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Oktavía, Guðni og Birgir á skógræktarsvæði Skógfells við Háabjalla. Styrkja skógrækt og uppbyggingu réttar Vatnsleysuströnd LIST- og handverkssýning verður haldin í Íþróttamiðstöðinni við Sunnubraut í Keflavík dagana 10. til 11. maí, ef næg þátttaka fæst. Skrán- ing stendur yfir. Menningar-, íþrótta- og tóm- stundasvið Reykjanesbæjar undirbýr sýninguna en slík sýning var einnig haldin á síðasta ári. Hugmyndin er að fá alla þá sem vinna við listir og hand- verk á Reykjanesi, íbúa í Reykja- nesbæ, einstaklinga og félagasamtök, Vogabúa, Grindvíkinga, Sandgerð- inga, Garðbúa og einnig nágrannana á Keflavíkurflugvelli til að sameinast um eina stóra sölusýningu. Sýnendur annars staðar af landinu eru vel- komnir svo framarlega sem rými er nægt en heimamenn verða látnir ganga fyrir, segir í frétt á upplýsinga- vef Reykjanesbæjar. Hægt er að nálgast skráningarblöð á upplýsingavef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, og hjá menn- ingarfulltrúa. Skráningu lýkur 15. apríl nk. List- og handverks- sýning undirbúin Keflavík KARLAKÓR Keflavíkur heldur tónleika í Bústaðakirkju í Reykjavík í kvöld, fimmtudag, klukkan 20.30. Kórinn syngur síðan í Ytri-Njarðvíkurkirkju á morgun, kl. 20.30, og eru það síð- ustu skipulögðu tónleikar kórsins á þessu vori. Að vanda er efnisskrá kórsins fjölbreytt, hún samanstendur af íslenskum og erlendum alþýðu- lögum. Stjórnandi er Vilberg Viggós- son. Undirleikari á píanó er Est- er Ólafsdóttir og þar að auki annast undirleik Ásgeir Gunn- arsson á harmonikku, Þórólfur Þórsson og Rebekka B. Björns- dóttir á bassa. Einsöngvarar á tónleikunum eru Steinn Erlingsson barítón og Haukur Ingimarsson tenór. Syngja í Bústaðakirkju Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.