Morgunblaðið - 10.04.2003, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 31
EIGNASKATT hefur borið hátt í
samtölum við eldri borgara í kosn-
ingabaráttunni. Undantekningalaust
hafa þeir lýst ánægju sinn með lækk-
un skattsins og bíða margir óþreyju-
fullir eftir að hann verði afnuminn.
Eignaskattur vegur sérstaklega þungt
hjá þessum aldurshópi, en yfir 90%
þeirra sem eru 67 ára og eldri búa í
eigin húsnæði, en það er iðulega er
skuldlítið eða skuldlaust.
Eignaskattur
lækkaður
Á kjörtímabilinu hefur eignaskattur
verið lækkaður um helming, úr 1,2% í
0,6%, og sérstakur eignaskattur, hinn
alræmdi Þjóðarbókhlöðuskattur, sem
var 0,25% umfram tiltekin eignamörk,
hefur verið aflagður. Eignaskattur er
lagður á eignir umfram tiltekin eigna-
mörk að frádregnum skuldum eign-
arinnar, en hefur að öðru leyti verið
óháður tekjum viðkomandi og öðrum
fjárhagsaðstæðum einstaklinga.
Eignaskattur
á undanhaldi
Þjóðum hefur fækkað sem leggja
eignaskatta á einstaklinga og fyr-
irtæki. Ísland er meðal fárra þjóða
sem hefur viðhaldið þessari skattlagn-
ingu, sem er þó á hröðu undanhaldi.
Sterkari hefð er fyrir því hér á landi
að fjölskyldur komi sér upp eigin hús-
næði en víða annars staðar. Leggja
þær mikið á sig til þess og þurfa jafn-
an að beita mikilli ráðdeild og sparn-
aði til að greiða niður skuldir af hús-
næðinu. Hins vegar hafa reglur um
álagningu eignaskatts þýtt að eftir því
sem skuldirnar minnka hafa fjöl-
skyldur í auknum mæli greitt skatt af
eign sinni. Það er í hæsta máta óeðli-
legt að skattleggja slíkar eignir, sem
að öðru leyti skila ekki arði. Á hinn
bóginn má benda á að með álagningu
fjármagnstekjuskatts fyrir nokkrum
árum var farin sú leið að skattleggja
arð af eignum, sem er mun skyn-
samlegri og réttlátari leið. Fái Sjálf-
stæðisflokkurinn stuðning í kosning-
unum í vor til áframhaldandi
stjórnarsetu mun eignaskatturinn
verða endanlega aflagður og er það
vonum seinna.
Kemur eldri
borgurum til góða
Lækkun og síðan afnám eigna-
skatts á íbúðarhúsnæði kemur eldri
borgunum sérstaklega til góða. Flest-
um er þeim ljóst að eignaskattur hef-
ur lækkað um helming frá síðasta
ári. Ég ræddi nýlega við eldri mann
sem benti mér á að hann hefði greitt
um 150 þúsund krónur í eignaskatt
af eigin húsnæði á síðasta ári, en
upphæðin væri helmingi lægri í ár.
Fái Sjálfstæðisflokkurinn einhverju
um það ráðið, mun þessi maður og
aðrir í hans sporum, losna alfarið
undan þessum rangláta skatti innan
tíðar og um leið munu ráðstöf-
unartekjur aukast umtalsvert.
Meiri lækkun
á landsbyggðinni
Til að öllu sé til haga haldið skal
einnig nefnt að lækkun fasteignamats
á húsnæði á landsbyggðinni, sem
kom til framkvæmda á kjör-
tímabilinu, lækkaði eignaskattsstofn-
inn og um leið eignaskatta á íbúa
landsbyggðarinnar. Skv. fyrra kerfi
tók fasteignamat á landsbyggðinni
mið af sambærilegu húsnæði á höf-
uðborgarsvæðinu, í stað raunveru-
legs mats á fasteign á viðkomandi
svæði. Þannig hefur eignaskattur á
húsnæði á landsbyggðinni lækkað
mun meira en sem nemur helmings
lækkun af skattinum sjálfum. Á sama
máta voru eignamörk sem eigna-
skattur er miðaður við hækkuð, m.a.
til að mæta hækkuðu fasteignamati á
höfuðuborgarsvæðinu.
Eignaskattur mun
heyra sögunni til
Við myndun ríkisstjórnar Davíðs
Oddssonar fyrir tæpum fjórum árum
var því lýst yfir að stefnt yrði að
lækkun eignaskatts á íbúðarhúsnæði.
Það hefur verið gert, svo um munar í
pyngjum landsmanna. Sjálfstæð-
isflokkurinn, einn flokka, hefur lofað
að ljúka verkinu og afnema eigna-
skatt, fái hann til þess stuðning í
kosningunum í næsta mánuði. Verði
Sjálfstæðisflokkurinn áfram við völd
mun eignaskattur innan tíðar heyra
sögunni til.
Afnám
eignaskatts
Eftir Ástu
Möller
„Fái Sjálfstæðisflokkurinn stuðning í
kosningunum í vor til áframhaldandi
stjórnarsetu mun eignaskatturinn
verða endanlega aflagður og er það
vonum seinna. “
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
KJARNINN í tillögum Samfylking-
arinnar í skatta- og velferðarmálum
er að bæta kjör barnafólks, náms-
manna og fólks með lágar og með-
altekjur.
Lágtekju- og meðaltekjufólk
hefur forgang
Ekki síst mun hækkun skattleys-
ismarka skila sér til lágtekjufólks, at-
vinnulausra og lífeyrisþega, auk þess
sem komið verður á afkomutryggingu
sem bætir sérstaklega kjör lág-
tekjufólks og lífeyrisþega. Hækkun
skattleysismarka í 80 þúsund krónur
mun skila sér til allra, eða 50 þúsund
krónur til einstaklinga og 100 þúsund
krónur til hjóna, þótt hlutfallslega
vegi hún þyngst í kjörum fólks með
lægstu tekjurnar. Sama gildir um
lækkun á matvælum úr 14% í 7%,
sem bætir kjör heimilanna um tugi
þúsund króna.
Barnafólk og námsmenn
fá miklar kjarabætur
Samfylkingin leggur líka til metn-
aðarfullar tillögur í hækkun barna-
bóta. Greiddar verða barnabætur
með öllum börnum að 18 ára aldri en
ekki einungis að 7 ára aldri eins og
nú er. Þær verða hækkaðar um 10
þúsund krónur og greiddar verða 45
þúsund krónur með hverju barni
óháð tekjum foreldra. Auk þess verða
frítekjumörk tekjutengdra bóta
hækkuð verulega frá því sem nú er.
Þessar aðgerðir skila barna-
fjölskyldum í landinu að meðaltali um
75 þúsund krónum. Hagur barnafólks
og námsmanna batnar líka verulega
með því að felld verða niður stimpil-
og þinglýsingargjöld af íbúðarkaup-
endum, sem sparar um 200 þúsund
krónur vegna kaupa á meðalíbúð.
Hluti af endurgreiðslu námslána
verður frádráttarbær frá skatti í 7 ár
eftir að námi lýkur sem ná mun til 16
þúsund einstaklinga og fjölskyldna.
Útgjöld vegna námsbóka og ung-
barnavara lækkar verulega, þar sem
ekki einungis er lækkað neðra þrep
virðisaukaskatts úr 14% í 7%, heldur
er ungbarnavara lækkuð úr 24,5% í
7% og felldur niður bókaskattur. Auk
þessa verður svo þremur milljörðum
varið til fjárfestinga í mannauð og
menntun, svo sem með framlögum til
rannsókna frumkvöðlastarfa og end-
urbóta á menntakerfinu.
Bætir kjör fjögurra manna fjöl-
skyldu um 500 þúsund krónur
Lítum á hvernig þessar tillögur
koma út fyrir t.d. fjögurra manna
fjölskyldu með tvö börn, 8 ára og 17
ára, sem hafa í heimilistekjur 3,5
milljónir. Þau eru að festa sér kaup á
meðalstórri íbúð og annað foreldrið
hefur lokið háskólanámi. Lækkun á
útgjöldum heimilisins er þessi:
Skattalækkun 100.000
Auknar barnabætur 130.000
Afnám stimpil- og
þingl.gj. 200.000
Minni endurgr. námslána 25.000
Lægri vaskur á matvæli 50.000
Lækkun á námsbókum 7.000
Samtals 512.000
Fimm hundruð þúsund króna lækk-
un á útgjöldum skiptir máli fyrir 4ra
manna fjölskyldu með 3,5 milljónir í
árstekjur. Lækkun á húsnæðiskostn-
aði fyrir lágtekjufólk er ekki inní
þessu dæmi, né heldur minni útgjöld
vegna kaupa á ungbarnafatnaði. Til-
lögur Samfylkingarinnar ganga því út
á að bæta stöðu og kjör fjölskyld-
unnar í heild, ekki síst barnafólks,
námsmanna og lífeyrisþega, meðan
sjálfstæðismenn hugsa helst um að
bæta kjör þeirra sem mest hafa fyrir.
Það skiptir því máli hverjir stjórna.
Það skiptir máli
hverjir stjórna
Eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
„Fimm hundruð þúsund
króna lækkun á útgjöldum
skiptir máli fyrir 4 manna
fjölskyldu með 3,5 milljónir
í árstekjur.“
Höfundur er alþingismaður.
borgar miklu hærri virð-
t af vörukaupum sínum.
a sem búa við skerta sam-
ðu vegna hárra flutnings-
með flutningi á hráefni út
rvinnslu og aftur flutningi
ni vöru á stærsta mark-
andsins.
dæmi mætti nefna um
sem ríkisstjórnin hefur sí-
auka milli íbúa landsins
r þeir búa.
dsbyggðarskattar svo og
skattheimtu á almenning
og kýr.
g hvað þá jafnræði er ekki
um ríkisstjórnarflokkanna.
Geirs H. Harrde segir
kun hefur tilhneigingu til
vítahring sem erfitt getur
fa. Á hinn bóginn er eðli-
eitist við að búa við bestu
em kostur er á og það
a til ákvörðunar um að
set.“
sson félagsmálaráðherra
hefur sagt að Framsóknarflokkurinn
hafi gleymt landsbyggðinni í markaðs-
setningu sinni á höfuðborgarsvæðinu
undanfarin ár.
Ég er honum sammála, og slíka hrein-
skilni frá ráðherra ber auðvitað að
þakka.
Ríkisstjórnin hefur með mörgum
ákvörðunum sínum skekkt og skert
samkeppnishæfni landsbyggðarinnar til
að búa þegnum sínum lífsskilyrði sem
fólkið vill jú hafa til jafns við íbúa höf-
uðborgarsvæðisins.
Samkeppnishæfni svæða skiptir höf-
uðmáli í sambandi við rekstrarskilyrði
bæði heimila og fyrirtækja. Þessa sam-
keppnishæfni hafa núverandi rík-
isstjórnarflokkar verið að skerða jafnt
og þétt með bæði meðvituðum ákvörð-
unum sínum, svo og vegna þess að
landsbyggðarþingmenn ríkisstjórn-
arflokkanna hafa ekki staðið sig í því að
krefjast jafnréttis í stað misréttis í hin-
um ýmsu ákvörðunum sem leggjast mis-
munandi á þegna landsins eftir því hvar
þeir búa.
Ef árangur á að nást í byggðamálum
verður jöfnun lífskjara og jöfnun rekstr-
arskilyrða fyrirtækja án tillits til stað-
setningar þeirra að vera meðal for-
gangsverkefna.
Núverandi ríkisstjórn er ekki að vinna
að slíkum jöfnunaraðgerðum.
Okkur vantar ríkisstjórn jafnréttis.
Samfylkingin vill mynda slíka rík-
isstjórn eftir kosningar.
ur finnur“
Höfundur skipar 1. sætið á lista
Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
a frá tveggja ára til sex
ingin – grænt framboð
erslu á hófsemd í kosn-
Í stað flatra skattalækk-
ð okkur að endurhanna
að auka tekjujöfnun.
sem nú eru augljóslega
r í ríkissjóði eiga að fara
rkerfið til að endurreisa
okkar í leikskólamálum
flingu velferðar sem hefur
ga á sjá í ríkisstjórnum
Sjálfstæðisflokksins. Að
ólagjöld kostar ríkissjóð
rða króna árlega og á
á sveitarfélögunum sem
fjársvelt. Standa verður
vel að afnámi leikskólagjalda og tryggja
tekjustofn þessa menntastigs þar sem
tilgangurinn er ekki að skerða þjón-
ustuna á nokkurn hátt.
Í tillögu okkar um afnám leikskóla-
gjalda kristallast áherslumunur stjórn-
málaflokkanna fyrir komandi kjör-
tímabil. Við munum ekki afnema
hátekjuskatta því við gerum okkur grein
fyrir því að einhver verður að standa
undir velferðarkerfinu. Forgangsatriði
er að rétta hlut þeirra tekjulægstu og
gera samfélagið fjölskylduvænna. Með
þessari einu aðgerð, að gera leikskólana
ókeypis, er tækifæri til að létta greiðslu-
byrði af fjölskyldum sem verst standa.
Foreldrar með ung börn eru oftar en
ekki að koma sér upp húsnæði, í námi,
eða að greiða af námslánum og standa
straum af öðrum útgjöldum sem tilheyra
því að stofna fjölskyldu og mennta sig.
Það er lítill tilkostnaður fyrir ríkið að
afnema leikskólagjöld en skiptir gríð-
arlega miklu máli fyrir þær fjölskyldur
sem þau þurfa að greiða.
r
öld
m
Höfundur skipar 3. sæti lista Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs í Reykjavík-
urkjördæmi norður.
mst að minnast breytinga á
fi á þessu kjörtímabili.
er samt sem áður sú að
alanga baráttu skortir enn
á að konur njóti almennt
g karlar fyrir sömu vinnu.
að breyta og til að svo
við sjálf að breyta við-
r og hugsanagangi. Við vilj-
f kvenna í atvinnulífinu,
u opinbera og á almennum
i. Það er mikilvægt að fyr-
nn frekar að jafnrétt-
kki síður að samræmingu
g atvinnulífs, sem mun
stuðla að enn jafnari stöðu karla og
kvenna.
Framsóknarflokkurinn vill auðvelda
fólki að eignast þak yfir höfuðið, m.a.
með með því að hækka lánshlutfall al-
mennra íbúðalána í allt að 90% af verði
eigna að ákveðnu hámarki. Þetta nýtist
ungu fólki sem er að eignast sínu fyrstu
íbúð einkar vel. Við viljum stuðla að auk-
inni samveru fjölskyldunnar, m.a. með
sveigjanlegum vinnutíma og samfelldum
skóladegi þar sem m.a. verði felld inn
íþrótta- og tómstundaiðkun barna.
Forsenda allra umbóta í fjölskyldu- og
skattamálum er stöðugleiki og festa í
efnahagslífi þjóðarinnar. Tillögur fram-
sóknarmanna eru raunhæfar, vandlega
undirbúnar og trúverðugar. Við viljum
og ætlum að halda áfram að bæta hag
íslenskra fjölskyldna á næstu árum.
Fyrir því er engum betur treystandi en
Framsóknarflokknum.
unnar
auðvelda
uðið, m.a.
all al-
0% af verði
“
Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista
Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi
norður.