Morgunblaðið - 10.04.2003, Side 43

Morgunblaðið - 10.04.2003, Side 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 43 Málþing um holdafar, líkams- ástand, hreyfimynstur og lifn- aðarhætti 9 ára barna í Reykjavík. Í dag, 10. apríl, kl. 15 verða kynntar á málþingi í Laugarnesskóla nið- urstöður rannsóknar sem fræðimenn frá Kennaraháskóla Íslands og Há- skóla Íslands gerðu sl. haust í fjórum grunnskólum í Reykjavík. Markmið rannsóknarinnar var að kanna holda- far, líkamsástand og líkamshreyf- ingu, svo og íþróttaiðkun, tóm- stundaiðkun, lífsvenjur og aðra félagsfræðilega þætti sem tengjast velferð 9 ára barna. Spurningakeppni úr Biblíunni í Suðurhlíðaskóla verður haldin í dag, 10. apríl, kl. 16. Í keppninni svara krakkar, á aldrinum 10–13 ára, úr hinum ýmsu kirkjum spurningum úr Biblíunni. Spyrill keppninnar er Garðar Cortes og dómari er Hreiðar Örn Stefánsson. Allir eru velkomnir að koma og fylgj- ast með krökkunum. Aðalfundur Styrktarfélags Perth- es-sjúkra verður haldinn í Sjálfs- bjargarhúsinu, Hátúni 12, Reykjavík, í kvöld, 10. apríl, kl. 20 í Rauða saln- um á 1. hæð, gengið inn að vest- anverðu. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Starfsemi félagsins hefur um nokkurra ára skeið legið að mestu niðri. Nokkrir einstaklingar eru tilbúnir að setjast í stjórn félags- ins fái þeir til þess stuðning, segir í fréttatilkynningu. Allir velkomnir. Fræðslufundur Keldna verður í dag, 10. apríl, kl. 12.20 í bókasafni Keldna, í húsi 2. Fyrirlesari er Ólafur S. Andrésson, líffræðingur á Keldum, og ber erindi hans yfirskriftina „Framleiðsla fjölketíðefna í ger- sveppum“. Fyrir þá sem ekki vita hvar Keldur liggja má benda á kort á heimasíðu Keldna. Kynningarfundur um MBA-nám við Háskóla Íslands verður haldinn í dag, 10. apríl, kl. 8.30–10, í hátíðarsal í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Á kynningunni verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvert er inntak MBA-námsins? Hver er sérstaða þess? Hver er ávinning- urinn? Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmála- fræðinga, í samstarfi við sænska sendiráðið á Íslandi standa fyrir síð- degismálþingi í dag, 10. apríl, kl. 16– 18 í Lögbergi, stofu 101. Yfirskrift þingsins er: „Leiðtogar, lýðræði og stjórnmálaþátttaka – Eru stjórnmál að verða áhorfendaíþrótt?“ Málþingið er öllum opið og fer fram á ensku. Að- alfyrirlesari verður Sören Holmberg prófessor í stjórnmálafræði við há- skólann í Gautaborg. Auk hans mun Ólafur Þ. Harðarson prófessor flytja erindi. Fundarstjóri verður Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. Í DAG Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar heldur nemendasýningu laug- ardaginn 12. apríl kl. 15–17, í íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu. Nemendur allt frá þriggja ára aldri sýna dans og verða sýndir samkvæmisdansar, línudans, barnadansar, freestyle og break. Verðlaun verða veitt 16 ára og yngri fyrir besta fótaburð- inn í samkvæmisdönsum, einum herra og einni dömu. Húsið opnað kl. 14.45. Enginn aðgangseyrir og eru allir velkomnir. Dansíþróttafélagið býður nem- endum upp á vornámskeið í maí sem lýkur með óvissuferð. Sér hópar verða fyrir byrjendur í sam- kvæmisdönsum. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur og verð- ur kennt tvisvar í viku. Innritun og upplýsingar eru hjá Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar. Á NÆSTUNNI Opið hús á Reykjalundi Í tilefni Parkinsondagsins á morgun, 11. apr- íl verður opið hús á Reykjalundi kl 13–15. Fræðsluerindi halda: Svava Guðmundsdóttir iðjuþjálfi, Guðfinna Björnsdóttir sjúkraþjálfari og El- ísabet Arnardóttir talmeinafræð- ingur. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti. Allir einstaklingar með Parkinsonveiki og aðstandendur þeirra velkomnir. Samtökin ’78 halda fyrirlestur á morgun, 11. apríl kl. 12, í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Erindi held- ur Dagný Kristjánsdóttir prófessor. Að honum loknum gefst áheyr- endum kostur á að bera fram spurn- ingar og taka þátt í stuttum um- ræðum. Fyrirlesturinn er í samvinnu við félagsvísindadeild Há- skóla Íslands, Mannréttinda- skrifstofu Íslands og FSS, Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta. Tölvumiðstöð sparisjóðanna heldur ráðstefnu á Grand Hótel á morgun, 11. apríl frá kl. 10–17. Fjallað verður um mál er tengjast stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og framtíðarmál í fjármálaheiminum eins og útibú framtíðarinnar, snjall- kort og tæknimál fjármálafyrirtækja í nánustu framtíð. Nánari upplýs- ingar eru á heimasíðu Tölvu- miðstöðvar sparisjóðanna www.- tolvumidstod.is. Fyrirlestur á sviði neytenda- verndar verður haldinn á morgun, 11. apríl kl. 12.15–13.15, í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn er á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands þar sem próf. dr. Bernhard Eccher frá háskólanum í Innsbruck í Austurríki mun flytja fyrirlestur á ensku og fjalla um tilskipun 1999/44EC „um tiltekna þætti í sölu neysluvara og ábyrgð þar að lútandi“. Hagsmunagæsla innan EES Utan- ríkisráðuneytið stendur fyrir ráð- stefnu um betri og markvissari hags- munagæslu innan Evrópska efnahagsvæðisins (EES). Ráð- stefnan verður haldin á morgun, 11. apríl kl. 13, í utanríksráðuneytinu. Markmið ráðstefnunnar er að kynna þær aðferðir sem einstakir hópar beita við að koma málefnum sínum á framfæri innan Evrópusambands- ins. Þátttökugjald er kr. 12.500 og fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Þátttöku má staðfesta á netfangið asta.rut.jonasdottir@utn.stjr.is. Songkran hátíð Taílensk-íslenska félagsins verður haldin á Broad- way, Hótel Íslandi á morgun, 11 apr- íl kl. 19. Boðið er uppá fimm rétta taílenska máltíð. Skemmtiatriði þar sem taílenskur dans og söngur verð- ur í fyrirrúmi. Happdrætti, m.a. í vinning ferð fyrir tvo, til áfanga- staðar Flugleiða í Evrópu að eigin vali og ferð fyrir tvo til London eða Kaupmannahafnar með Iceland Ex- press. Verð miða er kr. 2.500. Upp- lýsingar í miðasölu Broadway. Alþjóðlegi Parkinsondagurinn er á morgun, 11. apríl. Af því tilefni boða Parkinsonsamtökin á Íslandi til móttöku kl. 15–17 í húsnæði samtak- anna að Hátúni 10 B, 9. hæð. M.a. verður leikið á gítar og lesið úr bók- inni „Heilbrigði býr í huganum“ eftir danska sálfræðinginn Svend And- ersen sem kemur út á íslensku hjá samtökunum innan skamms. Park- insonsamtökin eru hagsmunasamtök Parkinsonsjúklinga og aðstandenda þeirra. Félagsmenn, velunnarar og aðrir sem áhuga hafa á málefnum samtakanna eru velkomnir. Á MORGUN Verk eignað röngum listamanni Ekki var rétt farið með nafn lista- manns í blaðinu á laugardag undir mynd af verki sem sýnt er í Galleríi Skugga um þessar mundir. Verkið er eftir Kristínu Pálmadóttur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Röng höfundarmynd Röng mynd birtist með grein Guðmundar Þorsteinssonar, kúa- bónda á Skálpastöðum, í blaðinu í gær. Um leið og rétt mynd er birt biðst Morgun- blaðið velvirðingar á mistökunum. Nafn dómara féll niður Nafn eins dómaranna í keppninni um Íslandsmeistara matreiðslu- meistara féll niður í frétt blaðsins um úrslit keppninnar. Nafn hans er Friðrik Valur Karlsson sem starfar á veitingastaðnum Friðrik V. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Leiðrétting höfunda vegna mistaka við birtingu greinarinnar „Megrun með Atkins – kúr eða lífsstíll?“ Leið mistök urðu við birtingu greinar okkar „Megrun með Atkins – kúr eða lífsstíll?“ í Morgunblaðinu hinn 9. apríl. Inntak greinarinnar breyttist í meðförum blaðsins, þar sem setningabrot var tekið úr sam- hengi, því breytt lítillega og það jafn- framt feitletrað. Með því móti breyttust áhersluatriði greinarinnar gjörsamlega. Eins varð misritun í titli greinarinnar. Þeir sem lásu alla greinina sáu hins vegar að þar var lögð áhersla á að Atkins-kúrinn er fyrst og fremst strangur og einhæfur megrunarkúr en getur ekki talist heilbrigður lífsstíll. Þar er bent á að einstrengingslegir megrunarkúrar á borð við Atkins-kúrinn geti komið sumum að gagni, og þá einkum þeim sem eiga við mikla offitu að stríða. Þá skiptir máli að fólk sé stutt til að við- halda árangri með heilsusamlegra mataræði þegar fram í sækir. Offita er alvarlegur heilsuvandi og þeir sem eru tugum kílóa of þungir þurfa að- stoð og stuðning til að sigrast á mat- arfíkninni ekki síður en þeir sem eru haldnir annars konar fíkn. Í því efni duga sjaldnast einföld ráð eða hvatn- ing um heilbrigðan lífsstíl. Þar skipt- ir mestu máli að ná tökum á ofneysl- unni með öllum tiltækum ráðum og er engin ein leið réttari að því marki. Vandi alls þorra þjóðarinnar sem hefur verið að þyngjast smám saman síðustu ár er hins vegar af allt öðrum toga. Þar geta einfaldar breytingar á lífsháttum og venjum gert gæfumun- inn, og þar eiga öfgakenndir megr- unarkúrar á borð við Atkins-kúrinn ekkert erindi. Dagleg hreyfing, regla á máltíðum og hollur matur, þar sem skammtastærð, fitu og sykri er stillt í hóf, er tvímælalaust ákjósanlegasta leiðin til að hemja þyngdina fyrir flesta. Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, Sigurður Guðmundsson, landlæknir. LEIÐRÉTT Verk eftir Kristínu Pálmadóttur í Galleríi Skugga. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Grétar Kjartansson sölumaður - sími 696 1126 EFTIRTALDAR EIGNIR ÓSKAST Ég hef verið beðinn um að útvega fyrir fjársterkan aðila sérbýli/sérhæð miðsvæðis í Reykjavík, verð allt að 25,0 millj. Einnig vantar raðhús eða einbýli í Fosssvogi fyrir tvo aðra kaupendur, verð frá 25-35 millj. Um er að ræða trausta kaupendur sem geta gefið langan afhendingartíma. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við mig í síma 696 1126. Hafðu samband - það kostar ekkert   !"! ##$ " %!"!&'()*  ##*&++,"-" #."%/!0%! $+122) * EXPRESSIONIST SJÁANLEGA FALLEGRI HÚÐ - DREGUR ÚR ÁHERSLULÍNUM Vísindaleg áskorun: nýjasta tækni sem er notuð í lýtaaðgerðum, til að draga úr áherslulínum og koma í veg fyrir að þær verði dýpri, var innblásturinn að þessari nýjung. Kynning í dag og á morgun föstudag. Sérfræðingur frá Helena Rubinstein ráðleggur um val á snyrtivörum. Kynntar verða nýjar vörur: Nýtt krem, vorlitirnir, nýir geislandi varalitir o.fl. Glæsilegir kaupaukar. Strandgötu 32, Hafnarfirði, sími 555 2615. DRAUMKENND FEGURÐ www.helenarubinstein.com Dregur úr áherslulínum án inngrips NÝTT alltaf á föstudögum Frambjóðendafundur í Háskól- anum á Akureyri. Stjórn Arco Iris félags stúdenta við Háskólann á Ak- ureyri efnir til fundar með ungum frambjóðendum í dag, fimmtudaginn 10. apríl kl. 16, í stofu L203 í HA. Frambjóðendurnir, Bergur Guð- mundsson af D-lista, Brynjar Sindri Sigurðarson F-lista, Dagný Jóns- dóttir B-lista, Hlynur Hallsson U- lista og Lára Stefánsdóttir S-lista, flytja stuttar framsögur og svara spurningum. Ný heimasíða Sambands ungra framsóknarmanna, www.suf.is, hefur verið opnuð. Vefnum er ætlað að vera frétta- og upplýsingamiðill fyrir unga framsóknarmenn, auk þess að endurspegla stefnu og mark- mið samtakanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður síðunnar verður Sigfús Ingi Sigfússon en um reglu- leg frétta- og greinaskrif munu ung- ir framsóknarmenn sjá um. STJÓRNMÁL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.