Morgunblaðið - 10.04.2003, Side 44

Morgunblaðið - 10.04.2003, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                     $% &   '  '  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ hvarflar óneitanlega að manni þegar gengið er um götur höfuð- borgar Íslendinga að maður sé staddur á ein- hverri breiðgötu í stórborg erlend- is, jafnvel á stór- markaði, þar sem auglýsingarnar æpa á mann með allskonar erlend- um slagorðum! En við erum nú einu sinni stödd á Íslandi og að hverjum er þeim þá beint og til hverra eiga þær að höfða, en þær eru oftast á erlendu máli, aðallega ensku. Okkar ástsæli þulur til margra ára, sá þjóðholli maður Pétur Pét- ursson, fjallar um þessi slæmu er- lendu áhrif í blaðagrein og varar ein- dregið við þeim sem óheillaþróun og að við verðum að halda vöku okkar ef hún á ekki að skaða tungu okkar, sjálfstæði og þjóðerni! Hér er um að ræða erlendar óæskilegar nafngiftir á verslunum og fyrirtækjum, sem ég ætla ekki að tíunda, þær blasa við öllum hvert sem litið er. Þá færist það sífellt í aukana að reynt er að þröngva upp á okkur erlendum siðum og siðvenj- um, sérstaklega bandarískum. Og í seinni tíð er mikill þrýstingur á að við göngum í Evrópusambandið, það mikla bákn sérhagsmunaríkja, sem hafa það eitt að markmiði að smeigja sér inná fiskveiðisvæði okkar og landhelgi. Þarna er vegið að fjöreggi og um leið sjálfstæði okkar Íslend- inga en sjávarútvegurinn er og verð- ur grundvöllurinn að tilveru okkar og efnahagslegu sjálfstæði! Annar kunnur og þjóðhollur Ís- lendingur, Jóhannes R. Snorrason fyrrv. flugstjóri, hefur í ræðu og riti varað eindregið við að Íslendingar gangi í Evrópusambandið og færir fyrir því mörg rök sem felast í mörgu af því sem greint er hér að framan. Að síðustu er svo það sem er að gerast á vettvangi heimsmálanna og snertir hernaðarátökin í Írak. Það er óneitanlega óvænt og sorglegt að okkur Íslendingum skuli berast þær fréttir frá Bandaríkjunum að við séum í hópi þjóða sem styðja hern- aðarátökin í Írak en allur þorri þjóð- arinnar sem ávallt hefur verið frið- elskandi er algjörlega á móti hernaði og að vera bendlaður við slíkt. GUÐMUNDUR J. MIKAELSSON, ellilífeyrisþegi. Er þjóðhollusta og þjóðerniskennd á undanhaldi? Frá Guðmundi J. Mikaelssyni: Guðmundur J. Mikaelsson SÚ STAÐHÆFING hefur mjög ver- ið í tízku að undanförnu, bæði í blöð- um og ljósvakafjölmiðlum, að það sé hræsni af Bandaríkjamönnum að hneykslast yfir vígvæðingu og hern- aðarstefnu Íraksforseta, af því að það hafi verið Bandaríkjamenn sjálfu sem seldu honum vopnin. Þau geti því sjálfum sér um kennt, ef þessar vopnabirgðir hafi orðið að vandamáli sem ógnaði nágrannalöndunum. Í bréfi frá prófessor Andrew J. Hamilton í London í The Times 14. marz kemur fram að þessi fullyrðing á ekki við rök að styðjast. Heimild hans er skýrsla A.H. Cordesmans ár- ið 1998 fyrir hina virtu stofnun Cent- er for Strategic and International Studies (CSIS). Allt tímabilið 1973–1991, þ.e. fram til þess að innrás Íraka í Kúveit var hrundið, fluttu Bandaríkin út vopn fyrir fimm milljónir dollara til Íraks, sem er sáralítið miðað við það sem Bretar gerðu á sama tíma: fyrir 330 milljónir dala. Hitt vekur þó sýnu meiri athygli að fjögur lönd, sem hafa ýft sig upp gegn innrás í Írak nú, höfðu öll staðið í stórfelldri vopnasölu þangað á nefndu 18 ára tímabili: Þýzkaland seldi þangað vopn fyrir 995 milljónir dala, Kína fyrir 5.500 millj. dala, Frakkland fyrir 9.240 millj. dala (28 -falt á við Bandaríkin!) og Sovétríkin fyrir hvorki meira né minna en 31.800 milljónir dollara! Því segir Hamilton, að „þeirri full- yrðingu að við fengum Saddam vopn- in í hendur verði að taka með gát, en sérstaklega ættu þeir að gera það, sem telja að leiðtogar Þýzkalands, Frakklands og Rússlands hafi sið- ferðislega yfirburði í því deilumáli“ sem allur heimurinn hefur fylgzt með á vettvangi SÞ. Hér má skjóta því inn í, að Chalabi, leiðtogi Íraska þjóðarráðsins (útlaga- samtaka), segir að það hafi verið Þjóðverjar sem útveguðu Saddam efnavopn á 9. áratugnum og að gömlu vinstrimennirnir á valdastólunum í Þýzkalandi séu því að reyna að hreinsa samvizku sína með andstöðu sinni við stríðið, en á kostnað Íraka, sem vilji að Bandaríkin losi þá við Saddam (The Observer, 16. febr.). Hver upptökin átti að þessum grófa áburði á hendur Bandaríkjun- um, kemur ekki fram í skrifi Hamil- tons. Eitt er víst, að hin upplogna „röksemd“ á eftir að bergmála í skrafi manna eins og annað skaðsem- isbull sem skammsýnir menn ala á hér í heimi. En á þessu þrífst sú andúð á Bandaríkjunum, sem hefur verið hindrun fyrir því að við Vesturlanda- menn tækjum skynsamlega afstöðu með okkar eigin öryggi og Miðaust- urlanda, að ógleymdum mannrétt- indum hinnar kúguðu Íraksþjóðar. JÓN VALUR JENSSON, cand. theol. Var Saddam vopnvædd- ur af Bandaríkjunum? Frá Jóni Vali Jenssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.