Morgunblaðið - 10.04.2003, Page 46

Morgunblaðið - 10.04.2003, Page 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ak- ureyrin kemur og fer í dag. Helgafell, Áskell og Dettifoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Vasiliy Zaytsev og Vit- jas koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Páska- bingó kl. 14 á morgun. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða og handavinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna,kl. 13 bók- band, kl. 14–15 dans. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borg- ara í Damos. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10– 13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 10.30 guðs- þjónusta, prestur sr. Kristín Pálsdóttir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 20 Vor- fagnaður í Kirkjuhvoli í umsjá Oddfellow í Garðabæ. Rútuferðir frá Álftanesi, Hleinum og Holtsbúð kl. 19.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Glerlist kl. 13 bingó kl. 13.30, kvöldvaka í boði Lions kl. 20. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13. Gerðuberg, félagsstarf Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi spilasalur opinn. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, kl. 13 brids. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og 9.50 og kl. 10.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 12.30 vefnaður, kl. 13 gler og postulíns- málun, kl. 14. nem- endur úr Snælands- skóla syngja undir stjórn Heiðrúnar Há- konardóttur, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur, og hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 9.05 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl.13 handa- vinna, 13.30 félagsvist. Korpúlfar, Graf- arvogi, hittast á fimmtudögum kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13– 16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 10.15– 11.45 enska, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing og mósaik. Á morgun kl.15 kemur Guðrún Ögmunds- dóttir alþingismaður í heimsókn. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9. 30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 boccia æfing, kl. 13 hand- mennt og spilað. Fé- lagsvist kl. 20. ÍAK, Leikfimi kl. 11.15 í Digraneskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag Kvenna, Háaleit- isbraut 58–60. Bibl- íulestur kl. 17 í umsjá Skúla Svavarssonar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13. Skrán- ing kl. 12.45. Safnaðarfélag Ás- kirkju. Páskaeggja- bingó verður 11. apríl kl. 20 í safnaðarheim- ilinu. Barðstrendinga- félagið heldur skemmtun, félagsvist og dansleik, í Breið- firðingabúð 12. apríl. Félagsvistin hefst kl. 20.30. Kvenfélag Kópavogs. Fundur verður 10. apr- íl kl. 20 í Hamraborg 10. Páskaföndur Kvenfélagið Seltjörn. Kökusala verður 12. apríl, frá kl. 10 á Eið- istorgi, Seltjarnarnesi. Í dag er fimmtudagur 10. apríl, 100. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ég hefi elskað yður, eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðugir í elsku minni. (Jóh. 15, 9.) Bolli Skúlason Thor-oddsen lýsir yfir óánægju með skipan líf- eyrismála í pistli á deigl- an.com. Honum þykir ekki við hæfi, að eig- endur lífeyris í landinu skuli ekki geta haft áhrif á stjórnun sjóð- anna.     Þeir sem borga í líf-eyrissjóði, sem rekn- ir eru af samtökum launafólks og atvinnu- rekenda, geta engin áhrif haft á stjórnun þeirra,“ segir Bolli. „Ævisparnaður flestra landsmanna liggur ann- ars vegar í eigin íbúðar- húsnæði, en hins vegar í inneign í þessum lífeyr- issjóðum. Saman eiga landsmenn hundruð milljarða í lífeyris- sjóðum, en þeir hafa engin áhrif á meðferð eða vörslu þess fjár.     Lífeyrissjóðirnir eruumsvifamiklir á hluta- og verðbréfa- mörkuðum hér á landi og þeim ráðstöfunum fylgja gífurleg völd en líka mikil ábyrgð. Frétt- ir í dagblöðum undan- farna mánuði sýna að margir sjóðir hafa tapað stórfé á fjárfestingum liðinna ára. Ekki hefur þó farið mikið fyrir fréttum af því að stjórn- endur sjóðanna séu látn- ir axla ábyrgð á því tapi. Ábyrgðina axla hinir áhrifalausu sjóðsfélagar, því tapið hlýtur að tak- marka getu lífeyrissjóð- anna til að greiða þeim lífeyri þegar fram í sæk- ir. Ennfremur sýna fréttir af átökum um stórfyrirtæki landsins að þar eru fulltrúar lífeyr- issjóða orðnir áhrifa- miklir aðilar.     Pétur Blöndal þing-maður Sjálfstæðis- flokksins hefur löngum barist fyrir því að al- mennir sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyris- sjóðanna, en í dag eru það samtök atvinnurek- enda og launþega í sam- einingu. Nú hafa þau tíðindi gerst, fyrst á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og viku síðar á vorþingi Samfylkingarinnar, að tveir af áhrifamestu þingmönnum þessara flokka, þau Geir H. Haarde og Jóhanna Sig- urðardóttir, hafa bæði lýst því yfir í fyrir- spurnartímum þinganna að þau muni beita sér fyrir því að sjóðsfélagar fái aukin áhrif á stjórn lífeyrissjóða.     Þetta eru stórtíðindi,því annar hvor þess- ara einstaklinga, ef ekki báðir, eru líklegir til að verða áhrifamiklir ráð- herrar í næstu ríkis- stjórn. Aukið lýðræði í vali á stjórnum lífeyris- sjóða er eitt helsta rétt- lætismál okkar tíma. Að örfáir einstaklingar ráði ævisparnaði þjóðarinnar án hennar eigin afskipta samræmist ekki nútíma- lýðræðiskröfum.“ STAKSTEINAR Eiga félagar að hafa meiri áhrif innan lífeyrissjóða? Víkverji skrifar... VÍKVERJI er einn af þessumóheppnu mönnum sem passa ekki í buxur. Eða öllu heldur, bux- urnar passa ekki á hann, a.m.k. ekki eins og þær koma frá fram- leiðanda. Það bregst varla að þegar Víkverji mátar buxur þá eru þær ýmist of síðar eða of stuttar og þarf hann næstum alltaf að láta laga þær til með tilheyrandi kostnaði. Breyting á buxunum kostar hátt í 1.000 krónur og munar nú um minna. Verð á tískubuxum eins og Víkverji vill ganga í er sjaldan lægra en um 9.000 krónur þannig að vaxtarlag Víkverja veldur því að hann greiðir oft rúmlega 10% hærra verð fyrir buxur en þeir sem passa í þær. Þetta er auðvitað hróplegt óréttlæti og í rauninni óskiljanlegt að einhver stjórn- málaflokkanna hafi ekki lofað að rétta hlut þessa minnihlutahóps, „þeirra sem passa ekki í buxur“, í samfélaginu. t.d. með einhvers kon- ar skattaívilnun. Það er ekki nóg með að buxurnar passi ekki heldur glímir Víkverji við annað hvimleitt vandamál sem lýtur að fatainn- kaupum. Hann gerir nefnilega ótrúlega oft mistök við innkaupin. En auðvitað áttar hann sig ekki á mistökunum fyrr en hann er búinn að ganga í flíkinni nokkrum sinnum og of seint orðið að skila. Mistökin felast fyrst og fremst í því að kaupa of stórar flíkur, aðallega boli en buxur koma líka æði oft við sögu. Dæmi eru um að Víkverji hafi keypt buxur, fundist þær of stórar þegar heim var komið, skil- að þeim og fengið aðrar. En síðan fundist nýju buxurnar of stórar líka og skilað þeim og í þriðju til- raun loksins rambað á réttu stærð- ina. Að sjálfsögðu þurfti að stytta en þær pössuðu þó a.m.k. í mittið. Þeir eru síðan ófáir stutt- ermabolirnir sem eru a.m.k. einu númeri of stórir og hafa lengi feng- ið að hvíla ónotaðir í kommóðunni. Víkverji áttar sig ekki á ástæðunni fyrir þessari áráttu sinni að kaupa vitlausar stærðir. Hann afskrifar á hinn bóginn með öllu þá skýringu kunningja síns að þetta sé merki um minnimáttarkennd vegna þess að Víkverji sé ekki ýkja hár í loft- inu. Það er í fyrsta lagi ekki rétt að Víkverji sé lágvaxinn. x x x VÍKVERJI las með athygli frá-sögn af málþingi sem haldið var í Réttarholtsskóla fyrir skömmu. Þar ræddu unglingar um ýmsar augljósar mótsagnir í lögum og reglum varðandi réttindi og skyldur ungs fólks. Einn fund- armanna benti á að unglingar undir 18 ára aldri borguðu skatt en hefðu á hinn bóginn ekki kosningarétt og gætu því ekki haft áhrif á í hvað peningarnir væru notaðir. Ann- aðhvort ætti að fella niður skattinn eða gefa þeim hlut í kosningarétti. Þetta er auðvitað hárrétt ábending. Samhljóða krafa, lögráða manna þó, átti stóran þátt í að hrinda af stað byltingu í Bandaríkjunum árið 1775. Það er bara að vona að stjórnmálamenn átti sig áður en kemur til þess. Morgunblaðið/Jim Smart Buxurnar passa örugg- lega ekki og sjálfsagt er bolurinn of stór. ENGINN hefur reiknað út hvað gróði hinna ríku kost- ar. En því fleiri útreikning- ar hafa birst um kostnað vegna aflagningar skatta af fátækum, þ.e. hækkun skattfrelsismarka. Minnir það helst á búreikninga þar sem bændur reikna út kostnað við ásetningu bú- fjár. Allir eru þessir útreikn- ingar rangir því að þeir mæla einungis kostnaðinn. Auknar tekjur fátækra eru ekki bara kostnaður. Ef manni eru greiddar 74 þús. kr. í laun kaupir hann ekk- ert. Fái hann hins vegar 150 þús. á mánuði þá kaupir hann, eykur veltuna í þjóð- félaginu og greiðir virðis- aukaskatt af því sem hann kaupir. Hann leggur til samfélagsins eins og aðrir. Þá er sagt að engin skatt- frelsismörk séu í nágranna- löndum. Þetta er villandi því yfirleitt er þar fjöl- þrepakerfi sem gegnir sama hlutverki. Þar eru tekjurnar yfirleitt hærri og þar er félagslegt húsnæðis- kerfi og öflugur leigumark- aður sem lýtur lögum sem vernda fólk. Þar er fólk ekki skyldað til að gerast skulda- þrælar. Hér er vinnudagur kvæntra karla um 98 stund- ir á viku og 1/3 launanna fer bara í vexti. Og það kalla menn góðæri. Ég heyri frambjóðendur sjaldan ræða skuldirnar sem þó eru eitt stærsta vandamálið í þjóðfélaginu enda fylgja skuldunum skattar. Prófessor Þorvald- ur Gylfason hefur ritað um það efni af skynsemi. Af- nám skuldsetninga er því ekki síður kjaramál en lækkun skatta. Ég fagna því að lands- fundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um nauðsynlega uppbyggingu leigu- markaðar. Jón Kjartansson frá Pálmholti. Þakklæti til BSR ÉG vil senda bílstjórum og starfsfólki leigubílastöðvar- innar BSR þakklæti mitt. Ég lenti í slysi og þarf vegna þess að fara í sjúkra- þjálfun tvisvar í viku. Bíl- stjórarnir á BSR keyra mig þangað og eru þeir einstak- lega liðlegir og leiða mig inn og vilja allt fyrir mig gera. Kærar þakkir, Magnea Þórarinsdóttir. Messan sem gleymdist Í VELVAKANDA sl. laug- ardag var pistill um mess- una sem gleymdist. Er ég hjartanlega sammála pistlahöfundi. Ég var ekki hrifin af messunni sem var útvarpað frá Sandgerði og veit ég að það voru margir ákaflega hneykslaðir á þessari messu. Anna. Tapað/fundið Gleraugu týndust SVÖRT DG kassagleraugu, kvenmanns, týndust sl. fimmtudagskvöld, líklega við Austurvöll. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 867 0722. Frakki tekinn í misgripum FRAKKI var tekinn í mis- gripum í Golfskálanum í Grafarvogi sl. laugardags- kvöld. Í frakkanum var m.a. sími, lyklakippa o.fl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 1297. Peningaveski týndist GRÆNT peningaveski með sebrastrípum týndist sl. föstudag á Grensásvegi eða Sogavegi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 661 8022. Dýrahald Stjóri er týndur STJÓRI, sem er hvítur fress með svört eyru og svarta flekki á baki, hvarf frá Klettagörðum 1 fimmtu- daginn 3. apríl sl. Þeir sem vita um afdrif hans eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við Sendibílastöð- ina í síma 553 5050. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Skattar og skuldir Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT 1 skólasveinninn, 8 lag- hent, 9 fjöldi, 10 tek, 11 ganga þyngslalega, 13 sleifin, 15 högni, 18 lægja, 21 legil, 22 námu, 23 áana, 24 rangla. LÓÐRÉTT 2 brýna, 3 örlög, 4 myrk- ur, 5 snaga, 6 rekald, 7 heiðurinn, 12 stelpu- trippi, 14 reyfi, 15 jörð, 16 skynfæra, 17 örlaga- gyðja, 18 syllu, 19 klamp- ans, 20 einkenni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 háátt, 4 hafna, 7 dubba, 8 úlfúð, 9 fet, 11 sótt, 13 ásar, 14 útlát, 15 horn, 17 trog, 20 err, 22 fúsum, 23 örlát, 24 remma, 25 dunur. Lóðrétt: 1 hadds, 2 árbít, 3 traf, 4 hrút, 5 fífls, 6 auður, 10 eflir, 12 tún, 13 átt, 15 háfur, 16 rósum, 18 rolan, 19 gítar, 20 emja, 21 rödd. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.