Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 47 DAGBÓK Vorið nálgast óðfluga í Remedíu Nýlent stór skósending Sendum í póstkröfu. SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, sími 553 6511. Ný gerð af dúnmjúkum klossum. Hinar sívinsælu heilsubætandi mokkasínur í hvítu, beige og svörtu. Einnig svartar í extrabreidd. Einstakir reimalausir fjaðurvigtar íþróttaskór. Einnig eigum við úrval af þýskum, handunnum sandölum. TILBOÐ 15% afsláttur á Samson og Delilah flugsokkum. 20% afsláttur af frábærum aðhalds- sokkum frá FUTURO. 20% afsláttur af Aloa Vera fótakremi við fótapirringi. Hlíða- og Holtahverfi Kosningaskrifstofa sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi verður opnuð í dag, fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.00. Skrifstofan er að Lönguhlíð 70 á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. X-D bandið spilar, blöðrur og kaffiveitingar. Allir velkomnir, stjórnin STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er hugrakkt og næstum því fífl- djarft. Það stendur fast á sínu en forðast þó árekstra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Varastu að eyða of miklum fjármunum í nautnir og aðra skemmtan í dag. Þér hættir til að fara yfir strikið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Passaðu þig á að lofa ekki upp í ermina, síst fjölskyld- unni. Þú gætir þurft að kyngja meiru en þú ræður við. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Áhrifavaldur þinn Merkúr er undir miklum krafti frá Júp- iter í dag og vegna þess kann þér að hætta til að bjóða öllu byrginn, þótt þú sért ekki maður til þess. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Að upplagi ertu sparsamur og nýtinn og færð alltaf peninganna virði. Láttu það duga þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Viltu nokkuð sitja eftir með sárt enni á morgun? Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ferðalög er upplagt að skipu- leggja í dag en þær áætlanir geta þó átt eftir að breytast, heimurinn verður annar á morgun en hann er í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ætlastu ekki til of mikils af vinum þínum í dag, nú er ekki rétti tíminn til lántöku, allra síst peninga. Vellíðan þín gæti leitt þig út í gjörninga sem þú iðrast síðar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert bjartsýn(n) og jákvæð (ur) í dag. Þú vilt helst gera langtímaáætlanir og setja þér markmið í dag. Spenntu bogann bara ekki of hátt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú er bjartsýnismaður að eðlisfari og ef þú ætlar að áætla fram í tímann í dag skaltu ekki gleyma smáatrið- unum. Þér hættir of mikið til að hugsa í heildum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Rómantíkin blómstrar um þessar mundir. Þér finnst þú aðlaðandi en gangi einhver sambönd ekki upp þá próf- arðu bara einhver ný. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Viðræður við fjölskyldu- meðlimi eru einkar hvetjandi og gleðigefandi í dag. Það er gott og jákvæðni er alltaf til bóta. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð tækifæri til að auka tekjur þínar í dag, en að sama skapi hættir þér til að eyða umfram efni. Reyndu að fara meðalveginn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KRUMMAVÍSUR Krummi svaf í kletta gjá, – kaldri vetrar nóttu á, verður margt að meini; fyrr en dagur fagur rann freðið nefið dregur hann undan stórum steini. Allt er frosið úti gor, ekkert fæst við ströndu mor, svengd er metti mína; ef að húsum heim ég fer, heimafrakkur bannar mér seppi’ úr sorpi’ að tína. Öll er þakin ísi jörð, ekki séð á holta börð fleygir fuglar geta; en þó leiti út um mó, auða hvergi lítur tó; hvað á hrafn að éta? Á sér krummi ýfði stél, einnig brýndi gogginn vel, flaug úr fjalla gjótum; lítur yfir byggð og bú, á bæjum fyrr en vakna hjú; veifar vængjum skjótum. Sálaður á síðu lá sauður feitur garði hjá, fyrrum frár á velli. „Krúnk, krúnk! nafnar, komið hér! krúnk, krúnk! því oss búin er krás á köldu svelli. Jón Thoroddsen LJÓÐABROT 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3 Rc6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 c4 7. Bc2 Dc7 8. De2 g5 9. h3 Bg7 10. O-O Rxe5 11. Rxg5 h6 12. Rf3 Rg6 13. He1 Bf6 14. d4 d6 15. a4 Hg8 16. a5 Rd5 17. De4 Be6 18. Bxh6 O-O-O 19. a6 Hh8 20. Rg5 Bxg5 21. Bxg5 Hdg8 22. Rd2 b5 23. Rf3 Hh5 24. Kf1 Rf8 25. Bc1 Dd7 26. Rg1 Rh7 27. Df3 Rhf6 28. b3 cxb3 29. Bxb3 Hf5 30. Dd3 Staðan kom upp á Dos Hermanas mótinu sem lauk fyrir skömmu á Spáni. Skærasta stjarna heimamanna, Franc- isco Vallejo Pons (2629) hafði svart gegn Sergei Tivja- kov (2635). 30... Re3+! Eftir þetta verða hvítu reitirnir of veikir hjá hvítum til að kóngsstaðan hans þoli það til lengdar. 31. Dxe3 Bxb3 32. f3 Bc4+ 33. Kf2 e6 34. Dh6 Dd8 35. Dd2 Rh5 36. He4 d5 37. Hg4 Hxg4 38. hxg4 Dh4+ 39. Ke3 Rg3 40. Df2 Rf1+ 41. Dxf1 Bxf1 42. gxf5 De1+ 43. Kf4 Dxc3 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.–2. Alexander Rustemov (2604) og Alexey Dreev (2690) 6 vinninga af 9 mögulegum. 3.–4. Alexander Khalifman (2702) og Francisco Vallejo Pons (2629) 5½ v. 5.–6. Vladimir Epishin (2626) og Alexei Shirov (2723) 5 v. 7. Sergei Karjakin (2547) 3½ v. 8.-9. Miguel Illescas Cor- doba (2595) og Daniel Cam- pora (2505) 3 v. 10. Sergei Tivjakov (2635) 2½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. TVEIR nílitir sáust á Íslandsmótinu í Borgar- nesi og litu báðir eins út – ÁDG109xxxx. Í öðru til- fellinu var góð slemma í spilunum: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ DG8763 ♥ Á74 ♦ 7 ♣ÁG7 Suður ♠ Á10 ♥ -- ♦ ÁDG1096543 ♣53 Vestur Norður Austur Suður -- 1 spaði Pass 2 tíglar 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu 6 tíglar Pass Pass Pass Sagnir voru víða á þess- um nótum. Hvernig á að spila sex tígla með litlu laufi út? Laufásinn er eina inn- koma blinds og hana verð- ur að nýta til að svína í spaða eða tígli. Og auðvit- að er betra að svína spaða- tíunni. Þar á vörnin fimm spil, en aðeins þrjú í tígli. Samkvæmt líkindafræð- inni er kóngur blankur í 26% tilfella þegar þrjú spil eru út, en líkur á kóng stökum af fimm spilum úti eru aðeins 5,65%. Norður ♠ DG8763 ♥ Á74 ♦ 7 ♣ÁG7 Vestur Austur ♠ 95 ♠ K42 ♥ KD10932 ♥ G865 ♦ K2 ♦ 8 ♣D104 ♣K9862 Suður ♠ Á10 ♥ -- ♦ ÁDG1096543 ♣53 Þetta er létt dæmi og verkefnið var í raun enn léttara við borðið, því yf- irleitt kom vestur út með hjartakóng og þá var hægt að svína í báðum litum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MEÐ MORGUNKAFFINU Þú mátt ekki fara, sonur sæll! Hver á þá að stilla myndbands- tækið fyrir okkur? Manstu ekkert eftir mér? Ég gekk hérna fram hjá þér fyrir átta sekúndum! Nei, ég þarf ekki að nota stigann!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.