Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STRÁKARNIR í Mínusi hafa nýlok-
ið við upptökur á nýrri plötu, Hall-
dóri Laxness, sem kemur út hér-
lendis 12. maí. Af því tilefni og
vegna fyrirhugaðrar tónleikaferðar
um Bretland
spilar Mínus á
tónleikum í
Austurbæ í
kvöld. Birgir
Örn Thoroddsen
þekkir hljóm-
sveitina vel en
hann stjórnaði
upptökum á
bæði Jesus
Christ Bobby og
nýju plötunni.
„Þetta var mjög gaman. Platan
gekk mjög vel. Þetta var samt erfið
fæðing. Við höfðum minni tíma en
þegar við gerðum Jesus Christ
Bobby en vorum í betra stúdíói,“
segir Birgir Örn en upptökur fóru
að mestu leyti fram í Stúdíó Sýr-
landi. Platan var hljómjöfnuð í
Sound Masters í London og er Birg-
ir Örn nýkominn frá Bretlandi.
„Við byrjuðum ferlið á því að taka
upp „demó“ (prufuupptökur) og
höfðum úr sextán lögum að velja,“
segir hann en tólf lög höfnuðu á
plötunni.
Gott samstarf
Ken Thomas, upptökumaður, sem
hefur unnið mikið með íslenskum
hljómsveitum, m.a. Sigur Rós, er að-
stoðarupptökumaður á Halldóri
Laxness. Hann hefur unnið með
Mínusi áður en hann hljóðblandaði
Jesus Christ Bobby. „Hann var með
okkur allan tímann.“
Birgir Örn segir að samstarf hans
og Mínuss hafi verið gott. „Það er
alveg frábært og það besta sem ég
get hugsað mér,“ segir hann og út-
skýrir vinnuferlið nánar: „Ég reyni
að skilja hvert þeir eru að fara og
hvaða tónlistarpælingar þeir eru
með. Síðan vinnum við úr því. Þetta
snýst frekar um að hvetja þá í því
sem þeir eru að gera heldur en að
stýra þeim eitthvað,“ segir hann og
bætir við að hljómsveitin hafi verið
örugg með sitt efni og traust hafi
verið ríkjandi í samstarfinu.
Unnið á nóttunni
Platan var unnin að mestu leyti á
nóttunni, svo hljómsveitinni gæfist
færi á að taka upp í betra hljóðveri.
„Ég og Ken þurftum að snúa við sól-
arhringnum í þrjár vikur,“ segir
Birgir Örn og útskýrir að það hafi
verið borðað frekar mikið af pitsum
á þessu tímabili.
Tónlist sveitarinnar hefur tekið
breytingum frá síðustu plötu. „Þeir
eru búnir að þróa tónlistina sína
lengra. Það er erfitt að setja fingur
á hvað þetta er en það er hægt að
segja að þetta sé meira rokk og ról
og minni metall. Þetta er framtíð-
arleg blanda af öllu rokki og róli. Ég
er mjög ánægður með þessa plötu.“
Hann heldur áfram: „Þetta er
skref fram á við á öllum vígstöðvum.
Það var þróun alls staðar, í tónlist-
inni, vinnuferlinu og vinnuhópnum,“
segir Birgir Örn.
„Við stefndum að því að gera eins
góða rokkplötu og við gátum og er-
um mjög sáttir. Hugmyndafræði-
lega er platan flóknari en síðasta
plata. Það er minna af óhljóðum en
lagasmíðarnar og sú hugmynda-
vinna sem liggur þar að baki er
miklu flóknari en á síðustu plötu,“
segir hann og sendir Mínusi rokk-
kveðjur.
Birgir Örn Thoroddsen stjórnaði upptökum á nýrri plötu Mínuss
Meira rokk og ról
Morgunblaðið/Börkur Sigþórsson
Mínusliðar kveðja klakann með rokkbombu í Austurbæ.
Mínus, Dáðadrengir, Sign og Dikta á
tónleikum í Austurbæ í kvöld. Húsið
opnað 19.30 og tónleikarnir hefjast
kl. 20. Forsala í Japis á Laugavegi.
ingarun@mbl.is
Birgir Örn
Thoroddsen
HL MBL
Kvikmyndir.is
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.30.Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl.10.05. B.i 14.
HÖJ
Kvikmyndir.com
SV MBL
Radíó X
H.K. DV
1/2 HL Mbl
Kvikmyndir.is
1/2
Kvikmyndir.com
Sjóðheit og mögnuð stórmynd með frábærum tæknibrellum.
Frá leikstjóranum Jon Amiel.
HILARY SWANK
AARON ECKHART
DELROY LINDO
STANLEY TUCCI
Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 12.
3
Besti leikari
í
aðalhlutverki
Adrien Brody
Besti
leikstjóri
Roman
Polanski
Besta
handritÓSKARS-
VERÐLAUN
Kvikmyndir.comHJ MBL
ÓHT RÁS 2
Radio X
Sýnd kl. 6 og 9. B.i 14.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 10. B.i. 16.
Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8.
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
SV MBL
Radíó X
SG DV
Gæti
hinn rangi
verið hinn
rétti?
FRÁ LEIKSTJÓRA
“ROMEO MUST DIE”
OG “EXIT WOUNDS”
INNIHELDUR
FRÁBÆRA TÓNLIST
MEÐ DMX, EMINEM
OG 50 CENT
SG DV
HL MBL
Sýnd kl. 10. B.i. 12.
Með hinum rauðhærða
Rupert Grint sem
leikur Ron Weasley í
HARRY POTTER
myndunum
ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK
Kvikmyndir.is
KRINGLAN
HILARY SWANK
AARON ECKHART
DELROY LINDO
STANLEY TUCCI
Tilboð 500 kr.
Mögnuð spennumynd sem sló rækilega í gegn við opnun í Bandaríkjunum í
síðustu viku með óskarsverðlaunahöfunum
Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverki.
sv mbl
Kvikmyndir.isi i i
ÁLFABAKKI
Hátíðarfatnaður
íslenskra karlmanna
Hátíðarfatnaður íslenskra
karlmanna hefur notið mikilla
vinsælda frá því farið
var að framleiða hann.
Færst hefur í vöxt að íslenskir
karlmenn óski að klæðast
búningnum á tyllidögum, svo
sem við útskriftir, giftingar,
á 17. júní, við opinberar
athafnir hérlendis og erlendis
og við öll önnur
hátíðleg tækifæri.
Herradeild Laugavegi, sími 511 1718.
Herradeild Kringlunni, sími 568 9017.
P
ó
st
se
n
d
u
m
Hátíðarföt
með vesti
100% ull
skyrta, klútur og næla
kr. 36.900
Allar stærðir til
46— 64
98—114
25— 28
!"! ##$ "
%!"!&'()* ##*&++,"-"
#."%/!0%! $+122) *
MYNDIN er tekin eftir skírn Ást-
dísar Birtu Björgvinsdóttur í
Leirárkirkju 9. mars s.l. Á mynd-
inni eru Petrína Helga Ottesen
(amman) Akranesi, Dagný Hauks-
dóttir (mamman) Eystra-Súlunesi,
Ástdís Birta Björgvinsdóttir
Eystra-Súlunesi, Guðrún Lára
Arnfinnsdóttir (langalangamman)
Akranesi og Ásta Bryndís Guð-
mundsdóttir (langamman) Akra-
nesi.
Fimm ætt-
liðir í bein-
an kvenlegg