Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga www.isb.is Hagstæ›  framkvæmdalán Húsfélagafljónusta Íslandsbanka FRUMRIT fyrstu stjórnarskrár Íslands, stjórnarskráin um hin sérstaklegu mál- efni Íslands frá 1874, var afhent við hátíð- lega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók við henni úr hendi Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, sem er hér á landi í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Rasmussen minnti á hversu mikilvæg stjórnarskráin væri í íslenskri sögu og hún ætti heima hér á landi. Davíð þakkaði honum hjartanlega fyrir og sagði að nú væri nærfellt 100 ára flökkusögu stjórn- arskrárinnar lokið. Hún kom fyrst til Ís- lands árið 1904 þegar Stjórnarráð Íslands var stofnað en var aftur flutt til Dan- merkur 1928 en er meðal þeirra skjala úr danska Ríkisskjalasafninu sem Danir hafa samið um að afhenda Íslendingum. Stjórnarskráin frá 1874 verður til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu fram yfir páska ásamt stjórnarskránni frá 1920 og 1944. Í dag mun Rasmussen ásamt eiginkonu sinni, Anne-Mette Rasmussen, m.a. heim- sækja Svartsengi, Bláa lónið, Vest- mannaeyjar og Þingvelli. Þá sækja þau hádegisverðarboð hjá forseta Íslands og kvöldverð snæða þau í sumarbústað for- sætisráðherra á Þingvöllum. Stjórnarskráin frá árinu 1874 aftur á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsætisráðherra Dana afhendir Davíð Oddssyni frumrit stjórnarskrárinnar í Þjóðmenningarhúsinu. Engin vandamál/4 ÁSTÞÓR Skúlason man ekkert eftir 27. febrúar 2003. Honum hefur verið sagt að hann hafi farið frá heimili sínu að Melanesi á Rauðasandi inn á Patreks- fjörð og ætlað að koma til baka stuttu síðar. Á svell- bunka á veginum um Bjarn- götudal missti hann stjórn á jeppanum. Ástþór var í bíl- belti en telur líklegt að hann hafi losað það og ætl- að að freista þess að kasta sér út áður en jeppinn fór fram af veginum en ekki gefist tími til þess. Hann hafi síðan reynt að spenna beltið aftur en ekki tekist. „Kannski sem betur fer,“ segir hann, „annars hefði ég fylgt honum alla leið niður og þá er aldrei að vita hvernig maður hefði farið.“ Hann telur þetta líklega atburða- rás, ekki síst vegna þess að beltið skar nánast af honum hægra eyrað. Það hefði ekki gerst nema af því að hann reyndi aftur að spenna beltið. Hjartastopp í 40 mínútur Jeppinn staðnæmdist 30 metrum neðan við veginn en Ástþór kast- aðist út á miðri leið. Þar lá hann að talið er í um tvær klukkustundir áður en lögreglumenn frá Patreks- firði fundu hann. Vegna innvortis áverka blæddi mikið í lungu en það varð honum til lífs að hann skyldi lenda á stórum hnullungi og hálf- partinn hanga fram af honum. Höf- uðið vísaði niður og blóðið rann því upp úr honum. Ástþór var fluttur með þyrlu á slysadeild Landspít- alans í Fossvogi og næstu dægrin börðust læknar á spítalanum við að halda í honum lífi. „Einu sinni fékk ég hjartastopp í hátt í 40 mínútur áður en þeim tókst að lífga mig við. Þeir voru að því komnir að gefast upp þegar hjartað byrjaði að flökta og þá héldu þeir áfram. Það var komið að því að skrifa út dán- arstund,“ segir Ástþór. Við slysið hryggbrotnaði hann og axlarbrotn- aði. Ástþór er lamaður fyrir neðan mitti og segja læknar að hann geti ekki gengið á nýjan leik. Ástþór segir áfallið óskaplegt og í raun ólýsanlegt. „Sérstaklega fyrir svona fjallageit eins og mig sem hef haft mikla unun af að ganga á fjöll. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvaða tilfinning það er að fá þær fréttir. En þetta er búið og gert og ég get ekki breytt því héð- an af. En vissulega er mjög erfitt að sætta sig við þetta,“ segir hann. Nánast allur frítími Ástþórs hefur hingað til farið í að ganga á fjöll og í refaveiðar. Hann þekkir nánast hvern krók og kima í fjöllunum við Melanes á Rauðasandi. Þar heldur Ástþór bú ásamt foreldrum sínum en bústörfin hafa þó fyrst og fremst hvílt á honum. Þrátt fyrir slysið hyggst Ástþór halda áfram búskap og ætlar a.m.k. ekki að gef- ast upp að óreyndu. Ljóst er að breyta þarf íbúðarhúsinu og um- hverfi þess, einnig útihúsum. Þó þarf ekki stórvægilegar breytingar að hans mati. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær hafa ættingjar og vinir Ástþórs hafið söfnun honum til styrktar. Reikningurinn er á hans nafni í Sparisjóði Vestfirðinga á Patreksfirði. Reikningsnúmer er 1118-05-401445, kennitala: 200773- 4979. Morgunblaðið/Jim Smart „Var komið að því að skrifa út dánarstund“ SAMKOMULAG það, sem fyrir liggur í meginatriðum um greiðslur EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð fyrir fátækari ríki Evrópusambandsins, gildir til næstu fimm ára, þ.e. fyrir árin 2004–2009. Evrópusambandið hafði gert kröfu um að greiðslur EFTA-ríkjanna yrðu varanlegar. Í samningaviðræðum EFTA og ESB náðist hins vegar málamiðlun um að greiðslurnar hækkuðu, en yrðu áfram til fimm ára í senn. Í fyrir- liggjandi samkomulagsdrögum eru ákvæði um að það verði endurskoðað að fimm árum liðnum, hver þörfin sé fyrir styrki til fátækari ríkja ESB. Undirritun frestast Allar líkur eru á að gengið verði endanlega frá samkomulagi í dag um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB. Í gær voru samkomu- lagsdrögin kynnt fyrir svokölluðum EFTA-starfshópi ráðherraráðs ESB í Brussel og hafa aðildarríkin frest til kl. 9 árdegis í dag að koma athuga- semdum á framfæri. Einnig fóru samninganefndir EFTA-ríkjanna yfir stöðuna með stjórnvöldum heima fyrir. Í dag kl. 10 árdegis hefst svo samningafundur í Brussel, þar blaðsins. Tollfrelsið á síldarsamflök- unum er hins vegar varanleg ráð- stöfun. Talsmenn hagsmunaaðila í sjávar- útvegi lýsa mikilli ánægju með sam- komulagið. „Það var [...] gríðarlega mikilvægt að fá þessa tolla fellda nið- ur. Hefði það ekki tekist hefðu kaup- endurnir orðið að breyta sínu fram- leiðsluferli og það hefði getað orðið þrautin þyngri,“ segir Einar Eyland, sölu- og markaðsstjóri hjá Sam- herja. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, fagnar því ennfremur að tekizt hafi að ná fram tollfrelsi á mikilvægustu útflutnings- vörunni til A-Evrópu, þ.e. síldarsam- flökunum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir niðurstöðuna um 500 milljóna króna greiðslu í þróunar- sjóð Evrópusambandsins viðunandi. Hann bendir á að sjóðurinn komi til með að styðja jarðhitaverkefni í nýju aðildarríkjum ESB sem hann telji geta orðið gagnlegt í samstarfi Ís- lendinga við þau. sem gert er ráð fyrir að málinu verði lokið. Heimildir Morgunblaðsins herma hins vegar að ekki verði af formlegri undirritun samninga um stækkun EES í Aþenu í næstu viku eins og stefnt var að, heldur frestist undir- ritunin væntanlega fram í maí. Ekki er ljóst hvort þessi seinkun getur mögulega haft þau áhrif að stækkun EES taki ekki gildi um leið og stækkun ESB. 950 tonna innflutningskvóti á heilfrystri síld Auk niðurfellingar tolla á ferskum og frystum síldarsamflökum, sem Morgunblaðið hefur greint frá, fékk Ísland í samningunum 950 tonna tollfrjálsan innflutningskvóta á heil- frystri síld til ríkja ESB. Kvótinn gildir í fimm ár, en á þá að endur- skoðast, samkvæmt heimildum Samið um EES- greiðslur til 5 ára Ekki verður af formlegri undir- ritun í Aþenu í næstu viku  Greiðslur endurskoðaðar/10 EIGNIR hugbúnaðarfyrirtækisins OZ Communications Inc., OZ, hafa verið seldar nýstofnuðu dótturfyrir- tæki Landsbanka Íslands hf. í Kan- ada, Landsbanki Holding Canada Inc. Landsbankinn hefur samhliða stofnun LHC Inc. stofnað félagið OZ Communications Inc., sem er heiti nýja félagsins sem tekur við starf- seminni. Framkvæmdastjóri þess verður Skúli Mogensen. Hjá félaginu starfa 35 starfsmenn, þar af átta Íslending- ar. Nýja félagið mun yfirtaka samninga við viðskiptavini Í fréttatilkynningu frá OZ segir að salan sé gerð til að vernda hag lán- ardrottna, hluthafa, viðskiptavina og starfsmanna OZ. Öllu starfsfólki OZ- samstæðunnar mun verða boðið starf hjá hinu nýja félagi og mun það yfirtaka samninga OZ-samstæðunn- ar við viðskiptavini félagsins. Skv. tilkynningu OZ hefur reksturinn verið erfiður undanfarin ár eftir að samningum félagsins við Ericsson og Microcell var sagt upp. Eignir OZ seldar dótt- urfélagi LÍ  LÍ kaupir/B1 NÍU ára drengur festi hurðarhún í handleggnum þegar hann hljóp í gegnum opnar dyr í Íþróttahúsinu í Seljaskóla á fimmta tímanum í gær. Stakkst skeftið á húninum djúpt inn í framhandlegg drengsins. Taka þurfti hurðarhúninn af hin- um megin hurðarinnar með slípirokk og flytja drenginn þannig með hurð- arhúninn í handleggnum á slysa- deild. Ekki er talið að handleggurinn hafi skaddast varanlega. Hurðarhúnn í handlegg ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.