Morgunblaðið - 14.04.2003, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 19
Á FÖSTUDAG opnaði Höfuðborg-
arstofa nýja upplýsingamiðstöð ferða-
mála. Hún er í hjarta miðborgar
Reykjavíkur, gamla Geysishúsinu,
sem nú fær nafnið Ingólfsnaust. Höf-
uðborgarstofa er ný miðstöð ferða-
og markaðsmála, upplýsingamiðlunar
og viðburða í Reykjavík. Eitt meg-
inhlutverk opinberra aðila í ferða-
þjónustu er að veita ferðafólki óhlut-
drægar upplýsingar og greiða götu
þeirra þannig að dvölin verði eins vel
heppnuð og ánægjuleg og nokkur er
kostur. Upplýsingamiðstöðin í Ing-
ólfsnausti er því nýtt anddyri gesta
borgarinnar og raunar landsins alls
því kannanir sýna að um 70% þeirra
120.000 gesta sem sóttu til forvera
upplýsingamiðstöðvarinnar í Banka-
stræti hafi verið að leita upplýsinga
um ferðaþjónustu utan Reykjavíkur.
Í þjónustu við ferðamenn krist-
allast höfuðborgarhlutverk Reykja-
víkur. Reykjavík hefur tvíþættar
skyldur. Að þjóna og ganga fram af
hófsemd og virðingu gagnvart
landinu öllu en um leið að nýta styrk
sinn og draga þar hvergi af sér.
Styrkur höfuðborgarinnar er styrkur
landsins alls. Upplýsingagjöf til
ferðamanna er dæmi um þjónustu-
hlutverk borgarinnar. Markaðs-
setning Reykjavíkur miðar að því að
nýta styrk hennar.
Flugleiðir og aðrir öflugir aðilar í
ferðaþjónustu hafa dregið vagninn í
því að leiða Íslendingum fyrir sjónir
hvernig nýta má nafn Reykjavíkur til
eflingar ferðaþjónustu í landinu.
Markaðssetning á fjölbreyttum borg-
arferðum, ævintýralegum hvata-
ferðum fyrirtækja og kjöraðstæðum
til árangursríks ráðstefnuhalds á
Íslandi hefur náð miklum árangri
með áherslu á áfangastaðinn
Reykjavík. Þetta eru ekki aðeins þeir
þættir í ferðaþjónustu heimsins sem
vaxa hraðast og skapa mestar tekjur.
Borgarferðir, ráðstefnu- og hvata-
ferðir skipta einnig lykilmáli í að efla
ferðaþjónustu hér á landi yfir vetr-
armánuðina. Fátt skiptir meira máli
til að nýta fjárfestingu og auka arð-
semi ferðaþjónustufyrirtækja.
Náttúran er ótvírætt aðalaðdrátt-
arafl Íslands á háannatíma ferðaþjón-
ustunnar og verður án efa um
ókomna tíð. Að sama skapi er nábýlið
við náttúruna einn af meginstyrk-
leikum í markaðssetningu á Reykja-
vík. Umhverfi og nýting hreinnar
orku styrkja þessa ímynd ótvírætt.
Framsæknar listir, menning og
mannlíf koma þó ekki síður við sögu.
Reykjavík er smábær með stórborg-
arbrag í besta skilningi þess orðs. Við
getum státað af því að vera öruggari
en flestar aðrar borgir. Þessir eig-
inleikar Reykjavíkur koma saman í
kjörorðinu Pure energy sem hlotið
hefur bestar undirtektir sem kjörorð
fyrir Reykjavík í könnun á meðal
söluaðila á helstu markaðssvæðum ís-
lenskrar ferðaþjónstu.
Nýtt kjörorð, útlit og öflugt ferða-
vefsvæði er þáttur í vinnu að mótun
nýrra áherslna í ferðamálum Reykja-
víkur. Stefnumótuninni er ætlað að
endurspegla aukinn skilning á þeim
miklu tækifærum sem felast í því að
efla höfuðborg Íslands sem spennandi
borg í alþjóðlegu samhengi. Með
framsækinni stefnumörkun, sem unn-
in er í nánu samráði við fyrirtæki og
einstaklinga, vill Reykjavíkurborg
styðja við bakið á áframhaldandi sókn
í ferðaþjónustu. Enginn þarf að efast
um gildi þess markmiðs. Fáar ef
nokkrar atvinnugreinar hafa vaxið
jafnhratt á undanförnum árum og
gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu eru
meiri en af kísiljárni og áli. Aðeins
sjávarútvegur aflar meiri gjaldeyr-
istekna.
Hlutverk borgarinnar í ferðaþjón-
ustu er þó ekki síst fólgið í að kapp-
kosta að Reykjavík sé borg þar sem
gott er að búa. Reykjavík þarf að
vera heimsborg og heimabær í senn.
Til að ferðaþjónusta blómstri í
Reykjavík þurfa að vera fjöl-
breyttir möguleikar til afþrey-
ingar og vellíðunar, góð hótel
og fjölbreyttir gististaðir en
ekkert jafnast þó á við blóm-
legt mannlíf og vinalegt við-
mót. Að því verður best stuðl-
að með því að hlúa að
atvinnulífi í borginni, almennri
velmegun, góðri menntun, ör-
yggi á götum úti auk hrein-
leika og fallegs umhverfi. Á
öllum þessum sviðum hefur höf-
uðborg Íslands tromp á hendi og
þeim fjölgar stöðugt.
Hróður Reykjavíkur sem menning-
arborgar hefur farið vaxandi með ári
hverju. Sem dæmi má nefna glæsilegt
viðburðadagatal með Listahátíð,
Vetrarhátíð, Menningarnótt og fjöl-
breyttum uppákomum og hátíðum allt
árið um kring. Hinn dýrmæti menn-
ingararfur okkar er einnig að verða
mun aðgengilegri með opnun Þjóð-
minjasafns, handritasýningu Þjóð-
menningarhússins og tilkomu Land-
námsskálans í Aðalstræti.
Sundlaugarnar, ylströndin í Naut-
hólsvík og Bláa lónið veita okkur
jafnframt forskot á marga aðra hvað
varðar heilsutengda ferðaþjónustu. Í
Laugardal er að rísa heilsuparadís
með glæsilegri heilsurækt og sund-
laug. Göngustígakerfi borgarinnar,
fögur útvistarsvæði í Laugardal,
Elliðaárdal og hrein strandlengja eru
allt ómissandi þættir í þeirri heild-
armynd sem við viljum draga upp af
borginni okkar.
Reykjavík hefur einnig sótt í sig
veðrið sem ráðstefnuborg og í alþjóð-
legum samanburði skýtur hún borg-
um eins og Brussel, Glasgow, Tókýó
og Washington aftur fyrir sig. Nýtt
Nordica hótel og fyrirhuguð bygging
tónlistar- og ráðstefnuhúss teljast tví-
mælalaust meðal stórvirkja í upp-
byggingu Reykjavíkur sem vænlegs
fundarstaðar og spennandi vettvangs
fyrir alþjóðlegar ráðstefnur og sýn-
ingar. Í farvatninu eru jafnframt önn-
ur og afar metnaðarfull verkefni sem
geta veitt auknum krafti í ferðaþjón-
ustuna og atvinnulífið í borginni.
Bygging nýrrar sýningarhallar í
Laugardal, áætlanir um þekking-
arþorp í Vatnsmýrinni, uppbyggingu
á slippasvæðinu og síðast en ekki síst
stórfelld uppbygging í miðborginni
geta gegnt lykilhlutverki svo í
Reykjavík dafni mannlíf og menning
heimsborgar.
Framundan eru spennandi tímar.
Reykjavík er ung og kraftmikil og nú
er lag að nýta þau fjölmörgu tækifæri
sem í augsýn eru til að skapa heims-
borg í norðri þar sem gott og farsælt
er að búa og dvelja. Höfuðborgin hef-
ur alla burði til að taka þátt í al-
þjóðlegri samkeppni hvort sem er um
fólk, fjármagn eða ferðamenn þótt
öllum sé ljóst að verkefnum á því
sviði verði seint lokið. Í þeirri sam-
keppni er Reykjavík brjóstvörn
landsins alls.
Höfuðborgar-
hlutverk
Reykjavíkur
Eftir Dag B. Eggertsson
Höfundur er læknir og borgarfulltrúi.
dagur@reykjavik.is
’ „Hlutverk borgarinnar íferðaþjónustu er þó ekki síst
fólgið í því að keppa að því
að Reykjavík sé borg þar sem
gott er að búa. Reykjavík
þarf að vera heimsborg og
heimabær í senn.“ ‘
moldviðri og hafa ásakanir gengið á hend-
ur stjórnarflokkunum. Við framsókn-
armenn sjáum enga ástæðu til þess að
vera að taka eignarland af bændum lands-
ins, það er fjarstætt stefnu og skoðunum
okkar í gegnum tíðina. Við viljum vernda
þennan eignarrétt og töldum það mikil-
vægt ekki síst í ljósi þess að um hálendið
hefur geisað mikill ófriður af hálfu vinstri
manna. Samfylkingarmenn börðust hins
vegar gegn því í þinginu að bændur og
landeigendur færu með þann afnotarétt
sem þeir hafa haft í þúsund ár og þýðir lítt
fyrir þá að bregða yfir sig sauðargæru
rétt fyrir kosningar.
Ég vona sannarlega að þetta mál fari
vel og trúi því reyndar. Þetta mál liggur
ljóst fyrir í mínum huga, ekki síst í ljósi
þess að hálendi Íslands er orðið mikil úti-
vistarparadís. Almenningur í landinu
elskar þetta svæði og sækir það heim
sumar og vetur. Því er það mjög mik-
ilvægt við þessar aðstæður að koma mál-
inu á hreint, þannig að um það ríki friður
og báðir aðilar virði hinn. Almenningur,
sem til hálendisins fer, veit að þjóðlendan
er sameign þjóðarinnar en hún er jafn-
framt háð þeim lögum og réttindum að
bændur þessa lands fara með beitarrétt
og afréttirnir heyra undir viðkomandi
sveitarfélag.
við trúum því að dómstólar breyti ekki úr-
skurðum óbyggðanefndar. Engum má
dyljast það að okkur framsóknarmönnum
þykir sárt, bæði í hvaða farveg málið hef-
ur farið og þau átök sem um það hafa ríkt.
Framsóknarflokkurinn ber mikla virð-
ingu fyrir eignarréttinum, ég sjálfur lýsti
því yfir fyrstur manna að ef þessi mál
féllu á þann veg að ríkisvaldið væri að
taka þinglýstar eignir af landeigendum,
þá yrði þetta mikið átakamál um lengri
tíma, mannréttindamál sem ekki yrði
bara tekist á um hér á landi, heldur mundi
það leita í farveg og kæruferil til mann-
réttindadómstóla.
Nú þarf engum að blandast hugur um
að það var líka ákvarðað að ríkið skyldi
bera þann kostnað sem á bændur eða
landeigendur félli við að verja sinn eign-
arrétt. Alþingi markaði í fjárlögum stuðn-
ing til þessa verkefnis og nú þegar málið
leitar á vettvang dómstóla þá munu
bændurnir hafa þar gjafsókn og þeir eig-
endur jarða, sem eru með þær í hluta-
félagi, munu fá þann kostnað dreginn frá
tekjum í rekstri sínum.
Ágætu landeigendur.
Afstaða Framsóknarflokksins var
skýrt mörkuð á flokksþingi í mars sl., en
þar segir að þeirri þróun, sem orðið hefur
í framkvæmd laga um þjóðlendur, er mót-
mælt og þess krafist að þinglýstar eign-
arheimildir landeigenda séu að fullu virt-
ar. Samt reyna menn að þyrla upp
ki síst í ljósi þess að þing-
k landeigenda héldu. Þá
tjórnmálamennirnir og
st bændurnir að nið-
eð þessum hætti. Bændur
gar að áfrýja til dómstóla
m sem þeir töldu ekki
olli vonbrigðum hjá mér
um að fjármálaráðherra
ilvægt að láta reyna á
l þess að fá þau á hreint til
n hafði á bak við sig rík-
tnaði til „Valdimarsdóms“
ess að landeigendur
gjöfina í hausinn síðar.
var hans, hann einn fer
hönd ríkisvaldsins, hann
sstjórn og var það rætt
þrisvar sinnum.
flokkurinn taldi sig vera að
m kæmi þessum málum á
ði að menn héldu þing-
éttindum sínum á landi og
ð
enga
aka eign-
það er fjar-
kkar í
Höfundur er landbúnaðarráðherra.
virkjanaframkvæmdir getur orðið hætta
á þenslu ef ekki er rétt haldið á spöðunum
í ríkisaðgerðum. Umfangsmiklar skatta-
lækkanir auka hættu á þenslu. Verðbólga
leiðir af sér vaxtahækkanir og kemur það
sér mjög illa fyrir fjölskyldufólk og ungt
fólk. Þetta fólk er oft með miklar skuldir
á bakinu, námslán og húsnæðislán, með
ung börn á framfærslu og ef vextir
hækka mun greiðslubyrði þessa unga
fólks stórhækka. Framsóknarflokkurinn
hefur því tekið ákvörðun að fara ekki of
geyst og að lofa ekki upp í ermina á sér
því sem hann getur ekki staðið við. Fram-
sóknarflokkurinn er þekktur fyrir traust
og að standa við loforð sín og vill hann
halda því trausti áfram meðal kjósenda.
Þessu til stuðnings má nefna að í kosning-
unum 1995 lofaði Framsóknarflokkurinn
12.000 nýjum störfum á kjörtímabilinu og
var það loforð efnt og störfin urðu 14.000.
Eins má nefna að Framsóknarflokkurinn
lofaði auka milljarði til fíkniefnamála við
síðustu kosningar en milljarðurinn varð
tveir milljarðar á kjörtímabilinu. Lengi
mætti áfram telja en eitt er ljóst að
Framsóknarflokkurinn stendur við stóru
orðin sín og vel það. Kjósendur geta því
óhræddir sett X-ið sitt við B í komandi al-
þingiskosningum hinn 10. maí.
Raunhæfar og ábyrgar tillögur
Alþingiskosningar nálgast óðum og
keppast stjórnmálaflokkarnir um hylli
kjósenda. Eitt helsta málefnið sem flokk-
arnir hafa sett á oddinn er skattamál.
Sumir flokkar hafa keppt um að yfirbjóða
hvern annan í skattamálum en varlega
þarf að fara í þeim efnum og hefur Fram-
sóknarflokkurinn gætt hófs og verið
raunhæfur í sínum tillögum. Eins og fyrr
segir ætla framsóknarmenn að lækka
tekjuskattsprósentuna um 3,35% en
benda má á að það jafngildir því að
hækka skattleysismörkin í 77.000 krónur,
eða um 7 þúsund krónur.
Að mínu mati hefur Framsóknarflokk-
urinn lagt fram ábyrgustu og raunhæf-
ustu tillögurnar í skattamálum. Fram-
sóknarflokkurinn hefur ekki útilokað
frekari aðgerðir í skattamálum en telur
að varlega skuli farið út í umsvifamiklar
skattaaðgerðir. Með það að leiðarljósi að
ráðist hefur verið út í miklar stóriðju- og
i ráðstöfunartekjur á
kattur af barnafötum
ð þessar aðgerðir hefur
út ítarlega og samkvæmt
gi er hann u.þ.b. 16 millj-
Ef aukið svigrúm gefst á
telur Framsóknarflokk-
skref verði að hækka per-
en ekki er gert ráð fyrir
unum. Framsóknarflokk-
g athuga kosti þess að fella
askatt af barnafötum. Það
t í Bretlandi og reynslan
Með þeim aðgerðum sem
kkurinn leggur til verður
ráðstöfunartekjur heim-
rstaklega fjölskyldufólks,
af dæmunum hér að ofan.
stöfunartekjur munu
utfallslega hjá fjöl-
þeim sem lægst hafa laun-
a Framsóknar fyrir þig?
„Ef sömu hjón þéna samtals
400.000 krónur á mánuði hafa þau
til ráðstöfunar eftir breytingu 9,3%
hærri ráðstöfunartekjur á mánuði.“
Höfundur er viðskiptafræðingur og
skipar 4. sæti á lista framsókn-
armanna í Reykjavík suður.
engu máli eða sú ógn sem stafar af ger-
eyðingarvopnum Saddam Hussein? Frið-
kaupastefnuna kallar talsmaðurinn
reyndar að láta ,,hin siðrænu gildi ráða“.
Ef Saddam Hussein hefði verið leyft að
þæfa málin eins og hann hefur gert und-
anfarin áratug hefðu ,,hin siðrænu gildi“
án efa haldið áfram að ráða ríkjum í pynd-
ingaklefum Íraks og tryggja að nægilegt
fjármagn fengist í nýjar forsetahallir.
,,Hin siðrænu gildi“ hefðu vafalaust mót-
að með sama hætti lífsskilyrði ungbarna í
Írak. Þannig virka nefnilega ,,siðræn
gildi“ friðkaupastefnunnar; sjálfskipaðir
friðarpostular hreykja sér af manngæsku
sinni meðan einræðisherrarnir nýta svig-
rúmið til að kvelja þjóðir sínar og vinna að
framgangi stórveldisdrauma sinna. Þann-
ig hefur það verið. Þannig verður það
áfram, jafnvel þótt 21. öldin sé runnin
upp.
uðu þjóðanna Saddam Hussein árið 1998
hafa yfir að ráða 10 þúsund lítrum af milt-
isbrandi og 80 tonnum af sinnepsgasi?
Hvenær er hernaður ekki réttlætanlegur
ef ekki til þess að koma frá einræðisherra
sem pyndar og kúgar eigin þjóð, sem not-
ar tekjur af sölu olíu samkvæmt skil-
málum Sameinuðu þjóðanna í vopn og
hallir í stað þess að koma í veg fyrir
hræðilegan barnadauða í landinu, en hann
á sér varla hliðstæðu á hnettinum þrátt
fyrir olíuauð Íraks?
Í stefnuræðu talsmanns Samfylking-
arinnar á fyrrnefndu Vorþingi sagði hún
,,að vináttu megi ekki kaupa hvaða verði
sem er“, rétt eins og nokkur einasti mað-
ur hafi haldið því fram. Íslenska rík-
isstjórnin stendur með Bandaríkjamönn-
um, Bretum og hinu stóra bandalagi sem
styður aðgerðir þeirra vegna þess að hún
telur það rétt, ekki til þess að afla sér
vina. Talsmaðurinn ætti öllu heldur að
velta fyrir sér hvort það megi kaupa frið-
inn hvaða verði sem er. Skipta hörmung-
arnar sem íraska þjóðin hefur búið við
æki til þess að leysa deilur
etta eru athyglisverð um-
r að felast í þessum orðum
ður muni í ríkisstjórn ekki
ringumstæðum geta stutt
ir. Eða hvenær ætti hann
rnað ef hann getur ekki
l þess að koma frá völdum
ðstjóra heimsins sem hef-
nnslífa á samviskunni?
ann stutt hernað ef hann
aðgerðir til þess að af-
an einræðisherra sem hef-
m gereyðingarvopn, en til
pnaeftirlitsmenn Samein-
ausa utanríkisstefnu?
r tóku
öryggis-
samvinnu,
mils kom-
ðinga.“
Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík og formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna.