Morgunblaðið - 14.04.2003, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ ER lítið annað en stríð í Írak
sem berst til eyrna landans um
þessar mundir og skelfing er að
heyra. En ekki minna skelfilegt er
að heyra hvernig er farið með fólkið
í þessu landi og enginn fær neitt við
því sagt. En nú er ég búin að fá nóg
og get ekki orða bundist.
Fyrst fréttir maður að ráðherra
Davíð segi Írak stríð á hendur. Ég
fæ engan andmælarétt um hvort ég
vil drepa konur og börn útí heimi.
Til að bæta skaðann ætlar ráðherra
Halldór að verja 300 milljónum (að
hluta til minn peningur) til upp-
byggingar þar í landi og enn fæ ég
ekkert að segja. Allt þetta snýst um
peninga og aftur peninga, en á með-
an eru ekki til peningar í landinu
fyrir lágmarksþjónustu fyrir land-
ann, hvað í veröldinni er þá verið að
spreða peningum útum allar trissur.
Látið Bandaríkjamenn borga þessa
uppbyggingu, það eru þeir sem eru
að sprengja allt í tætlur.
Hugsið um þá sem búa hér á Ís-
landi og eiga ekki til hnífs og skeið-
ar. Hugsið um einstæða foreldra,
gamalt fólk, fatlaða og öryrkja.
Hugsið um útigangsfólk og börn
sem lent hafa á glapstigum þegar
þarf að útdeila peningunum.
Fyrir nokkru var ég starfsmaður
Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu
og sá um kaffisölu á spilakvöldum
félagsins. Þessi litla starfsemi
gladdi félagsmenn meira en orð fá
lýst, en eins og allir vita er félagið
rekið með styrkjum og fljótlega
kom í ljós að styrkirnir nægðu ekki
til þess að halda starfseminni gang-
andi og varð því að segja upp starfs-
fólkinu.
Sjálfsbjörg hefur einnig beðið
stjórnvöld um styrki til þess að geta
haldið úti súpueldhúsi fyrir þá sem
minna mega sín, þangað sem þeir
gætu komið, fengið mat á vægu
verði og blandað geði við fé-
lagsmenn. Fengist hafa þau svör að
engir peningar séu til.
Ef ekki eru til peningar fyrir
smáræði eins og þessu, hvað er þá
verið að brölta með þrjúhundruð
milljónir til Bagdad?
Fólk á Íslandi berst í bökkum við
að halda lífi. Færið til fé í þessu
þjóðfélagi frekar en að fara með það
annað.
DÍANA H. FJÖLNISDÓTTIR,
Barónsstíg 30, Reykjavík.
Fréttir af
fjármunum
Frá Díönu H. Fjölnisdóttur
EF ÉG væri fiðrildi og gæti flogið
hvert sem væri myndi ég fljúga til
barnanna þar sem stríðið geisar og
segja þeim að við séum ekki búin að
gleyma þeim.
Ég myndi setjast á eyrað á litla
drengnum sem situr í hnipri og
heldur skjálfandi höndum utan um
sjálfan sig og hvísla í eyrað hans.
Elsku vinur, veröldin getur verið
svo grimm. Hvers á saklaust barn
eins og þú að gjalda? Hvar eru
áhyggjulausu dagarnir sem þú naust
svo. Vinir þínir og þú að hlaupa um
með boltann ykkar, hláturinn og
kátínan sem einkenndi leiki ykkar?
Mamman sem hélt utan um þig og
sagði þér að þú værir besti strák-
urinn og bakaði svo handa þér
pönnukökur með sultu, fór út í búð
og kom ekki aftur. Ég skil angist
þína, elsku hjartans vinurinn minn.
Ég skil ótta þinn við þessa veröld.
En trúðu mér, hún er ekki bara
svona. Ég er bara lítið fiðrildi komið
alla leið frá Íslandi . Á leið minni sá
ég margt ljótt en líka margt fallegt,
og ég geymdi allt það besta og fal-
legasta handa þér undir vængjum
mínum.
Hér er kærleikur í lítilli krukku,
þegar þú ert einmana og hræddur
skaltu opna krukkuna og lykta upp-
úr henni. Hjarta þitt fyllist þá kær-
leika og ást til allra, líka þeirra sem
vita ekki hvað þeir gjöra. Hafðu ekki
áhyggjur af því að þú klárir kærleik-
ann, hann vex eftir því sem þú notar
hann meira. Ég færi þér líka flösku
fulla af von og trú og þú skalt fá þér
sopa þegar þú getur ekki meir. Ég
vildi óska að þú gætir komið með
mér heim og fengið hlýja mjúka
sæng sem ég myndi vefja þig inní,
sungið fyrir þig vögguvísuna blíðri
röddu eins og mamma þín gerði allt-
af og halda þér þétt upp að mér. Ég
vildi geta sagt þér að þetta yrði allt í
lagi, að bráðum yrði allt gott og
bráðum yrði allt hljótt. Elsku hjart-
ans vinur. Ég ætla vera hjá þér á
meðan þú þarft á mér að halda.
Fljúga í kringum þig og gleðja þig
með litunum mínum. Sjáðu ég á gul-
an, ég á rauðan og ég á bláan. Hvaða
lit viltu? Við skulum teikna stiga
sem nær alla leið til himna. Himna-
stiga. Já elsku vinur þú mátt klifra
upp alla leið, hún mamma þín bíður
þín þar uppi. Hún ætlar að faðma
þig og halda þér fast í fanginu sínu á
meðan hún segir þér að þú sért besti
strákurinn hennar.
Og svo ætlar hún að baka handa
þér risastóra pönnuköku með sultu.
Farðu nú… hún bíður… þetta er
enginn staður fyrir börn.
Góða ferð, anginn minn.
KATRÍN SNÆHÓLM
BALDURSDÓTTIR,
Laufengi 154, Reykjavík.
Hugleiðing
á stríðstímum
Frá Katrínu Snæhólm
Baldursdóttur
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.