Morgunblaðið - 14.04.2003, Page 27

Morgunblaðið - 14.04.2003, Page 27
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 27 UNDIRLÆGJUHÁTTUR og aumingjaskapur voru fyrstu orðin sem mér komu í hug þegar ég heyrði að Ísland væri eitt af fáum löndum sem styðja hernaðarað- gerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Já, eitt af fáum, því það eru miklu fleiri ríki á móti þessum hernaðaraðgerðum en fylgjandi. Hin Norðurlöndin, að Danmörku undanskilinni, eru andsnúin þess- um aðgerðum án þess að Samein- uðu þjóðirnar leggi blessun sína yfir þær. Íslenskir ráðamenn sýna af sér fádæma undirlægjuhátt með því að taka ekki afstöðu gegn þessum aðgerðum eins og þær eru framkvæmdar, sem sagt ólöglega. Rökin fyrir því að styðja aðgerð- irnar eru lapin beint af vörum George Bush og fórkólfar ríkis- stjórnarinnar reyna síðan að mat- reiða lapið ofan í Íslendinga. Það gengur ekki því mikill meirihluti Íslendinga er á móti því að Ísland skuli hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar. Heil Davíð! Davíð Oddsson hefur alltaf verið talinn öflugur leiðtogi en það er ekki mikill foringi sem þarf að fá fyrirmæli frá sendiráðum erlendra ríkja til að vita hvaða stefnu á að taka í utanríkismálum í stað þess að hlusta á þjóðina sem hann er í þjónustu fyrir. Hann tekur upp hanskann fyrir þjóðir sem ekki vilja fara eftir ályktunum örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. Hann leggur blessun sína yfir það að saklaust fólk sé drepið í einhliða árásarstríði. Allt þetta gerir hann í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Ætli hann sé ekki farinn að líta stærra á sig en góðu hófi gegnir. Satt að segja virðist Davíð vera orðinn fangi eigin velgengni. Kannski hann ætti að stíga aðeins niður af stallinum sínum. Undirlægjur Einhvern veginn virðist sem þetta sé keðjuverkandi. Blair er hræddur um að Bush hætti að vera vinur hans. Davíð er hræddur um að Bush eða Blair hætti að vera vinir hans. Halldór Ásgríms- son er hræddur um að Davíð hætti að vera vinur hans og svo koll af kolli. Kannski Halldór sé orðinn hræddur um að Davíð vilji ekki vera í stjórn með stjórnmálaflokki sem er á fallanda fæti. Einhvern veginn finnst mér að þeir ættu að vera hræddir um að fólkið í land- inu, við Íslendingar, hætti að vera vinir þeirra því við erum ekki und- irlægjur. Já, en, Bush sa … Íslenski fáninn á að vera tákn friðar. Umheimurinn á að geta horft á íslenska fánann og hugsað: Þarna vil ég eiga heima. Þess í stað hafa íslensk stjórnvöld sett ís- lenska fánann í flokk með fánum ríkja sem þekkt eru fyrir ógn- arstjórn, pyntingar og morð á sak- lausu fólki s.s. Ísrael og Tyrkland. Það væru slæm tíðindi ef umheim- urinn horfði á Ísland sem land þar sem mannréttindi eru fótum troðin og íslensku þjóðina sem stuðnings- menn stríðs án samþykkis alþjóða- samfélagsins. En Davíð hristir höfuðið og segir: Já, en, Bush sagði það … Saddam og Davíð Vissulega er það rétt að Saddam Hussein er grimmur harðstjóri sem einskis svífst. Hann hefur drepið þúsundir saklauss fólks og engin leið er að segja hvort hann hafi yfir gereyðingarvopnum að ráða. Hins ber þó að geta að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna höfðu ekki fundið neitt slíkt þó það sanni auðvitað ekki neitt. Eftir síðasta stríð við Írak voru settar víðtækar viðskipta- hömlur á landið. Þær höfðu það í för með sér að tugþúsundir manna hafa látist úr sjúkdómum og hungri. Árásir bandamanna höfðu þau áhrif að líf milljóna manna varð gersamlega óbærilegt og nú er bætt um betur. Átta hundruð þúsund manns í borginni Basra eru nú án vatns og sér ekki fyrir endann á þessum hörmungum. Það er þetta sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eru að sam- þykkja í nafni íslensku þjóðarinn- ar! Af því að Bush sagði það. VALDIMAR MÁSSON, kennari, Hamarsgötu 1, Fáskrúðsfirði. Já, en, Bush sagði það … Frá Valdimari Mássyni ÁLFABLÓM ÁLFHEIMUM 6 553 3978 7 rósir á 500 kr. Blóm og skreytingar Heimsendingarþjónusta Skarthúsið s. 562 2466, Laugavegi 12. Fermingargjafir Fermingarhárskraut Fermingarskartgripir Nýjar vörur Hallveigarstíg 1 588 4848

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.