Morgunblaðið - 16.04.2003, Page 6

Morgunblaðið - 16.04.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MERK tímamót urðu í sögu hinn- ar einkennisklæddu lögreglu á Ís- landi í gær, þegar 200 voru liðin frá stofnun hennar. Í tilefni dags- ins opnaði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sérstaka sögu- sýningu sem stendur almenningi opin til 22. júní í húsakynnum rík- islögreglustjórans að Skúlagötu 21. Að auki hefur verið gefinn út minnispeningur, minjagripir, kynningarrit um sögu, þróun og uppbyggingu lögreglunnar á Ís- landi. Við sama tækifæri veitti dóms- málaráðherra Sigurjóni Sigurðs- syni, lögreglustjóra í Reykjavík á árunum 1948 til 1985, sérstaka við- urkenningu fyrir árangursríkan starfsferil við eflingu lögreglunnar. Á sögusýningunni kennir margra grasa, en þar gefur að líta búninga lögreglunnar frá ýmsum tímum, byssur lögreglunnar, hand- járn, fótajárn, kylfur, hjálmar, haldlögð tæki til fíkniefnaneyslu, ýmis vopn sem lögregla hefur sömuleiðis lagt hald á, verkfæri til að greina fingraför og margt fleira. Þá er hægt að líta í gamlar dagbækur lögreglunnar og rifja upp gömul sakamál. Óhætt er að segja að sýningin er öll hin vandaðasta og forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Hún er afrakstur vinnu undirbúnings- nefndar sem ríkislögreglustjóri skipaði á síðasta ári vegna afmæl- isins. Í nefndinni eiga sæti fulltrú- ar ríkislögreglustjóra, lögreglunn- ar í Reykjavík, Landssambands lögreglumanna og lögreglufélags Reykjavíkur. Þann 26. apríl verður lögreglu- dagurinn haldinn hátíðlegur um land allt og mun lögreglan hafa op- ið hús og bjóða almenningi að skoða starfsemina hjá sér. 200 ár frá stofnun einkennisklæddrar lögreglu á Íslandi Morgunblaðið/Júlíus Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri afhenti Sólveigu Pétursdóttur fyrsta eintak rits um sögu lögreglunnar og 1. heiðurspening ríkislögreglustjórans, gullminnispening, sem gerður var í 50 númeruðum eintökum. Morgunblaðið/Júlíus Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra heiðraði Sigurjón Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík, fyrir vel unnin störf hans í þágu lögreglunnar. Ekkert fór framhjá vökulu auga Jóns Arnars Guðmunds- sonar varðstjóra, sem klæddi sig upp í lögreglubúning frá 1803. Búningar og byssur á lögreglu- sýningu HIN einkennis- klædda lögregla á Íslandi var stofnuð 15. apríl 1803 en fyrir þann tíma héldu sýslumenn lands- ins uppi lögum og reglu með að- stoð hreppstjóra. Til voru einnig svokallaðir vaktarar, eins- konar fyrirrenn- arar lögreglu- manna, sem störfuðu á 18. öld og voru látn- ir fylgjast með verksmiðju- húsum Innrétt- inganna í Reykjavík. Fyrstu einkenn- isklæddu lög- regluþjónarnir komu svo til sög- unnar 1803 og höfðu aðallega með höndum að fylgjast með þjófum. Sektir vegna brota runnu að hluta til lögreglumannanna sjálfra í árdaga lögreglunnar en til er frásögn af máli frá 1806 þar sem drykkjurútur og óláta- seggur var sektaður um sex rík- isdali, þar af runnu tveir dalir til lögreglunnar og fjórir í fátækra- sjóð. Að sögn Guðmundar Guðjóns- sonar, yfirlögregluþjóns hjá rík- islögreglustjóra og formanns undirbúningsnefndar ríkislög- reglustjóra vegna 200 ára afmæl- isins, hefur gríðarmikið vatn runnið til sjávar á þeim tveimur öldum sem einkennisklædda lög- reglan hefur starfað. „Verkefni og búnaður lögreglunnar hafa gjörbreyst í æ flóknara þjóðfélagi og aðstæður varla sambærilegar við það sem var fyrir 200 árum,“ segir hann. Hann segir að ekki hafi þó borið mikið á alvarlegum afbrotum í Reykjavík í upphafi 19. aldarinnar. „Þó var eitt fyrsta embættisverk bæjarfógeta að þinga í einu ljótasta og svívirði- legasta sakamáli á Íslandi í lang- an tíma,“ segir hann. „Þetta var glæpamál Gríms Ólafssonar sem grunaður var um morðtilraun, þjófnað, skjalafals og fleira. Hann og eiginkona hans voru dæmd til lífláts í Hæstarétti en dómnum var síðar breytt í ævilanga þrælkun.“ Ákveðin tímamót í sögu lög- reglunnar urðu 1854 þegar versl- un á Íslandi var gefin frjáls, sem hafði í för með sér auknar sigl- ingar til landsins, sem krafðist aukinnar löggæslu. Árið 1891 tóku gildi lög um fyrstu lögreglu- samþykktirnar og í kjölfarið voru ráðnir lögregluþjónar í helstu þéttbýlisstaði landsins. Á fullveld- isárinu 1918 var fyrsta lögreglu- stjóraembættið svo stofnað í Reykjavík. Ólátaseggur greiddi lögreglumönnum tvo dali í sekt Einkennisbúningur lögreglu frá 1990. Fyrstu einkennisbúning- arnir frá árinu 1803. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, forsætis- ráðherraefni Samfylk- ingarinnar, gagnrýndi forystu Sjálfstæðis- flokksins harkalega á fundi Samfylkingar- innar í Borgarnesi í gærkvöldi þar sem hún hélt ræðu ásamt Össuri Skarphéðins- syni, formanni flokks- ins. Sagði hún foryst- una m.a. „hamast á“ fólki sem ekki lyti þeirra pólitísku forsjá og valdi. Hún sagði forystuna „hamast á“ forseta Íslands, bisk- up Íslands, fjölmiðlamönnum og rithöfundum og að hún beitti ítök- um sínum í viðskiptalífinu. Ingibjörg Sólrún sagði í upphafi ræðu sinnar að pólitísku aðalatriði vorsins snerust um sýn á sam- félagið, sýn á framtíð þess, um- gengnishætti og gildismat. Tala ætti um grundvallarhugmyndir og hugsjónir, ekki krónur og aura. Hún sagði mikið vatn hafa runnið til sjávar frá „Borgarnesfundinum hinum fyrri“. Nú yrði að koma í ljós hvort „Borgarnesfundurinn hinn síðari“ yrði jafn- merkur. „Ég tel fulla ástæðu til að tala um hvernig þeir sem stjórna í samfélaginu fara með vald sitt, hvernig þeir fara með það opinbera vald sem þeim hefur verið trúað fyrir. Í því efni hlýt ég sérstaklega að ræða um Sjálfstæðisflokk- inn og forystu hans. Í krafti stærðar sinnar ræður Sjálfstæðis- flokkurinn lögum og lofum í íslensku sam- félagi. Því fylgir mikil ábyrgð sem forystan umgengst ekki af virðingu. Hún hamast á fólki sem ekki vill lúta þeirra pólitísku forsjá og valdi. Þannig hafa þeir alltaf hamast á forsetanum og biskupnum ef þessir æðstu menn þjóðar og kirkju tala ekki eins og forystunni er þókn- anlegt, þeir neyta aflsmunar gagn- vart fjölmiðlamönnum sem ekki eru eins og þeim finnst þeir eigi að vera – og ef fjölmiðlamenn þyrðu að segja frá værum við margs fróð- ari. Þeir beita ítökum sínum í við- skiptalífinu til að tryggja að réttir aðilar eignist rétt hlutabréf í rétt- um fyrirtækjum. Þeir hamast á rit- höfundum sem skrifa sögur eða pistla sem þeim eru ekki að skapi. Þeir breiða út sögusagnir um ein- staklinga og fyrirtæki sem rísa upp gegn valdi þeirra,“ sagði Ingi- björg Sólrún m.a. Vald forystunnar með „fælingarmátt“ Hún sagði forystu Sjálfstæðis- flokksins ekki alltaf beita þessum meðölum vegna þess að vald þeirra hefði „fælingarmátt“: Forsætisráð- herra og formaður flokksins ætti svo öflugt vopnabúr, rétt eins og stórveldin, að það héldi minni spá- mönnum í skefjum. Þetta hefði m.a. komið fram í tímaritsviðtali við fv. aðstoðarmann forsætisráð- herra. „Í okkar litla íslenska samfélagi beitir forysta Sjálfstæðisflokksins, með formanninn í broddi fylkingar, valdi sínu og áhrifamætti til að deila og drottna, umbuna og refsa. Umhverfis þetta vald verður til þagnarmúr og ótrúlegasta fólk tel- ur þá leið vænlegasta að láta sig hafa það, taka þátt frekar en vera úthýst. Fólk er ekki heimskt, það skilur fyrr en skellur í tönnum.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn Sagði forystuna „hamast á“ forsetanum og biskupnum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.