Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAGA Mæðrastyrknefndarer afar merkileg og ekkisíst forystukonurnar íkvennasamtökunum semstofnuðu nefndina og
lyftu grettistaki í málefnum
kvenna og barna á sínum tíma.
Það var ótrúlegt hverju þær komu
í verk,“ segir Þorgrímur Gestsson,
blaðamaður og rithöfundur, en
hann og Þórarinn Hjartarson,
sagnfræðingur eru að skrá sögu
Mæðrastyrksnefndar. „Sama á við
um konurnar sem hafa unnið að
þessum störfum síðastliðna ára-
tugi. Starf þeirra hefur verið van-
metið af almenningi hin síðari ár.“
Þorgrímur segir að kveikjan að
því að Mæðrastyrksnefnd var sett
á laggirnar hafi verið hörmulegt
sjóslys í febrúar 1928 þegar tog-
arinn Jón forseti strandaði út af
Stafnesi. Fimmtán skipverjar
drukknuðu en tíu komust af. Sjö
konur urðu þá ekkjur og þrjátíu
og fimm börn urðu föðurlaus.
Talsverð umræða hafði orðið um
nauðsyn þess að hjálpa eiginkon-
um sem misstu menn sína í sjó-
slysum og börnum þeirra eftir sjó-
slysin miklu árið 1906. Þá fórst
þilskipið Ingvar á Viðeyjarsundi
og tvö önnur skip fórust undan
Mýrum og með þeim sextíu og átta
menn, allt á sama sólarhring. En
lítið þokaðist í að bæta kjör ekkn-
anna og barna þeirra.
Haustið áður en togarinn Jón
forseti fórst hafði Laufey Valdi-
marsdóttir, sem þá var formaður
Kvenréttindafélags Íslands, haldið
mikla hvatningarræðu á fé-
lagsfundi þar sem hún talaði fyrir
ekknastyrk.
Mæðrastyrksnefnd var stofnuð
tveim mánuðum eftir slysið þegar
tuttugu og tveir fulltrúar tíu kven-
félaga komu saman að Kirkjutorgi
4 í Reykjavík, Kirkjuhvoli, ásamt
Ingibjörgu H. Bjarnason alþing-
ismanni.
Á þeim fundi var samþykkt að
koma því til leiðar innan félaganna
að hvert þeirra kysi einn fulltrúa í
sameiginlega nefnd sem skyldi
vinna með KRFÍ að þessu máli.
Framkvæmdanefnd var kosin og
var Laufey Valdimarsdóttir for-
maður.
Félögin sem stóðu að myndun
Mæðrastyrksnefndar voru, auk
Kvenréttindafélagsins, Bandalag
kvenna í Reykjavík, Félag ís-
lenskra hjúkrunarkvenna, Hvíta
bandið, Hið íslenska kvenfélag,
Lestrarfélag kvenna, Kvenfélagið
Hringurinn, Thorvaldsensfélagið
og Verkakvennafélagið Framsókn.
Fljólega bættust við fulltrúar
Barnavinafélagsins Sumargjafar
og Hjúkrunarfélagsins Líknar.
Seinna komu kvenfélög stjórn-
málaflokkanna til samstarfs en
mörg félaganna hafa hætt aðild
sinni að nefndinni og sum vegna
þess að þau voru lögð niður.
Ekknastyrkur eitt
helsta baráttumálið
Það lá nú fyrir nefndinni að und-
irbúa frumvarp um mæðrastyrki
og koma því inn á þing. Nefnd-
arkonur hófust þegar handa og um
vorið sendu þær út 250 bréf til
kvenfélaga og einstakra kvenna í
öllum sýslum landsins ásamt
skýrslueyðublöðum. Mæður áttu
að fylla skýrslurnar út og voru
kjör þeirra könnuð með þeim
hætti. Þorgrímur bendir á að þessi
vinnubrögð hafa verið fagmannleg
og ekki síst nútímaleg. Þetta hafi
ef til vill verið fyrsta félagsfræði-
lega könnunin sem gerð hafi verið
á Íslandi.
Niðurstaða könnunarinnar var
sú að tvö hundruð og fimm konur
fylltu út þessar skýrslur og sendu
til baka. Þær áttu samanlagt sex
hundruð og sextán börn. Um
helmingur barnanna var undir
fjórtán ára aldri. Þrettán
kvennanna unnu fyrir heilsulaus-
um eiginmönnum og börnum og
fimmtíu og níu voru ógiftar. Helm-
ingur hinna síðastnefndu hlaut
engin meðlög frá barnsföður. Eftir
gerð könnunarinnar var eitt af
mikilvægari verkefnum kvennanna
í Mæðrastyrksnefnd að aðstoða fá-
tækar mæður, meðal annars með
því að vinna í barnsmeðlagamálum
og náðu þær fram ýmsum rétt-
arbótum á því sviði.
Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar
var fyrstu árin á heimili Laufeyjar
Héðinsdóttur, í Þingholtsstræti 18
í Reykjavík. Grunntónninn í bar-
áttu Laufeyjar var að rjúfa tengsl-
in við sveitarstyrkinn sem var fjár-
hagsaðstoð við mæður og börn
þeirra. Sveitarstyrkurinn var eina
úrræðið sem konur höfðu á þeim
tíma ef þær gátu ekki séð sér og
börnum sínum farborða. Sá ljóður
var á sveitarstyrknum að það
mátti flytja konurnar sem hann
fengu og börn þeirra, hreppaflutn-
ingum til upphaflegra heimahaga,
þ.e. ef konan hafði ekki búið í
Reykjavík í 10 ár. Áttu konurnar
einnig á hættu að börnin væru tek-
in af þeim og sett á heimili vanda-
lausra til að vinna fyrir sér, ef
móðirin átti ekki innhlaup hjá ætt-
ingjum. Þær misstu einnig kosn-
ingaréttinn.
Krafan um ekknastyrk var
byggð á þeim rökum að þjóðfélag-
inu bæri skylda til að sjá um mun-
aðarlaus börn og að hvergi væri
betra eða kostnaðarminna að ala
börnin upp en hjá móður sinni, svo
framarlega sem hún væri fær um
það.
Árið 1935 voru samþykkt svo-
nefnd framfærslulög, sem kváðu á
um að mæðrum væri ætlað að fá
óendurkræfan styrk með börnum
sínum en það voru sömu réttindi
og ógiftar konur höfðu haft frá
1921. Ennfremur var sveitarflutn-
ingur mæðra og barna afnuminn.
Með þessum lögum var stigið
fyrsta skrefið til viðurkenningar á
rétti ekkna og fráskilinna kvenna
hér á landi.
Skipulögðu sumardvöl
fyrir konur og börn þeirra
Árið 1934 byrjuðu fulltrúarnir í
Mæðrastyrksnefndinni að vinna að
því að skipuleggja sumardvöl
kvenna á Laugarvatni og víðar. Í
fyrstu var hugmyndin sú að gefa
konunum kost á hvíld og að kom-
ast út úr bænum frá daglegu
amstri. Margar kvennanna reynd-
ust eiga erfitt með að komast frá
börnum svo úr varð að sumardvöl-
in var tvenns konar, konur með
börn og án barnanna. Þetta sama
ár var farið að halda upp á mæðra-
daginn, að vori í maí. Þá hófst sala
á mæðrablóminu, sem var gleym
mér ei, gerð úr plasti. Sala mæðra-
blómsins var árviss viðburður eftir
það í marga áratugi og afrakst-
Ótrúlegt hverju
konurnar komu í verk
Í dag eru 75 ár liðin frá því
að Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur var stofnuð.
Verið er að skrá sögu nefnd-
arinnar sem er um margt
merkileg. Hildur Einarsdóttir
kynnti sér sögu nefnd-
arinnar, sem hefur unnið að
mörgum þjóðþrifamálum í
þágu kvenna og barna og
aðstoðað fjölskyldur sem eru
hjálparþurfi.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Á mæðradaginn seldu Mæðrastyrkskonur mæðrablómið og rann afraksturinn til sumardvalar mæðra og barna þeirra.
Hér afhenda þær Jónína Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, og Svava E. Mathiesen, framkvæmdastjóri hennar,
blómið til sölu vorið 1960. Með þeim á myndinni eru þær Ingibjörg Marteinsdóttir og Brynja Guðmundsdóttir.
Morgunblaðið/Þorkell
Hér er verið að flokka föt sem Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur eru gefin og skjólstæðingar hennar fá endurgjaldslaust.
Þorgrímur Gests-
son, blaðamaður
og rithöfundur.
Þórarinn
Hjartarson,
sagnfræðingur.