Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 14
14 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SCHOLA cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, flytur tónverk eft- ir ítölsku tónskáldin Domenico Scarlatti og Antonio Lotti, ásamt mótettum eftir Brahms og Bruck- ner föstudaginn langa kl. 21. Aðal- tónverk tónleikanna er Stabat ma- ter, kórverk í tíu þáttum fyrir tíu radda kór og fylgirödd eftir Dome- nico Scarlatti. Tónleikarnir, sem eru á dagskrá Listvinafélags Hall- grímskirkju, eru einn af hápunkt- unum í fjölbreyttum tónlistarflutn- ingi í dymbilviku og á páskum í Hallgrímskirkju á þessu ári og eru undir stjórn Harðar Áskelssonar. „Verkin sem við flytjum eru alveg dásamlegar perlur frá barokktím- anum,“ segir Hörður, „verk sem ekki hafa heyrst hér áður og eru forvitnileg bæði fyrir okkur og áheyrendur. Stabat mater eftir Scarlatti var uppgötvun fyrir mig, því það er ekki nema ár síðan ég vissi að þetta verk var til. Af ein- hverjum ástæðum féll það í gleymsku og hefur ekkert heyrst fyrr en á undanförnum árum. Eins og það hefur birst okkur núna á æf- ingatímanum, er þetta hreint meist- araverk.“ María guðsmóðir við krossinn Hvar fannstu það? „Einn góður kórfélagi og vinur minn benti mér á það. Hann lánaði mér bæði nótur og geisladisk og ég þurfti ekki lengi að hlusta til þess að vita að ég myndi flytja þetta verk ef ég hefði tækifæri. Texti þessarar fornu sekvensíu er mjög innilegur og lýsir veru Maríu Guðsmóður við krossinn á Hausas- keljastað, sorg hennar og sársauka og bænarákalli hennar, sem kristn- ar sálir enduróma á föstudaginn langa. Verkið er skrifað fyrir tíu sjálfstæðar raddir, sem fléttast saman á meistaralegan hátt. Sek- vensían er ein af frægustu og fáum sekvensíum sem varðveist hafa. Tónsetningin er fyrir tíu raddir og þrjú hljóðfæri og Scarlatti hefur kosið að skipta verkinu í tíu kafla og það er mjög merkilegt hvernig hann notar þessa fjölröddun. Hann hefur verið ákveðinn í að nýta hana til hins ýtrasta til þess að skapa áhrifa- miklar andstæður.“ Með verki Scarlattis segist Hörð- ur hafa valið þrjár tónsmíðar við textann Crucifixus úr trúarjátning- unni eftir Antonio Lotti, sex átta og tíu radda, sem mynda eins konar leiðarþema efnisskrárinnar. „Lotti var samtímatónskáld Scarlattis, mjög vinsælt óperutónskáld og hátt skrifaður kirkjutónlistarmaður, sem starfaði við Markúsardómkirkjuna í Feneyjum. Hann virðist, af ein- hverjum ástæðum, hafa haft sér- stakt dálæti á þeim hluta trúarjátn- ingarinnar sem snýst um „krossfestur, dáinn og grafinn“ “ og gert mjög áhugaverðar mótettur við þennan texta. Við flytjum þrjár þeirra, tvær þeirra verða sungnar innan úr hákór kirkjunnar við upp- haf og enda tónleikanna.“ Leyndardómar dauðans Á móti þessum tveimur barokk- meisturum flytur Schola cantorum rómantískar mótettur eftir Bruck- ner, Christus factus est, og Brahms, Warum ist das Licht gegeben, sem Hörður segir býsna ólíkt tónmál. „Ég hef reynt að byggja efnis- skrána þannig upp að textarnir myndi brú og við fáum innsýn í allt aðra nálgun við hinn krossfesta og þessa rómantísku glímu við leynd- ardóm dauðans sem Brahms var mjög upptekinn af og fleiri róman- tísk, þýsk tónskáld. Þetta er feiki- lega áhrifamikil tónsmíð. Spurning- in um það hvers vegna þeir sem þjást og þrá dauðann er gefið ljósið og þeir eru látnir lifa. Þetta er gríð- arlega falleg tónlist. Í mótettu Bruckners segir: Krist- ur var auðsveipur okkar vegna, allt til dauða á krossinum, og nafn hans varð æðra öllum öðrum. Það er þessi síðasta setning sem Bruckner vinnur úr í öllum tilfinningaskölum, bæði í tónhæð og styrk.“ Undanfarin ár hefur sú hefð myndast í Hallgrímskirkju að vera annað hvert ár með Schola cantor- um á dymbilviku, sem kemur vel út í viðamiklu tónleikahaldi kirkjukórs og organista, því ekki er nema einn mánuður þar til Kirkjulistavika hefst með risatónleikum, ásamt Sin- fóníuhljómsveit Íslands, meðal ann- ars. Og víst er að enginn verður svikinn af því að hlusta á kamm- erkórinn flytja þessi fallegu barrok- verk. Kórinn var stofnaður af Herði Áskelssyni árið 1996 og saman- stendur af nítján söngvurum með mikla söngreynslu og tónlistarnám að baki. Kórinn komst fljótt í hóp virtustu kóra landsins og hefur not- ið einróma lofs, jafnt áheyrenda sem gagnrýnenda. Hann heldur reglulega tónleika í Hallgrímskirkju með nýrri og gamalli tónlist og hef- ur auk þess komið fram á fleiri stöðu á Íslandi og á erlendri grund. Árið 1998 var kórinn sigurvegari í alþjóðlegri kórakeppni í Frakklandi og sumarið 2002 hlaut hann silfur- verðlaun fyrir flutning sinn, meðal annars, á mótettu Brahms í virtri kórakeppni í Gorizia á Ítalíu. Schola cantorum hefur gefið út geisladiskana Principium, með tón- list frá endurreisnartímanum og Audi creator coeli, með samtíma- tónlist eftir íslensk tónskáld. Auk þess hefur kórinn tekið þátt í um- fangsmiklum upptökum á tónverk- um Jóns Leifs fyrir kór og hljóm- sveit ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir sænska útgáfufyrir- tækið BIS. Morgunblaðið/Jim Smart Félagar í Schola cantorum á æfingu í Hallgrímskirkju. Barokkperlur og rómantísk glíma Schola cantorum flytur mótettur eftir Scarlatti, Lotti, Brahms og Bruckner á tónleikum á föstudag- inn langa. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Hörð Áskelsson, organista og kantor Hallgrímskirkju, um efnisskrána. byrjaði að skrifa handrit hafi hann rekist á hina viðurkenndu aðferða- fræði, þ.e. að byggja söguna upp eft- ir atriðum með hástöfum á milli, eins og: 1. INNI. BÍÓSALUR. KVÖLD. „Ég hugsaði með mér: Svona get ég ekki skrifað. Þannig að ég fór að skrifa handrit – og geri það enn – sem eins konar lestrarupplifun.“ Hann notar sjaldan hástöfuð orð á borð við KLIPP og slær frekar tvö- falt línubil. „Aðalatriðið á þessu stigi málsins er að gera söguna eins læsi- lega og grípandi og unnt er. Það er ekki fyrr en búið er að ákveða að taka myndina sem þörf er á öllum þessum uppbrotum með hástöfum.“ Martraðir og aðrir draumar Fyrsta kvikmyndahandrit Will- iams Goldmans á 45 ára ferli var skopleg njósnamynd sem heitir Mas- querade (1964), gerð í Bretlandi. Næsta mynd á eftir vakti hins vegar verulega athygli á honum vestra sem flinkum fagmanni. Þetta var Harper (1966), prýðileg einkaspæjaramynd, byggð á klassískum krimmum Ross Macdonalds þar sem Paul Newman fór með hlutverk söguhetjunnar Lews Archers. Hins vegar skrifaði Goldman ekki handrit kvikmyndar sem byggðist á hans eigin skáldsögu, No Way to Treat a Lady (1968), býsna spaugilegri en um leið óhugn- anlegri lýsingu á sálsjúkum rað- morðingja sem Rod Steiger túlkaði eftirminnilega. Í raun má segja að þótt Goldman hafi skrifað um ólík- ustu efni á ferlinum virðist hans eig- in áhugi liggja ekki síst í greiningu á ýmsum hrollvekjandi þáttum í bandarískum samtíma, andrúmslofti samsæris og ofsóknaræðis, sem hann dregur upp með snarpri spennubyggingu og svörtum húmor. Þetta á þó ekki við um næsta verk- efni hans, hinn gamansama og ljúf- sára vestra um vináttu Butch Cass- idys og Sundancestráksins (1969). Sú mynd er annað af tveimur verk- um Goldmans sem honum þykir sjálfum vænt um. Hann metur leik- stjórann George Roy Hill þann lang- hæfasta sem hann hefur unnið með og gerði það aftur í The Great Waldo Pepper (1975). Hin myndin sem hon- um hugnast er The Princess Bride (1987), falleg ævintýramynd Robs Reiners, sem Goldman byggði á eig- in skáldsögu. Butch Cassidy og The Princess Bride eru einu myndirnar sem hann treystir sér til að horfa á. Á óvart kemur að næsta stórverk- efni hans á eftir Butch Cassidy, hinn sannsögulegi samsæristryllir Alans Pakula All the President’s Men (1976), er ekki þarna á meðal en óumdeilt er að handrit Goldmans er sérlega vel heppnuð lausn á erfiðu verkefni. Sjálfur segir hann að gerð þeirrar myndar hafi verið „martröð“ sem hann vilji aldrei upplifa aftur. Þarna á 8. áratugnum er hvað mest sveifla á Goldman, og næsta mynd, sem einnig er byggð á hans eigin skáldsögu, Marathon Man (1976) í leikstjórn Johns Schlesingers, var þokkalega heppnaður tryllir um leif- ar nasismans í nútímanum. Á 9. áratugnum kemur nokkurra ára hlé þar til handrit eftir William Goldman náði aftur á tjaldið. Það var hin mislukkaða Heat (1987). Eftir The Princess Bride og Misery hefur Goldman í rauninni ekki náð fyrri hæðum allt til þessa dags. Tilraun hans til grínaktugs vísindaskáld- skapar, Memoirs of an Invisible Man (1992) í leikstjórn Johns Carpenters, var klunnaleg, enda komu fleiri höf- undar að þeirri handritsgerð, Rom- ancing the Stone-stælingin Year of the Comet (1992) var slök, Chaplin (1992) brokkgeng ævisaga, Maver- ick (1994) rétt bærileg vestraupp- suða úr sjónvarpssyrpunni vinsælu og svo má því miður áfram telja. Að- eins tveir krimmar teljast frambæri- leg afþreying, Absolute Power (1997) og The General’s Daughter (1999), en eru þó langt frá hans besta. Erfiðast er að hugsa „Eitt það versta sem komið getur fyrir feril manns er að hann ímyndi sér að hann sé dásamlegur og ómót- stæðilegur,“ hefur Goldman sagt. „Um leið og menn fara að trúa því að þeir viti hvað þeir eru að gera er allt búið.“ Hann hefur tilhneigingu til að kenna leikstjórum um þegar illa fer. „Leikstjórar hata oft handritshöf- unda vegna þess að yfirleitt eru þeir ekki jafn góðir í sínu fagi og við í okkar … Leikstjórar hafa enga sýn …“ Það hefur aldrei vantað kjaftinn á William Goldman; hann hikar ekki við að bíta í höndina sem fæðir hann. Samt er sífelld eftirspurn eftir vinnuafli hans. Bækur hans um handritsgerð og um Hollywoodiðn- aðinn hafa haft meiri áhrif en aðrar slíkar á undangengnum áratugum. Samband hans við þá sem kaupa af honum verkin er ástar-haturssam- band. Hann segist helst ekki fara á tökustaði til að vinna með leikstjór- um þar; honum leiðist biðin og taf- irnar og ruglið. Ef leikstjóri hringir af tökustað og óskar eftir breyting- um á handritinu reyni hann að verða við þeim óskum skriflega. Og hann verður að sætta sig við að leikstjór- inn hefur síðasta orðið; handritin eru ekki heilög stærð í kvikmyndagerð vestra. Skemmtilegasti hluti handrits- vinnunnar fyrir Goldman er undir- búningurinn, heimildaöflunin. „Ef þú réðir mig í dag til að skrifa hand- rit myndirðu fá það í hendur eftir hálft ár,“ segir hann. „Ég væri sennilega búinn að skrifa það alla leið eftir fjóra mánuði og væri svo að fikta í því í aðra tvo. En fyrstu mán- uðirnir færu í að kynna sér viðfangs- efnið, afla heimilda og upplýsinga og það finnst mér ánægjulegast vegna þess að á meðan er ég ekki að skrifa. Ekki svo að skilja að skrifin sjálf séu erfiðust; erfiðast er að hugsa, að til- einka sér söguna, festa hana í hug- anum.“ Enn í dag yfirgefur William Gold- man íbúð sína á Manhattan snemma morguns og heldur til starfa á skrif- stofu sinni í grenndinni. Um kl. 5 síð- degis hættir hann að skrifa, yfirgef- ur skrifstofuna og nýtur þess sem eftir lifir dags. „Því fyrr sem ég er búinn, þeim mun fyrr get ég farið í bíó.“ Thomas Jane og Donnie Wahlberg í Dreamcateher: Goldman aðlagar Stephen King í þriðja sinn. William Goldman: Allt er búið þegar fólk fer að trúa að það viti hvað það er að gera… ískt dæmi um hið fullkomna kvik- myndahandrit. Einu sinni sem oftar var Robert Towne spurður um lykilinn að góðu handriti. Hann sagðist ekki hafa yfir honum að ráða, en benti þó á eitt mik- ilvægt atriði, sem er að ofskrifa ekki, að leyfa sögu að anda og persónum hennar að þegja, þótt að vísu geti leik- stjórinn og leikararnir klúðrað hvoru tveggja í framkvæmdinni. „Togstreit- an er milli þess að vilja tryggja allt og geirnegla í handritinu, fylla út í allar eyður, en vita um leið að slíkt getur eyðilagt það,“ sagði Towne og bætti við síðar: „Örlítil breyting á blaðsíð- unni getur orðið risavaxin uppi á tjaldinu. Gott dæmi er þau útbreiddu mistök í kvikmyndum að gera vondu kallana yfirgengilega og ýkta. Þetta gerist vegna þess að handritshöfund- urinn vill gera það kristaltært að við- komandi persóna er vond og skrifar hana því allt of sterkt. Þegar síðan leikarinn fer að túlka það sem er fyrir of sterkt fer persónan gjörsamlega úr böndunum. Staðreyndin er sú að maður þarf aðeins pínulítið til að skapa illmenni.“ Og er persónan Noah Cross í Chinatown, eins og hún er túlkuð snilldarlega af John Huston, til marks um sannleiksgildi þessara orða. Leikstjórinn út úr maganum Eftir velgengni Chinatown var sterk staða Roberts Townes í Holly- wood gulltryggð til margra ára. Hann var þar innsti koppur í búri og náinn vinur jafnaldra sinna sem voru orðnir jöfrar í kvikmyndaheiminum, Jacks Nicholsons, Warrens Beattys, Ro- berts Evans, Coppolas, Scorseses, Ashbys, Lucas, Spielbergs og Will- iams Friedkins, svo nokkrir séu nefndir. Árið eftir Chinatown kom bráðlunkin skopádeila Townes á Hollywood, sem hann samdi fyrir Beatty og Ashby, Shampoo og ekki leið á löngu áður en hann gat látið þann draum sinn rætast að leikstýra eigin handriti. Það var lesbískt ást- ardrama úr heimi íþróttanna, Person- al Best (1982). Þrátt fyrir metnaðar- fullt og djarft efnisval og athyglisverða stúdíu á því hvernig er að keppa við þann sem maður elskar lyppast myndin niður í höndum Tow- nes, þunglamaleg og þokukennd. Næst kom þó stærsta áfallið á ferli Townes. Hann hafði lengi langað til að semja og leikstýra mynd um Tarz- an apabróður, en hann missti verk- efnið út úr höndunum, leikstjórnin af- hent Hugh Hudson og útkoman svo möskuð að Towne vildi ekki kenna sig við handritið og setti á það nafnið P.H. Vazak, en svo hét hundurinn hans. Betur tókst til með Tequila Sunrise (1988), spennudrama um vin- áttu og ást með Mel Gibson og Kurt Russell sem Towne samdi og leik- stýrði. Þriðja og síðasta leikstjórnar- verkefni hans til þessa dags er sann- sögulegt íþróttadrama um hlaupar- ann Steve Prefontaine, Without Limits (1998), sem gagnrýnendur telja bestu mynd hans sem leikstjóra en hún kolféll í miðasölunni og hefur litla sem enga dreifingu hlotið. Þögul andlit leikaranna Síðustu árin hafa reynst Robert Towne misjöfn. Kappakstursdrama hans fyrir vin sinn Tom Cruise, Days of Thunder (1990), var ósköp billegt en græddi einhver feikn, framhaldið af Chinatown, The Two Jakes (1990), sem Nicholson leikstýrði, hafði fullt fram að færa en tókst ekki að koma því alla leið, lögfræðitryllirinn The Firm (1993) var fagmannleg skemmt- un, rómans þeirra Beattys Love Affair (1994) var skelfilegur skellur, og handrit Townes fyrir Mission Imp- ossible I (1996) og II (2000) teljast ekki til sérstakra afreka. Næst kemur úr hans smiðju Mission Impossible III (2004). Robert Towne er þarna kominn býsna langt frá þeirri mynd sem hann segir að hafi haft mest áhrif á sig sem handritshöfund. Svo furðulegt sem það kann að virðast er hún The Four Feathers eftir Zoltan Korda frá árinu 1939, en endurgerð hennar hefur ver- ið sýnd hérlendis að undanförnu. Towne segir meginástæðuna vera þagnirnar í myndinni. „Hún vakti at- hygli mína á því að stundum er mik- ilvægasti þáttur bíómyndar það sem ekki er sagt – að hún undirbyggi þau augnablik sem afhjúpa söguna með þöglum andlitum leikaranna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.