Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 C 25 UMRÆÐAN VERÖLDIN hefur tekið stakka- skiptum á síðustu árum. Við Íslend- ingar hrærumst ekki lengur á af- mörkuðu markaðssvæði. Við erum virkir þátttakendur í samfélagi þjóð- anna. Alþjóðavæðingin hefur knúið fram endurskipulagningu á atvinnu- lífinu. Markaðs- og kynningarmál eru orðin þungamiðja í flestallri starfsemi og sókn út fyrir landstein- ana telst sjálfsagt markmið. Stofn- anir sem kynna afurðir okkar fyrir umheiminum njóta opinberra styrkja enda hefur ríkið beinan hagnað af millilandaumferð fjár- magns og vinnuafls. Augu ráðamanna hafa nú opnast fyrir mikilvægi menningar sem út- flutningsgreinar og ríkið leggur nokkurt fé til þess að koma íslenskri menningu á framfæri erlendis. Sömuleiðis gera ýmis fyrirtæki sem eiga hagsmuna að gæta, s.s. útgef- endur og framleiðendur. Bókmennt- irnar eru þýddar á önnur tungumál, tónlistin slær í gegn á heimsvísu og kvikmyndagerðin er í mikilli sókn. Einföld tölfræði sýnir að fjármunir sem settir eru í menningarlífið skila sér margfalt til baka, að ógleymdri viðskiptavildinni sem ,,menningar- þjóð“ nýtur. Ein listgrein sker sig úr. Mynd- listin á engan sterkan bakhjarl þeg- ar að kynningu erlendis kemur. Þau örfáu gallerí sem hér starfa róa líf- róður fyrir daglegri tilvist sinni og listasöfnin í landinu hafa lítið fjár- hagslegt svigrúm til að sinna öðru en sýningum í eigin húsum. Myndlist- arheimurinn hefur samt síður en svo farið varhluta af alþjóðavæðingunni. Myndlistarmaður sem hyggst stunda starf sitt af alvöru kemst ekki hjá því að leggja til atlögu við al- þjóðamarkaðinn enda liggja tæki- færin þar. Umheimurinn er mót- tækilegur fyrir íslenskri myndlist, í útlöndum er spurt hvort íslensk myndlist sé leyndarmál. Eftirspurn- in er áþreifanleg en framboðið hefur engan farveg. Upplýsingamiðstöð myndlistar hefur starfað frá árinu 1995 en markmiðið með stofnun hennar var m.a. að kynna íslenska myndlist er- lendis. Vegna þess hve stofnunin hefur haft úr litlu fé að spila hefur ekki verið hægt að sinna kynning- arstarfinu, starfsemin hefur ein- skorðast við skráningu upplýsinga og upplýsingaveitu til myndlistar- manna. Í gagnagrunninn hafa verið skráðar miklar upplýsingar um ís- lenska myndlist en sambærilegt gagnasafn fyrirfinnst ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Upplýsingamiðstöðin er sam- starfsverkefni menntamálaráðu- neytisins, Sambands íslenskra myndlistarmanna og Myndstefs – myndhöfundasjóðs Íslands. Miðstöð- in hefur verið rekin fyrir opinbert fé en samningur um reksturinn rann út um síðustu áramót. Ráðuneytið framlengdi hann fram á mitt ár með fyrirheitum um að hlutverk mið- stöðvarinnar yrði endurskoðað en mér vitanlega hefur sú endurskoðun ekki farið fram af hálfu ráðuneytis- ins. Verkefnisstjórn Upplýsingamið- stöðvar myndlistar hefur unnið til- lögur að framtíðarskipulagi stofnunarinnar þar sem gert er ráð fyrir að verkefnum fjölgi, aðaláhersl- an verði á kynningar- og markaðs- mál, gagnagrunnurinn verði það tæki sem stofnunin hafi til grund- vallar starfi sínu. Með því að tengja gagnagrunninn og kynningarstarfið saman nýtast verðmæti sem þegar hafa verið sköpuð. Menntamálaráðuneytið hefur til- lögurnar til skoðunar en beiðni um viðræður hefur enn ekki verið svar- að. Ráðuneytið ku gera ráð fyrir fjárveitingu til kynningar á íslenskri myndlist á fjárlögum næsta árs en ekkert slíkt verkefni hefur verið undirbúið í samráði við hagsmuna- félag myndlistarmanna. Óðum stytt- ist í að fjárveitingin klárist og þá er það sjálfgert að Upplýsingamiðstöð myndlistar verður lögð niður. Um tvær milljónir þarf til að reka mið- stöðina út árið en óvíst mun vera hvort hægt sé að finna þá peninga. Það er harla nöturleg staðreynd í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hef- ur nýverið samþykkt 45 milljóna framlag til markaðssetningar á ís- lenska hestinum erlendis. Með fullri virðingu fyrir húsdýrum þykja mér það einkennileg skilaboð til íslenskra myndlistarmanna. Er ekki talað um að leggja rækt við frumsköpunina, virkja kraftinn sem býr með þjóð- inni, nýta mannauðinn? Kynningarmál myndlistarmanna eru mikið hagsmunamál fyrir ís- lenska myndlistarmenn en þau eru ekki síður mikilvæg fyrir þjóðina í heild. Íslenskir myndlistarmenn standa erlendum kollegum sínu ekk- ert að baki. Þeir eiga fullt erindi við umheiminn og þeir eiga sama rétt til þjónustu og aðrir íslenskir lista- menn, fræðimenn, vísindamenn, við- skiptamenn o.s.frv. Hér er um mikið réttlætismál að ræða en það er orðið aðkallandi að bæta samkeppnisstöðu íslenskra myndlistarmanna. Ég skora á stjórnvöld að ganga í málið og létta þessari skömm af menning- arþjóðinni Íslendingum. Íslensk myndlist – best geymda leyndarmálið Eftir Áslaugu Thorlacius „Um tvær milljónir þarf til að reka miðstöðina út árið en óvíst mun vera hvort hægt sé að finna þá peninga.“ Höfundur er myndlistarmaður og formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.