Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 C 17 HÁLF öld var liðin umsíðustu helgi frá þvífyrsta Amarone-víniðsem sló í gegn var settá flöskur. Aðferðin á bak við Amarone-vínframleiðslu er hins vegar aldaforn. Til að fá öflugri vín en aðstæður í Valpolicella í Ven- eto-héraði bjóða upp tóku menn upp á því að þurrka þrúgurnar eftir tínslu. Þrúgurnar eru látnar liggja á bambusmottum í rekkum í þar til gerðum geymslum og í janúar eða febrúar eru þær alla jafna tilbúnar til víngerðar. Vökvinn í þrúgunum hefur þá gufað upp að mestu leyti og því fást öfl- ugri og áfengari vín en ella þar sem sykurhlutfallið er hærra eftir þurrkun. Sam- kvæmt reglum mega Am- arone-vín ekki vera undir 14% í áfengismagni en al- gengt er að þau séu á bilinu 15-15,5%. Þessari aðferð, sem heitir appassimento, má beita til að framleiða jafnt þurr sem sæt vín. Þau sætu eru kölluð Recioto della Valpolicella en þau þurru Amarone della Valpolicella. Þrátt fyrir þessa gömlu hefð (sem rekja má allt aftur til Rómverja) var það hins vegar ekki fyrr en 13. apríl 1953 sem fyrsta þurra „Am- arone“-vínið var sett á mark- að. Var það Bolla-fjölskyldan sem gerði það á áttræðisafmæli Al- berto Bolla, stofnanda fyrirtækis- ins, en þurrt Amarone hafði ein- mitt verið uppáhaldsvínið hans. Það skal engann furða að hann hafi verið hrifin af þessum vínum. Amarone er einn magnaðasti vín- stíll Ítalíu og nú má fá Amarone- vín frá flestum af bestu fram- leiðendum Veneto. Vínin eru unnin úr hinum hefðbundnu þrúgum Valpolicella, Molin- ara, Rondinella og Corvina, en eru samt mjög frábrugð- in hinum léttu og ávaxta- ríku Valpolicella-vínum. Hjá ÁTVR má fá ein átta Amarone-vín og að auki grappa úr Amarone-hrati. Vínin eru mjög fjölbreytileg og spanna vel það svið sem Amarone býður upp á. Yngst er Tommasi Amarone 1998. Ungur og sætur rauð- ur ávöxtur, áfengi og viður. Vínið er 15% og setur það svip sinn á ungan og þægi- legan ilminn. Í munni er vín- ið þykkt og mjúkt, öflugt en einstaklega ljúft. Frábært núna og á eflaust eftir að lifa lengi. Kostar 2.940 krónur. 18/20 Fyrirtækið Bolla setti Amarone fyrst á markað og er enn að. Bolla Am- arone 1997 er milt og þægilegt Am- arone-vín. Það er ögn lægra í áfengi en hin vínin (14,5%) sem gerir það að- gengilegra. Í nefi krydd, jafnvel kan- ill og kirsuber. Í munni blaut lauf og mildur ávöxtur. Kostar 2.890 krónur. 16/20 Stórt og magnað er vínið Boscaini Amarone Ca’ de Loi 1995. Það er svolít- ið púrtvínslegt í nefinu, fíkjur og rús- ínur og í munni djúpt, þykkt og áfengt (15,5%) með mikilli lengd. Glæsilegt vín. Kostar 3.990 krónur. 19/20 Elsta Amarone-vínið sem hér er selt er Masi Amarone 1988. Í nefi þroskaður ilmur, kominn út í hósta- saft og spítala, þurr og svolítið beisk- ur. Í munni þurr krydd og keimur af kjúklingakrafti í bland við djúpan ávöxtinn. Kostar 3.890 krónur. 18/20 Amarone-vín eru frábær matarvín. Þau eru góð með bragðmiklu kjöti á borð við villibráð en einnig með þurr- um ostum. Af þeim ostum sem hér eru fáanlegir eiga þau líklega hvað besta við spænskan Manchego eða ítalskan Parmig- iano. Þetta eru líka til- valin vín til að sötra á ein og sér í tengslum við heimspekilegar hugleiðingar. Amarone á Sommelier Þess má einnig geta að í tilefni af afmæli Amarone verður veit- ingastaðurinn Sommelier með sérstakan matseðil sem fer í gang síðasta vetrardag. Þar verður í boði fjögurra rétta matseðill byggður á ítölsku þema á 5.900 krónur. Sam- hliða matseðlinum verður sérstakur vínseðill með Amarone og fleiri vín- um af Veneto-svæðinu í glasavís á verðbilinu 500 til 1.500 krónur. Einn- ig verður gestum boðið upp á að líta við eingöngu til að smakka upp á Am- arone og að auki verður haldið nám- skeið 29. apríl klukkan 18-20.30 þar sem þátttakendur verða fræddir um vín frá Valpolicella og fá að bragða á nokkrum tegundum. Verð fyrir nám- skeiðið er 3.500 krónur. Amarone í hálfa öld Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Einkunnagjöf vína byggist á heild- stæðu mati á gæð- um, uppruna- einkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í ein- kunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétt. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér þennan rétt eru beðnir að tilkynna það skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 28. apríl nk. og munu þeir þá fá fundargögn við setningu fundarins. Reykjavík 15. apríl 2003 Stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar Ársfundur Lífeyrissjóðsins Framsýnar verður haldinn að Hótel Loftleiðum, Reykjavík, þriðjudaginn 29. apríl 2003 og hefst kl. 17.00. Ársfundur 2003 Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Önnur mál, löglega upp borin. H V ÍT A H Ú S I‹ / S ÍA Johnson-Evinrude. Öruggir og öflugir. www.johnson.com www.evinrude.com Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644 Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700 3,5 hestafla tvígengismótor Þyngd 13,5 kg. Verð 79.000 kr. Hjá Gísla Jónssyni býðst þér mikið úrval af hinum þekktu Johnson-Evinrude utanborðsmótorum. Þú getur valið um létta og meðfærilega tvígengismótora, stóra og öfluga fjórgengismótora – og allt þar á milli! Öflug þjónusta og varahlutir í eldri mótora. Viðgerðarþjónusta fyrir allar gerðir utanborðsmótora er hjá Vélaröst, Súðavogi 28-30, sími 568 6670. 50 hestafla fjórgengismótor Þyngd 109 kg. Verð 689.000 kr. 8 hestafla fjórgengismótor Þyngd 38 kg. Verð 209.000 kr. 5 hestafla fjórgengismótor Þyngd 25 kg. Verð 123.000 kr. 25 hestafla tvígengismótor Þyngd 53 kg. Verð 269.000 kr. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Alltaf á þriðjudögum Sérblað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.