Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 26
26 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Fer
FYRIR nokkru birti Lesbók
Morgunblaðsins grein eftir mig þar
sem ég velti því fyrir mér hvort hag-
fræðikenningar væru prófanlegar.
Ég vitnaði grimmt í kappa á borð
við John Dupré og Hans Albert sem
efa að svo sé. Það fylgir svo sögunni
að frjálshyggjumenn tala digur-
barkalega um að kenningar þeirra
séu í anda hinnar hávísindalegu
hagfræði. Vandinn er bara sá að um
vísindaleika þeirra fræða má deila.
Alltént fæ ég ekki séð að hægt sé að
prófa þá kenningu að frjáls mark-
aður muni leiða til efnalegrar kjör-
stöðu þegar til langs tíma er litið.
Þessari kenningu er nefnilega alltaf
hægt að bjarga fyrir horn: Versni
kjörin í frjálsu markaðssamfélagi
getur frjálshyggjumaðurinn alltaf
sagt: „Þetta er tímabundið ástand
og alls ekki sök markaðarins, þegar
til lengdar lætur munu kjör allra
batna.“ Eins og skáldið Steinn
Steinarr yrkir „…Og þótt þú tapir,
það gerir ekkert til, því það er nefni-
lega vitlaust gefið“. Það er gefið fyr-
irfram að frjáls markaður sé æv-
inlega leiðin til hagsældar. Ekki eru
allir hagfræðingar sammála þessu
(nema í draumaheimi íslensku
frjálshyggjunnar þar sem allir máls-
metandi menn eru sammála henni).
Nóbelshafinn Joseph Stiglitz segir
að frjáls markaður geti aðeins leitt
til efnalegrar kjörstöðu ef allir ger-
endur á markaðnum hefðu full-
komna yfirsýn yfir alla kosti. Slíkt
er nánast útilokað, því muni frjáls
markaður aldrei leiða til kjörstöðu.
Starfsbróðir Stiglitz, John nokkur
Kay, segir í dálki sínum í The Fin-
ancial Times að frjálshyggjustefnan
hafi ekki gefið góða raun í Nýja Sjá-
landi. Þar í landi hafa menn á síð-
ustu tuttugu árum gengið lengra í
frjálshyggjuátt en annars staðar á
hnettinum. Ríkisfyrirtæki hafa verið
einkavædd í stórum stíl og velferð-
arkerfið hefur nánast horfið. Svo er
seðlabankinn sjálfstæður og ekki
háður stjórnmálamönnum. Í ofaná-
lag hafa samningar á vinnumarkaði
verið gerðir því sem næst að einka-
máli atvinnurekenda og starfs-
manna. Samt hafa lífskjör versnað
til muna, árið 1965 voru lífskjör
Nýsjálendinga fjórðungi betri en í
meðallöndum Vestursins. Í dag eru
meðaltekjur bara 62% af tekjum
þróaðra ríkja. Þess utan hefur fram-
leiðnin aukist minna en í öðrum þró-
uðum ríkjum. Einkavædd raf-
magnsfyrirtæki veita lélega
þjónustu og fyrsta sinn í sögunni er
umtalsvert atvinnuleysi í landinu.
Kay segir að ekki sé hægt að afsaka
ástandið með því að segja það tíma-
bundið eða að það stafi af ytri orsök-
um. Frjálshyggjutilraunin hefur
staðið nógu lengi til að hægt sé að
dæma hana.
The Economist maldar í móinn og
telur að ekki hafi verið gengið nógu
langt í frjálshyggjuátt. Auk þess er
Nýja Sjáland langt frá öðrum lönd-
um og því sé samkeppnisaðstaða
íbúanna erfið, gagnstætt t.d. Finn-
um. En var Nýja Sjáland nærri öðr-
um löndum þegar landið var þriðja
ríkasta land veraldarinnar og hálf-
sósíalískt? Hafa blaðamenn breska
frjálshyggjutímaritsins ekki upp-
götvað að Finnland Nókíusímans og
hagvaxtarins er sósíaldemókratískt
velferðarríki?
Það er litlum vafa undirorpið að
einhvers konar markaðskerfi er að
jafnaði betur fallið til að skapa
mönnum sæmileg kjör en önnur
kerfi. En það þýðir ekki að bein
fylgni sé milli markaðsfrelsis og
hagsældar nema náttúrulega í
óprófanlegum kennikerfum frjáls-
hyggjunnar.
Þessa mega kjósendur minnast
þegar þeir ganga að kjörborðinu í
næsta mánuði. Þeir ættu að hugsa
um örlög Nýsjálendinga áður en
þeir krota X við D-listann, lista ís-
lenskra frjálshyggjumanna, nýsjá-
lenska listann.
Nýja-Sjáland,
hagsæld og markaður
Eftir Stefán
Snævarr
„Kjósendur
mega minn-
ast Nýja-
Sjálands
þegar þeir
ganga að kjörborðinu í
næsta mánuði.“
Stefán Snævarr er prófessor í heim-
speki við Háskólann í Lillehammer.
RÍKISSTJÓRNIN er að koll-
sigla sig á sjávarútvegsstefnunni.
Það er að koma betur og betur í
ljós að óánægja kjósenda með
gjafakvótakerfið reytir nú atkvæð-
in af ríkisstjórnarflokkunum. Þau
hrynja hraðar en haustlauf í roki
svo næstum má heyra skrjáfið.
Nýjasta skoðanakönnunin um
kvótakerfið sýnir að 80% lands-
manna eru á móti því.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
á dögunum kom fram ein upplýsing
öðrum merkari í opnunarræðu for-
manns. Það er yfirlýsing um veð-
hæfi sjávarútvegsins. Þar sagði
formaðurinn, að yrðu veiðiheimildir
skertar um 10% árlega mundi veð-
hæfi sjávarútvegs hrynja, ekki
smám saman heldur samstundis.
Þetta er mjög merkileg yfirlýs-
ing, og efalaust rétt. Hún sýnir í
fyrsta lagi að sjávarútvegurinn er
á fullu að veðsetja sameign þjóð-
arinnar upp í eigin fjárþörf. Þá
sýnir hún líka að þessi sameign er
eina lausa veðið sem sjávarútveg-
urinn hefur, annars mundi veðhæf-
ið ekki hrynja við það eitt að missa
gjafakvótann. Aðferðin til að gera
þetta hefur verið sú að læða kvóta-
verðmætinu inn í tryggingaverð-
mæti fiskiskipa. Þannig er hægt að
veðsetja fiskiskip með góðann
gjafakvóta langt upp fyrir skor-
stein og mastur. Veðhæfið er langt
umfram endurnýjunarverðmæti
skipanna.
Sjávarútvegurinn hefur safnað
gífurlegum skuldum á undanförn-
um árum. Þegar skuldir sjávarút-
vegsins eru orðnar svo háar að
enginn getur borgað þær, munu
fjármálastofnanirnar reyna að
hanga á veðinu og greiða úr mál-
unum með sínum aðferðum. Á
meðan verða togararnir bundnir
úti á sundum eins og gömlu síðu-
togararnir voru þegar þeir lentu í
þessari stöðu á sínum tíma. Það
ráð sem var gripið til þá, var að
tæma bankainnistæður lands-
manna í gífurlegu verðbólguflóði
og kaupa fyrir þá peninga nýja
togara. Þetta eru skipin sem lentu
hjá sægreifunum, með viðkomu í
nokkrum bæjarútgerðum. Er þetta
það eina sem landsfeður sjá í þess-
ari stöðu?
Formaður Sjálfstæðisflokksins
hræðist greinilega þessa sýn og vill
forðast þetta ástand í lengstu lög.
Hann er greinilega þeirrar skoð-
unar að alger efnahagsleg koll-
steypa vofi yfir þjóðfélaginu ef
þetta gerist. En þarf svo að vera? Í
raun og veru ekki. Það sem gerðist
hér áður var að bátarnir héldu
áfram að fiska og reyndust full-
færir um að taka þann afla sem
togarar áður tóku og vel það. Það
er búin að vera mikil barátta hjá
togaraútgerðinni að ná þessum afla
aftur af bátunum. Núna hefur orðið
mikil tæknileg framför í bátaveið-
um, sérstaklega „handfæraveið-
um“, sem í raun eru ekki hand-
færaveiðar lengur heldur veiðar
með hálfsjálfvirkum rúllum. Sá
floti lítilla báta sem gerður er út í
dag fer létt með að fiska upp botn-
fiskkvótann. Þeir sem eru í upp-
sjávarfiski á annað borð geta hald-
ið því áfram og munu gera með
sínum kvóta.
Það er mikil umhverfisbót að
hverfa frá togveiðum. Um skað-
semi togveiða má lesa á http://
www.fishingnj.org/dirtrawl.htm.
Auk þess eru fyrirliggjandi miklar
upplýsingar um að botnvarpan og
röng notkun annarra netveiðar-
færa valdi úrvali sem leiðir til stór-
lega skertrar veiðirentu og afla.
Áætla má að togaraflotinn valti yfir
50.000 ferkílómetra af hafsbotni á
hverju ári og skaðsemi slíkrar
meðferðar fyrir lífríki hafsbotnsins
er hrikaleg. Spurningin er, hvort
það sé ekki veiðarfærið botnvarpan
sem á stærsta sök á því hvernig
komið er fyrir botnfiskstofnum á
norðurhveli, þar á meðal einum 20
þorskstofnum.
Hvað skeður ef togaraflotinn er
bundinn? Í fyrsta lagi kemur fisk-
urinn þá á land og skapar meiri at-
vinnu. Í öðru lagi er fiskurinn
ferskari og verðmætari vara og
getur verið uppistaðan í góðum
flugfiski. Í þriðja lagi snarlækkar
útgerðarkostnaður þegar afli dag-
róðrabáta eykst frá þetta 60 þ. t/
ári í 200 þ. t/ári. Í fjórða lagi þarf
ekkert kvótakerfi ef byggt er á
léttum veiðarfærum. Í fimmta lagi
er kominn atvinnuvegur (bátaút-
gerð) sem þarf að dreifa sér um
allt land til að ná árangri, tilveru-
réttur landsbyggðarinnar er kom-
inn aftur. Gamli veruleikinn á ekki
að koma aftur. Þetta á við um stór
skip, langar útivistir, gamlan
vinnslufisk, leiðinlega og blauta
færibandavinnu fyrir erlendan inn-
fluttan vinnukraft. Nútíma smáskip
geta landað daglega eða eftir mjög
skamman tíma og aflann má vinna
eftir hendinni og setja í gáma til
útflutnings, daglega með flugi.
Þessi kvóti sem leyft er að taka er
svo lítill að hans vegna er engin
ástæða til að halda úti togaraflota
sem líkist mest gereyðingarvopni
fyrir lífríki hafsbotnsins.
Þetta eru kjósendur farnir að
láta sér skiljast. Landsbyggðar-
menn skilja í vaxandi mæli að það
er bátaútgerð sem tryggir atvinnu-
lífið á landsbyggðinni en ekki út-
gerð frystitogara sem í raun má al-
veg eins gera út frá einhverri höfn
í Evrópubandalaginu eins og hér.
Eiginlega er engin vissa fyrir því
hvað gerist á frystiskipum langt úti
í hafi. Hver er nýtingin og aukaafl-
inn, hvað verður um verðminni teg-
undir, hver er afskurður og brott-
kast á fiski sem passar ekki í
flökunarvélarnar vegna þess að
hann er of stór eða lítill?
Það er engin ástæða til að óttast
um atvinnulífið ef togararnir missa
gjafakvótann og veðhæfnina. Rök
eru til fyrir því að aflinn hrynji um
100 þúsund tonn á ári á næstu ár-
um ef haldið verður áfram á akrein
gjafakvótans, sú kollsteypukenning
er miklu sennilegri. Það sem þarf
að gera er að stöðva veðsetninguna
á sameign þjóðarinnar og breyta
veiðisókn. Þá má hlutur neytenda
ekki gleymast. Þeir finna í vaxandi
mæli fyrir því að helsta matvara
Íslendinga, fiskurinn, hefur hækk-
að upp úr öllu valdi. Ætla má að
kvótaverðið standi þar undir um
300 króna hækkun. Skiptir þar
miklu að margir af þeim sem veiða
fyrir heimamarkað eru kvótalausir
og verða að leigja kvótann á upp-
sprengdu verði, því baráttan um
eignarhaldið á gjafakvótanum hef-
ur keyrt kvótaverðið upp fyrir öll
efnahagsleg mörk. Skuldaaukning
útgerðarinnar sýnir það best, hún
stafar að miklu leyti af útgjöldum
til að kaupa aftur kvóta þeirra sem
hverfa úr útgerð.
Það er efnahagsleg nauðsyn og
siðlegt sanngirnismál, nauðsynleg
ráðstöfun í umhverfismálum og al-
gert þjóðfélagslegt réttlætismál að
takast á við gjafakvótann.
Og það þarf að gerast núna.
Kollsigling
á fullri ferð
Eftir Jónas
Elíasson
„Sjávar-
útvegurinn
er á fullu að
veðsetja
sameign
þjóðarinnar upp í eigin
fjárþörf.“
Höfundur er prófessor við
verkfræðideild Háskóla Íslands.
STJÓRNMÁLAMENN með
slæma samvisku hafa nú, eina ferð-
ina enn, brugðið á það ráð að halda
því blákalt fram að kaupmáttur
lægstu bóta hafi hækkað langt um-
fram almennan kaupmátt í landinu.
Sannleikurinn er hins vegar sá að
frá marsmánuði 1995 til marsmán-
aðar 2003 hefur kaupmáttur al-
mennra launa aukist 50% umfram
kaupmátt grunnlífeyris og
óskertrar tekjutryggingar.
Á þessu 8 ára tímabili hækkuðu
grunnlífeyrir og tekjutrygging ör-
yrkja úr kr. 37.360 í kr. 60.123 eða
um 61%. Á sama tíma hækkuðu laun
almennt um 75% og vísitala neyslu-
verðs um 32%. Þetta þýðir m.ö.o. að
á meðan kaupmáttur launa hefur
aukist um 33% hefur kaupmáttur
lægstu bóta aukist um 22%. (Sjá
Staðtölur Almannatrygginga fyrir
árið 1995 og vefsíðu Hagstofu Ís-
lands.)
Með þeirri einföldu þumalfingur-
reglu að deila í hækkun bóta með
neysluverðsvísitölu meðaltekju-
mannsins og horfa algerlega
framhjá öðrum ytri veruleika, má
með illum ásetningi halda því fram
að „kaupmáttur“ einhleypra öryrkja
hafi aukist umfram almennan kaup-
mátt – jafnvel þótt engin raunhæf
dæmi finnist þar um. Hér væri þá
um að ræða þá öryrkja sem eru ein-
ir um heimilishald og njóta sér-
stakra viðbótargreiðslna til að rísa
undir því óhagræði.
Þeir sem hafa samvisku og smekk
til að nota þetta á kjósendur gæta
sín flestir á að tala eingöngu um
kaupmátt en alls ekki kaupmátt ráð-
stöfunartekna eins og venja hefur
verið. Ástæðan er einföld. Fyrir 8
árum gat þessi hópur öryrkja, sem
ekkert hefur nema strípaðar bætur
almannatrygginga, drýgt kjör sín
um rúmar 7 þúsund krónur án þess
að sú viðbót væri skattlögð. Nú má
hann hins vegar sæta þeirri ný-
breytni að fá einungis í hendur tæp
90% af hinum svokölluðu bótum.
Mismuninum er haldið eftir, m.a. til
að létta sköttum af ráðamönnum og
öðru hátekjufólki.
Þótt ekki kæmi annað til en ofan-
greind öfugþróun í skattamálum,
nægir hún ein og sér til þess að
kaupmáttur umrædds hóps er 7
prósentustigum frá því að ná al-
mennri kaupmáttarþróun. Þá er eft-
ir að geta þess að inní þeirri hækk-
un sem einhleypir öryrkjar hafa
fengið er sérstök hækkun sem ætlað
var að mæta afnámi niðurfellingar á
afnotagjaldi útvarps og síma. Verð-
ur þessi staðreynd enn naprari þeg-
ar til þess er litið að vegna aukinnar
tæknivæðingar lætur nærri að sím-
kostnaður hafi þrefaldast á undan-
gengnum árum, og þarf ekki að hafa
mörg orð um að notkun heimasíma
og tölvu er öryrkjum miklu brýnna
samgöngumál en flestum öðrum –
gjarnan ein helsta og mikilvægasta
leið þeirra til samskipta við um-
heiminn og annað fólk.
Þá hefur það einnig dregið úr
kaupmætti öryrkja hvernig lyfja- og
sjúkrakostnaður af margvíslegum
toga hefur aukist, styrkir til bif-
reiðakaupa lækkað að raungildi og
fækkað mjög hlutfallslega, auk þess
sem hagstæð lán til bifreiðakaupa
hafa algerlega verið afnumin.
Nauðsynlegt er að hafa í huga að
neysluverðsvísitala Hagstofu Ís-
lands endurspeglar vitaskuld ekki
útgjaldamynstur þeirra sem fátæk-
astir eru, enda ekki ætlað að gera
það. Vægi óhjákvæmilegra nauð-
þurfta á borð við húsnæði vegur t.d.
mjög þungt í útgjöldum öryrkjans,
en sá kostnaðarliður hefur hvorki
meira né minna en tvöfaldast á ein-
ungis 6 árum. Þetta gríðarlega
högg, eitt og sér, gerir í mörgum til-
vikum meira en að þurrka út allar
hækkanir á lífeyrisgreiðslum til ör-
yrkja.
Að öllu samanlögðu má lesendum
ljóst vera að raunveruleg kaupgeta
einhleypra öryrkja, sem einungis
njóta bóta almannatrygginga, hefur
að sjálfsögðu ekki aukist í neinni lík-
ingu við þær prósentur sem fengnar
eru út með einfaldri deilingu í al-
geru tómarúmi. Hér hefur a.m.k.
verið bent á nokkur þau atriði sem
skýra þá vaxandi neyð og örvænt-
ingu sem hjálparstofnanir og aðrir
sem einhver kynni hafa af veru-
leikanum eru sammála okkur um að
er hlutskipti allt of margra í okkar
ríka en stöðugt stéttskiptara þjóð-
félagi.
Þrátt fyrir það sem hér er rakið
hafa ýmsar jákvæðar og mikilsverð-
ar réttarbætur náð fram að ganga á
síðustu fjórum árum, fyrst fyrir til-
styrk dómstóla, síðan með beinu og
milliliðalausu samkomulagi. Fyrir
hönd Öryrkjabandalags Íslands
skora ég á frambjóðendur stjórn-
arflokkana að vísa heldur til þess
góða sem gerst hefur í stað þess að
efna til ófriðar um kaupmáttarauka
sem á sér ekki stoð í veruleikanum.
Frambjóðendur,
ekki meir, ekki meir!
Eftir Garðar
Sverrisson
„Þrátt fyrir
það sem hér
er rakið hafa
ýmsar já-
kvæðar og
mikilsverðar réttar-
bætur náð fram að
ganga á síðustu fjórum
árum…“
Höfundur er formaður
Öryrkjabandalags Íslands.