Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ DREAMCATCHER, semsegir frá endurfundumfjögurra æskuvina viðdularfullar aðstæður, er þriðja handritið sem William Gold- man semur eftir sögum Stephens Kings; þau fyrri voru Misery (1990) sem tókst prýðilega og Hearts in Atlantis (2001) sem lukkaðist aðeins miðlungi vel. Handritið er 27. verk Goldmans sem orðið hefur að kvik- mynd og eins og gefur að skilja hef- ur aðeins hluti þeirra heppnast bet- ur en miðlungi vel. Enda er William Goldman maðurinn sem ber ábyrgð á sígildu sannleikskorni um kvik- myndaheiminn í Hollywood: „Eng- inn veit neitt.“ Þessi fleygu orð merkja í raun að fögur fyrirheit, góður ásetningur, fín hugmynd og urmull af hæfileikafólki til að fram- kvæma hana skipta engu máli þegar kvikmyndir eru annars vegar. Svo margt gerist á þeirri löngu leið sem framleiðsluferlið er að útilokað er að sjá árangurinn fyrir, hvað þá viðtök- urnar sem hann hlýtur hjá almenn- ingi og gagnrýnendum. Í slag við örlaganornirnar Goldman stendur enn við þessi orð sem hann skrifaði í Adventures In the Screen Trade fyrir löngu; hann er reyndar þeirrar skoðunar að þau séu það eina sem hann hafi sagt og geti sagt af viti. Í samtali við annan handritshöfund sagði hann nýlega: „Það er í rauninni svo feikilega erfitt að skrifa eitthvað sem er bara þokkalegt. Í hvert sinn sem maður ætlar sér að semja gæðamynd eru allar hugsanlegar örlaganornir and- snúnar verkinu. Í hvert sinn sem maður snýr sér við í þessari vinnu bætist við enn ein ástæða fyrir því að útkoman verði ömurleg. Þá sjaldan eitthvað dásamlegt nær að fæðast er um töfra að ræða.“ Fyrir tveimur árum tók Goldman þátt í eins konar samræðu við hóp handritshöfunda þar sem breski grínistinn John Cleese spurði spurn- inganna. Þar kom m.a. fram að Gold- man hafi allt sitt líf þjáðst af minni- máttarkennd gagnvart þeim höfundum sem urðu þess valdandi að hann fór sjálfur að skrifa – höf- undum á borð við Somerset Maugh- am, Tékof, F. Scott Fitzgerald og Irwin Shaw. Goldman segir reyndar að Shaw hafi valdið kaflaskilum. Þegar hann hafði lesið smásagna- safn Shaws Mixed Company byrjaði Goldman að skrifa smásögur sjálfur. Snemma á 6. áratugnum stundaði hann nám við Oberlinháskóla, m.a. í svokölluðum „skapandi skrifum“. Þegar hann hafði lokið því námi með MA-prófi vissi hann ekki hvað gera skyldi. „Hvert fer maður þegar mað- ur hefur ekkert að fara? Þá fer mað- ur heim. Og þar, af einhvers konar brjálæði, fór ég að skrifa. Þetta var mikilvægasti atburður lífs míns. Ég sé mig enn fyrir mér þar sem ég horfði ofan úr loftinu á sjálfan mig sitjandi í þungum þönkum að hugsa um hvern fjandann ég ætlaði að skrifa á morgun. Ég vissi að ég varð að skrifa eitthvað. Og skyndilega kom þessi bók út úr mér.“ Sagan og samtölin „Þessi bók“ var skáldsaga sem fyrir milligöngu félaga Goldmans úr herþjónustu fékkst útgefin árið 1957. „Ef enginn hefði viljað gefa hana út hefði ég aldrei skrifað staf- krók meir. Aldrei, aldrei, aldrei. Mér er það alveg ljóst … vegna þess að þar væri komin staðfesting á sex ára höfnun … Ég hef notið mikillar blessunar því ég hef verið að skrifa núna í 45 ár samfleytt.“ Hann segir að strax í þessari fyrstu sögu hafi hann áttað sig á því að hann sé ekki mikill stílisti. „Ég skrifa mestanpart samtöl því ég kann ekki málfræði. Þessi skáld- saga, sem ég skrifaði 24 ára gamall, er nánast aðeins samtöl. Það eina sem ég hef er tilfinning fyrir sögu- mennsku og eyra fyrir samtölum.“ Jafn einkennilegt og það kann að virðast telur Goldman gæði samtala ekki skipta miklu máli í kvikmynda- handritum. „Samtöl eru ofmetnasti þáttur handritsgerðar. Ein af ástæð- um þess hversu fáar fleygar setn- ingar koma úr bíómyndum er sú að þar skipta þær miklu minna máli en í bókmenntum. Auðvitað eru góð samtöl æskileg. En þau ráða ekki úr- slitum um hvort bíómynd virkar eða ekki. Það eina sem ræður úrslitum um það er sagan, sagan og aftur sag- an.“ Goldman segir að þegar hann Sagan, sagan, sagan Butch Cassidy and the Sundance Kid: Handritið færði William Goldman Ósk- arsverðlaunin. William Goldman SPENNUMYNDIN TheRecruit er 36. handritið semRobert Towne hefur unniðvið. Af þeim fjölda eru reynd- ar allmörg sem hann leggur ekki nafn sitt við heldur hefur komið að sem handritslæknir; eitt þeirra er reynd- ar Marathon Man eftir William Gold- man! Af öðrum frægum myndum þar sem Towne var kallaður til hjálpar við lokagerð handrits má nefna Bonnie and Clyde og The Godfather, en Towne samdi eina snjöllustu senu þeirrar sígildu myndar, samtalið í garðinum milli Marlons Brandos og Als Pacinos. The Recruit, sem hefur Pacino og Colin Farrell í aðalhlutverkum undir stjórn Rogers Donaldsons, fjallar um myrkraverk, svik og samsæri innan bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Í slíkum viðfangsefnum er Robert Towne í essinu sínu. Eins og kollegi hans Goldman hefur hann samið handrit af ólíkasta tagi en honum virðast hugleiknust siðferðisleg álita- mál í mannlegum samskiptum og spilling samfélagsvaldsins. Hann er afar flinkur í að semja raunsæisleg samtöl, skapa trúverðugar, þrívíðar persónur og byggja upp spennu. En rétt eins og félagi Goldmans er hann ekki óbrigðull. Eins og svo margir málsmetandi fagmenn í Hollywood á 7. og 8. ára- tugnum hóf Robert Towne feril sinn í B-myndaverksmiðju lágverðskóngs- ins Rogers Cormans og þá jöfnum höndum sem höfundur og leikari. Fyrsta handrit hans var heimsendis- ópusinn The Last Woman on Earth (1960), sem þykir afar tilgerðarlegur en samt prýddur bólgnum samtölum. Þar lék Towne einnig eitt aðalhlut- verkanna undir dulnefninu Edward Wain og hélt því áfram í Creature From the Haunted Sea (1961). Leik- hlutverk hans eru sem betur fer örfá, en þó má nefna að hann varð sér ekki til skammar er hann lék hjá vini sín- um Jack Nicholson í mynd hans Drive, He Said (1971), auk þess að krukka í handritið. Hið fullkomna handrit? Fyrsta handritið sem lofaði góðu um það sem koma skyldi frá Towne var aðlögun hans á sögu Edgars All- ans Poes The Tomb of Ligeia sem Corman leikstýrði árið 1965 og er áreiðanlega ein frumlegasta, seið- magnaðasta mynd hans. Eftir glás af nafnlausum læknis- störfum við handrit á næstu árum kom hið prýðilega skopádeiludrama The Last Detail (1973), þar sem Hal Ashby leikstýrði Nicholson og Randy Quaid í hlutverkum sjóliða á þurru landi og þeir kjömsuðu á matarmikl- um en grófum samtalstextanum. Ári seinna birtist meistaraverkið China- town. Þessi sígilda einkaspæjara- mynd Romans Polanskis hvílir ekki síst á margslungnu handriti Townes, sem er afar þéttur vefnaður spennu- þátta, siðferðislegrar og pólitískrar ádeilu og afburða persónusköpunar með Kínahverfið sem miðlægt tákn úrkynjunar og spillingar manna og samfélags við rætur bandarísks nú- tíma. Handrit Townes að Chinatown færði honum Óskarsverðlaunin og hefur löngum verið tekið sem klass- Þögnin, þögnin, þögnin Robert Towne Chinatown: Mynd Polanskis eftir Óskarsverðlaunuðu handriti Roberts Towne. The Recruit: Al Pacino og Colin Farrell túlka nýjasta spennuhandrit Roberts Towne. Robert Towne: Örlítil breyting á blað- síðunni getur orðið risavaxin uppi á tjaldinu… HVORUG þessara mynda, Dreamcatcher sem William Goldmansemur uppúr sögu Stephens King í félagi við leikstjórannLawrence Kasdan, og The Recruit, sem Robert Towne skrifarásamt Kurt Wimmer, getur að vísu talist til bestu verka þess- ara höfunda. Þær eru báðar bundnar í hefðir bandarískrar afþreyingar, Dreamcatcher í mannlegu, dramatísku nútímahrollvekjuna að hætti Kings, og The Recruit í fléttuðu spennumyndina. Hvorug þeirra hefur hlotið sérlega góðar viðtökur vestra, en eflaust eru þær báðar þokkaleg skemmtun. Hins vegar verður styrkur þeirra Goldmans og Townes tæplega talinn felast í frumleika í efnisvali eða efnisframsetningu. Hann liggur í fag- mennskunni, kunnáttunni í að byggja upp, stundum flókna sögu í kvik- mynd þannig að hámarksáhrif nást, í því að skapa sterkar persónur sem sagan vex út úr frekar en öfugt og leggja þeim í munn hnyttinn og kar- akterlýsandi samtalstexta. Ef greina má einhvern mun á verkum þeirra í þessu samhengi er hann kannski sá að Goldman er snarpari samtalshöf- undur en Towne sem hins vegar er næmari fyrir flóknum söguvefnaði. William Goldman og Robert Towne eiga það sameiginlegt að byrja feril sinn á 7. áratugnum og ná mestum árangri á þeim 8. Það eru þrjú ár á milli þeirra; Goldman er núna tæplega 72 ára að aldri en Towne tæplega sjötugur. Fyrir utan að semja handrit undir eigin nafni hafa þeir báðir lagt gjörva hönd á önnur, annað hvort undir dulnefnum eða nafnlaust, enda eftirsóttustu „handritslæknar“ í Hollywood. Towne var áhrifamikill innanbúðarmaður í valdakerfi kvikmyndaborgarinnar, eink- um á 8. áratugnum, á meðan Goldman hefur ævinlega verið hálfgerður utangarðsmaður sem gagnrýnt hefur vinnubrögð og viðhorf í sama kerfi vægðarlaust, ekki síst í ritgerða- og minningabókum sínum. Hann hefur einnig skrifað töluvert af skáldsögum á meðan Towne hefur einbeitt sér að kvikmyndahandritum. Towne hefur reynt fyrir sér í leikstjórn en Goldman haldið sig við skriftirnar. Handrits- meistararnir í Hollywood Í hugmyndafátækt þeirri sem ríkt hefur í Holly- wood undanfarin ár hefur skortur á góðum kvik- myndahandritum og góðum sögum verið mest áberandi. Þótt nýir höfundar komi annað slagið sterkir til leiks, eins og Charlie Kaufman núna, standa tveir menn um sjötugt þar enn fremstir meðal jafningja, William Goldman og Robert Towne, sem báðir hafa þó átt misjafna daga í seinni tíð. Árni Þórarinsson fjallar um þessa ókrýndu konunga bandarískrar handritsgerðar í tilefni af því að þeir standa að baki handritum tveggja frumsýninga helgarinnar, Dreamcatcher og The Recruit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.