Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 C 23
UMRÆÐAN
HARLA vafasamur gróði, hugsan-
lega tap, og mestu landspjöll af
manna völdum í Íslandssögunni,
sannkölluð hryðjuverk. Þetta er ár-
angurinn af því að stofna til 100 millj-
arða skulda vegna virkjunar á hálend-
inu.
– Já, en þetta skapar atvinnu á
Reyðarfirði, segja Kárahnjúkakauð-
ar. Þið vinstri grænir getið ekki bent
á neinar aðrar framkvæmdir til að
treysta byggð og lífskjör í landinu,
nema kannski að tína hundasúrur og
fjallagrös, sussum svei. –
Sumir mundu kalla þetta barnaleg
rök, en sú fullyrðing væri móðgandi
við blessuð skynsömu börnin. Það
vantar ekki raunhæfar hugmyndir
um framfarir í atvinnumálum. Meira
að segja fullyrði ég að einungis með
einni tegund atvinnusköpunar sé með
tímanum hægt að auka þjóðartekjur á
ári um tugi milljarða. Sú aðgerð níðist
ekki á lífbelti landsins eins og Kára-
hnjúkavirkjun gerir; þvert á móti
vinnur hún með náttúrunni í lífbelti
hafsins. Sú aðgerð byggir upp blóm-
lega atvinnu um allt land, ekki bara á
einum bletti. Sú aðgerð felst ekki í því
að kaupa helling af nýjum atvinnu-
tækjum, heldur í því að nýta betur
þau fiskiskip og önnur tæki sem nú
eru aðeins notuð til hálfs. Sú aðgerð
krefst ekki 100 milljarða skuldsetn-
ingar, heldur aðeins þess að nýta stór-
kostlega reynslu. Þar á ég við reynsl-
una af fiskveiðum í fjörutíu ár. Það er
ekki þýðingarmest að nota þá sorg-
legu reynslu til ásakana á einn eða
neinn, heldur til þess að finna út
hvernig hægt er að tvöfalda þorsk-
veiðar á svo sem áratug. Það er hægt
samkvæmt greiningu á sögu veiðanna
á liðnum áratugum.
Í stað þess að stunda hóflega veiði,
25% af veiðistofni þorsks á hverju ári,
höfum við veitt að jafnaði 36% í meira
en 30 ár. Árin 1994–97 var sóknin að-
eins 28%, og þá jókst nýliðun veru-
lega, en grimm rányrkja hefur haldist
síðustu fimm ár, 36%. Að auki hafa
líklega allt að því 5% af veiðistofnin-
um verið hent aftur í sjóinn á hverju
ári eða landað fram hjá vigt. Það hef-
ur valdið mestum skaðanum og haft
ótrúleg margfeldisáhrif. Þetta brott-
kast er bein afleiðing af því að nota
aflamarkskerfi en ekki sóknarmarks-
kerfi til þess að stjórna fiskveiðum,
eins og Færeyingar hafa sýnt fram á.
Árleg 15% ofveiði og brottkast skerð-
ir hvern árgang þorsksins aukalega
um þriðjung eða meira á þeim árum
þegar seiðin eru að vaxa upp í algeng-
ustu veiðistærð. Og aukaleg skerðing
árgangsins er kannski orðin þrír
fjórðungar þegar fiskurinn hefur
þroskast upp í virkan hrygningar-
stofn við um það bil 10 ára aldur. Þá
hrapar nýliðunin, og með næstu kyn-
slóð ágerist skerðingin þess vegna,
svo að veiðistofninn og aflinn hefur á
síðustu áratugum helmingast, en
virki hrygningarstofninn minnkað um
90%, þrátt fyrir dálitla friðun hans
sem virðist hafa skilað talsverðum ár-
angri síðasta áratug. Svo eru ýmsir
togarakafteinar að heimta ábót á
kvótann, á stundinni, þegar loks er
farið að votta fyrir framförum stofns-
ins, í bili!
Allt þetta má sýna fram á með töl-
fræðilegri greiningu á framvindu
þorskstofnsins síðustu 40 ár. En mest
er um vert að sú greining sýnir að
dæminu má snúa við og auka aflann
upp í það magn sem með núverandi
árferði í sjónum ætti að vera 400 þús-
und tonn, í staðinn fyrir 180 þúsund
tonn á þessu fiskveiðiári. Til þess
duga engin vettlingatök, heldur ný og
markviss stefna:
1) Friðun hrygningarstofnsins þarf
að stórauka að hætti Færeyinga.
Netabátum er hægt að bæta það
upp á annan hátt.
2) Brottkasti þarf að útrýma með
sóknarmarkskerfi, líka að hætti
Færeyinga. þá borgar sig að færa
allan afla á land.
3) Árlega skal aðeins veiða 25% af
veiðistofni,undanbragðalaust, og
tímabundin friðun smáfisks getur
verið nauðsynleg á ýmsum svæð-
um.
Vissulega kemur árangurinn ekki
eins og hendi sé veifað. Fyrst þarf
áratug til að koma upp sæmilega
myndarlegri kynslóð þorsks, en á öðr-
um áratug elst upp önnur stærri kyn-
slóð, og enn stærri á þeim þriðja.
Horfur eru ískyggilegar næstu 5 árin
eftir rányrkjuna miklu. En upp úr því
ættu ofangreindar ráðstafanir að
skila talsverðri stækkun stofnsins, og
350–400 þúsund tonna afla árin 2021–
2030. Viðbótin gæti þá orðið 30 millj-
arðar króna á ári, auk þess sem auka
má verðmæti aflans með bættri með-
ferð. þá sést hvers konar óðs manns
æði það væri ef stjórnmálamenn fórn-
uðu fiskimiðunum á altari ESB eftir
kosningar í vor, þó að nú hafi þeir ekki
hátt um þær fyrirætlanir sínar, af
hræðslu við skoðanakannanir. Ég
heiti á kjósendur að láta það svika-
logn ekki pretta sig til að kjósa vit-
laust.
Auðvitað er hægt að efla atvinnu á
fleiri sviðum en í sjávarútvegi, og um
það hafa vinstri grænir bent á mörg
dæmi. En ég hlakka til að sjá árang-
urinn af endurreisn þorskveiðanna á
aldarafmæli mínu eftir 20 ár og bera
hann saman við píringinn sem fæst úr
skuldasúpufylliríinu mikla og hryðju-
verkum stóriðjudýrkenda við Kára-
hnjúka, öðru nafni Alcoahól. Ég spái
að þá hafi þeir fyrir löngu, lúpulegir á
svip, fellt hjal sitt um ráðaleysi vinstri
grænna í atvinnumálum. Hjálpum
þeim til þess í kjörklefanum.
Hryðjuverk við
Kárahnjúka eða
tvöföldun þorskafla
Eftir Pál Bergþórsson „Ég hlakka
til að sjá ár-
angurinn af
endurreisn
þorskveið-
anna á aldarafmæli
mínu eftir 20 ár.“
Höfundur er á lista VG í Reykjavík suður.
M
al
lo
rc
a
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Alltaf
ód‡rari!
Ver›dæmi Spariplús
Mallorca
36.340 kr.
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í 1 viku á Pil Lari Playa, íslensk fararstjórn, ferðir
til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman: 43.830 kr. á mann.
Krít
49.882 kr.
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í 1 viku á Skala, íslensk fararstjórn, ferðir til
og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman: 60.670 kr. á mann.
Portúgal
39.990 kr.
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í 1 viku á Sol Doiro, íslensk fararstjórn, ferðir til
og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman: 54.055 kr. á mann.