Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 19
heillaði mig var að vírusinn hefur geðræn áhrif á fólk, fyllir það heift. Þessi heift mannsins og ótt- inn sem af henni hlýst finnst mér vera mjög hvöss skírskotun til okkar samtíma. Síðastliðið ár hef- ur þessi óttatilfinning verið að ágerast ískyggilega finnst mér, í kjölfar 11. september, leyniskytt- unnar í Washington, aukinnar hryðjuverkaógnar og stríðsins í Írak. Allavega í heimalandi mínu hefur fólk verið mjög upptekið af öllum mögulegum aðsteðjandi ógn- um við mannkynið. Mér fannst magnað að geta fjallað um þennan tíðaranda. Við Alex [handritshöf- undur] höfum líka haft töluverðan áhuga á hernaði síðustu ára, í hin- um ýmsu heimshlutum, Evrópu og Afríku, og þeim myndum sem við höfum fengið af þeim átökum. Þetta er þannig að sumu leytinu til stríðsmynd og sem slík er hún undir áhrifum frá hernaðinum í fyrrum Júgóslavíu, Sierra Leone og Rúanda t.a.m.“ Heiftin – Þú ert sem sagt að segja að þú hafir ekkert endilega séð myndina sem vísindaskáldskap? „Ég leit svo á að myndin fjallaði um eitthvað sem gæti gerst næsta laugardag. Tilhugsunin um að heimsendir sé handan við hornið er afar óþægileg. Þess vegna skild- um við eftir svona miklar eyður fyrir áhorfendur til að fylla upp í.“ Boyle segist líka hafa fallið fyrir siðferðisspurningunum sem sagan veltir upp. Þeim útgangspunkti að það hafi í raun enginn ætlað að stuðla beint að svo hörmulegum atburðum og þvert á móti hafi allir meint vel, vísindamennirnir sem og dýraverndunarsinnarnir. „Þetta Clockwork Orange-minni um að vísindamenn séu alltaf að reyna að bæta manninn, í þessu tilfelli að reyna að fjarlægja illskuna. Og þegar góðmennska vísindamanns- ins skarast á við góðmennsku aktí- vistans býður það hættunni heim og er dæmt til að valda hörm- ungum.“ – Þú hefur miklar áhyggjur af andlegu ójafnvægi samborgara þinna? „Þetta er stórt vandamál í Bret- landi samtímans, þar sem mér finnst gæta miklu meiri óþolin- mæði og umburðarleysis en áður. Hér áður gátum við tengt þessa lesti mannsins við kynja- og kyn- þáttavandamál eða deilur milli þjóðflokka eða stétta. Í dag verða allir fyrir barðinu á þeim, enda held ég að öll þessi heift sé sprott- in af öðru, eins og t.a.m. neyslu- sýkinni og markaðshyggjunni og þrýstingi frá fjölmiðlum. Okkur er sagt hvað við verðum að fá og eiga og þegar okkur tekst ekki að ná í það, fáum ekki drauma okkar upp- fyllta, þá fyllumst við gremju og reiði. Þessi punktur skýrir einmitt öll þessi vörumerki í myndinni.“ Óskrifað blað – Hvers vegna ákvaðstu að velja nær alveg óþekkta leikara í aðal- hlutverkin. Með svona góða fléttu þá hefðirðu hæglega getað kosið að gera úr henni Hollywood-stór- mynd er ekki svo? „Ég var harður á því að myndin mætti ekki skarta stórum stjörn- um. Það var mjög mikilvægt því þú átt ekkert að vita um þetta fólk í upphafi myndarinnar, koma að því sem óskrifuðu blaði. Þegar aðal- persónan Jim vaknar nakinn á spítalanum, einn og yfirgefinn, þá er hann eins og ungbörnin sem þar koma í heiminn, algjörlega óskrif- að blað, hefur ekki hugmynd um hvað átt hefur séð stað. Þótt við séum mjög meðvitaðir um fjár- hagslegan ávinning af því að hafa stjörnur þá vissum við að það yrði áhrifaríkara ef leikararnir yrðu óþekktir. Ef Ben Affleck hefði gengið yfir mannlausa Westminst- er-brúnna þá hefur allt aðrar og kolrangar spurningar brunnið á áhorfandanum. Og svo hefðu menn líka gefið sér að hann kæmist lífs af, sem er alls ekki víst.“ – Myndin lítur út fyrir að hafa verið býsna erfið við að eiga, að hún hafi krafist óvenju snjallra úr- ræða, svo framleiðslukostnaðurinn ryki ekki uppúr öllu valdi. „Þetta var vissulega mikil áskor- un, eins og t.a.m. að taka upp þessi mannlausu atriði í miðborg Lund- úna. Við skutum þau nær öll snemma morguns og vegna þess að við notuðum stafrænar töku- vélar þá gengu tökur mun hraðar fyrir sig en venjulega þannig að þetta gekk bara ótrúlega vel. En ég reyndi hvað ég gat til að kom- ast hjá því að gera myndina að ein- hverri stórmynd, sem aldrei var ætlunin. Hún átti að vera innileg en þó ekki þannig að það skini í gegn að við hefðum reynt að þrengja sjónarhornið. Þetta var frábært tækifæri og áskorun eftir The Beach, að gera svona miklu minni og ódýrari mynd. Það kallaði vissulega á meiri úrræðasemi.“ – Sem hlýtur að skila sér marg- falt þegar það gengur upp, er það ekki? „Ekki að ég sé eitthvað á móti kostnaðarsömum myndum, en jú maður fær miklu meira útúr því að leysa verkefnin á annan hátt en að dæla í þau peningum.“ Heimsendaundirspil – Tónlistin í myndum þínum er áberandi vel valin og það liggur við að maður sé eins spenntur að heyra plötuna með tónlistinni úr myndum þínum og að sjá þær. Þú hlýtur að láta tónlistina þig miklu varða? „Mjög svo, við Andew MacDon- alds framleiðandi minn, höfum allt- af haft ákveðna tónlist í huga þeg- ar við ákveðum að gera einhverja mynd. Þannig voru við búnir að ákveða að nota Underworld löngu áður en tökur hófust á Trainspott- ing. Sama gerðist núna því við vor- um staðráðnir í að nota tónlist Godspeed You Black Emperor! allt frá upphafi, eiginlega strax eftir að við lásum handritið. Þeir eru nú ekki vanir að leyfa mönnum að nota tónlist sína en gáfu okkur leyfi eftir að hafa séð hana, sem gladdi okkur mjög. Við höfðum þá líka ákveðið að tónlist þeirra myndi leika stórt hlutverk, þótt við ætluðum bara að nota eitt lag („East Hastings“ af F#A#(Infin- ity) frá 1996). Svo notuðum við sálmana til mótvægis.“ – Var höfundur sjálfrar kvik- myndatónlistarinnar, John Murphy, þá undir beinum áhrifum frá Godspeed? „Já, hann notaði Godspeed sann- arlega sem útgangspunkt.“ – Þið hefðuð sannarlega getað notað tónlist íslensku sveitarinnar Sigur Rósar, sem mér finnst falla mjög vel að efni myndarinnar, og hefur einmitt gjarnan verið lýst sem heimsendaundirspili. „Já, það er alveg rétt. Ég þekki þá sveit vel og þegar þú segir það þá hefði verið gráupplagt að nota tónlist þeirra. Man það næst. Takk fyrir ábendinguna.“ – Svona að lokum, spurning sem brennur örugglega á vörum flestra sem við þig ræða. Frést hefur af því að Irwing Welsh sé að leggja drög að kvikmyndagerð á fram- haldinu af Trainspotting, sem ber heitið Porno. Er séns á að þú kom- ir að gerð þeirrar myndar? „Já, ég er að vinna að því með honum,“ svarar Boyle um hæl, enn jafnfús til að ræða um hvað sem er. „Ef útkoman er viðunandi þá munum við sannarlega láta slag standa, en þó með því skilyrði að allir upprunalegu leikararnir verði til í tuskið. Þeir eru áhugasamir veit ég, þannig að horfurnar eru mjög góðar.“ Horfurnar eru góðar – svo óskaplega góðar. skarpi@mbl.is 28 dögum síðar er sýnd á 101 kvik- myndahátíð í Regnboganum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 C 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.