Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 40
40 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ sjást engir útlendingarhvað þá ferðamenn hér,því vegna stríðsins hérnarétt við bæjardyrnartöldu menn ekki rétt að hætta á slíkt. Við fyrstu sýn er allt í rjómakyrrð og ég fór að heimsækja karlana mína á netkaffinu Delicious. Þeir urðu glaðir enda var ég prýði- legur viðskiptavinur hjá þeim fyrr í vetur. Eigandinn bauð í mat heim til sín og sagði mér þau gleðitíðindi að yngri sonur hans, 16 ára hefði fengið sumarskólavist í Bretlandi í júní en ég hafði aðstoðað þá feðga við að finna skóla og senda umsókn. Í miðbænum var verið að gera upp gamla járnbrautarstöðvarhúsið og aðalpósthúsið í borginni. Því er nú lokið og árangurinn hinn smekkleg- asti. Mér sýnist líka fleira þess hátt- ar vera í deiglunni og hugur í mönn- um að hlúa að borginni til fegurðarauka. Öðru hverju settist ég niður og fékk mér tesopa og talaði náttúrlega mína arabísku og þá urðu allir svo kátir að þeir prófuðu að svara á ensku til að sýna að þeir vildu endi- lega koma til móts við þessa konu sem var svona kurteis að hafa lært duggulítið í tungumálinu þeirra. Þegar ég kom að litlu matsöluhúsi þar sem tíu eða tuttugu lögreglu- þjónar voru að borða miðdegisverð- inn sinn fannst mér bera vel í veiði því þar með hlaut maturinn að vera ódýr – því lögregluþjónar í Sýrlandi munu hafa afspyrnu léleg laun – og trúlega góður líka. Svo þegar ég athugaði matseðilinn sá ég að þar var ýmislegt góðmeti á boðstólum, svo sem grilluð kinda- nýru og hjörtu með frönskum kart- öflum eða kartöflumús fyrir svona fimmtíu kall en suma réttina skildi ég ekki og þjónninn kom mér til hjálpar og mælti sérstaklega með rétti sem hann gat með bendingum niður um sig og með því að þykjast vera með horn, komið mér í skilning um að væru hrútspungar, grillaðir eða soðnir og með kartöflumús eða frönskum. Kostaði 100 kall. Hreint sælgæti. Ég bað afsökunar, eiginlega væri ég ekki mjög svöng, spurði hvort ég gæti bara fengið te. Það var auðsótt og kostaði 10 krónur. En hver veit, kannski ég ráðist til atlögu við soðna hrútspunga eða grillaða og kartöflu- stöppu áður en við er litið. Grillaðir hrútspungar að sýrlenskum hætti Það var svo ljómandi notalegt að dúrra með rút- unni til Damaskus eftir að hafa verið í burtu vítt og breitt um nágrannalönd síðustu röska tvo mán- uði, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir, sem fer þó senn að stinga út stefnuna heim á leið. Dagbók frá Damaskus SKÓLAMÓT í skák var haldið ný- lega í Grunnskólanum á Hellu þar sem saman komu margir áhuga- samir keppendur úr 5.–10. bekk. Mótið er liður í skólaskák Skák- sambands Íslands en sigurvegarar mótsins taka þátt í sýslumóti sem fram fer í byrjun apríl í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Úrslitin á skólamótinu urðu þau að í eldri flokki, úr 8.–10. bekk, sigraði Arnar Ármannsson með 5 vinninga en í yngri flokkn- um, úr 5.–7. bekk, sigraði Jökull Jóhannsson með 4 vinninga. Áður en skákmótið hófst færði Ragnar Pálsson, framkvæmda- stjóri Glerverksmiðjunnar Sam- verks, skólanum að gjöf 15 full- komin taflsett með trémönnum og klukkum og 10 sett með plast- mönnum. Töldu menn að vel færi á því að tileinka mótið gefandanum og nefna það Samverksmótið. Til- gangurinn með gjöfinni sagði Ragnar að væri einkum sá að hlúa að skákstarfi í skólanum og taka þátt í að efla skákáhuga sem nú væri í uppsveiflu víða um land. Sjálfur er hann einlægur skák- áhugamaður og var hann skóla- meistari í skák á sínum tíma og tók þátt í sýslumóti í framhaldi af því. Skólastjórinn, Sigurgeir Guð- mundsson, tók við gjöfinni og sagði í þakkarávarpi sínu skákina vera gott mótvægi við alla þá tölvunotk- un sem ætti sér stað hjá ungmenn- um og hreyfði hún sannarlega vel við heilabúinu. Í vetur hafa áhugasamir nem- endur skólans sótt æfingar reglu- lega en leiðbeinandi er Björgvin Smári Guðmundsson kennari sem stjórnaði skólamótinu nú. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Ragnar Pálsson, framkvæmdastjóri Glerverksmiðjunnar Samverks, og skólastjóri Grunnskólans á Hellu, Sigurgeir Guðmundsson, t.v., reyndu með sér í skák. Haft var á orði að Ragnar hefði bókstaflega „gefið skák- ina“. Hjá honum situr sonur hans, Ragnar Páll. Skólaskákmót í Grunnskólanum á Hellu Glerverksmiðjan Samverk gaf töfl Hellu. Morgunblaðið. ÁRSÞING HSÞ, það nítugasta í röð- inni, var haldið í sal stéttarfélag- anna á Húsavík fyrir skömmu. Fulltrúar sextán aðildarfélaga áttu rétt til setu á þinginu og var góð mæting frá flestum félögum. Meðal gesta þingsins voru þeir Björn B. Jónsson, for- maður UMFÍ, og Sigmundur Þórisson, fram- kvæmdastjórn ÍSÍ. Við þetta tækifæri voru íþróttamenn ársins 2002 hjá HSÞ kynntir og þeim afhent verðlaun. Til- nefndir voru Jón Smári Ey- þórsson glímu- maður ársins úr Baldursheimi í Mývatnssveit. Knattspyrnumaður ársins Pálmi Rafn Pálmason, Völsungi, sund- maður ársins kom einnig úr Völs- ungi, Björgvin Már Vigfússon og frjálsíþróttamaður ársins var Þor- steinn Ingvarsson, Ungmennafélag- inu Einingu í Bárðardal. Íþróttamaður HSÞ var kjörinn Pálmi Rafn Pálmason, hann hefur leikið með Völsungi undanfarin ár og vakið verðskuldaða athygli. Hann þykir einn af efnilegustu knattspyrnumönnum landsins og hefur verið undir smásjá erlendra liða, m.a Groningen í Hollandi og Arsenal. Pálmi Rafn hefur eins og kunnugt er skipt yfir í KA á Ak- ureyri og spilar með liðinu í úrvals- deildinni í sumar. Þeir Pálmi Rafn og Jón Smári voru báðir fjarver- andi við keppni í íþróttagreinum sínum og gátu því ekki sjálfir tekið við verðlaunum sínum. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, Völs- ungi, var endurkjörinn formaður HSÞ til eins árs. Vel heppnað ársþing HSÞ Húsavík. Morgunblaðið. Þorsteinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.