Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 C 27 UMRÆÐAN ÉG HEF svo margt við grein Þor- valdar Arnar Árnasonar, „Slagsíða á Morgunblaðinu“, sem birtist í þessu blaði í gær að athuga að ég veit hreint út sagt ekki hvar ég á að byrja. Líklega er þó best að byrja á því að segja að ég mótmæli harðlega málflutningi hans. Ég uni því ein- faldlega ekki að vera sakaður um að hafa tekið þátt í „ótrúverðugum fréttaflutningi“ í tengslum við hern- aðarátökin í Írak. Þorvaldur heldur því fram að í umfjöllun um Íraksstríðið og að- draganda þess hafi Morgunblaðið lagst flatt „fyrir einhliða áróðri árás- araðilanna“, ýmist hunsað eða gert tortryggilegar aðrar skoðanir á mál- inu. Hann nefnir að hinn 24. mars hafi sér fundist mælirinn vera orðinn fullur en að raunar hafi farið að síga á ógæfuhliðina þegar í haust. Nú hefur sá sem þessi orð ritar komið að fréttaskrifum vegna Íraks- deilunnar allan þann tíma sem Þor- valdur nefnir og tek ég því ummælin nokkuð til mín. Í þessu sambandi er raunar rétt að nefna að Þorvaldur blandar sam- an eins og honum þykir henta frétta- skrifum Morgunblaðsins og leiðara- efni. Þó má ljóst vera að þar er veigamikill munur á. Þorvaldur get- ur verið ósáttur við leiðaraskrif í blaðinu, sem vissulega mótuðust af stuðningi við stefnu íslenskra stjórn- valda að því er varðar Íraksstríðið, en ég neita að sitja undir því sem blaðamaður að hafa gengið erinda stjórnmálaflokka eins og Þorvaldur ýjar að. Mér finnst jaðra við meið- yrði að halda slíku fram. Rétt er að geta þess, af því að Þor- valdur nefnir það sérstaklega, að það var að mínu frumkvæði sem tek- ið var viðtal við Kenneth nokkurn Pollack, sem síðan var birt í blaðinu 27. febrúar sl. Þorvaldur segir að með birtingu þess hafi farið að halla „á ógæfuhliðina“ í umfjöllun blaðs- ins. Segir hann að viðtalið hafi verið „kynnt á heilsíðu gagnrýnislaust sem fræðileg úttekt væri“. Um þetta get ég sagt að hvað sem líður eigin efasemdum um réttmæti árásar á Írak var ég yfir mig ánægð- ur að fá tækifæri til að ræða við mann þennan. Ég vissi nefnilega sem var að bók Pollacks The Gather- ing Storm. The Case for Invading Iraq hafði mikil áhrif er hún kom út í Bandaríkjunum sl. haust. Ég vissi að það var samdóma álit manna að ef einhver hefði fært sannfærandi rök fyrir því að rétt væri að ráðast á Írak þá hafi það verið Pollack. Það var mitt mat – sem efasemdarmanns um þetta stríð – að hlýða þyrfti á þau rök vegna þess einfaldlega að þau skipta máli – það skiptir máli hvað menn segja í Washington, vegna þess að Bandaríkin eru valdamesta ríki í heiminum. Við getum verið ósammála því sem menn segja þar en við segjum samt af því fréttir. Það sem gerir málflutning Þorvaldar hjákátlegan er að bók Pollacks er einmitt það sem hann gefur í skyn að hún sé ekki: hér er á ferðinni fræðileg úttekt á efninu, margra ára rannsóknir liggja að baki verkinu og því fylgja tilheyr- andi tilvísanir og heimildaskrá. Tel- ur Þorvaldur sig virkilega þess um- kominn að gera lítið úr bók Pollacks (sem hann greinilega hefur ekki flett) af því að honum líkar ekki nið- urstaða höfundarins? Var viðtalið við Pollack gagnrýn- islaust? Því neita ég algerlega. Ég get þó sagt að ég stunda ekki þannig vinnubrögð í fréttaskrifum, að gera lítið úr málflutningi viðmælanda míns sé hann mér ekki að skapi. Hvað annað segir Þorvaldur sem gerir mig ergilegan? Það er af mörgu að taka. Hann segir t.d. að frétt um það að Bandaríkin ætluðu að setja eigin herstjórn yfir Íraka hafi „slæðst óvart“ inn á síður blaðs- ins „vegna þess að íslenskur flug- maður flaug með tilvonandi stjórn- arherra frá Bandaríkjunum til Kúveit“. Þetta er náttúrlega bara vitleysa – Þorvaldur les blaðið ekki nógu vel. Hér eru menn ekki þátttakendur í einhverju samsæri um að þegja um tiltekna hluti. Kannski er ég of hör- undsár, en ég sætti mig ekki við slík- ar aðdróttanir; slíkar atlögur að starfsheiðri mínum og kolleganna. „Stuðningur við stríðið“ var ekki heldur „yfirgnæfandi“ á forsíðu blaðsins þá daga sem það stóð. Staðreyndin er einfaldlega sú að það geisaði stríð í Írak. Það var fullkomlega eðlilegt að gera því skil með stríðsfyrirsögnum! Við greindum líka skipulega frá því sem embættismenn Íraka sögðu – andstætt því sem Þorvaldur heldur fram – alveg eins og við sögðum frá yfirlýsingum Bandaríkjamanna. Við sögðum líka frá því þegar leið- togar Rússlands, Frakklands, Þýskalands og annarra þjóða tjáðu sig um þetta stríð (sem þeir voru á móti). Að halda öðru fram er einfald- lega ósannindi. Þá skrifuðum við ítrekað lýsingar á aðstæðum venjulegra Íraka í Bagdad, sem máttu þola loftárásir bandamanna, auk þess sem við rökt- um reglulega frásagnir af mannfalli úr röðum óbreyttra borgara. Ekki gleymdum við heldur að segja fréttir af mótmælaaðgerðum gegn stríðinu. Það ætti þó að blasa við að mest áhersla var lögð á fréttir frá stríðs- staðnum, þ.e. frá Bagdad þar sem sprengjurnar lentu, heldur en frá samkomum fólks í öruggri fjarlægð. Finnast Þorvaldi það undarlegar áherslur? Áttum við að draga úr fréttaskrifum frá Bagdad vegna þess að okkur mislíkaði það sem þar fór fram? Ef Þorvaldur er þeirrar skoðunar þá hefur hann einfaldlega engan skilning á fréttamennsku. Frétta- maður skrifar nefnilega fréttir og það er frétt að harðar loftárásir séu gerðar á Bagdad. Loks skil ég ekki hvað Þorvaldur á við þegar hann segir að forsíða blaðsins 22. mars hafi verið „fagn- aðaróður um stórhertar árásir á Bagdad“. Forsíðan þennan dag var undirlögð af fimm dálka mynd (óvenjulegt á þessum bæ) af brenn- andi byggingum í Bagdad, afar lýs- andi mynd af ástandinu í borginni. Hvers vegna var myndin „fagnað- aráróður“? Var hún ekki einmitt hið gagnstæða – mátti ekki öllum vera ljóst af þessari mynd að stríði fylgja hörmungar og dauði? Hvað var at- hugavert við fyrirsögnina „stórhert- ar loftárásir á Bagdad“ – höfðu þær ekki verið stórhertar? Við lestur greinar Þorvaldar vaknar sú spurning hvort hann telji að við blaðamenn Morgunblaðsins hefðum í haust, þegar ljóst var hvert stefndi, átt að hætta að „lepja upp réttlætingar og óra bandarískra hernaðarhauka“ vegna þess að okk- ur mislíkaði málstaðurinn. En hefð- um við ekki fyrst þá verið að bregð- ast þeirri skyldu okkar að segja fréttir? Hefur ekki komið á daginn að Bandaríkjamenn fóru í stríð? Var það þá ekki frétt er þeir fóru fyrst að leggja drög að því? Hefði þetta blað ekki fyrst verið komið í herferð, hefði ekki þá fyrst verið komin slag- síða í fréttaumfjöllun okkar, ef við hefðum hunsað yfirlýsingar sem þó voru augljóslega fréttaefni? Er hægt að sakast við okkur vegna þess að við leggjum ekki mat á þær yfirlýs- ingar í fréttum okkar, heldur látum lesendum um að gera það sjálfir? Mig grunar raunar að það sé ein- mitt þetta, sem þjakar Þorvald: nefnilega að það var engin slagsíða á umfjöllun blaðsins – en Þorvaldur hefði hins vegar viljað að slíku væri til að dreifa, þ.e. slagsíða gegn stríði. Ég ætla hins vegar að fá skrifa mín- ar fréttir út frá faglegum forsend- um, hér eftir sem hingað til. Vegið að blaðamönn- um Morgunblaðsins Eftir Davíð Loga Sigurðsson „Mig grunar raunar að það sé ein- mitt þetta, sem þjakar Þorvald: nefnilega að það var engin slagsíða á umfjöllun blaðsins.“ Höfundur er blaðamaður. SÚ DÆMALAUSA misþyrming, sem okkar sérstæða ljóðhefð hefir mátt þola síðari helming síðustu aldar er vægast sagt skelfileg! Allskonar bögubósar titla sig „skáld“, án þess að verða sér til at- hlægis! Þetta er vissulega sönn en sorgleg staðreynd, sem hefir við- gengist alltof lengi. Mér virðist ýmislegt benda til að okkar 1000 ára ljóðhefð eigi fyrir höndum að enda sinn glæsilega feril í kyrrþey, án þess að þjóðin hefji samstillta gagnsókn! Fjölnismenn, upptendraðir af ást á landi og þjóð unnu það afrek að hefja gagnsókn á tímum eymdar og volæðis og hvetja þjóðina til starfs og dáða með áhrifaríkum hvatn- ingar skrifum. Samtímis endurreistu þeir ljóð- hefðina með glæsibrag. Í stað vol- aðs rímnakveðskapar og leirburðar ortu þeir snjöll ættjarðar- og tækifærisljóð. Fór þar fremstur í flokki ljóðskáldið snjalla Jónas Hallgrímsson. Þar með lauk að mestu hlutverki hins volaða rímna- kveðskapar. Þarna urðu glæsileg þáttaskil. Stuðlar og rímleikni urðu kjölfesta ljóðagerðar, sem átti greiðan að- gang að hjörtum þjóðarinnar. Hófst nú sannkölluð vakningar- alda á mörgum sviðum þjóðlífsins. Skal nú farið hratt yfir sögu. Um miðja síðustu öld fóru ýmsir að höggva skörð í okkar dýrmætu ljóðhefð. Steinn Steinarr. Eftir að hann með sinni alkunnu gráglettni sló fram setningunni „íslensk ljóðhefð er dauð“, þá orti hann sjálfur aldr- ei – ég segi og skrifa aldrei – eitt einasta óstuðlað ljóð! Hann var alltof mikill fagurkeri til þess. Hinsvegar var þá engu líkara en flóðgáttir himinsins hefðu opnast og hófst nú hin ömurlega veisla bögubósa og hortittasmiða, sem staðið hefir í marga áratugi, eftir að þessari gáskafullu setningu var slegið fram. Jafnframt blasir við sú stað- reynd að fáir kaupa og enginn lær- ir „óljóðin“. Hinsvegar virðist takmarkalaus misnotkun á orðinu „skáld“ og ég hef grun um að menntamálaráðu- neytið annist undirleikinn á stund- um með furðulegum styrkveiting- um. Er hugsanlegt að „gáfumanna- félagið“ og „menningar-vitarnir“ hafi komist að þeirri niðurstöðu að stuðlar skipti ekki lengur máli fyrir okkar ljóðagerð? Menningararfur er traustur bak- grunnur hverrar þjóðar. Lista- menn á æskuárum koma oft fram með byltingarkenndar hugmyndir. Sérhver kynslóð krefst breytinga! Einstaklingar lenda stundum ut- angarðs með ögrandi lifnaðarhátt- um eða öðrum uppátækjum til að vekja á sér athygli. Ég minnist t.d. þeirra ára, þegar marxísk trúar- brögð voru áberandi í farteskinu. Nokkrir af svokölluðum „atóm- skáldum“ voru dæmi um það. Þjóðmenning vísar til fortíðar. Við viljum sífellt varðveita merkis atburði, gamlar byggingar og ýmsa kjörgripi frá fornum tíma. Hvers- vegna ættum við þá að kasta á glæ einni okkar merkustu arfleifð? Sjálfri ljóðhefðinni! Hún hefir í gegnum aldirnar ávallt verið sér- stæð og traust undirstaða okkar menningar. Að sjálfsögðu eigum við enn frá- bær ljóðskáld en bögubósum fjölg- ar ískyggilega. Margir virðast halda að þeir séu að yrkja, þegar allar bragreglur eru þverbrotnar og ruglið eitt ræður ríkjum. Telja slíkt býsna sniðugt!! Sem betur fer eigum við mikinn fjölda snjallra hagyrðinga um allt land. Þegar þeir leiða saman hesta sína er ávallt húsfylli og rífandi stemmning. Ekkert sannar betur einhug þjóðarinnar, áhuga hennar og virðingu fyrir stuðlaðri ljóða- gerð. Gagnsókn verður að byggjast á því að æskan sé látin læra fögur ljóð í skólum og hún sé jafnframt frædd um ljóðhefðina. Okkur ber vissulega skylda til að hefja ljóðagerðina til vegs og virð- ingar um ókomin ár. Þótt öldufald- ar óljóða rísi býsna hátt, þá er það von mín og trú að fagurt fley ljóð- dísarinnar sigli voðum þöndum í gegnum gruggugar holskeflur hor- tittasmiðanna! Er jarðarför ljóða- hefðar yfirvofandi? Eftir Guðmund Guðmundarson „Okkur ber vissulega skylda til að hefja ljóða- gerðina til vegs og virðingar.“ Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.