Morgunblaðið - 17.04.2003, Page 18

Morgunblaðið - 17.04.2003, Page 18
18 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA gerðist allt eftir aðsýktir tilraunaaparsluppu úr búrum sínumog smituðu fyrstu mann-eskjurnar. Dýraverndun- arsinnar, hryðjuverkamenn, sem vildu svo vel, ætluðu að frelsa aumingja skepnurnar úr klóm vondu vísindamannanna. Sem sjálfir vildu svo vel, ætluðu að lækna manninn af allri heiftinni, ná að einangra stöðvarnar sem að henni stuðla og lama hana. En þessar róttæku tilraunir voru ekki lengra á veg komnar en það að ap- arnir voru fullir af óstjórnlegri heift og þegar vírusinn tók sér ból- festu í blóði mannsins rann æðið á hann á örskotstundu. Angistin var brennandi, óbærileg og vonskan óhemjandi og banvæn. 28 dögum síðar vaknar ungur maður úr dái á ónefndum spítala í miðborg Lundúna. Hann er einn, aleinn, ekki hræðu að finna á spít- alanum, úti á götum, allt yfirgefið og borgin í rúst. Vírusinn hafði breiðst eins hratt út og logandi ótti fólksins við hann. Hundruð þúsunda féllu á nokkrum dögum, ljósin slokknuðu og breska samfélagið eins og við þekkjum það leið undir lok, engin stjórn, engin björg. En ungi mað- urinn er ekki tilbúinn til þess að gefa upp vonina, neitar að trúa því að allt sé búið, endalokin runnin upp. Heimsósómi Vísindaskáldskapur þessi er efniviður fimmtu kvikmyndar Dannys Boyles í fullri lengd. Þessa breska kvikmyndagerðarmanns sem skaust fram á sjónarsviðið 1994 með Sér grefur gröf (Shallow Grave), krassandi spennutrylli, sem þótti þá um margt marka upp- haf betri tíðar hjá ungum breskum kvikmyndagerðarmönnum, ekki hvað síst vegna þess að myndin féll í viðlíka góðan jarðveg hjá al- mennum bíógestum og gagnrýn- endum. Myndin kynnti líka til sög- unnar þrjá af athyglisverðustu leikurum sinnar kynslóðar, Skot- ann Ewan McGregor, Bretann Christopher Eccleston og hina nýsjálensku Kerry Fox, sem fyrir hafði getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í An Angel At My Table eftir landa hennar Jane Campion. Það var samt með næstu mynd sem Boyle náði alheimshylli en það var með hinni margrómuðu en umdeildu Trainspotting, sem hann gerði eftir sögu skoska popp- skáldsins Irwing Welsh. Train- spotting er meðal farsælustu mynda Breta og er enn höfð til hliðsjónar þegar Bretar velta fyrir sér hvernig ná á til áhorfenda utan landsteinanna, án þess að þurfa að láta af því að fjalla um eigið sam- félag, meinsemdir þess og kenjar. En velgengninni fylgir gjarnan aukin pressa og fyrir því fann Boyle þegar hann sendi frá sér næstu mynd, A Life Less Ordin- ary, langdýrasta mynd hans fram að því, mynd sem hann gerði í Hollywood og skartaði að mestu Hollywood-leikurum. Átti að vera rómantísk gamanmynd en reyndist sorglega dramatísk á að horfa. The Beach átti að svo að rétta ferilinn við og ekkert minna dugði en að skipta útaf heimamanninum McGregor fyrir aðkeyptu stjörn- una Leonardo DiCaprio. En allt kom fyrir ekki, myndin jafnaðist engan veginn á við hina mögnuðu metsölubók sem hún var gerð eft- ir. En það breytti því ekki að þeir Boyle og höfundur sögunnar, hinn ungi og efnilegi breski rithöfundur Alex Garland, náðu einkar vel saman og hétu því að vinna frekar saman í framtíðinni. Og framtíðin var nærri því áður en Boyle vissi af þá hafði hann fengið í hend- urnar drög að fyrsta kvikmynda- handriti Garlands, vísindaskáld- skap sem hann kallaði 28 Days Later, eða 28 dögum síðar. Boyle hafði þá haft augastað á því að gera hrollvekjandi heims- ósómamynd þar sem hann gæti tekið á máli er hvílt hafði þungt á honum um nokkurt skeið, ringul- reið samtímans og aukinni árás- argirni mannsins. Meginþemað í 28 dögum síðar smellpassaði við þetta hugarangur hans, því þótt um vísindaskáldskap sé að ræða, ákveðna framtíðarsýn, þá er myndin um leið ádeila á samtím- ann og er mjög svo lýsing á sam- tímanum. Hún er myrk, hrá, virk- ar ódýr og hálfkláruð á köflum, en er hreint ótrúlega áhrifarík og um fram allt hrikaleg, allt öðruvísi mynd en Danny Boyle hefur áður gert. Sem fyrr er það tónlistin sem gefur kannski best til kynna hvers eðlis mynd Boyles er. Rafdúettinn gaf taktfastan tóninn í Shallow Grave, útlifaður Iggy Popp söng um lífslostann í Trainspotting, ungæðislegu Ash hljómuðu undir í hinni vanþroskuðu A Life Less Ordinary, stúlknasveitin All Saints átti að tæla gesti á The Beach en í 28 dögum síðar er það kanadíska tilraunarokksveitin Godspeed The Black Emperor! sem skapar réttu stemmninguna, kannski eðlilega því tormeltri tónlist sveitarinnar hefur ósjaldan verið lýst sem und- irspili endalokanna. Óttinn við endurtekninguna Þegar blaðamaður hringdi í Danny Boyle í vikunni var hann staddur í hraðlest, á leið frá Lund- únum til Bretlands. Sambandið var slæmt en þolinmóðari og kurteisari viðmælanda hefur blaðamaður aldrei rætt við. Og það sem meira er, hann var svo auðheyrilega hel- tekinn af starfi sínu, að ekki var hægt annað en að hrífast með hon- um og hlusta á af óskiptri athygli, spenntur fyrir því að sjá myndir hans aftur, í nýju og skýrara ljósi. „Ég er á leið til Liverpool. Við erum að leita að leikurum fyrir næstu mynd,“ segir Boyle. „Og leyfist mér að spyrja nánar út í þá mynd?“ spyr blaðamaður hikandi enda vanur því að menn vilji sem minnst ræða um annað en tilefni símtalsins, myndina sem verið er að sýna og viðmælandinn að kynna. „Jú, að sjálfsögðu,“ segir Boyle hinsvegar fullur áhuga, og kemur blaðamanni þægilega á óvart. „Myndin kemur til með að heita Millions og við erum að leita að tveimur ungum drengjum, 8 og 10 ára, til að fara með aðalhlutverk- in.“ – Bíddu nú við? „Já, þetta verður mun léttari mynd en þær sem ég hef áður gert, létt og hjartnæmt og bjart gamandrama með lúmskum ádeilu- broddi á peningahyggjuna. Hún gerist 8 dögum áður en evran leys- ir pundið endanlega af hólmi. Gutt- arnir tveir finna þá ránsfeng mik- inn í pundum og verða að ákveða sig á þessum stutta tíma hvernig þeir vilja verja fengnum, annar vill fjárfesta en hinn gefa þá fátæk- um.“ Þess má geta að þessi áhuga- verði söguþráður er hugarfóstur Frank Cottrell-Boyce, sem skrifað hefur mikið fyrir Michael Winter- bottom, nú síðast 24 Hour Party People. – Það verður seint hægt að segja að þú sért einhæfur kvikmynda- gerðarmaður. Þú óttast greinilega mjög að staðna? „Já, ætli það ekki. Það er fjand- anum erfiðara að komast hjá því að endurtaka sig. Ég fæ alltaf á tilfinninguna að ég sé að fara að gera sömu mynd aftur. Kannski þessvegna vendi ég kvæði mínu alltaf svona rækilega í kross. En ég held það sé ekki hægt að kom- ast hjá því að endurtaka sig upp að vissu marki, ætli það sé ekki það sem kallað er höfundareinkenni.“ Nútíminn er trunta – En getur þú bent á einhvern rauðan þráð sem liggur í gegnum allar myndir þínar, eitthvað sem þú ert alltaf að fást við, þótt efn- istökin séu svona ólík? „Já, ég reyni alltaf að fást við nútímann á einn eða annan máta. Menn eru mjög uppteknir af for- tíðinni hér í Bretlandi, arfinum og sér í lagi seinni heimsstyrjöldinni. Ég reyni hinsvegar að forðast að velta mér uppúr fortíðinni. Fyrir vikið vilja myndir mínar gjarnan virka svolítið harkalegar, rusl- kenndar, enda má eiginlega segja að ég taki undir með hljómsveit- inni Blur í titli plötu þeirra Mod- ern Life is Rubbish [sem útfæra mætti „Nútíminn er trunta“, eins og Þursaflokkurinn lýsti yfir í lagi sínu „Nútíminn“]. Mér finnst nú- tíminn sem sagt trunta en það breytir því ekki að maður reynir að njóta þess sem maður hefur og gera sem best úr því. Ég er gjarn- an upptekinn af neyslusamfélaginu og einhver sagði að myndir mínar fjölluðu um vonir og væntingar þessa fólks sem heldur neyslusam- félaginu gangandi. Þetta á vissu- lega við 28 dögum síðar. – Það er vissulega áhættusam- ara að fjalla um samtímann. For- tíðin hefur sannað sig á meðan maður veit náttúrlega ekki fyrir- fram hvernig samtíminn kemur út í kvikmynd. „Nákvæmlega,“ tekur Boyle undir með blaðamanni. „Það kem- ur líka ósjaldan fyrir að maður tapar áttum og hefur ekki hug- mynd um hvernig útkoman verður. En það finnst mér einmitt svo spennandi við kvikmyndagerðina, þessi óttablendna óvissa. Við reyn- um alltaf að taka einhverja áhættu.“ – Svo eldast myndir um fortíðina líka mun betur en samtímamyndir, eðli málsins samkvæmt. Veltir þú vöngum yfir því hvernig myndir þínar eigi eftir að eldast? „Nei, það er stórhættulegt að leiðast út í slíka sálma og eiginlega heimskulegt. Það kann vel að vera að myndir mínar eldist illa en ég ræð bara engu um það. Maður á ekki að gera mynd með það í huga að hún eldist vel. Fólk sem býr til vín á að huga að slíku, ekki kvik- myndagerðarmenn. Þeir eiga að búa til myndir fyrir samferðar- menn sína.“ Skelfing og ótti – Það má með sanni segja að 28 dögum síðar sé skelfileg mynd á að horfa. Gleður það þig að heyra fólk segja slíkt? Boyle hlær og segir myndina vissulega hafa átt að skelfa áhorf- andann. „En það var samt ekki eini tilgangurinn því hún átti einn- ig að hafa áhrif á fólk á annan veg, grípa það heljartökum og fá það til þess að huga að umhverfi sínu og kannski vera þakklátt fyrir það sem það hefur.“ – Hvað er það sem fær nokkurn til að gera svona myrka og skelfi- lega mynd? „Myndin er vissulega myrk, 15 milljónir manna látnar og framtíð mannkynsins í bráðri hættu en ég hreifst ekkert endilega af þessari sögu vegna hryllingsins eða vís- indaskáldskaparins. Nei, það sem Endalokin eru nærri – svo óskaplega nærri Hans ær og kýr eru nútíminn. Og nútíminn er trunta. Græðgin í Shallow Grave, fíknin í Trainspotting, afbökuð ást í A Life Less Ordinary og flóttaþráin í The Beach. Og að þessu sinni er það heiftin í 28 Days Later. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við breska leikstjórann og ljúfmennið Danny Boyle um þetta nýjasta heimsósómaverk hans og bjarta framtíð. Söguhetjan í 28 dögum síðar gengur ráðvillt um mannlausa Westminster-brú. Danny Boyle er 47 ára gamall Manchester-búi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.