Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 C 35 Utanríkisráðuneytið Íslenska friðargæslan Utanríkisráðuneytið óskar eftir einstaklingum til að vera á viðbragðslista Íslensku friðargæs- lunnar vegna friðargæslustarfa á alþjóðavett- vangi á vegum Íslands. Leitað er eftir einstakl- ingum sem eru reiðubúnir til að hefja störf með skömmum fyrirvara. Umsækjendur skulu vera að minnsta kosti 25 ára og hafa:  Háskólapróf, aðra sérmenntun eða með öðrum hætti aflað sér sérhæfðrar þekkingar og reynslu.  Mjög góða enskukunnáttu.  Hæfni í mannlegum samskiptum, sérstaklega við fólk úr ólíkum menningarheimum og með margvísleg trúarbrögð.  Þolgæði undir álagi.  Öguð og sjálfstæð vinnubrögð.  Hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum og frumstæðu vinnuumhverfi. Þekking og/eða reynsla af störfum að neyðar- og mannúðarmálum er æskileg, sem og kunn- átta í öðrum tungumálum, s.s. Norðurlanda- málum, frönsku og þýsku. Íslenskir friðargæsluliðar eru almennt ráðnir til starfa í 6—12 mánuði. Einnig er leitað eftir einstaklingum, sem reiðubúnir væru til að starfa í styttri tíma og gætu hafið störf með mjög skömmum fyrirvara. Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu ráðuneyt- isins. Þau ásamt ferilsskrá á ensku, þarf að senda með tölvupósti á netfang Íslensku friðar- gæslunnar, sjá slóð og netfang að neðan. Umsóknarfrestur er til 8. maí nk. Utanríkisráðuneytið, Íslenska friðargæslan, www.utanrikisraduneytid.is fridargaesla@utn.stjr.is sími 545 9900. Í Íslensku friðargæslunni eru þeir starfsmenn sem starfa að friðar- gæslu á vegum utanríkisráðuneytisins og allt að 100 einstaklingar sem gefið hafa kost á sér til að vera á viðbragðslista. Umsjón með Íslensku friðargæslunni er í höndum sérstakrar einingar á alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Au pair“ — USA Íslensk-bandarísk fjölskylda óskar eftir „au pair" frá hausti 2003. Uppl. hjá Svandísi í síma 695 2304 Gott ferða- skrifstofustarf Þekkt ferðaskrifstofa með vaxandi um- svif óskar að ráða starfskraft — með frá- bæra söluhæfileika, góða menntun, leikni í tölvuvinnslu og reynslu í notkun AMADEUS bókunarkerfis — hið fyrsta. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir, með greinargóðum upplýs- ingum, ferilsskrá, mynd og meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist til auglýsinga- deildar Mbl. eða í box@mbl.is fyrir 27. apríl, merktar: „VINUR AMADEUS — 2003.“ Varmalandsskóli í Borgarfirði Kennarar Við Varmalandsskóla eru lausar nokkrar stöð- ur, s.s. almenn kennsla yngsta og elsta stig, verkgreinar og íþróttir. Skoðaðu heimasíðu skólans. Hafðu samband. Komdu á staðinn og kynntu þér skólann og umhverfi hans. Upplýsingar gefur Flemming Jessen, sími 430 1511/430 1531, netf. fjessen@ismennt.is . Röskan og áreiðanlegan starfskraft vantar á tannlæknastofu í miðborginni frá 1. maí nk. Vinnutími aðra vik- una kl. 8.00—13.00 og hina kl. 12.30—17.30. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „T — 13575“, fyrir 25/4. Tónlistarkennarar Tónlistarskóli Rangæinga óskar eftir að ráða til starfa söng- og gítarkennara. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Uppl. fást í síma 897 7876; senda má fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti til tonrang@li.is . Tónlistarskóli Rangæinga starfar á 7 kennslu- stöðum í sýslunni, fjöldi nemanda er 247 og starfa 12 kennarar við skólann. Skólastjóri.                                                                                                                                                                                                                                                    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.