Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 C 37 Matreiðslumaður Veitingahúsið Tilveran, Hafnarfirði, óskar að ráða matreiðslumann. Vaktavinna. Uppl. veitir Örn í síma 565 5250 eða 898 5250. Grunnskólakennarar Vilt þú kenna í góðum skóla, vinna með frábæru starfsfólki, með hæfilega marga nemendur og vinnuaðstöðu sem er eins góð og hægt er að hugsa sér? Okkur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vantar kenn- ara í eftirtaldar kennslugreinar næsta skólaár: Kennslu yngri barna, dönsku, mynd- og hand- mennt, heimilisfræði, sérkennslu og upplýs- inga- og tæknimennt ásamt umsjón með tölvu- kerfi skólans. Grunnskólinn er einsetinn með um 100 skemmtilega nemendur og fjölbreytt skóla- starf. Kennarar eru 14 auk skólastjóra og að- stoðarskólastjóra. Flutningur á staðinn er greiddur og húsaleiga á sérstökum kjörum. Upplýsingar gefur Þórhildur Helga Þorleifsdótt- ir skólastjóri í símum 475 1224, 483 3551 og 822 3151. Netfang er helga@gf.is Við viljum vekja athygli á heimasíðu Búða- hrepps: www.faskrudsfjordur.is og heima- síðu Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar: www.faskrudsfjordur.is/gsfask/ Þekkt kvenfataverslun óskar eftir kraftmiklum starfskrafti til sölustarfa í 50% starf eftir hádegi. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „Sölumennska—13579.“ Laus er til umsóknar staða skólastjóra Hlíðaskóla Hlíðaskóli er grunnskóli með tæplega 600 nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum er táknmálssvið. Þar fer fram samþætt nám heyrnarskertra og heyrandi nemenda, auk þess sem þaðan er veitt ráðgjöf vegna heyrnarlausra og heyrnarskertra nemenda á öllu landinu. Í Hlíðaskóla er mikil áhersla lögð á listir og verklegar greinar og er skólinn nú móðurskóli í list- og verkgreinum. Hlutverk móðurskóla í Reykjavík er að vera í fararbroddi á viðkomandi sviði og veita öðrum skólum ráðgjöf. Meginhlutverk skólastjóra er: stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi Leitað er að umsækjanda sem: hefur stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun er með kennaramenntun. Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræði æskileg hefur reynslu af kennslu og vinnu með börnum og unglingum og er lipur í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar veitir Ingunn Gísladóttir starfsmannastjóri á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, ingunng@rvk.is. sími 535 5000, Staða skólastjóra Hlíðaskóla Staðan er laus frá 1. ágúst nk. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og störf, gögn er varða frumkvæði á sviði skólamála auk annarra gagna sem málið varða. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2003. Umsóknir sendist á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1. Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ. Reykjavíkurborg leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstaklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda og skóla án aðgreiningar. Auk þess er lögð áhersla á að styrkja tengsl skóla við grenndarsamfélagið. Grunnskólar Reykjavíkur Kennarar Við barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri eru lausar til umsóknar tvær stöður í almennri kennslu og umsjón á yngsta og elsta stigi. Umsóknarfrestur til 5. maí. Upplýsingar gefur skólastjóri netfang: harpae@ismennt.is, símar 483 1538, 483 1263 og 864 1538. Menntaskólinn í Reykjavík Kennarar Menntaskólinn í Reykjavík auglýsir eftir framhaldsskólakennurum (sbr. lög nr. 86/1998) næsta skólaár til kennslu í eftirtöldum náms- greinum:  Íslensku (1 staða)  Eðlisfræði (1/2 staða)  Efnafræði (2 stöður)  Íþróttum pilta (stundakennsla 6—10 stundir)  Jarðfræði (1 staða)  Sálfræði, lífsleikni og félagsfræði (2/3 staða)  Stjörnufræði (1/2 staða)  Stærðfræði (3 stöður)  Tölvufræði (1 staða) Einnig er auglýst eftir starfsmönnum í eftirfar- andi störf: Kerfisstjóri (1 starf) Kerfisstjóri sér um daglegan rekstur og upp- setningu á tölvukerfi skólans, gerir áætlun um tölvu- og hugbúnaðarkaup, annast uppsetn- ingu á tölvum og hugbúnaði, sér um rekstur á símkerfi skólans og annast skjávarpa, fylgist með nýjungum í kennslu-hugbúnaði og kynnir kennurum, aðstoðar starfmannastjóra með endurmenntun starfsmanna, aðstoðar við námskeið um námsefnisgerð og aðstoðar gæðastjóra við kannanir gegnum tölvunet skól- ans. Umsjón með kaffi starfsmanna (2/3 starf) Starfsmaður sér um kaffi og léttan hádegisverð fyrir starfsmenn skólans. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra annars vegar og Kennarasambands Íslands eða viðeigandi stéttarfélags hins vegar. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 5. maí 2003. Ráðningartími er frá 1. ágúst 2003. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðu- blöðum, en í umsókn þarf að greina frá mennt- un, fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur máli skipta. Umsóknir, ásamt staðfestu ljósriti af prófskírteinum, skal senda Yngva Pét- urssyni, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Nánari upplýsingar fást hjá rektor og konrektor í síma 545 1900. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Upplýsingar um skólann er að finna á heima- síðunni http://www.mr.is. Rektor. Menntaskólinn í Reykjavík www.mr.is Lækjargötu 7, 101 Reykjavík, sími 545 1900 — fax 545 1901.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.