Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 38
38 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA ÓSKAST Sumarhúsaeigendur Tek að mér viðgerðir, breytingar og nýsmíði á sumarhúsum á suðurlandi. Fagmaður. Upplýsingar í síma 891 8241. Ós er foreldrarekinn leikskóli fyrir 26 börn á aldrinum tveggja til sex ára. Skólinn starfar í anda Hjallastefnunnar, sem byggir á einfald- leika, skýru og rólegu umhverfi, einbeitingu og friði. Ímyndun, sköp- un og skynjun barnanna sjálfra er í fyrirrúmi. Dagskrá er skýr, skipu- leg og aldurs- og kynjaskipt hluta úr degi. Leikskólakennari eða starfskraftur óskast í 100% stöðu. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Í boði er krefjandi og uppbyggilegt starf í heimilislegu umhverfi þar sem gleðin ræður ríkjum. Umsóknarfrestur er til 28. apríl. Umsóknir sendist á Vesturvallagötu 3, 101 Reykjavík, eða á netfang: helgrima@simnet.is fyrir 28. apríl. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu er 250 m² skrifstofuhúsnæði á frábær- um stað í rólegu og fallegu umhverfi með útsýni yfir Laugardalinn og nágrenni. Næg bílastæði. Áhugasamir sendi upplýsingar til auglýsinga- deildar Mbl., merktar: „Staðfesta — 13573“, fyrir 5. maí nk. FÉLAGSSTARF Garðbæingar „Opið hús“ laugardaginn 19. apríl með frambjóðendum Suðvesturkjör- dæmis, þeim Sigríði Önnu Þórðar dóttur og Bjarna Benediktssyni milli kl. 11.00 og 12.00 á Garðatorgi 7. „Hver fer á kassann?" Blátt páskaegg fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Heitt á könnunni. VERUM BLÁTT - ÁFRAM Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR SEFL - Samtök eldri félaga í Lífeyrissjóði verkfræðinga Aðalfundur Samtaka eldri félaga í Lífeyrissjóði verkfræð- inga verður haldinn í húsi Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, þriðjudaginn 29. apríl 2003 kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Samtök fólks sem vantar á útlimi og aðstandenda þeirra Aðalfundur Nýrrar lífssjónar verður haldinn í sal Fjörgyn, á lofti Grafarvogskirkju, mánu- daginn 28. apríl kl. 20.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf., fyrir reikn- ingsárið frá 1. jan. 2002 til 31. des. 2002, verður haldinn í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum föstudaginn 2. maí 2003 og hefst hann kl. 16:00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Afgreiðsla á tillögu um nýjar samþykktir fyrir félagið til samræmis við hlutafélagalög, m.a. vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa. 3. Önnur mál löglega upp borin. Tillaga stjórnar skv. 2. lið dagskrár, liggur frammi á skrifstofum félagsins, Hafnargötu 2, Vestmannaeyjum. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. TIL LEIGU Sumarhótel á Ísafirði Til leigu er 1.719 m² veitinga- og gistiaðstaða í heimavist Menntaskólans á Ísafirði frá 1. júní til 22. ágúst 2003. Um er að ræða 20 gistiher- bergi ásamt rúmgóðri eldhúsaðstöðu með kæliklefum, þvottahúsi, kjötvinnsluaðstöðu, matsal o.fl. Til greina koma áframhaldandi leiguafnot af hluta húsnæðisins næsta vetur. Nánari upplýsingar veitir Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari, í síma 450 4400. TIL SÖLU Trésmíðavélar Til sölu notaðar trésmíðavélar, plötusög scm hydro 3200 með postform, dílabor 35 bora, IDM kantlímingarvél gömul. Upplýsingar í síma 893 8636. Nuddarar/snyrtifræðingar Einstakt tækifæri Öflugur tækjabúnaður til meðferðar við appel- sínuhús/sellulýti sem gefur sérlega góðan árangur. Tækjabúnaðurinn býður einnig upp á yngjandi og styrkjandi andlitsnudd, ásamt húðslípun. Eina tækið af þessari tegund á Íslandi. Full þjálfun fylgir með búnaðinum og margt fleira. Kjörið tækifæri til þess að ná for- skoti í samkeppninni. Hentar vel á landsbyggð- inni. Gott verð ef samið er strax. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl., merkt: „Einstakt tækifæri — 13572“. Samstarfssjóður Nuuk- Reykjavíkur-Þórshafnar auglýsir eftir styrkumsóknum Reykjavíkurborg er aðili að sjóði höfuðborga Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hef- ur að markmiði að efla skilning og samstarf milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðn- um til verkefna sem tengjast samskiptum milli bæjanna og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði. Skriflegri umsókn skal beint til: Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar, b.t. Gunnars Eydal, skrifstofustjóra borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík. Umsóknir berist eigi síðar en 17. maí nk. og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki til afgreiðslu. Ekki er um sérstök umsóknar- eyðublöð að ræða. Æskilegt er að umsókn fylgi þýðing á dönsku. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími (354) 563 2000. Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í júní nk. Reykjavík, 15. apríl 2003, Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.