Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 2
BRUNNBÁTURINN Snæfugl SU 20 kom til Neskaup- staðar í gærmorgun frá Póllandi. Snæfugli, sem áður hét Guðmundur Ólafur ÓF og var hefðbundið nóta- veiðiskip, var breytt í Póllandi í svokallaðan brunnbát en hann verður notaður til flutnings á lifandi laxi fyrir Sæsilfur hf., bæði laxi til slátrunar og laxaseiðum í eld- iskvíarnar í Mjóafirði. Snæfugl er fyrsta sérútbúna skipið til flutnings á lifandi fiski sem Íslendingar eign- ast. Þess má geta að árið 1966 kom þetta sama skip ný- smíðað til Neskaupstaðar og hét þá Börkur NK. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Fyrsti íslenski brunnbáturinn Neskaupstað. Morgunblaðið. FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLEIRI BIÐJA UM AÐSTOÐ Fyrstu sex mánuði starfsárs Hjálparstarfs kirkjunnar sóttu 1.880 manns um aðstoð en það eru fleiri en síðustu tólf mánuðina þar á undan. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálpar- starfinu segir umsóknum fjölga í hverjum mánuði. Flestir nýir um- sækjendur eru ungt fólk, atvinnu- lausir og lágt launaðir. Öryrkjar eru enn stærsti hópurinn. Fé sem renn- ur til innanlandsaðstoðar er að verða uppurið vegna þess hve umsóknum hefur fjölgað. Minni hagnaður hjá ÁTVR Á síðasta ári nam hagnaður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins 513 milljónum króna. Á árinu 2001 nam hagnaðurinn 2.822 milljónum. Ástæður minni hagnaðar má rekja til breytinga á lögum um gjald á tób- aksvörum sem tóku gildi í byrjun ársins 2002. Samkvæmt þeim leggur ÁTVR magngjald á tóbak við sölu þess og skilar innheimtunni til rík- issjóðs sem skatttekjum. Breyttur vegur í Hrútafirði? Tillögur að nýrri veglínu fyrir botni Hrútafjarðar um Staðarskála og Brúarskála eru til skoðunar hjá Vegagerðinni. Til greina kemur að breikka einbreiða brú á Síká og byggja nýja brú yfir Hrútafjarðará eða að færa vegarstæðið niður fyrir Staðarskála og yfir fjarðarbotninn með einni nýrri brú. Dánartalan hækkar í Kína Yfirvöld í Kína hækkuðu í gær dánartöluna af völdum HABL- faraldursins úr sjö í 92 og skýrðu frá ýmsum ráðstöfunum til að stöðva út- breiðslu sjúkdómsins. Sérfræðingar í málefnum landsins óttast þó að kín- verska stjórnin hafi brugðist of seint við faraldrinum. Hernámi mótmælt í Bagdad Jay Garner, fyrrverandi hershöfð- ingi í Bandaríkjunum, fór í gær til Bagdad til að undirbúa myndun bráðabirgðastjórnar í Írak. Um 5.000 shía-múslímar mótmæltu her- námi landsins í miðborg Bagdad. Íraskur vísindamaður, sem kveðst hafa starfað við efnavopnaáætlun íraskra stjórnvalda, segir að Írakar hafi eytt efnavopnum nokkrum dög- um áður en stríðið hófst. Þriðjudagur 22. apríl 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað B Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fallegt hús með hlutverk 7 Sameign fjöleignarhúsa Snillingur viðurkenndur Ráðstöfunar- réttur eigenda 12 Jörn Utzon hlýtur Pritzker- verðlaunin 38 Sparnaður, öryggi, þægindi LÓÐIR í Ásahverfi í Garðabæ hafa ávallt vakið mikla athygli, þegar þær koma til úthlutunar, en það er án efa eitt eftirsóttasta hverfið á öllu höfuðborgarsvæðinu og hátt verð á eignum þar. Nú auglýsir Garðabær eftir um- sóknum um 19 einbýlishúsalóðir við Brekkuás og Brúnás og er umsókn- arfrestur til 15. maí. Umsækjendur þurfa að skila greiðslumati frá banka eða annarri fjármálastofnun sem staðfestir fjárhagslega getu þeirra til að byggja einbýlishús að kostnaðarverðmæti 25 millj. kr. Lágmarks gatnagerðargjald vegna lóðanna er 3.581.632 kr., sem miðast við 240 ferm. hús, en viðbót- argatnagerðargjald greiðist fyrir hvern fermetra, sem umfram er. Einnig er auglýst eftir kauptil- boði í raðhúsalóðina Borgarás 4–8, en það er lóð fyrir þrjú raðhús. Lág- marksverð lóðarinnar er 6,1 millj. kr. Nýjasta hverfið Ásar á Hraunsholti eru nýjasta íbúðarhverfið í Garðabæ. Þar er blönduð íbúðarbyggð með alls um 420 íbúðum í einbýlishúsum, raðhús- um og fjölbýlishúsum. Uppbygging þessa hverfis er þeg- ar langt komin. Leikskólinn við Bergás tók til starfa sumarið 2001, en nýr 4–6 deilda leikskóli verður einnig reistur á Sjálandi, sem er í næsta nágrenni við Ásahverfið. Grunnskólabörn í Ásahverfi ganga nú í Flataskóla, en nýr grunnskóli fyrir Ásahverfið, Sjáland og Grundir mun rísa á mörkum Sjá- lands og Grunda. Hópur fagfólks og íbúa úr hverfinu vinnur núna að undirbúningi að hönnun skólans. Gert er ráð fyrir að sá hópur ljúki störfum í byrjun maí og þá taki hin eiginlega hönnunarvinna arkitekta og annarra við. Að öllu óbreyttu er fyrirhugað að hægt verði að hefja kennslu í nýjum skóla haustið 2005. Búizt við mikilli ásókn Að sögn Bergljótar S. Einarsdótt- ur, skipulagsfulltrúa í Garðabæ, má gera ráð fyrir mikilli ásókn í þessar lóðir við Brekkuás og Brúnás. „Sú er að minnsta kosti reynslan til þessa, að færri fengu en vildu, þegar nýjar lóðir voru auglýstar í Ása- hverfi,“ sagði Bergljót. Nýjar íbúðarhúsalóðir íÁsahverfi í Garðabæ Morgunblaðið/Árni Sæberg Horft yfir fyrirhugað nýbyggingarsvæði í Ásahverfi. Svæðið stendur nokkuð hátt og þaðan er því gott útsýni. GOTT lóðaframboð á Akranesi ýtir undir mikla uppbyggingu í bænum. Í fyrra voru byggðar þar miklu fleiri íbúðir en árið á undan og ljóst að þessi mikla uppbygging heldur áfram á þessu ári. Í viðtali hér í blaðinu í dag við Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, arkitekt og skipulagsfulltrúa á Akra- nesi, er fjallað um lóðaframboð og nýbyggingar þar í bæ. Aðalnýbyggingarsvæðið er í svo- nefndu Flatahverfi og nú er fyrir hendi deiliskipulag fyrir um 200 nýj- ar íbúðir og hús. Á Akranesi eru rótgróin og öflug byggingarfyrir- tæki og ennfremur eru byggingarað- ilar af höfuðborgarsvæðinu farnir að leita í auknum mæli þangað. Í Vogahverfi fyrir norðvestan bæ- inn eru í boði 10.000 ferm. lóðir í um 80 metra frá sjó. Þær eru nálægt því að vera sjávarlóðir, þar sem ekki verður byggt fyrir framan þær. Á svokölluðu Skagaverstúni er áformað að byggja verzlunar- og þjónustuhús ásamt tveimur fjölbýlis- húsum. Þar verður um stórfram- kvæmdir að ræða. / 22 Meira byggt áAkranesi Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Vinaminnivið Hverfisgötu                                                                  !"!#$! % " #$     &'( )*+ &'(  ) *+  ,      !  ""# "$#  %&&' -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ " " :$+; % ":$+; $!+%.+ " :$+; % ":$+;     (     (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+    ?" /@+AB * * * * # # #  # $ %    )*    +% /@AB   -. % % %/ "& % & ""/ "#0"" "'1$ 6+B  2 !  3   ! # -# "'#  %&&' 8%"+#$! &" %""+ !                               #  #   :<+; Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Kirkjustarf 29 Viðskipti 12/13 Þjónusta 29 Erlent 14/15 Dagbók 50/51 Listir 16/17 Íþróttir 32/33 Umræðan 18/19 Fólk 34/37 Forystugrein 20 Bíó 34/37 Minningar 22/26 Ljósvakar 38 Bréf 48 Veður 39 * * * ÍBÚAR á Reyðarfirði hafa margir hverjir áhyggjur af því að ný heilsu- gæslustöð sem þar er í byggingu sé alltof lítil í ljósi þess að mikil fjölgun er fyrirséð í byggðarlaginu vegna ál- verssamninga. Nýja stöðin verður um 200 fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir starfsaðstöðu fyrir einn lækni, ljósmóður og hjúkrunar- fræðing. Reyðarfjörður er læknis- laust hérað og stöðin verður því út- stöð, þar sem ekki er gert ráð fyrir setu læknis heldur kemur hann tvisvar sinnum í viku og þjónar íbú- um. Ásmundur Ásmundsson, fast- eignasali á Reyðarfirði, segir að svo virðist sem flestir séu sammála um að stöðin sé of lítil nema heilbrigðis- ráðherra og forráðamenn sveitarfé- lagsins. „Manni finnst skrýtið ef það á að fara að byggja heilsugæslu hér fyrir sex hundruð manns þegar talað er um að hér eigi eftir að fjölga um jafn- vel sex til sjö hundruð manns í við- bót. Manni hefði fundist eðlilegra að strax væri miðað við 1.200 manna byggðarlag,“ segir Ásmundur. Hann segist einnig óánægður með að fram- kvæmdirnar hafi ekkert verið kynnt- ar fyrir bæjarbúum. „Bæði heil- brigðisráðherra og forseti bæjar- stjórnar höfðu lofað því að gangast fyrir kynningu á þessu en það hefur ekki orðið enn, það er hálfgert klúð- ur hvernig staðið er að þessu,“ segir Ásmundur. Byggt verði við á næstu árum Einar Rafn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, segir að Heilsugæslu- stöðin sé í samræmi við áætlanir og staðsetningu sem hafi verið uppi síð- an árið 1996. „Forsendurnar breytt- ust eftir að þessi bygging var teikn- uð og eftir að hún var samþykkt og ákveðin en þá var skrifað undir samninga um álver. Stöðin er hins vegar hönnuð með það fyrir augum að byggt verði við hana, hún trúlega allt að því tvöfölduð ef mönnum þyk- ir það þurfa,“ segir Einar. Hann segir að ekki eigi að vera kostnaðarsamara að byggja við en að byggja stærra húsnæði strax í upp- hafi. „Þetta er bara bygging sem er eins og kassi og það er gert ráð fyrir viðbót við annan endann á honum. Hún er hönnuð með þann möguleika fyrir augum að byggja við og það verður sjálfsagt gert á næstunni. Það sést reyndar ekki í fjárlögum þessa árs,“ segir Einar. Aðspurður segir Einar vænta þess að hugmynd- ir um stækkun stöðvarinnar verði kynntar fyrir íbúum einhvern tíma í nánustu framtíð. Talin verða alltof lítil fyrir byggðarlag í miklum vexti Áhyggjur hjá íbúum á Reyðarfirði vegna nýrrar heilsugæslustöðvar FARFUGLAR eru farnir að flykkj- ast til landsins tugþúsundum sam- an. Lóan kom í marslok og skóg- arþröstur og hrossagaukur eru meðal þeirra sem eru farnir að koma sér fyrir á varpstöðvum. Aðr- ir láta bíða eftir sér og má þar nefna óðinshanann og kríuna en að sögn Ólafs Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, koma þeir fuglar yfirleitt ekki fyrr en seint í apríl. Margæsin er einn af þeim fuglum sem hafa stutta viðdvöl á Íslandi á vorin. Hana má nú sjá í hundraða- tali úti á Álftanesi. Hér verður hún fram í maí en flýgur þá til varp- stöðva sinna í Kanada. Morgunblaðið/Ómar Farfuglarnir flykkjast að ÞAÐ er ekki oft á páskum sem rabarbarinn er byrjaður að lifna hvað þá að hægt sé að ná í nýjan rabarbara úti í garði. En þetta óvenjulega tíðarfar sem verið hefur undanfarið veldur því að hann hefur vaxið óvenju fljótt í Mýrdalnum eins og reyndar allur annar gróður, enda er yfir 10 stiga hiti dag eftir dag. Rabarbari á páskum Fagradal. Morgunblaðið. RÍKISÚTVARPIÐ hefur ákveðið að senda kosningavöku Sjónvarpsins og lokaumræður stjórnmálaflokka út um gervitungl svo sjómenn og Ís- lendingar í Norður-Evrópu eigi kost á því að fylgjast með dagskránni 9. og 10. maí. Talið er að um 20 þúsund manns geti náð sendingunum. Sent verður út um gervitunglið Thor II sem er í eigu norska fyr- irtækisins Telenor. Sendingar frá því nást vel á Íslandi, annnars staðar á Norðurlöndunum, Bretlandseyj- um, Mið-Evrópu og allt austur til Rússlands. „Sendingarnar munu nást í sjónvarpstækjum hjá þeim sem eru með móttökubúnað fyrir gervihnattasendingar,“ segir Bogi Ágústsson, forstöðumaður frétta- sviðs RÚV. „Talsvert mörg skip hafa slíkan búnað og geta tekið á móti sendingunum.“ Þetta er í fyrsta skipti sem RÚV ræðst í útsendingar af þessu tagi en Bogi segir tilrauna- sendingar hafa gefið góða raun. Bæði kvöldin hefst útsending klukkan 19 þegar fréttir hefjast. Fyrri daginn standa þær yfir meðan umræður stjórnmálaleiðtoga fara fram og á kjördag verður útsending uns kosningavöku lýkur. Sendingar verða stafrænar á tíðni 11.247 GHz magnara 3 og með lóðréttri pólun. Kosningasjón- varp RÚV um gervihnött

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.