Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 30
DAGBÓK 30 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Bremon og Ludvig Andersen koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postu- línsmálun, kl. 14 söng- stund. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14–15 dans. Leikfimi og qigong. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíll- inn, kl. 9–14 hár- greiðsla. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á þriðjudögum kl. 9.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids og biljard kl. 13 saumur og pútt kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Þriðjudagur: Skák kl. 13, Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Glæsibæ kl. 10. Söngvaka kl. 20.45 um- sjón Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn, á morgun kl. 10.30 helgistund umsjón Lilja G. Hallgríms- dóttir djákni. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 silki- málun, handa- vinnustofan opin, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handa- vinnustofan, kl. 19 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 posutlínsmálun og glerskurður,kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14.30 spænska. Fótaaðgerð- ir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10.15–11.45 enska. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13 handmennt og postulínsmálning, kl. 13–14 félagsráðgjafi, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Söngvinir kór aldraðra í Kópavogi verður með tónleika í Reykholts- kirkju í Borgarfirði, þriðjudaginn 22. apríl kl.17. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 20 opið hús Uno. Kívanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Félagsvist spiluð í Kív- anishúsinu í Mos- fellsbæ í kvöld kl. 20.30. ITC deildin Harpa heldur fund í kvöld að Borgartúni 22 kl 20. Minningarkort FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088. Í dag er þriðjudagur 22. apríl, 112. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yð- ur, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skul- uð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13. 34.)     Einar K. Guðfinnsson,þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, er meðal dug- legustu þingmanna við að tjá sig á heimasíðu sinni. Hann lýsir, í pistli þar, yf- ir ánægju með yfirlýs- ingu forsætisráðherra, um að auka megi þorsk- kvóta um 30 þúsund tonn.     Sú yfirlýsing forsætis-ráðherra að hægt væri að auka þorskafla- heimildir um 30 þúsund tonn hefur vakið jákvæð viðbrögð í byggðum landsins. Nema í ranni stjórnarandstöðunnar. Þar höfðu menn allt á hornum sér. Voru, eins og segir í frægu dæg- urlagi; fúlir á móti,“ skrifar Einar.     Þetta er sérstakt. Þaðeru góð tíðindi að auka megi þorskkvótann. Það hefur verið baráttu- mál margra og minnast má þess að opinbera um- ræðan hefur mjög fjallað um þetta atriði. Þannig vakti Kristinn Pétursson fiskverkandi á Bakkafirði athygli á því að for- sendur væru til kvóta- aukningar, út frá gögn- um Hafró.     Efnislegar ástæðurstanda því til kvóta- aukningar og ekkert raunverulegt tilefni til fúllyndis stjórnarand- stöðunnar. Nema þá vegna þess að þeim þyki illt til þess að vita að fleiri góð tíðindi berist um þjóðfélagið,“ segir Einar.     Einar ver þá ákvörðunDavíðs Oddssonar, að gefa frá sér umrædda yf- irlýsingu um von á aukn- um kvóta: „Sjálfsagt er að stjórnvöld fjalli um slíka möguleika, jafn- skjótt og menn sjá að þeir eru til staðar. Menn þurfa ekki síst í sjávarútvegi að sjá fram á veginn og gera sér grein fyrir hvað bíður handan við hornið.     Hvers vegna ættustjórnmálamenn ekki að ræða um slíka hluti, í ljósi bestu fáanlegra upp- lýsinga? Er það kannski álit einhverra að það þjóni hagsmunum sjáv- arútvegsins, sjómanna eða landverkafólks – eða þá kannski sjávarútvegs- byggðanna að lúra á slík- um upplýsingum?     Vitaskuld ekki. Það erþvert á móti mik- ilvægt fyrir byggðirnar okkar að vita hvað fram- tíðin ber í skauti sér, svo menn geti horft fram á veginn. Stjórnmálamenn sem leggja sig fram um að draga úr óvissu og upplýsa eru að vinna sjávarútveginum og byggðunum gagn. Leyni- pukur um hluti sem nauð- synlegt er að ræða eða upplýsa er þjóðfélagi okkar alls ekki til fram- dráttar,“ segir þingmað- urinn á heimasíðu sinni, ekg.is. STAKSTEINAR Fréttir um aukinn þorsk- kvóta eru góðar fréttir Engin er fullkomin Á BLS. 60 í 6. tbl. af Dag- skrá vikunnar er að finna málshátt á þessa leið: „Sá sem vill eiga gallalausa unnustu giftist aldrei.“ Þetta er svo sannarlega satt og finnst mér að marg- ir ungir menn mættu taka þetta til sín og gera sér grein fyrir að við erum ekki fullkomnar. Engin er full- komin en margar eru hressar. Ég hef nú áður skrifað í Velvakanda og var þá ósátt við málshátt sem ég sá í 5. tbl. en ég sé núna að það er ekki hægt að bölsótast út í blaðið í heild sinni þrátt fyrir einn og einn ósmekk- legan brandara. Dagskrá vikunnar er gott blað. Í því er hægt að sjá hvað er í sjónvarpinu á hverjum einasta degi og svo eru skemmtilegar greinar um það sem er að gerast í leikhúsunum. Einnig finnst mér alveg dæmalaust skemmtilegt að skoða afmælisbörn dagsins og lesa þá stjörnuspá þeirra í Mogganum strax á eftir. Stjörnurnar segja svo mikið um karakterinn og finnst mér ég þekkja fræga fólkið betur eftir þennan leik og mæli sérstaklega með honum. Að síðustu langar mig til að koma á framfæri von- brigðum yfir að Papa Johns sé hættur störfum. Á þeim pizzastað var gaman að vera og góðan mat að finna. Takk fyrir. Elísabet Ólafsdóttir, rithöfundur. Fyrsta mál á dagskrá MÉR barst blað í póstkass- ann minn nú fyrir stuttu sem heitir Dagskrá vikunn- ar. Þar á forsíðu er Ingi- björg Sólrún, með, að ég hygg, auglýsingu þó að það komi ekki fram. Þar segir Ingibjörg Sólrún meðal annars að hún hafi gefið það loforð að komist Sam- fylkingin til áhrifa eftir kosningar í vor ætlar hún, þ.e. Ingibjörg Sólrún, að vinna að leiðréttingu á kjörum og starfsframa kvenna hjá hinu opinbera. Gott mál, en þessi sama Ingibjörg gaf Reykvíking- um fyrir 9 árum það loforð að eyða biðlistum eftir leik- skólaplássum. Þessi sama Ingibjörg lofaði Reykvíkingum fyrir ári að ef hún fengi áframhaldandi fylgi til að vera borgarstjóri áfram myndi hún EKKI fara í landspólitíkina. Þetta lof- orð gaf hún ítrekað í ljós- vakamiðlum, útvarpi og blöðum. Þegar menn gengu á hana þá brosti hún og sagði ég mun standa við þetta lof- orð. Hvað gerist? Jú, þegar hún svíkur þetta loforð og stendur uppúr borgar- stjórastólnum þá eru 1.465 börn enn á biðlista. Heitir þetta hjá Samfylkingunni að efna loforð? Nei, Ingibjörg Sólrún, þú platar ekki Reykvíkinga í þriðja sinn. Guðjón Sigurðsson, Hátúni 10a. Skert þjónusta MIG langar til að senda kvörtun til ráðamanna hjá útvarpi fyrir skerta þjón- ustu við hlustendur. Hvers vegna er tekið af okkur morgunútvarp á Rás1? Þar hlustaði ég á þægilega tónlist og einn þul, en ekki kjaftaskvaldur sem mér finnst ekki þægi- legt snemma morguns. Þetta er nú einn af fáum tímum sem margir geta hlustað sem eru í vinnu all- an daginn. Ég hef talað við fleiri sem sakna þessa og vil ég skora á ráðamenn að breyta þessu aftur. Ásta Halldórsdóttir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/ÓmarLundar í Látrabjargi. LÁRÉTT 1 hlynnir að, 4 lykkja, 7 skákar, 8 vinnuflokkur, 9 strit, 11 siga, 13 forboð, 14 æla, 15 hala upp, 17 skarpur, 20 ílát, 22 geta um, 23 kvendýrum, 24 líkamshlutann, 25 ófús. LÓÐRÉTT 1 fara af fötum, 2 jarð- arför, 3 þjöl, 4 blýkúla, 5 starfsvilji, 6 ástund- unarsamur, 10 tilreiða, 12 siða, 13 hryggur, 15 komi fyrir, 16 fleki, 18 smáa, 19 vel látin, 20 biðja um, 21 agasemi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 myndarleg, 8 vagar, 9 naggs, 10 iðn, 11 frauð, 13 auðar, 15 kuggs, 18 hlein, 21 kal, 22 tuska, 23 aflar, 24 eiðsvarin. Lóðrétt: 2 yggla, 3 dýrið, 4 renna, 5 eggið, 6 kvef, 7 ás- ar, 12 ugg, 14 ull, 15 kæti, 16 gassi, 17 skans, 18 hlaða, 19 efldi, 20 næra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... ÞAÐ er mikill munur frá því semáður var að sjá úrvalið af mat- vælum í verslunum. Nú er hægt að ganga að erlendum ostum á borð við Parmigiano, Mozzarella og Manch- ego sem vísum og það sama á við um erlendar kjötvörur, að minnsta kosti í einhverjum mæli. Þannig eru franskar andar- bringur nú næstum því jafn- sjálfsagðar og kjúklingabringur í frystiborðum betri stórmarkaða og nú fyrir páskana mátti sjá dúfur, kornhænur og skoskar rjúpur í bland við ýmislegt annað. Ítölsk hráskinka er nú komin af bannlista og það sama á við um þá spænsku. Nú er bara að bíða eftir argent- ínskum nautalundum og dönskum svínakótilettum í kjötborðinu. x x x ÞÁ hefur margt breyst til batn-aðar jafnt hvað varðar framboð sem verðlag á innfluttu grænmeti. Ekki er langt síðan hörðustu þjóð- félagsdeilurnar snerust um verð á grænmeti. Vonandi er það liðin tíð. Hins vegar virðist ljóst að margir íslenskir grænmetisbændur virðast vel geta keppt við hina innfluttu vöru þrátt fyrir að erlenda græn- metið sé mun ódýrara og jafnvel margfalt ódýrara. Víkverji hefur nú í nokkur skipti orðið vitni að því, þar sem hann var að gramsa í grænmet- isborðinu, að flestir viðskiptavinir keyptu sér íslenska tómata þrátt fyrir að við hlið þeirra væru inn- fluttir tómatar er kostuðu einungis þriðjung af verði þeirra innlendu. Auðvitað er íslenskur landbún- aður ekki samkeppnishæfur á öllum sviðum. Aðstæður hérlendis eru ein- faldlega þannig að við getum ekki alltaf att kappi við öflug landbún- aðarríki á syðri breiddargráðum. Á þeim sviðum sem við stöndum okkur vel eigum við hins vegar ekki að ótt- ast innflutning. Líklega mun ís- lenskur landbúnaður þá fyrst blómstra er hann fær að keppa við innfluttar vörur á öllum sviðum. Vík- verji er sannfærður um að þá muni koma í ljós að íslenskir neytendur vilja íslenskar vörur þótt þær séu dýrari. Innflutningurinn mun hins vegar einnig ýta undir gæði í fram- leiðslu, fjölbreytni og kippa fótunum undan gagnrýni á landbúnaðar- kerfið. Þannig er veruleg þörf á að Ís- lendingar taki sér tak í kjötvinnslu, sem hefur að mörgu leyti einkennst af stöðnun undanfarin ár. Hvers vegna hefur til dæmis engum dottið í hug að bjóða upp á ítalskar pylsur, sem eru ómissandi í marga rétti, eða þá spænskar chorizo-pylsur? Víkverji getur því sem stendur ekki kvartað að ráði yfir úrvali á landbúnaðarvörum líkt og svo oft áð- ur. Þá hefur hin einstaka tíð að und- anförnu einnig svipt Víkverja einu af hans vinsælustu umkvörtunar- efnum. Hvernig er hægt að kvarta yfir júníveðri í apríl? Það er ekki einu sinni á færi Víkverja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.