Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                         !  ! "    !   $% &%   ' ( % )% &   &  FULLTRÚAR í fjárhagsnefnd Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins ítrekuðu á fundi sínum í Washington fyrir nokkru stuðning við aðgerðir til að efla hagvöxt og skjóta styrkari stoð- um undir heimsbúskapinn. Ísland hefur í rúmt ár gegnt for- mennsku í kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Geir H. Haarde, fjár- málaráðherra, situr í fjárhagsnefnd sjóðsins en í henni eru 24 fulltrúar, sem eru ráðherrar eða seðlabanka- stjórar þeirra ríkja sem fara með forystu í einstökum kjördæmum sjóðsins. Aðildarríki Alþjóðagjald- eyrissjóðsins eru nú 184 að tölu. Í frétt frá Seðlabanka Íslands kemur fram að á fundi fjárhags- nefndarinnar í Washington hafi Geir H. Haarde fjallað um stöðu og horfur í alþjóðaefnahagsmálum og lagt m.a. áherslu á mikilvægi þess að fylgja ábyrgri efnahagsstefnu. Jafnframt hafi hann lýst yfir stuðningi við að koma á fót formlegu verklagi til að leysa úr erfiðleikum ríkja sem komin eru í gjaldþrot. Þá fjallaði fjármála- ráðherra um mikilvægi eftirlitshlut- verks sjóðsins og hvernig mætti efla það. Að lokum áréttaði ráðherrann mikilvægi þess að skilyrði til hag- vaxtar hjá þróunarlöndum yrðu bætt og þeim gert kleift að taka virkari þátt í alþjóðasamfélaginu. Jafnframt þyrfti að tryggja greið viðskipti þró- unarlandanna bæði sín á milli og við iðnríkin. Fyrirbyggjandi aðgerðir ræddar Fram kemur í frétt Seðlabankans að verkefni og stefnumál Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hafi verið til um- ræðu á fundi fjárhagsnefndarinnar. Efst á baugi hafi verið umfjöllun um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn fjár- málakreppum og hvernig farsælast sé að leysa úr þeim. Framkvæmda- stjóri sjóðsins gerði grein fyrir at- hugunum sem miða að því að koma á fót formlegu verklagi til að leysa greiðsluerfiðleika þeirra ríkja sem komin eru í gjaldþrot. Segir í frétt Seðlabankans að þessu hafi verið vel tekið en þó talið að þróa þyrfti hug- myndina betur áður en lengra væri haldið. Fundarmenn álitu að nauð- synlegt væri að alþjóðasamfélagið einbeitti sér að því að setja viðbót- arákvæði í skilmála skuldabréfa, sem veitir meirihluta skuldabréfa- eigenda ákvörðunarvald til skuld- breytinga. Málefni þróunarlanda voru rædd og hlutverk sjóðsins á þeim vettvangi. Fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Stuðningur við aðgerð- ir til að efla hagvöxt HAGNAÐUR Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins nam 513 milljón- um króna á síðasta ári. Árið 2001 nam hagnaður ÁTVR 2.822 milljón- um króna. Helstu skýringuna á minni hagn- aði má rekja til breytinga á lögum um gjald af tóbaksvörum sem tóku gildi í ársbyrjun 2002. Samkvæmt þeim leggur ÁTVR magngjald á tób- ak við sölu þess og skilar inn- heimtunni til ríkissjóðs sem skatt- tekjum. Þessi skattheimta nam 3.089 milljónum króna á árinu 2002. Sam- svarandi tekjur bárust ríkissjóði á árinu 2001 sem hluti hagnaðar af rekstri ÁTVR, að því er fram kemur í ársskýrslu ÁTVR. Rekstrartekjur ÁTVR námu 14.380 milljónum króna á síðasta ári en voru 13.326 milljónir árið 2001. Rekstrargjöldin aukast á milli ára úr 10.448 milljónum króna í 13.909 milljónir króna. Samkvæmt ársskýrslu ÁTVR er afkoman á síðasta ári umfram vænt- ingar og er vörusalan 5% umfram áætlun. Sala áfengis nam 11.313 milljónum króna og sala tóbaks 6.544 milljónum króna. 14.190.888 lítrar af áfengi seldust á síðasta ári, þar af var bjórsala 10.969.058 lítrar. Hagnaður ÁTVR 513 milljónir króna BANDARÍSKA flugfélagið South- west Air hefur, ólíkt flestum öðrum bandarískum flugfélögum, tilkynnt að félagið hafi verið rekið með hagn- aði fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagn- aður félagsins nam 24 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 1,8 millj- örðum íslenskra króna. Er það 14% aukning hagnaðar frá sama tímabili árið 2002. Flugfélagið hefur lækkað verð á farmiðum og minnkað kostnað til þess að mæta tapi á einstökum flug- leiðum. Með því hefur félagið náð til sín farþegum frá öðrum flugfélögum. Talið er að tap bandarískra flug- félaga nemi samtals 3,5 milljörðum bandaríkjadala, um 270 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Southwest er, samkvæmt BBC, eina stóra bandaríska flugfélagið sem hefur skilað hagnaði eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Southwest- flugfélagið skilar hagnaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) telur að evrópskur vinnumarkaður þurfi að verða sveigjanlegri og samkeppnishæfari við bandarískan vinnumarkað. Í nýlegri umfjöllun IMF um evr- ópskan vinnumarkað kemur fram að háar atvinnuleysisbætur, mikil uppsagnarvernd og hátt skatthlut- fall í mörgum löndum á meginlandi Evrópu er talin stuðla að kerfis- bundnu atvinnuleysi. Frá þessu segir í frétt á vef Sam- taka atvinnulífins, www.sa.is. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn seg- ir atvinnuleysi vera mun hærra í mörgum löndum á meginlandi Evrópu en í Bandaríkjunum þar sem vinnumarkaðurinn er sveigj- anlegri. Bretland og Holland eru þó sér- staklega nefnd sem dæmi um Evr- ópulönd með sveigjanlegan vinnu- markað. Þar er atvinnuleysi minna en víðast hvar annars staðar á meginlandi Evrópu. Umbætur myndu minnka atvinnuleysi IMF kemst að þeirri niðurstöðu að ef gerðar yrðu umbætur á evr- ópskum vinnumarkaði sem gerðu hann samkeppnishæfan við þann bandaríska myndi atvinnuleysi minnka verulega, eða um 3% í löndum Evrópusambandsins. Þá segir að fjárfestingar og neysla myndu aukast um 5%. Að sögn Hannesar G. Sigurðs- sonar, aðstoðarframkvæmdastjóra SA, eiga þessi tillögur IMF að um- bótum ekki við íslenskan vinnu- markað. „Íslenskur vinnumarkaður er líkur breskum og írskum þar sem eru sveigjanlegar reglur. Enda er það engin tilviljun að þessir frjáls- ari vinnumarkaðir vaxa hraðar og atvinnuleysi er minna. Við erum með lítið atvinnuleysi hér, vinnu- markaðurinn er mjög sveigjanleg- ur og þannig náum við hámarks- árangri,“ að sögn Hannesar G. Sigurðssonar. Umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um vinnumarkaði Evrópskur vinnumark- aður ósveigjanlegur NÝTT skip bættist í flota Grund- firðinga nýlega þegar Siglunes SH 22 sigldi í nýja heimahöfn. Skipið verður gert út af fyrirtækinu Tanga sem á fyrir skipið Hauka- berg SH 20. Siglunesið var smíðað á Akranesi árið 1971. Skipið hefur alla tíð heitið Danski Pétur og verið gert út frá Vestmannaeyjum. Það er 187 brúttótonn og 27 metrar að lengd. Siglunesið er systurskip Haukabergsins en var breytt árið 1991. Settur var á það skutdráttur og ný brú og skipt um vél í því, sett öflug Alfa-vél, 990 hestöfl, með mikinn togkraft m.v. þessa stærð skipa, eða 14,4 tonna kraft. Þetta er þriðja skipið sem ber nafnið Siglu- nes í eigu fjölskyldu Helgu Þóru. Fyrsta Siglunesið var keypt 1. mars 1968, annað Siglunesið í röðinni var nýsmíði frá Akranesi árið 1970. Siglunesið mun fara á rækjuveiðar upp úr næstu mánaðamótum og verður þá Haukaberginu lagt um einhvern tíma. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Nýtt skip til Grundarfjarðar Grundarfirði. Morgunblaðið. HAGNAÐUR bandaríska bílafram- leiðandans Ford var tvöfalt meiri á fyrsta fjórðungi ársins en sérfræð- ingar höfðu búist við. Alls nam hagn- aðurinn 896 milljónum dollara, eða sem nemur 68 milljörðum króna. Fyrirtækið birti einnig spá um að hagnaður ársins 2003 myndi nema 1,2 milljörðum dollara. Ford sker sig úr í bílaframleiðslu í Bandaríkjunum, en þessi fjórðungur verður sá þriðji í röð sem skilar af- gangi á rekstri. Árið áður hafði sag- an reyndar verið önnur og tap verið mikið. Ástæða fyrir umskiptunum er aukin sala og mikil kostnaðarlækk- un. Reuters Ford hagnast umfram væntingar COCA-Cola-fyrirtækið skilaði hagnaði á fyrsta ársfjórðungi, þrátt fyrir almenna niðursveiflu í efnahagslífi heimsins. Tekjur fyr- irtækisins voru 63 milljörðum króna, eða 835 milljónum dollara, meiri en gjöld á fyrsta fjórðungi ársins 2003. Á sama tíma í fyrra nam tapið tæpum 15 milljörðum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sagði að kolsýrulausir drykkir hefðu tekið mikinn sölukipp í Bandaríkjunum á tímabilinu. Sala á ölkelduvatni Coca-Cola, sem nefnist Dasani, jókst um 22% og á orkudrykknum Powerade um 16%. Þrátt fyrir þessi tíðindi sagði í tilkynningu fyrirtækisins að það væri ekki „ónæmt fyrir þeim veik- leika í efnahagslífinu sem hefur komið illa við margar atvinnu- greinar“. Armur félagsins í Suður- Ameríku varð fyrir áfalli í janúar og febrúar, þegar öll starfsemi þess í Venesúela lá niðri vegna allsherjarverkfalls. Reuters Starfsemi Coca-Cola í Venesúela lá niðri í janúar og febrúar. Viðsnúningur í afkomu Coca-Cola

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.