Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR harða og spennandi keppni varð sveit Íslenskra aðal- verktaka hlutskörpust í Íslands- mótinu í brids. Undir lok mótsins börðust þrjár sveitir um sigurinn og skildu aðeins 3,5 stig sveitirnar að í lokin. Sveitir ÍAV, Guðmundar Sv. Her- mannssonar og Subaru-sveitin voru í efstu sætunum mestallt mótið en það má segja að þáttaskil hafi orðið í 7. umferð þegar ÍAV vann Subaru- sveitina, 24-6 og sveit Guðmundar vann sveit Skeljungs, 25-5. Eftir þá umferð var ÍAV með 137,5 stig, Guð- mundur með 130 stig og Subaru- sveitin með 123 stig. Í næst síðustu umferð söxuðu bæði Guðmundur og Subaru á for- skot ÍAV. Í síðustu umferðinni spiluðu sveitirnar þrjár allar við sveitir sem voru neðarlega í mótinu og í hálfleik var staðan nokkuð jöfn í leikjunum. Hægt var að fylgjast með stöðunni í leikjunum öllum jafnóðum í sýning- arsalnum og á Netinu. Í síðasta hálf- leiknum sigu Guðmundur og hans menn hægt og rólega fram úr sveit Skagans en lítið gerðist í leik ÍAV og Félagsþjónustunnar þar til kom að spili 20. Vestur gefur, allir á hættu. Norður ♠ ÁG9 ♥ Á432 ♦ D1072 ♣K3 Vestur Austur ♠ K108642 ♠ 753 ♥ 108 ♥ D765 ♦ 854 ♦ ÁG963 ♣G6 ♣8 Suður ♠ D ♥ KG9 ♦ K ♣ÁD1098542 Eins og sést eru 6 lauf auðunninn samningur en hann var aðeins spil- aður á 5 borðum af 10. Við eitt borð enduðu sagnir í 4 laufum fyrir mis- skilning og við þrjú borð í 5 laufum, þar af við bæði borð í leik Guðmund- ar og Skagans. Liðsmenn ÍAV end- uðu einnig í 5 laufum en við hitt borð- ið í leiknum lentu Félagsþjónustu- menn í sagnmisskilningi og náðu ekki að stöðva fyrr en í 7 laufum. Sagnir höfðu ekki gefið annað til kynna en allir ásar væru til staðar og eftir nokkrar vangaveltur spilaði vestur út trompi. Þá gat sagnhafi svínað spaða og hent niður tígulkóng og síðan svínað fyrir hjartadrottn- ingu. Fyrir þetta fékk Félagsþjón- ustan 17 imp-stig og leikurinn var orðinn jafn. Félagsþjónustan græddi 7 stig til viðbótar í spili 21 og Guðmundur bætti einnig við stigainneign sína í því spili og spili 22. Þegar tveimur spilum var ólokið virtist því sem sveit Guðmundar væri tryggja sér titilinn. En í næstsíðasta spili lentu Félagsþjónustumenn aftur í sagn- slysi og fóru í slemmu þar sem vant- aði tvo ása. Sú slemma vannst ekki og sveit ÍAV fékk óvænt 13 stig. Í síðasta spilinu fékk sveit ÍAV síðan 6 stig til viðbótar og vann leikinn 18-12 á endanum og það dugði þegar sveit Guðmundar vann sinn leik 21-9. Sub- aru-sveitin vann á sama tíma sinn leik 23-7 og lokastaðan var þessi: 1. Íslenskir aðalverktakar 171,5 stig 2. Guðmundur Sv. Hermannsson 170 3. Subaru-sveitin 168 4. Skeljungur 144 5. Grant Thornton 141 6. Sparisj. Siglufjarðar og Mýra- sýslu 135,5 7. Tryggingamiðstöðin 128,5 8. Skaginn hf. 111,5 9. Félagsþjónustan 85 10. Landsbankinn 76. Sveit ÍAV skipuðu Sævar Þor- björnsson, Matthías Þorvaldsson, Bjarni Einarsson, Þröstur Ingimars- son, Anton Haraldsson og Sigur- björn Haraldsson. Í sveit Guðmund- ar spiluðu ásamt honum Ásmundur Pálsson, Björn Eysteinsson, Guð- mundur Páll Arnarson og Helgi Jó- hannsson. Í Subaru-sveitinni spiluðu Jón Baldursson, Magnús Magnús- son, Sverrir Ármannsson, Ragnar Hermannsson og Þorlákur Jónsson. Mótið fór fram við bestu aðstæður á Hótel Loftleiðum. Sveinn R. Ei- ríksson var keppnisstjóri, Stefanía Skarphéðinsdóttir var mótsstjóri og Daníel Már Sigurðsson hafði umsjón með sýningartöflunni. BRIDS Hótel Loftleiðir Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni fóru fram um bænadagana 16.–19. apríl. 10 sveitir tóku þátt í mótinu. Guðm. Sv. Hermannsson Sveit ÍAV hlutskörpust á Íslandsmótinu í brids FRÉTTIR ✝ Guðráður Davíðs-son, bóndi í Nesi í Reykholtsdal, fæddist á Hraunhálsi í Helga- fellssveit 6. nóvember 1904. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 13. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Davíð Guðmundur Davíðs- son, þá vinnumaður á Hraunhálsi, f. í Hellu- dal 25. sept. 1879, d. 14. des. 1935, og Sig- ríður Jósafatsdóttir húskona (fósturdótt- ir) á Hraunhálsi, f. 30. apríl 1872 á Kirkjufelli í Eyrarsveit, d. 18. des. 1955 í Stykkishólmi. Börn þeirra auk Guðráðs voru Eggert Svein- björn, f. 8. apríl 1901, d. 4. sept 1952, bjó í Reykjavík, og Kristín Brynhildur, f. 14. júní 1908, búsett í Stykkishólmi. Davíð og Sigríður slitu samvistum. Hann kvæntist síðar Katrínu Júlíönu Albertsdótt- ur, f. 6. júlí 1883, d. 25. maí 1968. Áttu þau tvær dætur: Dagbjörtu f. 21. okt. 1922 í Hrappsey, og Hall- dóru Guðmundu, f. 19. okt. 1926 á Borgarlandi í Helgafellssveit, nú báðar búsettar í Reykjavík. Davíð fórst í sjóslysi á Breiðafirði. Guðráður ólst upp á Hraunhálsi fram yfir fermingu og gerðist þá vinnumaður á Helgafelli um sjö ára skeið. Vann eitt misseri í Reykjavík og gekk því næst í Hvít- árbakkaskóla. Réðst þaðan vinnu- maður að Skáney í Reykholtsdal til Bjarna Bjarnasonar og Helgu Hannesdóttur og átti þar heima um tíu ára skeið. Hann kvæntist Vigdísi dóttur þeirra árið 1930. Þau reistu nýbýlið Nes í landi Skáneyjar árið 1937 og stunduðu búskap fram yfir1980 en héldu heimili til þessa dags. Þau eignuð- ust þrjú börn sem öll fæddust á Skáney: 1) Bragi, f. 29. mars 1932, sjómaður, nú búsettur í Hafnar- firði. Kona hans var Magnúsína Erna Þorleifsdóttir, f. 19. febr. 1934, d. 8. sept 1998. Börn þeirra eru: Vig- dís, f. 28. maí 1952, Stefanía, f. 17. mars 1955, Sigríður, f. 16. nóv. 1956, Helga, f. 10. feb. 1961, Erla, f. 11. mars 1962, og Guðráður Davíð, f. 9. nóv. 1966, d. 16. maí 1981. Barnabörn Braga og Ernu eru 19 og barnabarna- börn 24. 2) Bjarni, f. 13. janúar 1935, bóndi í Nesi. Kona hans er Sigrún Ein- arsdóttir, f. 8. apríl 1935. Börn þeirra eru: Sigurður, f. 4. júní 1955, Einar, f. 4. des. 1958, Sigrún (ættleidd), f. 25. janúar 1959, Sig- ríður, f. 31. ágúst 1960, og Helga Björk, f. 4. okt. 1969. Barnabörn Bjarna og Sigrúnar eru 15 og eitt barnabarnabarn. 3) Helga, f. 1. ágúst 1936, húsfreyja á Kópa- reykjum, gift Eyjólfi Sigurjóns- syni, f. 14. maí 1932. Börn þeirra eru: Vigdís Helga, f. 27. okt. 1956, Sigríður Erla, f. 15. maí 1958, Sig- urjón, f. 30. des.1959, d. 3. nóv. 1961, Kristín, f. 8. maí 1961, Jón, f. 8. jan. 1963, og Lára, f. 18. sept. 1964. Barnabörn Helgu og Eyjólfs eru 15 og eitt barnabarnabarn. Guðráður var glöggur á fólk og fé. Sauðfjárbúskapur var hans líf og yndi og hann átti jafnan arð- samt fé. Hann sinnti félagsmálum í sveit og héraði á vettvangi ung- menna- og búnaðarfélags. Hann var um árabil í hreppsnefnd Reyk- holtsdalshrepps, deildarstjóri kaupfélagsdeildar Reykholtsdals- hrepps, forðagæslumaður, um- boðsmaður skattstjóra og veitti sveitungum oft aðstoð við burðar- hjálp hjá kúm og kindum og skatt- framtal og vann ýmis fleiri trún- aðarstörf í þágu samfélagsins, sem honum voru falin. Guðráður var jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 19. apríl. Ég veit að þú varst orðinn gam- all og lúinn en ég vildi samt hafa þig lengur hjá mér. Ég man hvað það var gaman þegar þú varst hjá okkur í heimsókn. Síðast þegar þú komst þá varst þú orðinn hérumbil blindur en þú sagðir það ekkert mál að rata um húsið því ég væri augun þín. Það var svo erfitt að heimsækja þig á sjúkrahúsið og sjá hvað þú varst veikur. Ég er glöð að hafa spilað fyrir þig uppáhaldslagið þitt, Réttarvatn, og þá var eins og þú lifnaðir allur við. Ég passa vel klútana þína, afi minn. Ég sakna þín. Þín Sigrún Eir. Við þökkum samfylgd þína í þessi fjölmörgu ár. Blessi þig allir englar og alfaðir tignarhár. Í frelsarans náðar faðmi þú fagnar á himins grund. Yfir þér englar hans vaka hverja einustu lífsins stund. Ég geymi í minningunni öll hressilegu símtölin sem við áttum í gegn um árin. Ég geymi í minningunni stund- irnar sem þú áttir hjá okkur hér í Grindavík þegar „strákurinn“ átti afmæli. Ég geymi í minningunni spjallið heima hjá ykkur Dísu þinni. Ég geymi þig í minningunni. Kveðja. Guðfinna (Gugga). Í miðjum Reykholtsdalnum á norðurbakka Reykjadalsár stendur bærinn Nes. Sunnan árinnar er landnámsbærinn Kjalvararstaðir. Þar slitum við systkinin barnsskón- um. Nes er nýbýli úr landi Skán- eyjar byggt af Guðráði og konu hans Vigdísi Bjarnadóttur frá Skáney. Þegar við vorum að vaxa úr grasi lá vegurinn frá Kjalvar- arstöðum og Kópareykjum yfir óbrúaða ána og um hlað í Nesi og áfram að þjóðvegi sem liggur um norðanverðan dalinn. Þannig var þetta fram yfir nítjánhundruð og fimmtíu. Samskiptin milli þessara tveggja bæja voru því talsvert mik- il. Mjólkurflutningar á hestakerr- um, sameiginlegur kartöflugarður á eyrinni sunnan árinnar og fleira mætti nefna. Guðráður var vel gerður og heilsteyptur maður. Hann var hreinskiptinn og traustur og því oft fenginn til að vera í for- svari í ýmsum ráðum og nefndum. En það sem okkur er efst í huga nú að honum gengnum er vinátta hans og hjálpsemi hans og þeirra hjóna beggja við foreldra okkar á meðan þeirra naut við. Fyrir þetta viljum við þakka nú að leiðarlokum hans. Vigdísi og afkomendum þeirra hjóna sendum við samúðar- kveðjur. Systkinin Bjarnabörn frá Kjalvararstöðum. GUÐRÁÐUR DAVÍÐSSON FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur hér við eintaki af bókinni Fátækt á Íslandi við upp- haf nýrrar aldar, úr höndum höfundarins, Hörpu Njáls, á Bessastöð- um. Bókin sem ber und- irtitilinn: Hin dulda fé- lagsgerð borgar- samfélagsins, hefur að geyma niðurstöður rann- sókna Hörpu en hún er félagsfræðingur að mennt. Útgefendur eru Borg- arfræðasetur og Háskóla- útgáfan en í frétta- tilkynningu frá þeim segir að niðurstöður rannsóknanna sýni að íslensk velferðarstefna hafi ein- kennst af hugmyndafræði sem sé í samræmi við kenningar frjáls- hyggjunnar um mótun velferð- arríkja. Þar sé markmiðið að halda útgjöldum hins opinbera í lágmarki og fyrir vikið séu lágar bætur, lág skerðingarmörk og harðar skerð- ingar á meðal einkenna íslenskrar velferðarþjónustu. Færði forseta Íslands bók um fátækt Norrænar minjar í Kanada. Á veg- um Vináttufélags Íslands og Kanada verður opinn fundur á miðvikudag kl. 20 í Lögbergi, Háskóla Íslands, stofu 204. Guðmundur Ólafsson, deild- arstjóri fornleifadeildar Þjóðminja- safns Íslands, fjallar um uppgrefti sína á leifum norrænna manna frá miðöldum, á Baffineseyju (Hellu- landi), í máli og myndum. Fiskveiðireglur Evrópubandalags- ins og Íslands. Málstofa verður haldin á vegum Lagastofnunar Há- skóla Íslands miðvikudaginn 23. apríl kl. 12.15–13.15, í stofu 101 í Lög- bergi, húsi lagadeildar. Stefán Már Stefánsson prófessor og Óttar Páls- son lögmaður kynna niðurstöður rannsókna sinna á fiskveiðireglum Evrópubandalagsins og Íslands og hver yrði líkleg samningsstaða ef kæmi til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Allir velkomn- ir. Emblur í Stykkishólmi halda vor- vöku í Stykkishólmi, á morgun, mið- vikudaginn 23. og fimmtudaginn 24. apríl. Dagskráin hefst í Stykk- ishólmskirkju síðasta vetrardag kl 20. Anna Sigríður Ólafsdóttir mat- væla- og næringarfræðingur hjá manneldisráði flytja erindi. Þá koma Rímur og Rapp fram. Að dagskrár- atriðum loknum verður boðið upp á léttar heilsusamlegar veitingar. Að- gangseyrir er 750 kr. Á sumardaginn fyrsta sýnir listakon- an Rannveig Tryggvadóttir ker- amikverk sín, í tónlistarskólanum kl. 13–20. Þá verður í tónlistarskólanum sett upp sýning í tengslum við mat- arvenjur Íslendinga fyrr og nú, í samvinnu við Norska húsið. Veit- ingahúsin Fimm fiskar, Narfeyr- arstofa og Hótel Stykkishólmur sýna bæjarbúum og gefa hugmyndir að hollum og góðum mat. Í tónlistar- skólanum verður Brauðgerðarhús Stykkishólms með kynningu og fræðsluefni um spelt, súrdeigsbrauð, normalbrauð og hollustu brauðmetis. Á MORGUN Málflutningur á ensku. Endur- menntun HÍ býður upp á hagnýtt talmálsnámskeið ætlað lögfræð- ingum sem vinna að dómsmálum á alþjóðlegum vettvangi eða starfa við alþjóðleg samskipti, s.s. á sviði við- skipta. Á námskeiðinu er lögð áhersla á aukinn faglegan orðaforða og að þátttakendur öðlist öryggi og sjálfstraust í að nota ensku á form- legan hátt og beita sérhæfðum hug- tökum í réttu samhengi og við krefj- andi aðstæður. Meðal þess sem tekið er fyrir eru viðtöl við skjólstæðinga, fundarhöld, samningaviðræður, eðli málflutnings á ensku við erlenda dómstóla o.fl. Námskeiðið hefst mánudaginn 28. apríl nk. og kennari er Erlendína Kristjánsson, lögfræð- ingur og kennari í viðskipta- og laga- ensku við HÍ. Frekari upplýsingar og skráning á námskeiðið er á vef Endurmenntunar www.endur- menntun.is. Á NÆSTUNNI ÞÝÐINGARMIÐSTÖÐ utanríkis- ráðuneytisins hefur opnað hugtaka- safn á vefslóðinni www.hugtaka- safn.utn.stjr.is. Unnið hefur verið að söfnun hug- taka og orðasambanda í safnið allt frá stofnun miðstöðvarinnar árið 1990. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að endurskoðun og aðlögun safnsins með vefsetningu þess í huga enda er vefsetning íslenskra hugtakasafna liður í tungutækniverkefni ríkis- stjórnarinnar. Í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að hugtökin og orðasamböndin séu að stórum hluta úr tilskipunum og reglugerðum sem falla undir EES- samninginn en þýðing þeirra yfir á ís- lensku er einmitt helsta verkefni Þýð- ingarmiðstöðvarinnar. Einnig eru í safninu hugtök sem tengjast öðrum milliríkjasamningum og Evrópusam- bandinu og stofnunum þess. Nú eru í safninu um 34.000 grunn- færslur. Hugtakasafn á Netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.