Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 7 sem yrði opnuð þar sem finna má ákveðnar grunnupplýsingar. Eins og fyrr segir felst undirbún- ingurinn í því að tilgreina í handbók- um hvað gera á og hver gerir hvað. Chris sagði stöðvarstjóra til dæmis þurfa að vita þegar þeir hefja störf á nýjum stað eða flugvelli hvaða örygg- isráðstafanir og áætlanir séu fyrir hendi og hvað þeir þurfi að hafa í huga eða undirbúa til að geta gert ráðstafanir á sínum stað. Hann sagði farið yfir þessi atriði á námskeiðun- um og hluti þeirra færi síðan í að æfa viðbrögð við ímynduðu slysi. Áætlun- in væri kynnt öllum starfsmönnum og þeir sem hefðu ákveðin hlutverk í neyðartilvikum fengju að æfa sig í að hrinda þeim í framkvæmd. Þannig segja þeir Chris og Einar að farið sé í öll atriði til þess að allir standi klárir á sínu og að upprifjunarnámskeið verði haldin reglulega framvegis. Nauðsynleg kunnátta Einar segir að Atlanta sé fyrst ís- lenskra flugfélaga til að ljúka gerð áætlunar sem þessarar og að mikil vinna felist í slíkum undirbúningi. „Þessi kunnátta verður að vera fyrir hendi og það er ekki síst mikilvægt fyrir okkur sem störfum með svo mörgum flugfélögum að geta sýnt þeim öllum fram á að þessir hlutir séu í lagi hjá okkur.“ Komi til flugslyss myndu Einar og Skúli Jón Sigurðarson, fyrrverandi formaður Rannsóknarnefndar flug- slysa, sem nýlega var ráðinn til Atl- anta, fara á vettvang ásamt fulltrúa frá RNF auk fulltrúa rannsakenda í viðkomandi landi ef slys verður er- lendis. Einar segir að hluti af nám- skeiðinu hafi falist í því að undirbúa þá fyrir slíkt verkefni, útbúa töskur með viðeigandi búnaði og gera ráð- stafanir vegna skyndilegra útgjalda. Einar leggur í lokin áherslu á að þessa vinnu hafi enginn talið eftir sér. Starfsmenn Atlanta skilji nauðsyn þess að hafa slíka áætlun á hreinu og kunna að hrinda henni í framkvæmd. Það sé grundvallaratriði um leið og menn voni að ekki þurfi að nota hana eins og fyrr segir. ÍSLAND tók í annað sinn þátt í Evrópuráðstefnunni sem haldin var í Aþenu í sjöunda sinn á dög- unum en Gunnar Snorri Gunnars- son, ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu, sat fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Á ráð- stefnunni var að þessu sinni fjallað um tengsl Evrópusambandsins við hina nýju nágranna stækkaðs ESB í austri og suðri. Ráðstefnuna sóttu þjóðarleiðtog- ar og utanríkisráðherrar Evrópu- sambandsríkjanna núverandi og verðandi, umsóknarríkjanna þriggja, þ.e. Búlgaríu, Rúmeníu og Tyrklands, EFTA ríkjanna fjög- urra, Króatíu, Bosníu, Serbíu og Svartfjallalands, Makedóníu, Alb- aníu, Úkraínu og Moldóvíu. Rúss- land tók að auki þátt í ráðstefn- unni og aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, var sérstak- ur gestur að því er kemur fram í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Í ályktun ráðstefnunnar var því fagnað að með stækkun ESB hafi ríki Evrópu og almenningur náð mikilvægum áfanga í að tryggja samfélag byggt á lýðræði, lögum og virðingu fyrir grundvallarmann- réttindum og með því skapað for- sendur fyrir frekari framförum og öryggi. Í ræðu sinni á ráðstefnunni sagði Gunnar Snorri m.a. að tengsl Íslands við hin löndin í Evrópu hefðu smám saman orðið nánari, ekki síst með tilkomu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem hafi gefist vel. „Evrópska efna- hagssvæðið er nú skilvirkur mark- aður átján landa og hann ætti að virka jafnvel þegar löndin eru orð- in 28. [–] En samband af þessu tagi getur aðeins lifað og dafnað ef pólitískur vilji er af hálfu beggja aðila til þess að virða upphaflegar skuldbindingar samningsins og forsendur gagnaðilans,“ sagði Gunnar Snorri. ESB- og EFTA- ríki fagna stækkun ESB FLÖSKUSKEYTI sem sent var frá Flateyri fyrir rétttæpu ári fannst nýlega í fjörunni á Gálmaströnd við Steingrímsfjörð á Ströndum. Skeytið var eitt af sjö flöskuskeytum sem nemendur í þáverandi 4. bekk í Grunnskóla Önundarfjarðar sendu hinn 19. apríl í fyrra. Sverrir Guðbrandsson fann svo skeytið fyrir fáeinum dögum og Jakob Ingi, sonur hans, sem er í 2. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík kom með það í skólann. Í skeytinu óskaði sendandi eftir að hringt yrði í skólann sem bekkurinn hans Jakobs Inga að sjálfsögðu gerði. Símtalið kom þeim skemmtilega á óvart enda hafði ekkert frést um afdrif hinna skeytanna sex. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós 2. bekkur í Grunnskólanum á Hólmavík. Efri röð frá vinstri: Jakob Ingi, Gunnhildur Thelma, Darri Hrannar og Dagrún. Neðri röð frá vinstri: Benedikt Almar, Arn- ór og Silja Dagrún. Flöskuskeyti frá Flateyri til Hólmavíkur Hólmavík. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.