Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÓTORDRIFNIR drekar sveima yfir Úlfarsfelli þegar vel viðrar allt árið um kring. Yfir 40 manns eru í Svifdrekafélagi Reykjavíkur en innan vébanda þess eru áhugamenn um svifdrekaflug, mótordrekaflug og svifvængi. Félagið á 25 ára af- mæli á þessu ári og hefur haft að- stöðu við Úlfarsfell undanfarin ár. „Við erum auðvitað háðir veðri en það hefur bara verið svo gott í vet- ur,“ segir Árni Gunnarsson, for- maður félagsins. „Meðan það er ekki snjór á brautinni fljúgum við eins og við getum.“ Árni segir aðstöðuna við Úlfars- fellið frábæra. En þar sem borgin teygir anga sína stöðugt lengra þarf félagið að finna nýja lóð undir aðstöðu sína innan fárra ára. Félag- ið er að sækja um lóð lítið eitt aust- ar en brautin er nú. Árni segir eft- irsjá verða að gamla staðnum. „Þetta er algjör paradís þar sem við erum núna, nálægt öllu. Það er vont að þurfa að fara.“ Drekar skráðir og tryggðir Á síðasta ári tóku lög gildi sem skylda alla svifflugmenn til að skrá drekana sína og tryggja. „Þessar reglur tóku gildi í fyrravor. Við unnum í þessu með Flugmálastjórn því þetta eykur öryggi. Menn voru að fljúga próflausir og meiða sig en nú sjáum við um alla kennslu og höldum utan um allt fisflug á Ís- landi.“ Árni segist hafa verið í mótor- drekaflugi í yfir tuttugu ár, fyrsta drekann smíðaði hann sjálfur. „Sportið sjálft er ekki dýrt, það þarf bara að kaupa bensín á mót- ordrekann. En svona græja kostar um eina og hálfa milljón.“ Í maí hefjast námskeið Svif- drekafélags Reykjavíkur og verður kennt á allar gerðir fisa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðrar vel til drekaflugs SVEINN Rúnar Hauksson læknir hefur ásamt dóttur sinni og syni, Ingu og Guðfinni, verið í Palestínu yfir páskahátíðina þar sem þau heimsóttu meðal annars Lútherska heimssambandið en íslenskir sjálf- boðaliðar hafa starfað með þeim samtökum í Palestínu. Sveinn segir að þau hafi tekið þátt í hátíðarhöld- um yfir páskana og meðal annars fóru þau í Getsemane-garðinn á skírdag þar sem fjöldi fólks var kominn saman til kvöldmessu. „Á föstudaginn langa tókum við þátt í athöfnum hinna ýmsu kirkju- deilda þar sem minnst er krossfest- ingarinnar og gengið frá einni stöð til annarrar á viðkomustöðum Jesú á leið hans frá Golgata,“ segir Sveinn. Hópurinn dvaldi einnig í Ramallah en Sveinn segir að andrúmsloftið þar hafi ekki verið jafnþrúgandi og þegar hann var á ferð þar fyrir um ári. „Hér eru verslanir opnar, fólk á götum og eðlilegt mannlíf og þetta vekur manni von um að fólk rísi allt- af upp aftur. Maður verður þakk- látur fyrir eðlilegt mannlíf,“ segir Sveinn. Segir andrúmsloftið þrúgandi Sveinn segir að víðast hvar á Vesturbakkanum sé andrúmsloftið þrúgandi og víða ríki algjört út- göngubann. Hópurinn mun meðal annars fara til Jenín en á þeim slóð- um eru Ísraelar að sögn Sveins að reisa 150 kílómetra langan, háan steinsteypumúr sem liggur eftir hinni svokölluðu grænu línu, við vestanverð landamæri Ísraels og Palestínu. Meðfram múrnum eru reistar rafmagnsgirðingar og Sveinn segir að víða sé farið þónokkuð inn á svæði Palestínumanna. „Það er greinilegt eftir kortum sem ég hef séð að Ísraelsmenn stefna að því að hreinlega loka Palestínumenn af í einu allsherjar fangelsi og um leið skera þeir heilmikið af landi þeirra þannig að þessi innilokun verður ennþá sýnilegri og meira afgerandi en hún er núna. Þeir voru byrjaðir á þessu þegar ég var hér í fyrra. Þá ætlaði maður varla að trúa því að þetta væri að gerast en svona er þetta,“ segir Sveinn. Hann segir að Ísraelsmenn áformi einnig að reisa 300 kílómetra vegg austan megin við Vesturbakkann þar sem seilst verði enn frekar inn á landsvæði Palest- ínumanna. „Með því móti verður bú- ið að múra Palestínumenn inni og meira að segja borg einsog Jeríkó verður fyrir utan. Þetta er að verða hinn nýi Berlínarmúr,“ segir Sveinn. Íslendingar tóku þátt í helgihaldi í Palestínu yfir páskana Aðskilnaðarmúr á Vesturbakka KARLMAÐUR um tvítugt slasaðist alvarlega er hann féll fram af svölum á íbúðar- húsi á Akureyri á sunnudags- kvöld. Er talið að fallið hafi verið um 7,5 metrar og lenti maðurinn á malbikuðu plani. Síðdegis í gær gekkst hann undir aðgerð á Landspítalan- um og var haldið sofandi að sögn lögreglunnar á Akur- eyri. Maðurinn hlaut töluverð beinbrot við fallið. Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynningu um slysið rétt eft- ir miðnætti aðfaranótt mánu- dags. Var maðurinn fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkra- húss Akureyrar og þaðan með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Féll fram af svöl- um á Akureyri FYRIRTÆKIÐ Björgun hefur ásamt írska fyrirtækinu Celtic Sea Minerals verið að kanna hagkvæmni þess að dæla upp kalkþörungum á Vestfjörðum og reisa þar kalkmuln- ingsverksmiðju. Sigurður Helgason, forstjóri Björgunar, segist bjartsýnn á að úr verkefninu verði en það hafi verið til skoðunar í um það bil tvö ár. „Það er margt sem bendir til þess að þetta verði hægt en við eigum enn eftir að skoða ýmislegt betur. Þetta er til dæmis tiltölulega ódýr fram- leiðsluvara og því viðkvæm fyrir flutningsgjöldum og flutningskostn- aði,“ segir Sigurður. Hann segir að hugmyndin sé sú að reisa verksmiðj- una á Bíldudal en gera megi ráð fyrir að 12 manns yrðu þar í vinnu til að byrja með. „Verksmiðjan myndi lík- lega byrja á að framleiða um 7 þús- und tonn á ári en gæti síðar farið upp í 55 þúsund tonn,“ segir Sigurður. Hann segir að kalkörungunum yrði blandað í dýrafóður til kalkgjafar og til að draga úr sýrumyndun í melt- ingarfærum en einnig yrði unnið úr honum í bætiefni fyrir fólk og myndi framleiðsluvaran aðallega fara á Bandaríkjamarkað. Rekstur kalkmuln- ingsverk- smiðju í skoðun HÁTT í fjögur þúsund börn ferm- ast í kirkjum landsins þetta vorið og voru þessir myndarlegu ung- lingar meðal þeirra 19 sem fermd- ir voru í Breiðholtskirkju í Reykja- vík í gær. Helgihald um páskana var með hefðbundnu móti og fjöl- menni í hátíðarguðsþjónustum og fermingarmessum. Messað var venju samkvæmt í mörgum kirkjum landsins á skírdag, föstu- daginn langa og páskadag. Þá voru víða fermingarmessur í gær. Páskadagsmessur eru víða árla dags, oftast klukkan 8, en sá hátt- ur er hafður á þar sem upprisa Jesú er talin hafa átt sér stað við sólarupprás. Margar kirkjur hafa tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á morgunverð að lok- inni páskadagsmessu og víða koma árrisulir kirkjugestir með veit- ingar með sér á morgunverðar- borðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmennt í páska- og fermingarmessum VEGNA kosninga til Alþingis er boðið uppá að kosið sé utan kjörstað- ar, hérlendis og erlendis. Hér má sjá Íslendinga við kosningar í Pristína í Kosovo. Margrét Heinreksdóttir fær kjörseðil hjá Hjalta Guðmundssyni flugumferðarstjóra sem útnefndur hefur verið kosningastjóri í Kosovo. Kjörstaðurinn er Grand Hotel í Pristína þar sem Íslendingar hittast gjarnan á fimmtudagskvöldum. Verður unnt að kjósa þar næstu fimmtudaga fram að kosningum. Íslendingar kjósa í Pristína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.