Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 31 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og þeirra sem með þér starfa og veist hvað þarf til að laða fram það besta í hverjum og einum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Miklar sveiflur eru fram undan í fjármálum, sumum tekst að hagnast með óvæntum hætti en aðrir eyða um efni fram. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óvænt kynni af fólki gerir daginn ánægjulegan. Nú skiptir máli að vera léttur í lund og sýna sínar bestu hliðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fjölskylduvinur kemur þér á óvart. Hafðu engar áhyggjur því ánægjuleg lífsreynsla er fram undan. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samræður um daginn og veginn geta gengið úr hófi. Ástæðan er einfaldlega misskilningur milli fólks. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur ekki mikla þol- inmæði og það kemur þér í raun á óvart hve uppreisn- argjörn persóna þín er um þessar stundir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Farðu varlega í að kaupa hluti að óathuguðu máli. Skoðaðu málið í heild og frá öllum hliðum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Notaðu daginn til þess að stjana við sjálfan þig og láttu allar áhyggjur lönd og leið. Fáðu þína nánustu í lið með þér og þá heppnast allt vel. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Eitthvað kemur upp á og raskar jafnvæginu á heim- ilinu. Vertu skilningsrík/ur og hlustaðu vandlega. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að byggja meira á innsæi þínu þegar þú ræðst til atlögu við flókin verk- efni. Gættu sérstaklega að útgjöldunum og dragðu þau saman eftir mætti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér gengur vel að læra nýja hluti. Af þeim sökum ættir þú að reyna að taka þátt í hlutum sem eru skapandi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú getur komið breyt- ingum til leiðar í starfi sem eiga eftir að hafa jákvæð áhrif á starfsanda í vinnunni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það gengur ekki allt upp eins og þú hafðir spáð. Ef þér finnast aðstæður erf- iðar reyndu að þrauka þar til það versta er gengið yf- ir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÆVITÍMINN EYÐIST Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. Sízt þeim lífið leiðist, sem lýist, þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti og dofa. Ég skal þarfur þrífa þetta gestaherbergi, eljan hvergi hlífa sem heimsins góður borgari. Einhver kemur eftir mig, sem hlýtur. Bið ég honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur. Björn Halldórsson LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU SPIL dagsins er í gátu- formi: Hvernig fór suður niður á fjórum hjörtum? Norður ♠ ÁG852 ♥ 108 ♦ G2 ♣Á876 Vestur Austur ♠ D76 ♠ K1094 ♥ ÁG3 ♥ 42 ♦ Á965 ♦ 1074 ♣D109 ♣G542 Suður ♠ 3 ♥ KD9765 ♦ KD83 ♣K3 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Lauftía. Sagnhafi lagði af stað með ágæta áætlun, en hugsaði málið ekki alveg til enda. Hann tók á laufás og spilaði tíglulgosa. Vest- ur drap strax og hélt áfram með lauf. Suður tók þá tígulkóng og stakk tíg- ul í borði með áttunni. Það var á þessum tímapunkti sem sagnhafi fór villur vegar – hann spilaði hjarta á kónginn. Vestur drap og spilaði tígli. Austur gat þá stungið tígulfríslag sagn- hafa með smátrompi og vörnin fékk þannig þrjá slagi á tromp. Heldur vandræðalegt. Sagnhafa er nokkur vor- kunn, því þetta er ekki lík- leg lega. En hins vegar er til einfalt svar við þessari ógnun. Sagnhafi átti að trompa sig heim og stinga frítígulinn með hjartatíu. Það er í lagi að vörnin fái tvo slagi á tromp – bara ekki þrjá. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Dd2 b5 8. f3 Rxd4 9. Bxd4 Re7 10. O-O-O Rc6 11. Be3 Be7 12. h4 O-O 13. Kb1 Hb8 14. h5 b4 15. Rd5 exd5 16. exd5 b3 17. cxb3 Rb4 18. d6 Da5 19. a3 Df5+ 20. Ka1 Rc2+ 21. Ka2 Bf6 22. Ba7 Ha8 23. Bd3 De5 24. Dxc2 Hxa7 25. Hhe1 Dg5 26. Bxh7+ Kh8 27. Be4 Bb7 28. g4 a5 29. Df2 Bxe4 30. Hxe4 Hb7 31. De2 Db5 32. Hd3 Hbb8 33. f4 Kg8 34. g5 Bd8 35. He5 Da6 36. De4 Hb6 37. Hed5 Hc6 38. h6 a4 39. hxg7 axb3+ 40. Kxb3 Kxg7 41. Hh3 Hg8 Staðan kom upp í ofur- móti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest. Nigel Short (2686) hafði hvítt gegn Cristopher Lutz (2640). 42. Hh7+ Kf8 43. Hxf7+! Kxf7 44. Df5+ Kg7 45. Dxd7+ Kg6 46. De6+ og svartur gafst upp enda fátt til varn- ar eftir t.d. 46... Kg7 47. Dh6+ Kf7 48. Hf5+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þessi nágrannaskratti! Hann hefur alltaf betur! Það er að verða erfiðara og erfiðara að reykja!            MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.