Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 25 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG G. HAFBERG, hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mið- vikudaginn 23. apríl kl. 13:30. Helga Hafberg, Friðfinnur Ágústsson, Eysteinn Hafberg, Elín Ó. Hafberg, Ingibjörg Ólína Hafberg, Gunnlaugur Þorsteinsson og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN HERMANN SIGURÐSSON, Litlu-Hlíð, Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, sem lést á heimili sínu laugardaginn 12. apríl, verður jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju, Víðidal, föstudaginn 25. apríl kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Péturdóttir og börn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og amma, VERONIKA KONRÁÐSDÓTTIR, Bogahlíð 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 23. apríl kl. 13.30. Pétur G. Þorsteinsson, Þórarna Ólafsdóttir, María B. Þorsteinsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Björg Björgvinsdóttir, Anna S. Ingólfsdóttir og ömmubörn. Elskuleg systir mín, mágkona og frænka, HELGA TRYGGVADÓTTIR, Smiðjustíg 4, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 23. apríl kl. 15.00. Agnar Tryggvason, Lára Þorsteinsdóttir, Sverrir Agnarsson, Edda Helga Agnarsdóttir, Jón Magnússon, Tryggvi Þór Agnarsson, Erla Valtýsdóttir, Lára Guðrún Agnarsdóttir, Kristján Sigurðsson og fjölskyldur. Hjartans þakkir fyrir þá vináttu og hlýhug sem okkur hefur verið sýndur við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS JÓNSSONAR veggfóðrarameistara, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Halldóra Sigurðardóttir og fjölskylda. ELÍN KRISTGEIRSDÓTTIR ✝ Elín Kristgeirs-dóttir fæddist í Bitru í Flóa 23. mars 1925. Hún lést á Landakoti 10. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 16. apríl. unum. Það var stutt á milli bæja og Krist- geir heimsótti dóttur sína nær daglega. Elín var ekki gefin eða ættleidd. Hún bara flutti inn á heim- ilið og var sett í rúm hjá Helgu, vinnu- stúlku hjá afa. Elín varð sólar- geislinn á heimilinu. Hún flutti með fjöl- skyldunni til Reykja- víkur og þegar amma mín dó gerðist Helga ráðskona og sambýlis- kona afa míns og tók við móð- urhlutverkinu fyrir Elínu, sem var hjá þeim þangað til hún giftist. Pabbi var yngstur á heimilinu áður en Elín kom. Og þrátt fyrir að hann væri fimmtán árum eldri tókst með þeim systkinaást sem aldrei dofnaði. Elín giftist innan við tvítugt Guðmundi Oddssyni og þau hófu búskap á föðurarfleifð Guðmundar Elín Kristgeirsdótt- ir var uppeldissystir hans pabba míns, Stefáns Bjarnasonar. Þeir voru nágrannar og miklir vinir afi minn Bjarni í Eyði- Sandvík og Kristgeir í Jórvík í Sandvíkurhreppi. Þegar Kristgeir missti konu sína, móður Elínar, á miðjum þriðja áratug síðustu aldar varð það að ráði að Elín færi, korna- barn, til afa og Guðnýjar ömmu minnar. Líklega hafa Kristgeiri ekki þótt aðstæður nógu góðar fyrir litlu stúlkuna í Jórvík og því varð þetta að ráði hjá þeim félög- í Tungu í Gaulverjabæjarhreppi. Ég og móðir mín, Rósa, vorum hjá þeim sumarið 1945 þegar ég var sex ára. Pabbi stóð þá í stórræðum við að koma okkur upp almenni- legu húsnæði í bænum og dreif okkur mömmu austur í Tungu, í boði þeirra Elínar og Guðmundar. Þetta var dýrðlegur tími og fullt af krökkum og fullorðnum á heim- ilinu, leikir og vinna á daginn, bað- stofukvöld með mergjuðum draugasögum þegar leið að nóttu. Ella Kriss, eins og hún var köll- uð, var drottning heimilisins. Pabbi sagði mér að hún hefði erft lífsgleði Kristgeirs, pabba síns, og frá þessum tíma minnist ég best sólríkjunnar í brosi hennar. Þær Ella og Rósa móðir mín urðu mjög nánar vinkonur. Það var alltaf samgangur milli heimilanna og vinátta. Elín var mikið veik síðustu árin. Ég heimsótti hana með pabba nokkrum sinnum á Landakoti þar sem hún lá og hún umvafði okkur með gamla góða brosinu, þótt hún ætti erfitt um mál vegna lömunar. Nú er hún farin frá okkur en við varðveitum með okkur sjálfum brosið og hlýjuna sem hún veitti okkur. Ragnar Stefánsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Öll ljúkum við okkar tíma á þessu jarðlífi og nú er komið að Betu minni góðu frænku. Hún fæddist á Sveins- stöðum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, ömmu minni og afa, Jónsínu og Magnúsi ásamt fimm systkinum sem öll eru látin. Þar vann hún við hefðbundin sveitastörf Þá var slegið með orfi og ljá, rakað með hrífum og voru þau störf ansi mikið öðruvísi en í dag þar sem mikil tækni hefur rutt sér til rúms á hennar starfsævi. Það kom sér vel hversu handlagin hún var, það þurfti að sauma allan fatnað og alla sauðskinnsskó sem var mikið verk. Hún fór í barnaskóla og síðan í Húsmæðraskólann á Blönduósi. Í þá daga voru það frekar piltar sem fóru í lengra nám, og hún talaði oft um að sem betur fer þá væru þeir tímar komnir að bæði kynin færu í há- skólanám og jafnframt hefði unga fólkið meiri og betri tækifæri til að ferðast og sjá sig um í heiminum. Hún kenndi matreiðslu í fjögur ár við Húsmæðraskólann á Hallorms- stað og einnig við Húsmæðraskól- ann á Blönduósi. Á þessum tíma voru enskir menn við veiði í Vatns- dalsá. Þeir höfðu aðsetur á Sveins- stöðum og kom hún því heim á sumrin til að elda handa þeim. Sjálfsagt hefur verið verið fátítt að sveitastúlka norðan úr landi færi utan. Hún var ákveðin og þegar tækifærið kom sigldi hún með Gull- fossi til Kaupmannahafnar. Þar bjó bróðir ömmu og hjá honum var hún í eitt ár. Hún fór í keramiknám og til stóð þegar hún kom heim að halda því áfram en þá varð að kaupa ofn erlendis og á þesum tíma var erfitt að fá gjaldeyrisyfirfærslu og það fékkst ekki þó mikið væri reynt. Hún vann við þjónustustörf hjá forsetanum á Bessastöðum, var í París í tvö ár að hjálpa til á heimili og nýtti þann tíma í námskeið í mat- reiðslu o.fl. Í barnæsku minni var mikil til- hlökkun er hún kom norður í heim- sókn á sumrin Alltaf var eitthvað í farteskinu. Einu sinni hún kom með fullan kassa af bönunum, það höfð- um við nú ekki smakkað í sveitinni. ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR ✝ Elísabet Magnús-dóttir fæddist á Sveinsstöðum í A-Hún. 21. ágúst 1911. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 6. apríl síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Ás- kirkju 16. apríl. Jólapakkarnir voru líka mjög spennandi. Hún var mjög flink við alla handavinnu hvort sem var að sauma, prjóna, vefa, hekla, hnýta. Ef hún var í vafa þá keypti hún sér bók og las sér til. Þegar ég flutti suður var gott að eiga hana að hvort sem þurfti að suma gardínur eða annað, alltaf var hún tilbúin að hjálpa mér. Beta hafði mjög gaman af blómarækt. Garðurinn kringum húsið þeirra Kristins á Hrísateigi var afar stór og sérstak- ur. Þar var að finna tré, runna og allar mögulegar gerðir af blómum. Sumar tegundirnar var hvergi ann- ars staðar að finna en í garðinum þeirra. Það var alltaf jafn notalegt að koma í heimsókn á Hrísateiginn og ekki mátti maður fara fyrr en búið var að troðfylla alla af vöfflum og öðru góðgæti. Börnum mínum fannst alltaf jafn gaman að koma í heimsókn. Þar var að finna „gesta- dót“ og garðurinn var heilt ævintýri. Síðustu sjö ár ævinnar dvaldi Beta á Skjóli. Sjónin hennar var nánast farin en hún var frá á fæti og alltaf jafn þakklát fyrir allt sem fyr- ir hana var gert. Hún fylgdist alltaf með fréttum. Margar stundirnar sátum við saman og hún sagði mér frá gömlum tímum því hún mundi það mjög vel. Með söknuð í huga og þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu kveð ég þig að sinni. Ég veit að amma tekur á móti þér með bros á vör. Þórdís Ólafsdóttir. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.