Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HLAUP sem hófst í Súlu síðdegis á páska- dag var enn í vexti í gærkvöldi en hlaupið kemur úr Grænalóni við Skeiðarárjökul. Brúarvinnuflokki úr Vík tókst að bjarga tækjum sínum þegar vöxtur kom í ána en flokkurinn hafði verið að styrkja og steypa einn stöpulinn undir brúna yfir Núpsvötn og Súlu. Sveinn Þórðarson hjá Vegagerð- inni segir líklegt að rennslið í ánni fari að minnka aftur í dag eða í nótt. Filippus Hannesson, bóndi á Núpsstað, hef- ur upplifað mörg hlaup í Súlu. Hann segir að undanfarin ár hafi liðið styttra milli hlaupa en á árum áður en síðasta hlaup í Súlu varð í september á síðasta ári. „Það er orðið hlaup hér á hverju ári. Þau eru yfirleitt lítil því þetta kemur svo þétt. Það safnast ekkert fyr- ir. Ætli það sé ekki af því að jökullinn er orðinn svo lítill. Hann er alltaf að rýrna og heldur ekki vatninu,“ segir Filippus. Hann segir hlaupið hafa staðið í nokkra daga. „Hún fer hægt að þessu en vatnið er ósköp ljótt á litinn, næstum svart. Það er svo mikill sandur og leir í þessu,“ segir Filippus. Morgunblaðið/RAX Filippus Hannesson, bóndi á Núpsstað, athugar rennslið þar sem hann stendur á brúnni yfir Núpsvötn. Hlaupið í Súlu enn í vexti í gær JAFNMARGIR hafa sótt aðstoð til Hjálp- arstarfs kirkjunnar síðustu sex mánuði og tólf mánuðina þar á undan. „Það fjármagn sem ætlað var fyrir þetta ár er nánast upp- urið,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráð- gjafi sem starfar hjá Hjálparstarfinu. Vilborg segir nýja rannsókn sem unnin var úr upplýsingum um skjólstæðinga Hjálparstarfsins á tímabilinu 1. febrúar 2002 til 31. janúar á þessu ári, sýna að ungu fólki, atvinnulausum og lágt launuðum hef- ur fjölgað verulega. Öryrkjar eru enn þá stærsti hópurinn, um 57% umsækjenda. Tæplega 500 nýir skjólstæðingar leituðu til Hjálparstarfsins á rannsóknartímanum. Um 2.000 umsóknir frá 1. október „Í hverjum mánuði koma margir nýir umsækjendur til okkar,“ segir Vilborg. „Könnunin sýndi að sá hópur var öðruvísi en sá sem var fyrir. Umsækjendur eru að yngjast, fleiri atvinnulausir leita til okkar og láglaunafólk.“ Vilborg segir að 1. apríl hafi verið búið að afgreiða 1.880 umsóknir, sem eru fleiri en allt starfsárið í fyrra sem þó var metár, en starfsár Hjálparstarfsins hefst 1. október ár hvert. Vilborg telur skýringuna liggja í atvinnu- leysi og lágum launum. Húsaleiga hafi hækkað og margir nái ekki endum saman. Hún segir flesta sem koma vera með fjár- mál sín í góðum farvegi og nýti sér t.d. greiðsludreifingu bankanna. Lágt launaðar einstæðar mæður eru stór hluti skjólstæð- inga Hjálparstarfsins og sömuleiðis hefur einhleypum og atvinnulausum körlum fjölgað. 78% karla sem leita aðstoðar eru barnlausir. „Þeir eru margir öryrkjar og eru í miklum vanda staddir. Þeir hafa hvergi forgang í kerfinu.“ Þá nefnir Vilborg að margir fráskildir feður sem greiða með- lag og eru á lágum launum nái ekki endum saman og þurfi mataraðstoð um helgar. Ungt fólk sækir í auknum mæli aðstoð til kirkjunnar Metár og fjármagn á þrotum ELÍNBORG Una Margeirsdóttir smellir kossi á einn nýfæddan þrí- lembinginn á Brú í Biskupstungum en Hugrún Egla, systir hennar, og Marta, frænka hennar, fylgjast grannt með. Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú, heldur á lambinu meðan ungviðið dáist að því. Morgunblaðið/Einar Falur Ungviði á vori Gaskútar fyrir grill seldust upp GASKÚTAR fyrir grill voru nánast ófáan- legir á bensínstöðvum höfuðborgarsvæð- isins í gær þar sem þeir höfðu selst upp og er ástæðan líklega gott veður og mikil ferðalög um helgina að mati nokkurra vaktstjóra bensínstöðva sem Morgun- blaðið ræddi við í gær. Þeir segja að þeir sem hafi reynt að nálgast kúta í gær hafi margir orðið að snúa tómhentir heim. „Gaskútar fyrir grill eru uppseldir hjá Select-stöðvunum og á okkar stöð klár- uðust kútarnir strax á laugardags- morgun,“ sagði Gunnhildur Arnardóttir, vaktstjóri hjá Select Bústaðavegi. Hjá Esso-stöðinni Ártúnshöfða klár- uðust kútarnir einnig á laugardag, að sögn Halldóru Gylfadóttur aðstoðarstöðv- arstjóra þar. Hún sagðist vera búin að hringja á nokkrar Esso-stöðvar um helgina og alls staðar hafi þeir verið upp- seldir. „Ég held að nánast allir hafi verið að grilla í góða veðrinu um helgina og þess vegna hafa þeir selst upp.“ Lífeyrissjóðurinn Eining var sameinaður Frjálsa lífeyrissjóðnum í fyrrasumar en rekstraraðili sjóðs- ins er Kaupþing og námu eignir sjóðsins tæpum 20 milljörðum í lok síðasta árs og sjóðfélagar eða rétt- hafar voru tæplega 28 þúsund. Óttar Yngvason hrl., sem í fyrra lagði til að fellt yrði niður ákvæði um að rekstraraðili sjóðsins, Kaup- þing, skipaði meirihluta stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að svör stjórnar sjóðsins við gagnrýni og fjölmörgum athugasemdum frá honum og öðrum hefðu annaðhvort verið engin eða fremur rýr. Mínus 10% hjá Frjálsa en plús 32% hjá Kaupþingi Óttar segist hafa vakið athygli á því að tæplega 10% rauntap hafi orðið á stærstu ávöxtunarleiðinni, Frjálsa I, sem um 80% sjóðfélaga sé í. Heildartap lífeyrissjóðsins hafi í fyrra numið um 1.300 milljónum og það komi til viðbótar um eins millj- arðs króna tapi Einingar árin 2000 og 2001. Þetta þýði að rauntap síð- ustu þriggja ára hafi verið um 24,5% og að nánast fjórðungur eigna sjóðsins hafi þannig tapast. Á sama tíma tilkynni rekstraraðilinn, Kaupþing, um 32% ávöxtun eigin fjár í fyrra. „Ég hef lengi haldið því fram að með því að Kaupþing skipaði meiri- hluta stjórnar sjóðsins og væri með rekstur sjóðsins í sínum höndum bæru þeir fulla ábyrgð á rekstrar- niðurstöðu sjóðsins alveg eins og þeir bera ábyrgð á ávöxtun eigin fjár sjálfra sín. A.m.k. bera þeir fulla siðferðilega ábyrgð og þegar þeir eru að skila 32% ávöxtun á eig- in fé Kaupþings skýtur það skökku við að ávöxtun á því fé sem þeim er trúað fyrir af hátt í 28 þúsund líf- eyrisþegum sé neikvæð um 10%.“ Ný stjórn kjörin Ásgeir Thoroddsen, sem tók við stjórnarformennsku í sjóðnum á að- alfundinum af Herði Sigurgests- syni, segist ekki geta dæmt um hvort þetta hafi verið sérstakur átakafundur þar sem hann hafi ekki áður setið aðalfundi sjóðsins. Það sé frekar framkvæmdastjóra að svara spurningum er lúti beint að ávöxtun einstakra leiða hjá sjóðnum síðustu ár en allir lífeyrissjóðir hafi verið með lélega ávöxtun og það eigi einnig við Frjálsa lífeyrissjóðinn. Fjórðungur eigna tapast á þremur árum Gagnrýni á stjórn og rekstur á aðalfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins GAGNRÝNI kom fram á aðalfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrr í þessum mánuði og kvöddu allmargir fundarmenn sér hljóðs og báðu um skýringar og upplýsingar er vörðuðu rekstur og stjórnun sjóðsins eða létu í ljós skoðun sína á þeim þáttum. Einn sjóðfélag- anna á fundinum skilaði teppi sem hann hafði fengið frá sjóðnum og lagði til að fjármunasóun við útsendingu teppa yrði hætt. ♦ ♦ ♦ EGILSSTAÐABÚAR mega eiga von á því að fá tæplega átta þúsund vörubíla með steypumöl í gegnum miðbæinn þegar bygging álversins í Reyðarfirði hefst. Í samanburðarskýrslu sem Nýsir hf. vann fyrir hönd Alcoa og lögð var fyrir Skipulags- stofnun á síðasta ári, kemur fram að gera megi ráð fyrir að 85.000 rúmmetrar af steypumöl, eða um 7.700 vörubílsfarmar, verði fluttir á byggingarsvæði álversins. Efnið verði líklega tekið úr farvegi Jökulsár á Brú, sem þýðir að aka þarf því frá Jökuldal, gegnum Fellabæ og Egilsstaði, yfir Fagradal og nið- ur í Reyðarfjörð. Aðalumferðaræðin gegnum Egilsstaðabæ er um Fagradals- braut, sem liggur milli þjóðveg- ar 1 og vegamóta Seyðisfjarð- arvegar og Fagradals. 7.700 vörubílsfarmar eru þó líklega aðeins brot af þeim flutningum sem um Egilsstaði fara á komandi árum og sjást þess þegar merki í stóraukinni umferð alls kyns þungavinnu- tækja og vöruflutningabíla. Átta þúsund vörubílar í gegnum miðbæinn ♦ ♦ ♦ KARLMAÐUR á þrítugsaldri féll niður af þriðju hæð í blokk í Sólheimum í Reykjavík aðfaranótt fimmtudags. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala – háskóla- sjúkrahús. Honum hefur verið haldið sof- andi í öndunarvél. Maður féll nið- ur af þriðju hæð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.