Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ áfram Ísland Daví› Oddsson Geir H. Haarde Til fundar vi› flig Ísafjör›ur firi›judagur 22. apríl Hótel Ísafjör›ur kl. 20.00 Patreksfjör›ur firi›judagur 22. apríl Félagsheimili› kl. 20.00 Á næstu dögum og vikum munu Daví› Oddsson, forsætisrá›herra og forma›ur Sjálfstæ›isflokksins, og Geir H. Haarde, fjármálará›herra og varaforma›ur Sjálfstæ›isflokksins, ásamt ö›rum flingmönnum og frambjó›endum Sjálfstæ›isflokksins halda fundi um land allt og heimsækja vinnusta›i. Vi› hlökkum til a› fá tækifæri til a› kynnast sjónarmi›um flínum, ræ›a vi› flig um flann mikla árangur sem vi› Íslendingar höfum í sameiningu ná› og hvernig vi› getum best tryggt a› Ísland ver›i áfram í fremstu rö›. xd.is YFIRVÖLD í Kína hækkuðu í gær dánartöluna af völdum heilkennis al- varlegrar og bráðrar lungnabólgu, HABL, úr sjö í 92 og tilkynntu ýmsar ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Nokkrir sérfræðingar í málefnum landsins óttast þó að kín- verska stjórnin hafi brugðist of seint við faraldrinum. Efnahagslegra áhrifa hans er þegar farið að gæta í Kína og nokkrum grannríkjanna og hagfræðingar telja að nú stefni í að hann valdi mestu efnahagskreppu í Suðaustur-Asíu frá fjármálakrepp- unni fyrir fimm árum. Að sögn kínverskra yfirvalda hafa 1.959 manns smitast af HABL-veir- unni og 92 dáið á meginlandi Kína, þar af 20 í Peking. Í höfuðborginni einni jókst fjöldi smitaðra úr 40 í 448 um helgina og tala látinna hækkaði í Guandong-héraði í Suður-Kína og Innri Mongólíu. Kínversk dagblöð höfðu í gær eftir Hu Jintao, forseta landsins, að bar- áttan gegn HABL-faraldrinum væri nú forgangsverkefni kínversku stjórnarinnar. Hún hafði sætt gagn- rýni í margar vikur fyrir að hafa brugðist of seint við faraldrinum og margir Kínverjar hafa kvartað yfir því að yfirvöldin hafi látið hjá líða að veita þeim upplýsingar sem væru nauðsynlegar til að fólk gæti varist sjúkdómnum. 1. maí-fríi aflýst Nýjum borgarstjóra Peking, Meng Xuenong, var vikið úr embætti í gær fyrir að afla ekki nægra upplýsinga um faraldurinn. Daginn áður var Zhang Wenkang heilbrigðisráðherra rekinn úr öllum embættum sem hann gegndi í kommúnistaflokknum og bú- ist er við að honum verði einnig vikið úr ráðherraembættinu. Stjórnin kveðst ætla að verja and- virði 8,4 milljarða króna í ráðstafanir til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins í fátækum héruðum og í vestanverðu landinu. Ákveðið hefur verið að loka tveimur háskólum í Peking í að minnsta kosti mánuð og skýrt var frá því á páskadag að vikulöngu fríi í til- efni af 1. maí hefði verið aflýst með það að markmiði að koma í veg fyrir að tugir milljóna Kínverja ferðist og auki þannig hættuna á að veiran breiðist frekar út. Búist er við að kínversk ferðaþjón- ustufyrirtæki verði fyrir miklu tekju- tapi vegna þessarar ákvörðunar. Flugfélög, hótel og önnur fyrirtæki hafa þegar skaðast vegna viðvarana stjórnvalda í öðrum ríkjum sem hafa hvatt fólk til að ferðast ekki til Kína. „Of seint“ Sérfræðingar í málefnum Kína ótt- ast að þessar ráðstafanir stjórnarinn- ar hafi komið of seint og veiran sé að breiðast út til allra héraða Kína. Jeff McFarland, veirufræðingur við Al- þjóðaheilbrigðisstofnunina, WHO, sagði ekkert benda til þess að hægt yrði að koma í veg fyrir að veiran bærist til héraða sem hafa verið laus við faraldurinn. „Þetta er of seint,“ sagði Andrew Thompson, sérfræðingur í kínversk- um heilbrigðismálum við rannsóknar- stofnunina CSIS í Washington. „Veiran hlýtur að hafa breiðst út til allra héraðanna, ef ekki gerist það bráðlega.“ Rannsóknarmenn WHO, sem hafa fylgst með ráðstöfunum kínverskra yfirvalda gegn faraldrinum, fóru í gær til Shanghai, stærstu borgar Kína, til að skoða rannsóknarstofur, sjúkrahús og fleiri heilbrigðisstofn- anir. Yfirvöld segja að aðeins sé vitað um tvo menn sem smitast hafi af HABL-veirunni í Shanghai þótt borgin sé viðskiptamiðstöð landsins og í miklum tengslum við Hong Kong, Peking og fleiri borgir þar sem far- aldurinn hefur geisað. Faraldurinn var í gær helsta um- fjöllunarefni kínverskra fjölmiðla, sem hafa hingað til lítið fjallað um hann og sumir jafnvel ekkert. Nokkr- ir þeirra gagnrýndu framgöngu emb- ættismanna í málinu. „Yfirhylmingin er skelfilegri en faraldurinn,“ sagði í forystugrein dagblaðsins Beijing Star. Sjúkdómurinn hefur verið skæð- astur í Guangdong-héraði þar sem faraldurinn hófst. Greint var í gær frá fyrstu sjúkdómstilfellunum í Gansu, fátæku og einangruðu héraði í norð- vestanverðu landinu, Zhejiang-héraði í suðausturhlutanum, og héruðunum Jilin og Liaoning í norðaustanverðu Kína. Fulltrúar Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar sögðust hafa áhyggjur af því að sjúkdómurinn yrði skæður í fá- tækum héruðum í Kína þar sem margir íbúanna veigra sér við því að leita til læknis vegna þess að það er of dýrt eða hafa engan lækni. Fregnir hermdu að sjúklingum hefði verið vís- að úr sjúkrahúsum í fátækum héruð- um vegna þess að þeir hefðu ekki get- að greitt fyrir meðferð við sjúk- dómnum. Kínversk dagblöð birtu í gær fyrirmæli sem banna að fátæku fólki sé neitað um meðferð. Efnahagurinn dregst saman Að minnsta kosti 224 manns hafa dáið úr sjúkdómnum í heiminum öll- um og um 3.800 smitast. 94 hafa dáið í Hong Kong, 92 á meginlandi Kína, 16 í Singapúr, 14 í Kanada, fimm í Víet- nam, tveir í Taílandi og einn í Malas- íu. The New York Times sagði í gær að HABL-faraldurinn ylli valda mestu efnahagskreppu í Suðaustur- Asíu frá fjármálakreppunni sem ríkti í þessum heimshluta fyrir fimm ár- um. Efnahagssamdráttar væri þegar farið að gæta í Hong Kong, Singapúr og Taívan. Blaðið hafði eftir hagfræð- ingum að Malasía og Taíland yrðu lík- lega næst og þenslan í hagkerfi Kína væri farin að minnka, einkum vegna samdráttar hjá þjónustufyrirtækjum, svo sem veitingahúsum, hótelum, flugfélögum og kvikmyndahúsum. Embættismönnum vikið frá í Kína vegna HABL og dánartalan hækkuð Óttast að stjórnin hafi brugðist of seint við Stefnir í efna- hagskreppu í Suðaustur-Asíu Peking. AP, AFP. Reuters Starfskona alþjóðaflugvallarins í Peking, með andlitsgrímu til að verjast HABL-smiti, við afgreiðsluborð sem hefur verið lokað vegna mikils sam- dráttar í flugi til borgarinnar eftir að lungnabólgufaraldurinn braust út. OLUSEGUN Obasanjo hafði í gær náð miklu forskoti á helsta keppi- naut sinn og virtist eiga sigur vísan í forsetakosningunum í Nígeríu. Þegar um 70% atkvæða höfðu verið talin hafði Obasanjo fengið rúmlega 62% greiddra atkvæða en helsti andstæðingur hans, Mu- hammadu Buhari, um 27%. Obasanjo, sem er kristinn maður úr suðurhluta Nígeríu, hefur verið forseti síðustu fjögur ár en hann var frambjóðandi hersins í kosningum sem fram fóru 1999. Buhari, sem er múslimi og úr norðurhlutanum, er einnig fyrrum herforingi. Eftirlitsmenn sögðu að kosning- arnar hefðu að mestu farið frið- samlega fram en fregnir af ofbeld- isverkum bárust þó úr suðurhluta landsins. Ásakanir um kosningasvik gengu á víxl en mest bar á þeim á olíuvinnslusvæðum í suðurhluta Nígeríu. Þar fékk Obasanjo víða yf- ir 90% atkvæða. Töldu eftirlitsmenn og óháðir sérfræðingar það fylgi lyginni líkast. Greinilegt væri að „umtalsverð kosningasvik“ hefðu átt sér stað. Buhari sagði í gær að brögð hefðu verið í tafli og gaf í skyn að hann hygðist ekki una úrslitum kosninganna. Frá herstjórn til lýðræðis Forsetakosningarnar nú þóttu mikilvægur áfangi á leið Nígeríu- manna frá herstjórn til lýðræðis. Árið 1999 lauk 15 ára herstjórn með kjöri Obasanjos í forsetakosningum. Kosningarnar þá fóru hins vegar fram eftir forskrift hersins. Þær sem fram fóru nú um helgina eru því fyrstu frjálsu kosningar í land- inu í 20 ár. Reuters Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, á kjörstað á laugardag. Obasanjo öruggur um sigur í Nígeríu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.