Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
22 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRIÐ 1963 tók ungur nýútskrif-
aður stúdent að sér kennslu við
Hlíðaskóla í Reykjavík en skólinn
hafði þá starfað í átta ár. Ungi mað-
urinn hugsaði með sér að það gæti
verið gaman að reyna sig á kennslu
í eins og eitt ár en úr árinu því arna
teygðist svolítið því það er fyrst nú,
fjörutíu árum seinna, sem hann læt-
ur af störfum.
Það er Árni Magnússon, skóla-
stjóri Hlíðaskóla, sem þarna um
ræðir en um síðustu helgi var staða
hans auglýst laus til umsóknar. „Ég
er búinn að vera skólastjóri í Hlíða-
skóla í 23 ár, var yfirkennari þar á
undan í 11 ár en hóf störf árið 1963.
Enda er ég farinn að hitta krakka
hérna núna sem segja við mig að ég
hafi kennt afa sínum eða ömmu. Þá
er nú kominn tími til að hætta
þessu,“ segir hann og hlær.
Voru með 1.320
nemendur árið 1964
Það lætur nærri að heilmiklar
breytingar hafi orðið á skólastarf-
inu á þessum fjörutíu árum en Árni
segir þær fyrst og fremst lúta að
skólaumhverfinu sjálfu. „Það hafa í
sjálfu sér orðið litlar breytingar á
krökkunum því þeir eru alltaf svip-
aðir,“ segir hann og vísar því
ákveðið á bug að börnin í dag séu
eitthvað verri en áður. Hins vegar
segir hann mikið hafa breyst hvað
varðar nemendafjölda í skólanum
en hann er öllu minni í dag en fyrir
40 árum.
„Skólinn byggðist upp frá Aust-
urbæjarskóla en Hlíðaskóli var
stofnaður sjálfstæður árið 1955. Þá
voru hérna þrír bekkir eða um það
bil. Svo þegar við komum hingað
nokkrir ungir stúdentar árið 1963
til að kenna var Hlíðahverfi mjög
barnmargt. Þá tilheyrði líka allt
Hvassaleitið og allar Hlíðarnar
norðan Miklubrautar skólanum því
Háteigsskóli og Hvassaleitisskóli
voru ekki til. Þannig að þetta var
geysilega víðáttumikið hverfi. Árið
1964–1965 vorum við t.d. með 1.320
nemendur en erum með 580 í vetur
í miklu stærra húsnæði. Þetta er
kannski mesta breytingin, að
breyta úr þrísetningu og í einsetn-
ingu skólans.“
Árni bætir því við að á þessum
árum hafi fjöldi nemenda verið allt
upp í 36 í hverjum bekk. Þannig
hafi hann strax á öðru ári tekið að
sér umsjón tveggja áttundu bekkja
í skólanum, því kennt var bæði fyrir
og eftir hádegi, og voru 29 nem-
endur í öðrum en 33 í hinum. Það
hafi verið ansi strembið fyrir 22 ára
reynslulítinn stúdent. Hins vegar sé
bekkjarkennarastarfið sjálfsagt
annasamara núna en þá var enda
séu mun meiri kröfur gerðar til
kennaranna í dag. „Sjálfsagt er
meira á könnu bekkjarkennarans í
dag en var áður þótt börnin séu
kannski ekki jafn mörg,“ segir
hann.
Heldur áfram þótt það hætti
Árni er ekki eini stúdentinn, sem
byrjaði kennslu fyrir 40 árum og
enn er að finna í skólanum, því
dönskukennari skólans hóf störf við
skólann þetta sama haust. Árni seg-
ir þetta dæmigert fyrir þá tryggð
sem starfsfólk skólans heldur við
hann. „Fólk er gjarnan hér áfram í
einhvers konar störfum þótt það
hætti,“ segir hann og er skemmst
að minnast viðtals Morgunblaðsins
við Björn Loftsson smíðakennara
sem tæplega níræður er enn að
kenna börnum í Hlíðahverfi hand-
tökin við smíðarnar. „Svo var Ár-
mann Kr. Einarsson rithöfundur
hér í fjölmörg ár eftir að hann hætti
formlega,“ heldur Árni áfram.
„Þannig að þetta hefur verið mann-
vænn skóli – við hendum fólki ekki
út. Stöðugleiki í kennaraliði hefur
líka verið eitt aðalstolt hans.“
Sjálfur hefur hann þó ekki gert
það upp við sig hvort hann ílengist
eitthvað áfram í skólanum eftir að
hann hættir. „Það getur vel verið
en ég ætla alveg að láta vera að
koma hingað strax í byrjun heldur
leyfa þessu bara að brjóta sig. Ég
væri hins vegar alveg til í að kenna
eitthvað seinna meir enda hef ég
alltaf kennt með skólastjórastarf-
inu.“
Árni segist ákaflega sáttur við að
hætta þótt hann hafi notið starfs
síns til fullnustu. „Auðvitað hafa
komið upp dauðsföll eða eitthvað
annað þar sem maður hefur þurft
að fara inn í bekki og ræða sér-
staklega við börnin um. Þá hefur
kannski ekki verið mikið tilhlökk-
unarefni að fara í skólann. En það
hafa verið undantekningar því ég
hef nær alltaf hlakkað til að fara í
vinnuna.“
Árni Magnússon, skólastjóri Hlíðaskóla, hættir eftir 40 ára farsælt starf
„Hef nær
alltaf
hlakkað
til að fara
í vinnuna“
Morgunblaðið/Sverrir
Árni er farinn að rekast á barnabörn fyrstu nemenda sinna í skólanum og segir því orðið tímabært að hætta.
Hlíðar
SKEMMTANIR verða víða
um borg í dag í tilefni af sum-
ardeginum fyrsta, meðal ann-
ars í Grafarvogi og í Vesturbæ.
Í Grafarvogi standa Tónlist-
arskólinn í Grafarvogi, Ung-
mennafélagið Fjölnir, Tónskóli
Hörpunnar, Skátafélagið Ham-
ar, Íþróttamiðstöðin í Grafar-
vogi, Miðgarður og Gufunes-
bær sameiginlega að hátíðar-
höldum sem hefjast við Rima-
skóla kl. 12.30 með því að þau
börn sem vilja geta látið mála
andlit sín. Þaðan verður lagt
upp í skrúðgöngu kl. 13 en kl.
13.30 hefst svo uppskeruhátíð
frístundastarfs í Grafarvogi í
Íþróttamiðstöðinni við Dalhús.
Þar verður öllum mögu-
legum listgreinum gert hátt
undir höfði auk þess sem hægt
verður að kynnast fluguhnýt-
ingum, stuttmyndagerð, fant-
asíuförðun, TaeKwondo, hakk-
isakk, myndasögugerð, tré-
föndri og svo mætti lengi telja.
Þá mun Stefán Kristjánsson,
einn efnilegasti skákmaður
landsins, tefla fjöltefli í íþrótta-
húsinu í tilefni þess að Hrók-
urinn og Fjölnir hafa ákveðið
að taka höndum saman um að
efla enn frekar skáklífið í Graf-
arvogi. Hrókurinn mun einnig
kynna skákina með öðrum
hætti og m.a. verður teflt í
sundlaug Grafarvogs.
Félagsmiðstöðin Frosta-
skjól, KR og skátafélagið Æg-
isbúar standa svo í dag að
skemmtidagskrá í Vesturbæn-
um fyrir alla fjölskylduna. Dag-
skráin hefst kl. 13 með guðs-
þjónustu í Neskirkju og að
henni lokinni, eða um kl. 13.45,
fer skrúðganga frá kirkjunni
og verður ferðinni heitið í
Frostaskjól þar sem boðið
verður upp á hoppkastala, leik-
tæki, kaffi- og pylsusölu og
margt fleira. Þá verður frítt í
Vesturbæjarlaugina á milli kl.
10.30 og 11.30.
Sumardagurinn fyrsti
Teflt í
lauginni
Vesturbær/Grafarvogur
TILLAGA að nýju skipulagi Raf-
stöðvarsvæðisins í Elliðaárdal hefur
verið auglýst en hún gerir ráð fyrir
byggingu fornbílasafns og stækkun
orkuminjasafnsins sem fyrir er í
dalnum. Þá verður landi ráðstafað
fyrir skíðalyftu og lyftuhús, púttvöll
og aðstöðu fyrir kastæfingar stang-
veiðimanna.
Skipulagssvæðið nær yfir um-
hverfi Ártúns í Elliðaárdal og er um
16 hektarar að flatarmáli. Innan
þess er m.a. rafstöðin, sem tekin var
í notkun 1921, vararafstöð Lands-
virkjunar, vatnstankur, orkuminja-
safn Orkuveitu Reykjavíkur, að-
veitustöð, ráðstefnuhús, gamla býlið
Ártún ásamt útihúsum og fleiru.
Bæjarstæðið frá því skömmu
eftir landnám
Segir í greinargerð með tillögunni
að markmiðið með deiliskipulaginu
sé að byggja upp á hentugum stað í
Elliðaárdal þjónustu og fræðslu fyrir
almenning og notendur dalsins. Gert
er ráð fyrir að stækkun orkuminja-
safnsins verði tveggja hæða bygg-
ing, eins og núverandi safn en forn-
bílasafnið verði einnar hæðar.
Tryggja á ráðstöfun lands í daln-
um fyrir almenna útivist, skíðalyftu
og lyftuhús, púttvöll og aðstöðu fyrir
kastæfingar stangveiðimanna. Kem-
ur fram að Ártúnsbrekkan sé frá
gamalli tíð vinsælt skíðaland. Neðan
við brekkuna sé lítið þjónustuhús
með snyrtingum og púttvöllur sé á
flatanum neðan við brekkuna. Þá
liggi margir veiðistaðir í Elliðaánum
út frá skipulagsreitnum og skal í
skipulaginu leitast við að halda um-
gangi frá vesturbakkanum til að
friða veiðistaðina eins og kostur er.
Loks eru lóðir fyrir hinar ýmsu
byggingar sem nú eru á skipulags-
svæðinu afmarkaðar sérstaklega í
tillögunni.
Kemur fram að Árbæjarsafn telji
að vernda beri býlið Ártún. Líklega
séu þar séu miklar minjar í jörðu
enda sé bæjarstæðið líklega frá því
skömmu eftir landnám. Því gerir
skipulagið ráð fyrir að ekki megi
grafa í bæjarhól Ártúns án samráðs
við Árbæjarsafn. Bent er á að Elliða-
ársvæðið sé á náttúruminjaskrá og
njóti borgarverndar vegna hins ein-
staka náttúrufars og útivistarmögu-
leika sem þar eru.
Hægt er að kynna sér tillöguna
hjá skipulags- og byggingasviði
Reykjavíkur eða á heimasíðunni
www.skipbygg.is. Athugasemda-
frestur rennur út 4. júní nk.
Tillaga að nýju deiliskipulagi Rafstöðvarsvæðis auglýst
Skíðalyfta, kastsvæði,
púttvöllur og fornbílasafn
Stangveiðimenn munu fá betri aðstöðu í Elliðaárdalnum gangi skipulagið
eftir en á skipulagssvæðinu er fjöldi vinsælla veiðistaða.
Elliðaárdalur