Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 41
ÞAÐ veldur hver á heldur. Upp- bygging íslensks atvinnulífs og skynsamleg efnahagsstjórnun hefur fært þjóðarbúi okkar auknar tekjur. Þess vegna hafa kjör fólks batnað, ekki síst þeirra sem lakast hafa staðið. Af sömu ástæðum hafa framlög hins opinbera til ýmissa velferð- armála aukist, jafnframt því að skattar hafa verið lækkaðir og lífskjörin þannig orðið betri. Þetta er ekki tilviljun heldur afrakstur efnahagslegrar stefnumótunar sem ríkisstjórnin hefur haft forystu um en hefur gengið þvert á vilja stjórnarand- stöðuflokkanna. Búið hefur verið í haginn fyrir framtíðina. Því liggur fyrir að hagvöxtur mun aukast hér á landi. Atvinnustefnan hefur get- ið af sér nýjar og öflugar at- vinnugreinar sem eru að færa okkur aukin verðmæti til þess að nýta okkur öllum til hags- bóta. Sú mikla fjárfesting sem er að verða hér á stóriðjusviðinu jafnt á Grundartanga sem á Austfjörðum mun færa stóaukna björg í okkar bú. Um 20 milljarðar af 35 til almennings Á vegum fjármálaráðuneyt- isins hefur verið reiknað út að þessi efnahagslegi búhnykkur muni þýða 35 milljarða króna varanlegan tekjuauka á ári hverju fyrir ríkissjóð. Þetta er gríðarleg aukning og óhjá- kvæmilegt að menn spyrji hvernig eigi að skipta þessum tekjuauka. Stefna okkar sjálfstæð- ismanna er skýr. Við viljum færa til skattborgaranna um 20 milljarða króna af þessum 35 milljörðum sem ríkissjóður fengi ella í sinn hlut vegna auk- inna efnahagsumsvifa. Það er þetta sem formaður Vinstri grænna kallar skattafyllirí. Það að almenningur í landinu fái til eigin ráðstöfunar um 20 millj- arða króna af 35 milljarða bú- hnykk hins opinbera. Í augum flestra annarra hygg ég að það teljist varla ósanngjarnt að skattborgararnir fái með bein- um hætti notið einhvers hluta af þessum efnahagslega ávinningi sem hlýst af atvinnu- og efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Eftir sem áður fær rík- issjóður auknar tekjur sem hægt er að nota til þess að standa undir betra velferð- arkerfi, betra menntakerfi og fjárfestingum, svo sem eins og á samgöngusviðinu. Það er vegna þess að stoðir atvinnulífsins eru að verða öfl- ugri og fleiri sem við getum haldið áfram að lækka skatta. Af þeim ástæðum er okkur kleift að færa niður skattapró- sentuna um 4 prósentustig sem meðal annars kemur ungu fólki sérstaklega til góða, lækka um helming virðisaukaskatt af mat- vörum, bókum, húshitunar- kostnaði og öðru þvíumlíku, sem hlutfallslega gagnast best þeim tekjulægstu. Lækka eigna- skatta, sem einkanlega kemur öldruðum vel, lækka erfða- fjárskattinn, og draga þannig úr tvísköttunaráhrifum skattkerfis okkar. Raunhæft og sanngjarnt Þetta eru raunhæfar skatta- tillögur, vegna þess að þær byggjast á vaxandi efnahags- umsvifum, sem grunnur hefur verið lagður að með skyn- samlegri uppbyggingarstefnu í atvinnumálum. Og þetta eru sanngjarnar tillögur vegna þess að þær fela í sér að almenningur njóti aukinna efnahagsumsvifa með beinum hætti í meiri kaup- mætti og rýmri fjárhag. Of í lagt fyrir almenning? Eftir Einar K. Guðfinnsson „Við viljum færa til skattborg- aranna um 20 milljarða króna af þessum 35 milljörðum sem ríkis- sjóður fengi ella í sinn hlut vegna aukinna efnahagsumsvifa.“ Höfundur er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 41 Framhaldsskólar fái nýtt og víðtækara hlut- verk undir samheitinu Nýi framhaldsskólinn þar sem sérstakt átak er gert til að efla iðn-, ist- og tæknimenntun með áherslur á styttri námsbrautir. Framhaldsskólum verði gert kleift að út- krifa nemendur ári fyrr en nú er gert. Stórfellt átak verði gert til að sporna gegn miklu brottfalli nemenda á framhalds- kólastigi og sérstök áhersla lögð á fjarnám, endurmenntun og nýtt tækifæri fyrir þá sem hafa horfið frá námi á lífsleiðinni Rannsóknartengt framhaldsnám á há- kólastigi verði eflt og framfærslugrunnur LÍN verði hækkaður, endurgreiðslubyrði lækkuð og ábyrgðarmannakvöðinni aflétt. Efling verknáms Iðn- og tæknimenntun á í djúpstæðum vanda sem lýsir sér m.a. í því að aðsókn að náminu hef- ur minnkað, verknámið að hluta færst af lands- byggðinni og framboð á verkmenntun minnkað í fjölbrautaskólum landsins. Í kjölfarið hafa hin- ar hefðbundnu iðngreinar verið að gefa eftir og má nefna sem dæmi að sveinsprófum hefur fækkað um 14% liðnum árum. Þessi fjárhags- vandi verknámsins á rætur sínar í reiknilíkani sem notað er til dreifingar á fjármagni til fram- haldsskólanna. Líkanið skilar verknámi ekki því sem eðlilegt er til að hægt sé að halda því úti með sómasamlegum hætti. Því leggur Samfylk- ingin mikla áherslu á að vinna upp vanræksluna í garð verknámsins með sérstöku átaki enda skortur á iðnmenntuðu fólki farinn að þvælast fyrir iðnaðinum og útrás hans. n og mannauði kefnanna er að grípa við sóuninni á mann- elast í miklu brottfalli u.“ Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. borgarstjóra. Nýjasta dæmið er, að ég spurði nnar Eydal, skrifstofustjóra borgarstjórnar, í vubréfi, hvernig háttað væri framlagningu reiknings Reykjavíkurborgar. Afrit af tölvu- rinu var sent til borgarstjóra. Ég spurði um þetta, þar sem bæði vegna fjár- gsáætlunar fyrir árið 2003 og vegna þriggja áætlunar um fjárhag Reykjavíkur hef ég ið að rita félagsmálaráðuneytinu bréf til að fá vissu um, að óvenjuleg aðferð við framlagn- u og brot á tímafrestum í sveitarstjórnarlög- um leiddi ekki til ólögmætis við afgreiðslu tlananna. Afrit af svörum við fyrirspurnum mínum sendi ráðuneytið til borgarstjóra. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn fá ekki send afrit af bréfaskiptum embættismanna Reykja- víkurborgar til borgarstjóra. Sjálfstæðismenn fá ekki heldur send afrit af bréfum ráðuneyta til borgarstjóra. Telur Ingibjörg Sólrún, að senda eigi stjórnarandstöðunni í borgarstjórn Reykja- víkur slík gögn? Meiri rök eru raunar fyrir því, að það sé gert, en að embættismenn ríkisins sendi stjórnarandstöðu á alþingi gögn, sem ganga á milli þeirra og ráðherra. Reykjavík- urborg er stjórnað af fjölskipuðu stjórnvaldi meirihluta og minnihluta. Embættismenn starfa fyrir þetta stjórnvald. Embættismenn ríkisins starfa fyrir ríkisstjórnina. Þeim er hins vegar skylt að veita þriðja aðila upplýsingar á grund- velli upplýsingalaga. Reynsla mín segir, að Ingibjörgu Sólrúnu hafi ekki verið sérstaklega í mun að miðla upplýs- ingum til sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún gerði meira að segja tilraun til að beita boðvaldi sínu sem borgarstjóri til að hindra að sjálfstæðismenn gætu leitað upplýs- inga hjá borgarlögmanni, embættismanni Reykjavíkurborgar. gja tilraun til sem borgar- álfstæðis- ýsinga hjá Höfundur er borgarfulltrúi og í 2. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík norður. refið væri að aðeins yrði borgað með einu rni í senn árið 2004, en síðan yrðu gjöld d niður hjá elstu börnunum og áfram stig stigi. Hlutur sveitarfélaga í þessu átaki væri um 0 milljónir en þann hlut viljum við bæta m úr ríkissjóði með því að breikka tekju- fna sveitarfélaganna og með því að ríkið i til sín greiðslu húsaleigubóta upp á 850– 0 milljónir króna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur að áherslu að koma í veg fyrir að efna- gur foreldra ráði því hvort börn gangi í leikskóla eða ekki. Þessi breyting myndi létta greiðslubyrði foreldra um 200 til 300 þúsund krónur á ári, allt eftir því hvort um er að ræða gifta foreldra, námsfólk eða ör- yrkja. Og ekki þarf að skoða málið lengi til að sjá hvað niðurfelling leikskólagjalda myndi þýða fyrir einstæða foreldra. Ókeypis leikskóli jafnar líka aðstöðu barna. Færri átta sig eflaust á því að ókeypis leik- skólavist er annað og meira en kjarabót. Með því að greiða aðgang barna að leikskólanámi er verið að stuðla að jafnrétti til náms. Leik- skóli er fyrsta skólastigið í íslensku skóla- kerfi, þar sem megináherslan er lögð á menntun í gegnum leik og börnin þannig undirbúin fyrir lífið sjálft. Hann er í eðli sínu menntastofnun. Tillaga Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um niðurfellingu leikskólagjalda er ekki gylliboð eða kosningavíxill. Hún er raunsæ og tekur mið af langtímasjón- armiðum um jöfnun aðstöðu og uppbyggingu menntakerfis í landinu. Henni má koma í framkvæmd ef flokkurinn fær til þess fylgi í þingkosningum. Kjósendur eiga valið. öfum við ekki lofað um sem kalla á niður- . Við teljum þvert á rkerfi sé mesta kjara- staklinga.“ Höfundur skipar 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. ÁBERANDI er að stjórn- málaflokkarnir gefa fyrirheit um lækkun skatta á næsta kjör- tímabili. Ástæðan er að tekist hafa samningar um byggingu ál- vera í Hvalfirði og á Reyðarfirði. Framkvæmdir við byggingu ál- veranna og nauðsynlegar virkj- anir leiða af sér mikinn hagvöxt á meðan á þeim stendur og að þeim loknum auka fram- leiðsluvörur álveranna tekjur þjóðarbúsins. Hvort tveggja eyk- ur tekjur ríkissjóðs og það eru þessar viðbótartekjur sem stjórnmálaflokkarnir vilja láta ganga til almennings með lækk- un skatta. Ef ekki væri búið að tryggja uppbygginguna í stóriðj- unni snerist kosningabaráttan ekki um bættan hag almennings með tryggri vinnu og lækkun skatta heldur líklega um að við- halda atvinnustigi og lífskjörum. Aðalatriðið er að sókn í atvinnu- málum gefur færi á að bæta lífs- kjör almennings, þess vegna snýst kosningabaráttan um það. Stöðugleiki í efnahagsmálum Mikilvægast er að viðhalda stöðugleika í efnahagsmálum. Ef það bregst fer verðbólgan á kreik og allir tapa og þá sér- staklega launafólk. Kjarabætur sem leiða af sér óstöðugleika og verðbólgu verða engar kjarabæt- ur. Þess vegna er númer eitt að viðhalda stöðugleika og lítilli verðbólgu. Almennri skatta- lækkun verður því aðeins hrint í framkvæmd að stöðugleikinn raskist ekki. Það má enginn velkjast í vafa um það. Tímasetn- ing og áfangar á almennri lækk- un skatta verða ákvarðir þannig að stöðugleikinn haldist. Þess vegna er mjög mikilvægt að hafa samráð við aðila vinnumarkaðar- ins eins og Framsóknarflokk- urinn hefur ályktað um. Í samræmi við grundvöll Framsóknarflokksins sem fé- lagshyggjuflokks er lögð áhersla á að dreifa kjarabótunum þannig að efnaminni fái meira en hinir. Það gerist með hækkun persónu- afsláttar. Lækkun skattprósentu dreifist hlutfallslega jafnt yfir tekjuhópa en hátekjumenn fá fleiri krónur í lækkun skattsins en lágtekjumenn. Með því að spila saman hækkun persónu- afsláttar og lækkun skattpró- sentu næst það markmið að bæta kjör lágtekjuhópa meira en ann- ars væri. Þannig er stefnt að því að samræmi verði milli skatt- leysismarka og bóta almanna- trygginga þannig að bætur al- mannatrygginga verði skattfrjálsar. Þeir sem einungis eru á bótum almannatrygginga og hafa verið að greiða skatt munu verða skattfrjálsir skv. samþykkt síðasta flokksþings Framsóknarflokksins, ef hún nær fram að ganga. Aðrar sam- þykktir sem lýsa sömu fé- lagslegum áherslum eru: að at- vinnuleysisbætur verði hækkaðar strax og stefnt að því að þær verði ekki lægri en lægstu launataxtar, að skerðing- armörkum atvinnutekna öryrkja verði breytt til að auka sjálfs- bjargargetu einstaklinganna með vinnuhvetjandi kerfi, að tví- sköttun lífeyrisgreiðslna verði hætt og að lífeyrisréttur fé- lagsmanna innan ASÍ í störfum hjá hinu opinbera verði jafnaður réttindum BSRB svo nokkur dæmi séu nefnd. Loks vil ég nefnda samkomulag heilbrigð- isráðherra við Öryrkjabandalag- ið sem hækkar grunnlífeyri þeirra sem fara ungir á ör- orkubætur og getur tvöfaldað grunnlífeyrinn hjá þeim sem mest hækka. Það samkomulag þarf að lögfesta á Alþingi og við munum beita okkur fyrir því. Fjölskylduáherslur Ekki er ætlunin í skattastefnu Framsóknarflokksins að setja allan ávinning ríkissjóðs út í formi lækkunar á sköttum, held- ur verður varið verulegu fé til að styrkja stöðu fjölskyldufólks. Til þess að lágmarka kostnað fjöl- skyldunnar við húsnæði verður Íbúðalánasjóður starfræktur áfram og lánuð 90% til almennra íbúðakaupa eða byggingar hóf- legs húsnæðis. Aukið verður verulega við það fé sem varið er til barnabóta eða um a.m.k. 50%. Leikskólagjöld verði frádrátt- arbær frá skattstofni foreldra og í samvinnu við sveitarfélögin verði komið á skólaskyldu síð- asta ár leikskólans og jafnframt verði þá leikskólagjaldið afnumið fyrir það ár. Ríkissjóður mun þá taka að sér þennan kostnað. Þá verði foreldrum gert kleift að nýta sér ónýttan persónuafslátt barna 16–18 ára. Það mun kosta verulegt fé að hrinda þessum áherslum í framkvæmd, en þær eru tekjujafnandi í eðli sínu og nýtast lágtekjufjölskyldum betur en öðrum. Niðurstaðan er þessi: stöðugleiki, jöfnuður, fjölskylda. Stöðugleiki, jöfnuður, fjölskylda Eftir Kristin H. Gunnarsson „Aðalatriðið er að sókn í atvinnu- málum gefur færi á að bæta lífs- kjör almennings, þess vegna snýst kosningabaráttan um það.“ Höfundur er formaður þingflokks Framsóknarflokksins. jóni sem nemur 8–10 milljörðum árlega, auk óbætanlegs harmleiks, en áætlað er að öll umferðaróhöpp og slys vegna þeirra kosti þjóðfélagið allt að 20.000 milljónir árlega eða kr. 54.945.521 dag hvern, alla daga ársins. Tölur sýna að langflest banaslys eiga sér tað úti á þjóðvegum landsins. Það er því augljóst að það er fyrst og fremst þar sem auka þarf fjárveitingu til umferðareftirlits. Kalt fjárhagslagt mat á háum kostnaði vegna umferðarslysa segir einfaldlega að allar forvarnir sem skila árangri séu gulls ígildi. Forvarnir sem fækka alvarlegum slys- um um 10% spara þjóðfélaginu heilan millj- arð árlega. Markmið höfunda skýrslu „Um- ferðaröryggisáætlunar fyrir 2002–2012“ var að fækka banaslysum og öðrum alvarlegum slysum um 40% fyrir árslok 2012. Við í Frjálslynda flokknum erum tilbúin að leggja þeim stofnunum og fyrirtækjum lið, sem hafa unnið ötullega að þessum markmiðum, s.s. Vegagerðinni, Umferð- arstofu, Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, tyggingafélögum og lögreglunni. Fyrr- nefndir aðilar hafa lagt fram margvíslegar tillögur að úrbótum og forvörnum í umferð- armálum. Nú er það stjórnmálamanna að grípa þær á lofti og hrinda þeim í fram- kvæmd. Það er einfaldlega skynsamlegt, margborgar sig og snertir svo sannarlega þjóðarhagsmuni. á háum kostnaði vegna faldlega að allar for- séu gulls ígildi. For- egum slysum um 10% an milljarð árlega.“ Höfundur er líf fræðingur í öðru sæti Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.