Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 55
FERMINGAR í Tjarnaprestakalli verða í Hafnarfjarðarkirkju sumar- daginn fyrsta, 24. apríl, kl. 14. Prest- ur sr. Carlos A. Ferrer. Fermd verða: Aldís Guðrún Ársælsdóttir, Lóuási 24, Hf. Andri Már Enoksson, Þrastarási 21, Hf. Anna Birna Þorvarðardóttir, Þrastarási 10, Hf. Arnar Hólm Kristjánsson, Erluási 5, Hf. Björgvin Brynjarsson, Blikaási 27, Hf. Björgvin Ingi Pétursson, Blikaási 21, Hf. Einar Bragi Rögnvaldsson, Gauksási 53, Hf. Gunnar Ragnarsson, Gauksási 29, Hf. Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir, Svöluási 12, Hf. Þorsteinn Árni Steindórsson, Spóaási 3, Hf. Örn Erlendsson, Erluási 12, Hf. Ferming í Kálfatjarnarkirkju sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 10:30. Prestur sr. Carlos A. Ferrer. Fermd verða: Brynhildur Guðmundsdóttir, Fagradal 6, Vogum. Frans Guðmundsson, Leirdal 18, Vogum. Hrönn Guðmundsdóttir, Ægisgötu 33, Vogum. Karen Herjólfsdóttir, Hvammsgötu 7, Vogum. Kristín Lind Magnúsdóttir, Leirdal 6, Vogum. Leifur Þráinsson, Brekkugötu 14, Vogum. Linda Ösp Sigurjónsdóttir, Leirdal 16, Vogum. Þorvaldur Aðalsteinn Hauksson, Heiðargerði 18, Vogum. Tónleikar í Grafarvogskirkju TÓNLEIKAR verða í Grafarvogs- kirkju í kvöld kl. 20. Kórar Breið- holtskirkju og Grafarvogskirkju flytja Gloria eftir Antonio Vivaldi. Unglingakór Grafarvogskirkju flyt- ur Misse bréve nr. 4 í C-dúr eftir Charles Gounod. Einsöngur: Arn- þrúður Ösp Karlsdóttir, alt, Hulda Björk Víðisdóttir, mezzosópran, Lovísa Sigfúsdóttir, sópran, Margrét Grétarsdóttir, sópran, Þórunn Elín Pétursdóttir, sópran. Stjórnendur Hörður Bragason, Oddný Jóna Þor- steinsdóttir og Sigrún Magna Þór- steinsdóttir. Miðaverð 1.000 kr., frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Krossinn í Vestmannaeyjum KROSSINN ætlar að sækja Hvíta- sunnusöfnuðinn Betel í Vest- mannaeyjum heim á sumardaginn fyrsta. Boðað er til samkomu í hinu glæsilega safnaðarheimili Hvíta- sunnusafnaðarins kl. 16. Sönghóp- urinn G.I.G. mun flytja gospeltónlist og Gunnar Þorsteinsson predikar. Kirkjustarf Fermingar Morgunblaðið/Sverrir Hafnarfjarðarkirkja og Tónlistarskóli Hafnarfjarðar. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 55 Laugarneskirkja. Fermingarmessur sumardaginn fyrsta kl. 11 og 13.30. Sr. Bjarni Karlsson og Sigurbjörn Þor- kelsson þjóna ásamt fermingarfærður- unum Sigurvini Jónssyni og Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur. Kór Laugarnes- kirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugar- daginn 26. apríl kl. 14. Farið verður í heimsókn til Kefas við Elliðarvatn. Þátt- taka tilkynnist í síma 511-1560 milli kl. 10-13 á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. AD-KFUM. Enginn fundur í kvöld en minnt á kaffisölu Skógarmanna frá kl. 14-18. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Glerárkirkja. Skátaguðsþjónusta sum- ardaginn fyrsta kl. 11. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20. Sumargleði í umsjá unglinga. Kaffihlað- borð. Happdrætti. Safnaðarstarf Elsku pabbi minn. Loks ertu búinn að fá hvíldina eftir erfið veik- indi. Nú ertu í paradís á sjálfum páskum með elsku mömmu. Margs er að minnast og þakka þér fyrir að kenna mér að meta lífið – tónlistina – fuglasönginn – snyrtimennskuna – morgunstundina – fjölskylduna – umhyggjuna – traustið – trúmennskuna – stundvís- ina – fegurðina – listina – íþróttirnar – sönginn og bænirnar. Það voru forréttindi að eiga þig fyr- ir pabba. Þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig á nýjum stað, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Sigfríður (Sísí). Elsku afi minn, nú ertu loksins kominn til hennar ömmu og veit ég að þér líður núna vel að vera búinn að sjá hana aftur. Þið voruð alltaf svo sam- rýnd í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Það kom líka vel í ljós þegar amma dó núna í desember. Þá var eins og að það hefði eitthvað vantað hjá þér, afi minn, þú saknaðir hennar svo mikið. En núna eruð þið búin að hittast aftur. Það verður skrítið að geta ekki far- ið í heimsókn upp á Hjallabraut leng- ur, enginn afi og engin amma. Nú er- uð þið komin á betri stað og verðið alltaf saman. Ég kveð þig núna, afi minn, með söknuði en ég hugga mig við það að þið tvö eru saman á ný. Elsku afi, takk fyrir allt og þá sérstaklega fyrir að vera svona einstakur og góður maður. Guð geymi þig, afi minn, sofðu rótt. Þín Tinna Rut. SIGURGEIR GÍSLASON ✝ Sigurgeir Gísla-son fæddist í Reykjavík 17.6. 1925. Hann lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 9. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 15. apríl. Hann var fjölfróður um menn og málefni. Hógvær og ljúfur í við- móti. Leysti öll þau við- fangsefni, sem honum voru falin, með mikilli nákvæmni og natni. Vissi allt um ensku knattspyrnuna, fyrr og nú. Hvass og öflugur við skákborðið og gaf ekk- ert eftir. Heill og góður maður. Þetta eru aðeins örfá minningarbrot, sem upp í hugann koma, þegar komið er að kveðjustund og minnst er Sigurgeirs Gíslasonar, eða Geira Gísla, eins og hann var gjarnan nefnd- ur manna á meðal, sem til hans þekktu og voru honum samferða á lífsins vegi. Og þeir voru ófáir sveit- ungar hans sem áttu góð samskipti við þennan góða dreng. Við sem þessar línur ritum, fyrrum bæjarstjórar í Hafnarfirði á árunum 1986–1998, áttum þess kost að starfa með Sigurgeir hjá Hafnarfjarðarbæ um árabil. Það voru lærdómsrík og ánægjuleg samskipti í alla staði. Sigurgeir sinnti ýmsum störfu þau 36 ár, sem hann starfaði hjá Hafnar- fjarðarbæ. En manntalið, íbúaskráin, voru hvað helst á hans ábyrgðarsviði. Og þar stóð allt eins og stafur á bók. Það var gjarnan nokkur spenna hjá okkur bæjarstjórunum í lok hvers árs að fá tölu um íbúafjölgun milli ár og var Geiri gjarnan spurður, þegar við- miðunartíminn rann upp. Þetta voru mikil uppgangsár í Hafnarfirði og um- talsverð fólksfjölgun. Það gekk hins vegar oft erfiðlega að fá nýjustu tölur frá Sigurgeir. Ekki vegna þess að hann vissi ekki upp á hár hver aukn- ingin hefði verið; hann kunni á því skil upp á punkt og prik. Nei, það var í eðli hans að veita ekki upplýsingar, sem væru ekki 100% og svaraði því gjarn- an spurningum okkar bæjarstjóranna um fólksfjölgun í bænum á milli ára á þann veg, að það væru eftir ýmsar leiðréttingarfærslur í samstarfi við Hagstofuna og allt kæmi þetta í ljós. Þó kom fyrir að hann laumaði að okk- ur miða með nýjustu tölum, en hafði þó gjarnan mikinn fyrirvara á. Æv- inlega reyndust þær tölur standast fullkomlega, þegar endanlegar íbúa- tölur voru gefnar út af Hagstofunni. Sigurgeir Gíslason þekkti þúsundir Hafnfirðinga með nafni. Ekki var það eingöngu vegna þess að hann skráði alla nýja íbúa, heldur ekki síður að hann átti traustar rætur í Hafnarfirði og þekkti vel til sveitunga sinna. Var og enda vinamargur. Fyrir kom þegar fólk mætti á skrif- stofu manntalsfulltrúa, til nýskrán- ingar, eða vegna þess að það hefði flutt milli hverfa í Hafnarfirði, að enska heyrðist töluð í bakgrunni kringum Sigurgeir. Kom þá í ljós að kveikt var á útvarpstæki, þar sem BBC hljómaði. Sigurgeir fylgdist nefnilega mjög vel með öllum tíðind- um af ensku knattspyrnunni og vildi sínar fréttir frá fyrstu hendi; frá hinu rómaða BBC. Enda voru þeir ekki margir jafnokar hans, þegar kom að þekkingu á ensku knattspyrnunni í núinu og ekki síður í fortíðinni. Sigurgeir sleppti aldrei tækifærinu á því að taka eina skák, ef færi gafst. Þær voru ófáar skákirnar sem teknar voru eftir að vinnutíma lauk milli Sig- urgeirs og Guðmundar Benedikts- sonar bæjarlögmanns á kaffistofunni á bæjarskrifstofunum. Þá var líf í tuskum og hinn prúði og hógværi Sig- urgeir færðist allur í aukana. Þá var sókndirfskan í fyrirrúmi og nánast árásargirni, þegar taflmennirnir skutust um borðið miskunnarlausir og áleitnir. Þá var Sigurgeir í essinu sínu. Hann var einfaldlega meistari á þessum vettvangi, enda hafði hann keppt fyrir hönd lands síns á Ólymp- íuskákmótum. Aldrei hældist hann þó um vegna færni sinnar við skákborð- ið. Það var ekki hans eðli. Sigurgeir var alla tíð mikill og dyggur stuðningsmaður FH og lét sér mjög annt um framgang félagsins enda börnin hans flest ef ekki öll keppendur fyrir hönd félagsins á sín- um yngri árum. Góður vinur er fallinn í valinn. Ljúfar minningar fylla hugann. Við þökkum fyrir samfylgdina, sem var í senn lærdómsrík og mannbætandi. Stórri fjölskyldu Sigurgeirs send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð gefi að góðar minningar mildi sára sorg og eftirsjá. Guð blessi minningu Sigurgeirs Gíslasonar. Guðmundur Árni Stefánsson, Ingvar Viktorsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Safamýri 48, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. apríl kl. 10.30. Sigurður Pálsson, Sigrún L. Sigurjónsdóttir, Kara Pálsdóttir, Valur Árnason, Sigrún Pálsdóttir, Bragi Ólafsson, Ragnhildur Ásta Valsdóttir, Þórdís Kara Valsdóttir, Hrafnhildur Bragadóttir, Konráð Bragason, Hákon Bragason, Sigurður Helgason, Artie Helgason, Sigríður A. Helgadóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐLAUGAR HULDAR NIELSEN, Hátúni 12, Reykjavík. Alfreð Guðmundsson, Birgit Beining, Guðrún B. Guðmundsdóttir, Ingvi Þór Ragnarsson, Guðmundur Guðmundsson, Inga Lilja Lárusdóttir, Guðmundur Bjarnason og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖLDU PÉTURSDÓTTUR, Holtsgötu 37, Reykjavík. Ragnar Guðmundsson, Dagný Björnsdóttir, Úlfar Guðmundsson, Gyða Hansen, Pétur Ingi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur samúð vegna andláts föður okkar og vinar, ÞORGEIRS JÓNSSONAR læknis, Sunnubraut 29, Kópavogi. Fyrir hönd ættingja og vina, María Þorgeirsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Margrét Sigurðardóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR ALBÍNU SAMSONARDÓTTUR, Bölum 6, Patreksfirði. Guð blessi ykkur öll. Hafliði Ottósson, Ragnar Hafliðason, Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Rafn Hafliðason, Anna Gestsdóttir, Torfey Hafliðadóttir, Ottó Hafliðason, Hrafnhildur Björgvinsdóttir, Guðrún Hafliðadóttir, Árný Sigurjónsdóttir, Ari Hafliðason, Guðrún Leifsdóttir, Róbert Hafliðason, Sigurósk Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.